Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Stórhýsi í Borgartúni Á RÚMLEGA einu ári hafa tvö stór- hýsi risið í Bogartúninu í Reykjavík. Ánnað eru höfuðstöðvar Nýherja hf. en í hinu verða 7 ríkisstofnanir. Hús- in vekja athygli vegfarenda því í báð- um tilvikum hefur verið lagt mikið upp úr vandaðri hönnun. Pótt húsin séu ólík að sjá eiga þau það þó sam- eiginlegt, að svipuð sjónarmið virð- ast hafa átt við um hönnun þeirra beggja, a.m.k. varðandi hið sérstæða útsýni frá Borgartúni annars vegar og hins vegar því að skapa væntan- legum startsmönnum þeirra fyrir- tækja og stofnana, sem þarna munu starfa, sem besta starfsaðstöðu. Flutt í Nýherjahúsið i dag Guðni Pálsson, arkitekt, er hönn- uður Nýherjahússins, en húsið er um 6.400 fermetrar að stærð. Að sögn Þorkels Ágústssonar, verkefn- isstjóra yflr flutningunum af hálfu Nýherja hf., var m.a. haft að leiðar- ljósi að hið sérstæða útsýni, sem er á þessum stað yfir sundin og út á Faxaflóann, fái notið sín. Þá var jafn- framt tekið tillit til þess að sólskin og vinna við tölvuskjá þykir ekki fara vel saman. Þess vegna er húsið mjórra sunnanmegin, gegnt sólinni, en breiðara á þeirri hlið sem snýr í norður, þar sem útsýnið er sem mest. Gert er ráð fyrir að húsið loft- ræsti sig sjálft, en mikið er um opn- anlega glugga. Að innan er rýmið að miklu leyti opið en lágir og léttir veggir skilja starfsmenn að. Hafist var handa við undirbúning að byggingu hússins í lok febrúar 1999 en flutt verður inn í dag, 28. apríl. Við flutning Nýherja hf. í hið nýja stórhýsi er starfsemi fyrirtæk- isins sameinuð á einn stað eftir að hafa verið tvískipt áður. Fram- kvæmdir voru í höndum ÁHÁ Bygg- inga hf. Ríkisstofnanahúsið Hitt nýja stórhýsið í Borgartúni er í eigu Höfðaborgar ehf., en eig- endur þess eru þeir sömu og bygg- ingaverktakafyrirtækisins EYKT ehf., sem sá um byggingafram- kvæmdir. Ríkissjóður hefur gert samning um leigu á húsinu til 20 ára fyrir sjö ríkisstofnanir, sem þar verða til húsa. Þær eru: Barnavemd- arstofa, Fasteignamat ríkisins, íbúðalánasjóður, Lánasjóður ís- lenskra námsmanna, Löggildingar- stofa, Ríkissáttasemjari og Yflr- skattanefnd. Ásgeir Ásgeirsson, byggingafræð- ingur, og Ivon Stefán Cilia, arkitekt, á Teiknistofunni Armúla, sáu um hönnun hússins. Að sögn Ásgeirs var við hönnunina lögð áhersla á að sem flestir þeirra sem kæmu til með að starfa í húsinu gætu notið þess út- sýnis sem staðsetningin býður upp á. Þá vildu hönnuðirnir einnig draga eins og frekast er unnt úr álagi frá sólu. Nokkuð er um að opið rými setji mark sitt á þær stofnanir sem í hús- inu eru. Mikil glerbygging myndar burst milli tveggja meginhluta húss- Notar fyrirtækið 8oo 4000 er gjaidfrjálst númer www.siminn.is fyrírtækjaþjónustu Símans. Þar er opið vírka daga milli kl. 8 og 17. S í M I N N Morgunblaöiö/Sverrir Stórhýsi Nýheija hf. ins og er hún einkennandi fyrir það. Byggingaframkvæmdir hófust i desember 1998. Fimm af stofnunun- um sjö hafa flutt í nýja húsið, allar nema íbúðalánasjóður og Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna. Húsið er um 9.000 fermetrar að stærð. Framboð og flutningar Flugleiða Sætanýting 3,8 prosentustigum lakari en í fyrra SÆTANYTING í millilandafarþega- flugi Flugleiða fyrstu þijá mánuði ársins var 56,2%, sem er 3,3 prósent- ustigum lakari sætanýting en 1999. Framboðnir sætiskílómetrar í áætl- unarflugi milli landa á þessu tímabili, þ.e. sætafjöldi í hverri ferð margfald- aður með heildarvegalengd ferðar, voru 19% fleiri en í sömu mánuðum 1999. Sala mæld í seldum sætiskíló- metrum, þ.e. fjölda farþega í hverri ferð margfölduðum með heildarvega- lengd ferðar, var 12% meiri en á sama tíma í fyrra. Sætanýting fæst með því að deila framboðnum sætiskílómetr- um í selda sætiskílómetra. Flugleiðir hófu í gær birtingu upp- lýsinga um framboð og flutninga fé- lagsins í millilandafarþegaflugi, en framvegis verða birtar mánaðarlega upplýsingar um framboð og nýtingu í farþegaflugi og þróun sölu í mildl- vægustu markaðshlutum fyrirtækis- ins. Að auki mun félagið geta um þró- un helstu ytri áhrifaþátta og stefnumótandi ákvarðanir. Gengi hlutabréfa Flugleiða lækk- aði um 5,6% á Verðbréfaþingi íslands í gær, en alls voru 17 viðskipti með bréf félagsins fyrir 42 milljónii' króna. Tekið er fram í tilkynningu Flug- leiða að við skoðun þeirra talna sem nú eru birtar sé rétt að hafa í huga að félagið er að gera ákveðnar breyting- ar á samsetningu flugflotans. Það leiði til þess að á fyrsta ársfjórðungi aukist framboð töluvert miðað við sama tímabil í fyrra og þótt salan hafi ekki aukist í sama mæli á þessum tíma sé það í samræmi við forsendur í rekstraráætlun ársins 2000. Fram- boðsaukning á árinu í heild mæld í sætiskílómetrum er áætluð um 7%. Fram kemur að lakari sætanýting fyrstu þrjá mánuði þessa árs endur- spegli að hluta þá miklu framboð- saukningu sem er í leiðakerfi Flug- leiða í þessum þremur mánuðum, en einnig erfiðar aðstæður á Norður- Atlantshafsmarkaði. Á móti þessu vegur að félagið hefur aukið hlutfall farþega á leiðum til og frá landinu á kostnað þeirra sem fara yfir Norður- Atlantshaf. I heild fjölgaði farþegum um 6%, en þegar undan eru skilin áhrif þess að félagið hætti að fljúga milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar síðast- liðið haust fjölgaði farþegum á öðrum leiðum um 14%. Farþegum á leiðum til og frá landinu fjölgaði um 16% en farþegum á leið yfir Norður-Atlants- haf um ísland fjölgaði um 10%. Far- þegum á viðskiptamannafarrými fjölgaði um 13% ef undan eru skilin áhrif af því að leggja niður flug á leið- inni Kaupmannahöfn/Hamborg síð- astliðið haust. Hagnaður Sólar- Víkings hf. 79 milljónir króna HAGNAÐUR Sólar-Víkings hf. á síðasta ári var 79,2 milljónir króna eftir reiknaða skatta, en hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 116,4 milljónum króna. Sambærileg tala árið á undan var 87,3 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins á síðasta ári námu samtals 1,4 millj- örðum króna sem er 8,4% aukning frá árinu áður. Aukning sölu var helst á sviði drykkjarvara, en félagið rekur tvær verksmiðjur, í Reykjavík, safa- og smjörlíkisgerð, og ölgerð á Akureyri. Umtalsverð aukning varð á sölu ávaxtastafa, mest í Trópí, Brazza og Svala. Sala bjórtegundanna Víking, Carlsberg og Thule jókst verulega svo og sala á íþróttadrykknum Gato- rate. Á aðalfundi Sólar-Víkings hf., sem nýlega var haldinn, kom fram að fjár- hagsleg staða félagsins hefur styrkst verulega á síðustu árum og var eigin- fjárhlutfallið 21,5% um síðustu ára- mót. Fyrirhugaðar eru miklar fjár- festingar á vegum félagsins, og eru stærstu verkefnin bygging nýrrar drykkjarvöruverksmiðju í Reykjavík og mikil endurnýjun ölgerðarinnar á Akureyri. í ljósi þess hve mikil upp- bygging er fyrirhuguð samþykktu hluthafar tillögu um að ekki yrði greiddur út arður. Um eitthundrað manns starfa hjá félaginu, sjötíu í Reykjavík og þrjátíu á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.