Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ástir smalapilta o g spunastúlkna Skipan Særúnar í Gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5. Skýjum ofar TONLIST S a I u r i n n LJÓÐATÓNLEIKAR Ljóðasöngvar eftir Mozart og Schubert. Marta Halldórsdóttir sópran, Orn Magnússon pfanóleik- ari og Einar Jóhannesson klarin- ettuleikari.Miðvikudag kl. 20.30. ÞAÐ voru vorljóð sem mörkuðu upphaf og endi ljóðatónleika Mörtu Halldórsdóttur og Arnar Magnús- sonar í salnum á miðvikudagskvöld- ið; - upphafíð, Vorþrá Mozarts; lag- ið sem sungið er hér við ljóð Þorsteins Erlingssonar, Nú tjaldar foldin fríða, - en niðurlagið, Hirðir- inn á hamrinum eftir Schubert, sem lýkur á vonbjartri kóloratúr kad- ensu þar sem vorkomunni er sungið lof. Fyrri hluti tónleikanna var helg- aður tónlist Mozarts, og sá seinni Schubert. Marta söng mörg vinsæl- ustu og bestu lög Mozarts: Til Klói, Galdramanninn, Fjóluna og lagið um Lovísu sem brenndi ástarbréf svikuls elskhuga síns. Þarna var líka hinn unaðslegi Skilnaðarsöng- ur, - Das Lied der Trennung - og rómantískasta lag Mozarts, Abend- empfíndung, eða Kvöldúð. Marta og Örn voru skínandi góð í þessum lög- um Mozarts. Litlu sætu og kómísku sögurnar sem eru Mozart oft svo hugleiknar, og sagðar eru í ljóðum eins og þeim um Fjóluna og Galdra- karlinn voru ákaflega fallega túlkuð Brúðuleikhúsið Sögu- svuntan frumsýnir nýtt brúðuleikverk eftir Hallveigu Thorlacius í Iðnó á morgun, laugar- dag, í tilefni opnunar- dags menningarársins í höfuðborginni. „ÞETTA eru níu sögur eins og titill- inn ber með sér og eru frá löndunum níu sem menningarborgir Evrópu 2000 eru í,“ segir Hallveig Thorlacius sem hefur samið sýninguna og flytur hana ásamt Marion Herrera hörpu- leikara. Leikstjóri er Þór Tulinius. „Við valið á sögunum hafði ég í huga þema Reykjavík - menningar- borg 2000 um náttúruna en þó eru sögumar hver með sínu lagi enda sín úr hverri áttinni ef svo má segja,“ segir Hallveig. Hún er sögumaður og segir söguna með brúðum og ýmsum öðrum hlutum og hörpuleikarinn á sinn þátt á frásögninni með hljóðfæri sínu. Hallveig lýsir sýningunni þann- ig að aðalpersóna hennar sé Viktor, LOSTI 2000 nefnist myndlistarsýn- ing sem opnuð verður í Listasafn- inu á Akureyri í kvöld. Þetta er samsýning 30 íslenskra listamanna í yngri kanti og ásamt henni verða málverk og heimildarmynd Snorra Asmundssonar í safninu. Hann beitti óhefðbundnum rannsókna- þannig að gráglettið dramað var þrungið spennu, líf og lit. Söngur Mörtu var fallegur og píanóleikur Arnar mátulegur að öllu leyti; - túlkunin hvorki of né van. Ótalin eru þrjú lög Mozarts sem þau Marta og Órn fluttu: Ich wurd auf meinem Pfad, og lögin Til einsemd- arinnar og Til hógværðarinnar. Þessi þrjú lög verða seint talin til meistaraverka Mozarts. Ef til vill hafa ljóðin, sem öll eru eftir Johann Timotheus Hermes, ekki höfðað til tónskáldsins; - túlkun á heimspeki- legum vangaveltum um huglæg efni virðast hafa verið tónskáldinu jafn fjarri, og honum lét vel að tónsetja kómískar sögur úr daglega lífinu og munúðarfull ástarljóð. Túlkun þess- ara laga var dauf og litlaus; lögin höfðu ekki upp á neitt að bjóða fyrir flytjendurna, og enn síður fyrir áheyrendur. Síðasta Mozartlagið á efnis- skránni, Kvöldúð, verður hins vegar að teljast með stórfenglegri lögum tónskáldsins; - það er miklu meiri tónsmíð en nettu strófísku lögin og mjög áhrifaríkt. Það vísar fram á veginn til rómantíska ljóðasöngsins, - til Schuberts og Schumanns. Flutningur Mörtu og Arnar var sér- lega góður; túlkunin hlaðin róman- tískum trega og innileik. Schubert fékk líka sinn skerf af standördum á tónleikum Mörtu og Arnar. Gréta við rokkinn, Heiðar- rósin og fleiri smellh- tónskáldsins prýddu efnisskrána. Gréta, - eða Gretchen am Spinnrade - var keyrt áfram allt of sterkt og hratt í upp- hafi, þannig að lítið svigrúm gafst til en hann er lítill strákur sem býr hjá ömmu sinni og afa í Finnlandi. „Hann er svo forvitinn að amma hans og afi eru löngu orðin gráhærð af að reyna að svara honum. Hann var einu sinni nærri dáinn og þá sendi Guð engilinn raðferðum við vinnslu myndar sinn- ar. Önnur verk í safninu næstu vik- ur eru að sögn sýningarstjórans, Hannesar Sigurðssonar, einlægar lýsingar á viðhorfum listafólksins til losta á Islandi í upphafi nýrrar aldar. Sýningin stendur til 19. mars. að auka spennuna í stígandi örvænt- ingu Grétu. Scháfers Klagelied, - Harmatölur smaladrengs - er eitt fallegasta lag Schuberts og var virkilega vel flutt. Örn snaraði fram fegurstu litbrigði píanósins, - dramatík í ljóðinu um regn og storma en líðandi mýkt í ljóðinu um regnbogann. Söngur Mörtu var jafn blæbrigðaríkur og flutningur lags- ins yndislegur. Sama má segja um lögin Erster verlust og Heidenrös- lein sem voru skínandi vel flutt. Hafi lag Mozarts, Kvöldúð, vísað veginn fram til Schuberts, þá vísar lag Schuberts, Liebhaber in allen Gestallten, eða Elskhugi í öllum myndum, aftur til Mozarts. Þetta gamansama ljóð um náunga sem lík- ir sjálfum sér við ýmsar kynja- skepnur, í von um að þær gætu bet- ur heillað elskuna hans, hefði Mozart sennilega kunnað vel að meta. En Schubert brá sér í líki klassíkersins í þessu fjöruga, stróf- íska lagi, og sýndi sínar allra glað- legustu hliðar. Annar söngur Mign- onar; Sá einn er þekkir þrá, er dásamlegt lag, og mikil dýpt og karakter einkenndi túlkun Mörtu og Arnar. Þriðji Mignonarsöngurinn er ekki síður fallegur og var sterkur og áhrifaríkur. Næturljóðið var fínt; næturmyrkrið varð lifandi og mett- að dulúð í fallegum píanóleik Arnar. I lokaverki tónleikanna, Hirðin- um á hamrinum kom Einar Jóhann- esson til liðs við Mörtu og Örn. Þetta var brilliant flutningur á þessu ástsæla verki, frá upphafi til enda. sinn til að gæta hans. Nú er komið haust og Viktor vill vita hvert sumar- ið fór. Engillinn ákveður að hjálpa honum að finna svar við því. Sumarið gæti kannski læknað hann. Engillinn breytir Eldibrandi, kettinum hans Viktors, í Ijón sem flýgur með hann um allan heiminn að leita að sumrinu. Þeir fljúga milli borga sem eru hver í sínum vasa á Sögusvuntunni og fá þannig að heyra sögur frá öllum borgunum níu sem eru menningar- borgir Evrópu í ár. Að lokum finnur Viktor sumarið á óvæntum stað.“ Frumsýning er sem áður sagði íyr- ir almenning kl. 14 á laugardag í Iðnó en fyrr um morguninn ætla Hallveig og Marion að leyfa bömum á Barna- deild Landspítalans að njóta forskots og frumsýna þar kl. 11. „Það verður hin eina sanna frumsýning,“ segir Hallveig. MYIVDLIST Gallerf@hlemmnr.is, Þverholti 5 SKIPAN MEÐ BLAND- AÐRI TÆKNI SÆRÚN STEFÁNSDÓTTIR Til 30. janúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 Á ÞEIM fáeinu mánuðum sem Gallerí@hlemmur.is hefur staðið op- ið við ofanverðan Hlemm, hafa að- standendur þess - listakonurnar Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guð- laugsdóttir - sýnt svo ekki verður um villst að þeim er full alvara með starf- semi sinni. Með óvenjulegu áræði, ákveðinni sýningarstefnu og vel hannaðri vefsíðu hefur stöllunum tekist að gera plássið að einhverjum athyglisverðasta sýningarsal lands- ins. Þá ráðast þær ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því flestir skjól- stæðinga þeirra eru ennþá fremur lítt þekktir. Vandi íslensks hstalífs hefur löng- um verið óreiðan sem listamönnum er búin með óskiljanlegu kerfi sem virðir engin venjuleg lögmál heldur hegðar sér á heimatilbúna vísu. Þannig hefur listamönnum gjaman verið leigt sýningarpláss á okurkjör- um án þess að þeirri „þjónustu" fylgdi nokkur aukaglaðningui- í lík- ingu við þann sem þykir sjálfsagður í öðrum vestrænum löndum. Fyrir ut- an að þurfa að punga út formúu fyrir skammvinn afnot af misjöfnum húsa- kynnum hafa íslenskir listamenn lengst af mátt búa við þá stórmerki- legu skipan mála að vera eigin mál- pípur, auglýsingahönnuðir, sölumenn og útgerðarmenn, án þess að hafa til þeirra verka nokkra sérþekkingu ut- an listskólagöngu sína. Með Ingólfsstræti 8 var það mikil- væga skref tekið að venjulegu, fag- legu galleríi var hleypt af stokkunum hér á landi. Líkt og bókaútgefendur sjá galleristar um flesta praktíska þætti íyrir listamennina, skjólstæð- inga sína, þar á meðal kynningu á list þeirra heima og heiman. Svo virðist sem þær Þóra og Valgerður stefni hraðbyri í sömu átt og Edda Jóns- dóttir, eigandi i8, hélt fyrir fáeinum árum, með svo heilladrjúgum eftir- köstum. Sýningin á lokaverkefni Særúnar Stefánsdóttur - en hún hefur að und- anfömu lagt stund á listnám í Glas- gow - er enn ein skrautfjöðurin í hatti Gallerí@hlemms. Særún hefur komið fyrir hrúgu af gervibaðmull á miðju gólfinu í norðursalnum. Það líkist skýhnoðra, en upp úr jöðrum hans teygja sig nokkrir, hvítir blóm- stönglar með fræpokum úr vindlinga- bréfi. Undir vindlingabréfinu leynist tóbak - ef til vill blandað sterkari efn- um - en upp að veggjunum beggja vegna hallast ljósmyndir af listakon- unni í bamalegri stellingu með bangsa við hönd og annan á bolnum. Á annarri myndinni glottir „barn- ið“ Særún illkvittnislega en á hinni virðist hún vera sakleysið uppmálað. I litlu sjónvarpi í salnum við hliðina smjattar hún á sleikibrjóstsykri í gríð og erg. Þannig er afturhvarfið til prakkaraskapar bemskunnar megin- tilvísunin í alvarlegri skipan listakon- unnar, líkt og hún vildi benda okkur á þá getgátu að í sjálfstæðisumbrotum frambemskunnar sé að finna lykilinn að leyndardómnum um manndóms- uppreisn æskunnar. Ef til vill leynist hér langþráð svar við því hvers vegna við leiðumst svo auðveldlega út í fen fíkniefnanna. Það sem er svo fallegt í skipan Særánar er togstreitan milli fegurð- ar miðlanna - gervibaðmullarinnai’ og ljósmyndanna tveggja - og grimmdarinnar sem býr í sjálfu inn- takinu. En í þeirri togstreitu er ein- mitt fólginn vandi - og fjandi - allra þeirra sem beijast við vágesti líðandi stundar. Manni verður ósjálfrátt hugsað til fleygra ljóðlína Steins úr Tírnunurn og vatninu. A hornréttum fleti milli hringsins og keilunnar vex hið hvíta blóm dauðans. Ef ekki væri fullt af fölskum en tælandi fyrirheitum í geislandi frels- isómm bernskunnar væri sigurinn á eiturlyfjunum sjálfsagt auðsóttur. Halldór Björn Runólfsson Breytingar á Forlaginu Tveir ritstjórar ráðnir til starfa í KJÖLFAR þess að Jóhann Páll Valdimársson hefur látið af störf- um sem útgáfustjóri Forlagsins, dótturfyrirtækis Máls og menn- ingar, hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að skipta Forlaginu upp í tvö útgáfusvið. Að sögn Halldórs Guðmunds- sonar, útgáfustjóra Máls og menningar, verða ráðnir tveir rit- stjórar að Forlaginu, þeir Ámi Einarsson og Kristján B. Jónas- son. „Árni mun ritstýra útgáfu handbóka, ljósmyndabóka og bóka fyrir ferðamenn, en það hef- ur verið umfangsmikill hluti af út- gáfu Forlagsins. Kristján mun hins vegar ritstýra bókmenntaút- gáfu Forlagsins, sem einnig hefur verið umfangsmikil allt frá því Forlagið sameinaðist Máli og menningu fyrir tíu árum.“ Að sögn Halldórs mun þetta leiða af sér ýmsar fleiri breytingar innan fyrirtækisins þar sem Árni Ein- arsson hefur gegnt starfi verslun- arstjóra og Kristján hefur starfað sem ritstjóri hjá Máli og menn- ingu. „Við munum á næstu vikum og mánuðum ráða nýtt fólk í þessi störf og nýta tækifærið til að breyta skipulaginu að einhverju leyti en allt mun þetta gerast í ró- legheitum og að vel athuguðu máli,“ sagði Halldór Guðmunds- son. Bergþóra Jónsdóttir Átta sögur um náttúr- una o g einni betur Marion Herrera hörpuleikari og Hallveig Thorlacius brúðuleikari. Losti 2000 í Lista- safninu á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.