Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 33 LISTIR Kátur karlakór TOIVLIST Oddvitinn, Akureyri KARLAKÓR AKUREYR- AR-GEYSIR Á efnisskránni voru 22 lög sem áttu það sameiginlegt að vera eft- ir bítlana John Lennon og Paul McCartney og útsett fyrir kór og hljómsveit af stjórnandanum Roari Kvam. Miðvikudagskvöldið 19. apríl. EITTHVAÐ er það við þessa tón- list sem gerir hana jafn vinsæla og raun ber vitni. Bítlalögin eru svo sem ekkert sérstaklega flókin en laglínurnar og hljómasamsetning- in eru alltaf jafn frábær og hafa verið tónlistarmönnum ótæmandi uppspretta undanfarna fjóra ára- tugi. Stórar sinfóníuhljómsveitir spila bítlalög, óperusöngvarar spreyta sig á þeim með misgóðum árangri og stundum heyrast þau í fáguðum barokk-búningi. Frábær- ir sönghópar á borð við hina bresku King’s Singers hafa gert bítlalögunum ágæt skil og svo mætti lengi telja. Utsetningar Roars létu vel í eyrum og greinilegt að hann kaus að feta þar mjög hefðbundnar slóðir; var í einu og öllu mjög trúr hinum upprunalega bítlahljómi. Ymsar skemmtilegar hugmyndir mátti þó heyra inn á milli s.s. eins og í „Girl“, „She’s leaving home“ og „Strawberry fields forever" þar sem indversk áhrif voru allt í einu ríkjandi. Það er auðvitað alltaf álitamál hvort einhver ein leið sé öðrum betri í þessu tilliti en mér hefði fundist spennandi að heyra meira af „tilraunum" í líkingu við það sem áður er nefnt. Hluti Karlakórs Akureyrar- Geysis var mættur til leiks ásamt söngvurunum Helenu Eyjólfsdótt- ur og Pálma Gunnarssyni og tíu manna hljómsveit. Skemmtanagildi efnisskrárinn- ar fór ekki á milli mála og satt að segja langt síðan ég hef séð svona kátan karlakór! Það er hins vegar alveg ljóst að miklu meiri samæf- ingu hefði þurft, ekki síst vegna textanna, sem voru oftar en ekki dálítið grautarlegir. Það er ekki gæfulegt þegar heill kór (með fá- einum undantekningum þó) grúfir sig yfir nótnablöðin til að reyna að klóra sig fram úr texta. Þá er nefnilega svo hætt við að allt „swing“ detti úr músíkinni og sam- bandið við stjórnandann rýkur út í veður og vind. Dæmi um hið gagn- stæða var t.d. flutningur kórsins á „Yesterday"; allir kunnu textann og söngurinn fékk fyrir vikið allt annað yfirbragð. Mjög fallega gert. Leikur hljómsveitai’innar var ágætur í það heila og stundum mjög þéttur og finn. Kristján Edelstein gítarleikari átti t.d. nokkra ansi góða „bítl“-spretti! Annars var hljómsveitin fullhávær á köflum og kaffærði kórinn, en af einhverjum ástæðum var jafnvæg- ið betra eftir hlé, kannski vegna þess að kórinn sótti í sig veðrið. Pálmi Gunnarsson söng sérlega vel hvort sem var í mjúkum ballöð- um eins og „The long and winding road“ eða kröftugri lögum s.s. „Lady Madonna". Helena Eyjólfs- dóttir söng nokkur lög, þ.á m. „Fool on the hill“ þar sem djúp og þýð rödd hennar fékk að njóta sín. TVeir kórfélagar komu einnig fram sem einsöngvarar; Jóhann Möller stóð sig vel í „All my loving" en senunni stal ungur og bráðefnileg- ur tenór, Kjartan Smári Höskulds- son, með verulega sjarmerandi flutningi á „When I’m sixty-four“. Flytjendur allir uppskáru mikla gleði áheyrenda, sem fjölmenntu á tónleikana. Bítlarnir trekkja alltaf að og það gera líka íslenskir karla- kórar. Með fullri virðingu fyrir þeim síðarnefndu þá finnst mér löngu kominn tími til að aðstand- endur þeirra fari að huga að nýju og fersku verkefnavali. Islenskir karlakórar eru margir hverjir að syngja það sama ár eftir ár. I þetta sinn var það ágætis tilbreyting að heyra bítlalög í stað „Brennið þið vitar“ og „Islands hrafnistumenn" en svo er það öll hin músíkin sem bíður... Og það verður gaman að fá að heyra jafn voldugt hljöðfæri og góður karlakór getur vissulega verið glíma við verðug viðfangs- efni. Rósa Kristín Baldursdóttir Sýning á málverk- um hjá Ófeigi ROSWITHA Ceglars Wollschlaeg- er opnar sýningu á málverkum sínum í Listhúsi Ofeigs að Skóla- vörðustíg 5 á laugardag kl. 14. Roswitha stundaði nám í málara- list í fjögur ár í listaskóla í Kiel ár- in 1978-1982 en flutti til Flens- borgar árið 1993 og er hún í stjórn Menningarfélags Flensborgar. Roswitha hefur haldið fjölmarg- ar einkasýningar í Þýskalandi og einnig tekið þátt í földa samsýn- inga, en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir á erlendri grundu. Listakonan mun vera hér á landi meðan á sýningunni stendur en hún stendur aðeins í eina viku. Opið er á opnunardaginn frá kl. 14-16 sunnudaginn 30. apríl kl. 14- 18. en virka daga 10-18. Við opn- unina mun Kawal flautukvartett flytja tónlist. Mégane Classic er öruggari, stærri og kraftmeiri Mégane Classic kostar frá 1.398.000 kr. Renault Méganc Classic er fallegur bíll í millistærð en fasst þó á svipuðu verði og lítill fólksbíll. Sem dæmi um stærðina má nefna farangursrými Classic sem er hvorki meira né minna en 510 lítrar. Þá er Classic bæði öruggari og kraftmeiri en bflar í sama stærðarflokki. Classic fæst til dæmis bæði með 95 ha. 1400 vél og 107 ha. 1600 vél ef þú vilt enn mciri kraft. Prófaðu Renault Mégane Classic; stærri, kraftmeiri og öruggari bfl. RENAULT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.