Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Atkvæði
greidd um
samnins
við KE
MJÓLKURFRAMLEIÐENDUR í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, á sam-
lagssvæðum Kaupfélags Eyfirðinga,
hafa fengið í hendur atkvæðaseðfi
vegna atkvæðagreiðslu um fyrirliggj-
andi samning mUli KEA og framleið-
enda. Verði samningurinn samþykkt-
ur af meirihluta framleiðenda verður
stofnað framleiðendasamvinnufélag
mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum.
Atkvæðagreiðslunni skal lokið íyr-
ir 8. maí en að henni standa Búgreina-
ráð Búnaðarsambands Eyjafjarðar
og Félag þingeyskra kúabænda. I
samningum kemur m.a. fram að sam-
vinnufélag bænda verður eignaraðili
að nýju hlutafélagi sem vinnur mjólk
úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og á
samlögin á Akureyri og Húsavík. Ef
gerður verður bindandi viðskipta-
samningur um 99% af greiðslumarki
á svæðinu við nýja mjólkurvinnslu-
fyrirtækið til 5 ára eignast samvinnu-
félag bænda 34% af fyrirtækinu.
Verði af samkomulaginu tryggja
bændur sér helmings aðild að stjóm
rpjólkurvinnslunnar.Þá fellst hlutafé-
lagið á að greiða bændum samkeppn-
isfært verð íyrir mjólk og hefur það
markmið forgang, fram yfir greiðslu
arðs til eigenda og greiðslu af víkj-
andi láni. Náist ekki viðskiptasamn-
ingar um 85% af greiðslumarki
bænda verður ekkert af samkomu-
laginu og fyrirtækið verður þá alfarið
í eigu og stjóm KEA. Eins og komið
hefur fram hefðu margir mjólkur-
framieiðendur viljað ná lengra í
samningum við KEA. Samninga-
nefnd framleiðenda taldi hins vegar
ekki lengra komist og hvetur bændur
tíi að styðja samninginn.
Á aðalfúndi KEA nýlega var sam-
þykkt heimild til handa stjóm félags-
ins að ganga frá samningi við félag
mjólkurframleiðenda á grundvelli
samkomulags um stofnun nýs mjólk-
urfélags á Norðurlandi. Áður hafði
stjóm KEA falið kaupfélagsstjóra að
ganga frá umframgreiðslu vegna
mjólkurframleiðslu síðasta árs. Gert
er ráð fyrir að umframverð verði um
3 krónur pr. innlagðan mjólkurlítra
og það greitt út í næsta mánuði.
Gallerfið í sveitinni
Teigi Eyjafjarðarsveit
Sýning veróur á postulínsmunum
frá hóp kvenna sem komió hafa
saman sl. vetur.
Sýningin veróur laugardag
og sunnudag 29.-30. apríl
frá kl. 2-6.
Verió velkomin í sveitina.
Postulínshópurinn.
Morgunblaðið/Kristján
Starfsmenn SS Byggis voru í steypuvinnu í blíðunni í gær í grunni bílakjallarans sem þeir eru að byggja.
Bygging verslunarmiðstöðvar á Gleráreyrum
Eitt tilboð í stærsta
útboðsverk ársins
AÐEINS eitt tilboð barst í bygg-
ingu tæplega 9.000 fermetra versl-
unarmiðstöðvar á Gleráreymm á
Akureyri en tilboðið var opnað í
gær. Það kom frá SS Byggir á Ak-
ureyri og hljóðaði upp á rúmar 368
milljónir króna. Þetta er stærsta
einstaka verk í byggingariðnaði
sem boðið er út í bænum á þessu
ári.
Um er að ræða breytingu á eldra
húsnæði, 4.000 fermetra aðal-
verksmiðjuhúsi Skinnaiðnaðar hf.,
nýbyggingar austan og vestan við
það hús, samtals um 4.700 fermetr-
ar, frágang innanhúss á sameigin-
legu rými og uppsetningu veggja
milli rýma. Verktíminn er mjög
stuttur eða frá maí til október en
gert er ráð fyrir að framkvæmdum
við verslunarmiðstöðina verðj að
fullu lokið þann 1. nóvember. Áætl-
að er að heildarkostnaður við fram-
kvæmdina verði um einn milljarður
króna.
Ekki kom fram við opnun tilboðs-
ins í gær hver kostnaðaráætlun
verkkaupa er en þar kom þó fram
að tilboð SS Byggis væri í hærri
kantinum miðað við heildarkostnað-
aráætlun framkvæmda á Gleráreyr-
um, sem fékkst þó heldur ekki upp-
gefin. Það er einkahlutafélagið
Smáratorg sem stendur að bygg-
ingu verslunarmiðstöðvarinnar,
sem fengið hefur nafnið Glerártorg.
Sigurður Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri SS Byggis, sagðist
hafa átt von á tveimur tilboðum frá
verktökum á höfúðborgarsvæðinu
en það kom honum hins vegar ekki
á óvart að ekki komu fleiri tilboð
frá fyrirtækjum á Akureyri, vegna
góðrar verkefnastöðu í bænum.
Hann sagði að það kæmi sér mjög
vel fengi hann verkið. Fyrirtækið
er að ljúka við byggingu þjónustu-
húss Toyota á Akureyri, uppsteypu
húss Hita- og vatnsveitu Akureyrar
er að ljúka og þá eru framkvæmdir
við nýbygginguna og bílakjallarann
í miðbæ Akureyrar langt komnar.
Sigurður sagði að Tréverk á Dal-
vík kæmi að þessu tilboði með fyr-
irtæki hans og að auki fjölmargir
aðrir undirverktakar. Þarna gæti
því verið um 80 manns að vinna við
þetta verk.
Alls verða 26 rými í verslunar-
miðstöðinni og þar af nokkrir veit-
ingastaðir. Nettó, Byko og Rúm-
fatalagerinn verða með langstærstu
rýmin eða í kringum 2.000 fermetra
hvert fyrirtæki. Fyrirtækin sem
verða í verslunarmiðstöðinni frá
lými sín afhent nánast tilbúin undir
tréverk og standa sjálf að innrétt-
ingu þeirra.
Tónleikar í dag
Skátakór-
ar að sunn-
an í söng-
ferðalag
í TILEFNI af sumarkomu
hafa Skátakórarnir í Reykja-
vík og Hafnarfirði ruglað
saman reitum sínum og
leggja upp í sameiginlega
tónleikaferð föstudaginn 28.
apríl nk.
Ekið verður sem leið liggur
norður í land og er ætlunin að
skemmta Norðlendingum
með söng og hljóðfæraslætti.
Fyrstu tónleikarnir verða hjá
Skátafélaginu Landvættum á
Dalvík.
Tónleikarnir hefjast kl.
14:30 í skátaheimilinu. Að
þeim loknum verður haldið til
Akureyrar en þar hefjast tón-
leikar kl. 17:00 í Deiglunni.
Aðgangseyrir á þá tónleika
eru kr. 300.
Fyrir unga
sem aldna
Allir skátar, ungir sem
gamlir, eru hvattir til að
mæta með fjölskyldum sínum
og fagna sumarkomu með
hressilegum söng.
Stjórnendur kóranna eru
þau Kristjana Grímsdóttir og
Órn Arnarson.
Kirkjustarf
LOKAHÁTÍÐ kirkjuskólans fyrir
krakka í Laufásprestakalli verður í
Laufási sunnudaginn 30. apríl kl. 11.
Þar verður farið í leiki og grillað.
Hafið með ykkur pylsur og drykk.
Kyrrðarstund verður í Grenivíkur-
kirkju á sunnudagskvöld kl. 21.
Jörð til sölu
Jörðin Ytri-Bægisá í
Glæsibæjarhreppi er til sölu
Á jöröinni er íbúöarhús, 171 fm, ásamt bílskúr, 42 fm,
byggt 1979, fjós byggt 1971, 20 básar, fjárhús byggö 1971
fyrir 130 kindur, hesthús byggt 1950 fyrir 6 hross, hlöður
byggöar 1971 og 1987, samtals 2.223 fm, og vélageymsla
byggö 1978,184 fm. Ræktun er um 34 ha.
Greiðslumark jaröarinnar er 99.214 lítrar í mjólk og 140,8
ærgildi í sauöfé. Tilboö í jöröina ásamt bústofni og vélum
skulu hafa borist Búnaöarsambandi Eyjafjarðar, Óseyri 2,
603 Akureyri, fyrir 15. maí 2000 en þar eru nánari
upplýsingar veittar í síma 462 4477 á skrifstofutíma.
Skátakór-
ar á tón-
leikaferð
í TILEFNI af sumarkomu hafa
skátakóranir í Reykjavík og Hafn-
arfirði ákveðið að leggja upp í
sameiginlega tónleikaferð í dag,
föstudaginn 28. apríl. Ekið verður
sem leið liggur norður í land og er
ætlunin að skemmta Norðlending-
um með söng og hljóðfæraslætti.
Fyrri tónleikarnir verða hjá
Skátafélaginu Landvættum á Dal-
vík í dag, föstudag, þeir fara fram
í skátaheimilinu og hefjast kl.
14.30. Að þeim loknum verður
haldið til Akureyrar en þar hefjast
tónleikar í Deiglunni kl. 17.00. Að-
gangseyrir á þá tónleika er 300
krónur. Allir skátar, ungir sem
gamlir, eru hvattir til að mæta
með fjölskyldum sínum og fagna
sumarkomu með hressilegum
söng. Stjórnendur kóranna eru
þau Kristjana Grímsdóttir og Örn
Arnarson.
Morgunblaðið/Kristján
Veðrið lék við bæjarbúa
VEÐRIÐ lék við Akureyringa í
gær eftir frekar kalda en sólríka
daga. Hitinn fór í 10 stig um miðj-
an dag f gær, samkvæmt hitamæli
veðurstofunnar við lögreglustöð-
ina, en hitamælirinn á Ráðhús-
torgi sýndi enn hærri tölu. Félag-
arnir Arnar og Auðunn voru
mættir með hjólabretti sín á Ráð-
hústorgið og léku þar Iistir sínar
fyrir gesti og gangandi. Snæfinn-
ur snjókarl, sem byggður var fyr-
ir páskana, er hins vegar orðinn
að snjóskafli á miðju torginu.
Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur auglýsir
styrki fyrir tónlistarnema
Efnilegir nemendur styrktir
NEMENDUR sem stundað hafa
nám við Tónlistarskólann á Akureyri
°g hyggja á eða hafa þegar hafið há-
skólanám í tónlist geta sótt um styrk
úr Minningarsjóði Þorgerðar S. Eir-
íksdóttur. Umsóknarfrestur er til 15.
maí og þurfa umsækjendur að greina
frá námsferli og námsáformum i um-
sókn sinni.
Þorgerður S. Eiríksdóttir fæddist
20. janúar 1954 og lauk burtfarar-
prófi frá Tónlistarskólanum á Akur-
eyri vorið 1971. Hún þótti mjög efni-
legur píanóleikari og var nýkomin til
Lundúnaborgar til að hefja fram-
haldsnám þegar hún lést af slysför-
um þann 2. febrúar 1972. Ári síðar
stofnuðu aðstandendur Þorgerðar
minningarsjóð ásamt Tónlistarfélagi
Akureyrar, Tónlistarskólanum og
kennurum við skólann.
Markmið sjóðsins er að styrkja
efnilega nemendur sem lokið hafa
burtfararprófi frá Tónlistarskólan-
um á Akureyri til framhaldsnáms.
Megintekjulind sjóðsins er að jafnaði
vextir af höfuðstól ásamt tekjum af
styrktartónleikum sem nemendur
og kennarar Tónlistarskólans halda
árlega. Sjóðurinn hefur einnig tekjur
af minningarframlögum en minning-
arkort eru seld í Tónlistarskólanum,
Bókabúð Jónasar og Bókvali.