Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 34

Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Loka ákvörðun- arstaðurinn KVIKMYNDIR Langarásbfó, Stjörnubfo „FINAL DESTINATION ★ ★'/> Leikstjóri: Jamcs Wong. Handrit: Jeffrey Reddick og Glen Morgan. Aðalhlutverk: Davon Sawa, Ali Larter, Kerr Smith, Kristen Cloke. New Line Cinema 1999. SPURNINGARNAR sem banda- ríska hrollvekjan „Final Destination veltir fyrir sér eru þessar: Eru örlög okkar fyriríram ákveðin frá því við fæðumst og getum við ekkert gert til þess að breyta þeim? Hópur ung- menna leggur í ferðalag til Parísar en rétt fyrir flugtak fær eitt þeirra hugsýn og verður þess fullviss að flugvélin muni hrapa. Ólæti bijótast út og honum er hent úr vélinni ásamt nokkrum félögum sínum og einum kennara. Og viti menn, þegar vélin er komin á loft springur hún í tætlur. Þegar frá líður kemur í ljós að dauð- inn hefur ekki hugsað sér að láta þá sem fóru úr vélinni sleppa svo auð- veldlega. Þau léku á hann í þetta skipti en hann hefur ráð undir rifi hverju eins og kunnugt er. „Final Destination mundi eflaust falla undir skilgreininguna unglinga- hrollvekja ef hún væri bara ekki svona ágæt skemmtun og til dæmis tólf sinnum betri en allar „Scream- myndimar samanlagðar. Handritið er vitrænt eins langt og það nær þar sem allt snýst um dauðann og hvort hægt sé í það minnsta að hægja á honum því aldrei verður hann stopp- aður til fulls. Það er mjög viðeigandi drungalegur og dimmur blær yfir frásögninni og leikurinn er viðunandi. Hún er auðvitað B-mynd og það verður greinilegast í átakaatriðunum þegar dauðinn er að sækja sitt fólk með til þess gerðum látum og ósenni- legheitum. Það gengur jafnvel svo langt að maður skellir upp úr á einum stað auk þess sem höfundarnir hafa ekki haft hugmynd um hvemig þeir áttu að enda gamanið svo þeir slepptu því bara einhversstaðar í miðri spólu. En henni tekst líka það ætlunarverk sitt innan hryllingsmyndarammans að vekja spennu og hæfilegan hroll og velta upp spumingum um líf og dauða, um tilviljanir og fyrirfram ráð- in örlög hvers og eins. Svo hér er prýðileg mynd á ferð- inni miðað við unglingahrollinn sem yfírleitt býðst og verður verri með hveiju nýju öskri. Arnaldur Indriðason Glæsilegt kvennakóramót Vortónleikar Snæfellingakórsins ÁRLEGIR vortónleikar Snæfellingakórsins í Reykjavík ýmsa höfunda.Undirleikari er Peter Máté. Stjórnandi verða í Seltjarnameskirlgu á morgun, laugardag, kl. 16. Snæfellingakórsins í Reykjavík er Friðrik S. Kristins- Á tónleikunum verða flutt innlend og erlend lög eftir son. kvennakóramótið með tónleikum í Háteigskirkju s.l. miðvikudagskvöld og flutti verk eftir Bortníanskí (1751-1825), Tsjaikovskíj (1840- 1893), Tanejev (1856-1915) og Grechaninov (1864-1956), allt þekkt, rússnesk tónskáld, og svo tónsmíðar og raddsetningar yngri tónskálda, sem enn hafa ekki skapað sér nafn í Vestur-Evrópu og heita Chesnokov, Dichko, Stankowich, Zaharjevsky, Shamo og Surja. Þeirra er ekki getið að neinu í efnis- skrá, svo að fátt er til viðmiðunar, nema þau verk þeirra sem gat að heyra á tónleikunum, fallega unnin verk, sum skemmtilega leikræn en ekki nútímalegri en sem nemur örfáum ómstreitum, í annars tónalt unnu tónmáli. Kórinn sjálfur er mjög vel þjálfaður, mannaður frábæm söng- fólki, sem ræður yfir sterk- um andstæðum í styrk og syngur af tilfinningu og leikrænni gleði, undir stjórn Galinu Gorbatenko. Galina stofnaði kórinn 1982 og hefur hann unnið til margra verðlauna. Galina kennir kórstjórn við Glier- tónlistarskólann, enda mátti sjá og heyra að stúlkurnar kunna eitt og annað fyrir sér, sem þær sýndu bæði með einsöng og með því að leiða sum söngatriðin. Tónleikamir hófust á sérlega óm- þýðum atriðum úr kórkonsert eftir Bortníanskí og eftir Dichko (1939) söng kórinn tvö ágæt atriði úr messu fyrir kvennakór og einnig þrjú atriði úr Kantötu, eftir sama höfund, þar sem leikið er með árs- tíðirnar (Vor og haust) og veðurfar (Regn) og var töluvert bragð að þessum tónsmíðum. I heild var efn- isskráin vönduð en einum of samlit, þó nokkuð væri gaman að leikræn- um atriðum undir lokin. I þremur atriðum úr kóróperu eftir Shamo mátti heyra einsöngvara, sem ekki er nafngreindur í efnisskrá, beita tónmjmdunartækni, sem oft hefur einkennt alþýðlegan söng meðal slava, þ.e. kallandi tónmyndun, en það var aðeins einsöngvarinn sem útfærði þessa tónmyndun, því kór- inn söng á móti henni með mjúkri og syngjandi tónmyndun. Kórinn á eftir að halda tvenna aðra tónleika meðan dvalið er hér á landi, á laugardaginn kl. 14 í Salnum og setur svo endapunktinn á þetta glæsilega kvennakóramót á mánu- daginn, 1. maí, kl. 14, einnig í Saln- um. Jón Ásgeirsson TONLIST H á t e i g s k i r k j a KÓRTÓNLEIKAR Kvennakór frá Glier-háskólanum í Ukraínu undir stjórn Galinu Gorb- atenko flutti slavnesk tónverk fyrir kvennakór. Miðvikudagurinn 26. apríl, 2000. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson í Stykkishólmi með nýju altaristöfluna f baksýn. Lög Sigfúsar ómuðu í Stykkishólmskirkju Stykkishólmur. Morgunblaðið. EFLING Stykkishólms og Kór Stykkishólmskirkju stóðu fyrir tón- leikum í Stykkishólmskirkju á dög- unum. Þar komu fram þrír af kunn- ustu tónlistarmönnum okkar, þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson. Efnisskráin var tvískipt. Á fyrri hluta hennar sungu þau fjöldamörg lög eftir Sigfús Halldórsson sem flestir landsmenn þekkja svo vel, en á seinni hluta voru lög úr þekktum söngleikjum. Lögin voru úr söng- leikjunum Phantom of the Opera, Showboat, Candide og Porgy og Bess. Söngskráin var létt og voru tón- leikamir vel sóttir af fólki úr Stykkishólmi og víðar að af Snæ- fellsnesi. NORRÆNT kvennakóramót verður haldið hér í Reykjavík dag- ana 26. apríl til 1. maí og koma fram kvennakórar frá Nor- egi, Finnlandi, Svíþjóð, Grænlandi og íslandi en sérlegur gestur mótsins er kvennakór frá Úkraínu, sem kennir sig við Glier- tónlistarháskólann í Kiev, en Reinhold Mori- tzovich Glier (1875-1956) fæddist í Kiev og var frá 1914 til 1920 skólastjóri tónlist- arskólans þar í borg. Hann var mik- ill áhugamaður um úkraínsk þjóð- lög, sem hann notaði aðallega í seinni verkum sínum, sérstaklega í óperunum og ballettunum, en auk þess samdi hann 3 sinfóníur, kon- serta og kammertónlist og mikið af söngtónlist. Glier-kvennakórinn opnaði Hvar eru allir karlarnir? TOIVÍLIST Salurinn KÓRTÓNLEIKAR Ýmis inn- og erlend kórverk, þ. á m. Raddir á daghvörfum e. Kjartan Ólafsson. Háskólakórinn u. stj. Egils Gunnarssonar. Mánudag- inn 17. apríl kl. 20. VÍSIR að viðbótarskýringu á kammerkórabylgju undanfarinna ára kraftbirtist undirrituðum á vor- tónleikum Háskólakórsins. Karla- raddir í blandaða kóra eru nefnilega orðnar það fágætar, að sæmilegt jafnvægi við kvenraddir næst á þess- um síðustu og verstu varla nema í 12-24 manna kammerkór. Hvar- vetna blasir við æpandi skortur á tenórum og jafnvel bössum, og virð- ist ástandið fremur versna en hitt. Fróðlegt væri að vita hvað veldur, og er spumingunni hér með velt áfram til félagsfræðinga. Ljóst var, að núverandi herra- hörgull Háskólakórsins stæði heild- arhljómi hans ekki síður fyrir þrifum en í flestum öðrum blönduðum kór- um höfuðborgarsvæðisins, þótt merkilegt mætti heita hvað samt heyrðist í 5 tenórum og 6 bössum á móti 11 sóprönum og 12 öltum - hlutfall sem í fljótu bragði ætti helzt að henta sexradda satzi á við SSA- ATB, rithætti er lítt hefur tíðkazt síðan gullskeið söngmargröddunar fjaraði út á 17. öld. Þegar við bættist, að tenórarahljómurinn var í heild fremur kraftlítill og lokaður eins og út af kvefi, og flestir bassar grunnir og stundum miðlungi hreinir, eins og bezt mátti heyra síðast fyrir hlé í tveimur sémúmerum Karlakórsins „Silfur Egils“, fmmsömdum og út- settum af Agli Gunnarssyni, rann upp fyrir hlustandanum, að hinn allt að því viðunandi balans í blönduðum söng þegar bezt lét stappaði nærri kraftaverki. Kórinn hófst handa með tveim léttum og stuttum vorlögum við texta Jóhannesar úr Kötlum, Ég heilsa þér æska (Kaldalóns) og Fyrsta maí (Sigursveinn D. Krist- insson), er voru hresst en svolítið hrátt sungin. I seinna laginu, sem og víðar á dagskrá, varð vart við smá tónstöðuhnig í alt, líkt og oft heyrist hjá öðmm kórum. Það er ekki á allra vitorði að altinn axlar sennilega mestu ábyrgð á heildarinntónun - ekki sízt við karlekluástand - og væri vert að gefa því sérstakan gaum. Hörpusveinn Ingunnar Bjamadóttur (úts. Hallgríms Helga- sonar) var viðameira lag og stóð einna mest upp úr í fyrri hluta. Kór þokkadísanna eftir gestatónskáld kvöldsins, Kjartan Olafsson, var prýðilegt dæmi um lagræna og lipra rómantík, sem jafnvel framsækn- ustu höfundar virðast sumir eiga til, þó að reyni oft að fela það, enda kom það dável út hjá kórnum, svo og Vor- vísa Jóns Ásgeirssonar. Kvennakórnum „Strengur Hall- gerðar“ brást þrátt fyrir nafnið ekki bogalistin í Ne hagyj itt! (sungið á ungversku) og Kánon (sunginn á ú-i) eftir Bartók, þó að keðjan hefði mátt vera aðeins kraftmeiri. Blandaði kórinn var sömuleiðis heldur daufur í Concord eftir Britten en hresstist aftur við í A Shepherd’s Carol eftir sama höfund, að vísu við nokkuð misgóð stutt einsöngsinnslög úr röddunum fjómm. Hinn fjömgi madrígal Marenzios, Fuggiró tant’ amore og hin spænskuleita frott- óla[?] diMaios, Tutte le vecchie son maleciose, vom flutt af smitandi gleði. Auðsær áhugi kórsins leiddi óhjákvæmilega fram þá aukaspurn- ingu hvað valdi því að madrígalar Breta frá efri ámm Elísabetar I skuli hafa legið óbættir hjá garði meðal íslenzkra kóra í seinni tíð - háþróaðar perlur á tömu tungumáli - meðan ítalskir fyrirrennarar þeirra verða æ algengari á dag- skrám héðra. Nema yfirþyrmandi enskuáhrif síðari ára séu loks farin að gefa bakslag með þessum óæski- lega hætti. í stað þess að fylgja þeirri árlegri hefð að frumflytja nýtt íslenzkt verk valdi Háskólakórinn að þessu sinni að endurflytja Raddir á dagshvörf- um frá 1985 eftir Kjartan Olafsson við Ijóð Hannesar Péturssonar, enda bíður framflutnings sigurlagið úr keppni um Háskólasöng við Vísindin efla alla dáð Jónasar Hallgrímssonar sem auglýst var sl. desember. Verk Kjartans var allviðamikið, um 18 mín. að lengd og í 10 hlutum, sem þrátt fyrir staðhæfingu tónleika- skrár um hið gagnstæða vora fluttir með hléum á milli. Verkið var fjöl- breytt að áferð, víða hugmyndaríkt í tóntaki og raddfærslu, nútímaeffekt- ar hófstilltir og takmörkuðust við það sem bezt gerði sig á hverjum stað. Ferskur blær var yfir flestu, þrátt fyrir oft drungalegt umfjöllun- arefni, og greinilega innblásinn af mögnuðum texta góðskáldsins. Túlkun kórsins var eftir því innlifuð, söngurinn kraftmikill og atriðið tví- mælalaust hápunktur tónleikanna. - „Helfró“ renessans-rósamálsins lét ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn í njörvuðum madrígal Andr- eu Gabrieli, Tirsi morir volea, sem kórinn söng af hæfilegri munúð, og hin sérkennilega útfærsla Jóns Leifs á tvísöngnum ísland farsælda frón myndaði kraftmikið niðurlag á hlut- fallslega velheppnuðum tónleikum Háskólakórsins, sem eins og fyrr sagði þyrfti aðeins á fjölmennari ís- lenzkri karlmennskunærvera að halda til að verða virkilega glæsilegt. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.