Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Fj ölnota
refsihýsi
Færi ekki vel á því að dœmdurn glæpa-
mönnum yrði gert að sækja reglulega
sýningar í „Þjóðmenningarhúsi"?
að er af sem áður var.
Ekkert virðist lengur
hannað til að endast.
Flestu er hent enda
ekkert talið nokkurs
virði. Heimurinn er einnota, rétt
eins og lífið.
En í miðju myrkviði neyslu-
hyggjunnar, sem dugað hefur svo
ágætlega sem óánægju-, þung-
lyndis- og fordæmingarvaki, hef-
ur nú kviknað ljós. Og það
ánægjulega er að opinberir aðilar
hafa tekið forustuna og blásið til
sóknar gegn bruðli, prjáli, tildri
og smekklausu óhófi nútímans.
Dómsmálaráðherra lýðveldis-
ins, Sólveig Pétursdóttir, hefur
gert heyrinkunnugt að loksins
. skuli nýtt fangelsi rísa í Reykja-
vík. Athygli vakti að ráðherra tók
fram að fyllstu hagkvæmni yrði
gætt í hvívetna við byggingu nýju
dýflissunnar.
VIÐHORF Nýjafang-
__________ elsið á að vera
Eftlr Ásgelr „fjölnota“.
Sverrisson Sérstök
ástæða er til
að fagna þessu framtaki dóms-
málaráðherra eins og öllum
„framtökum" allra í þessu landi
bæði fyrr og síðar.
Við blasir að „fjölnota" fangelsi
(sem hlýtur að nefnast „Betrun-
arstofa") veitir algjörlega ný
tækifæri á sviði refsivistar í lýð-
veldinu. I „fjölnota" fangelsi
verður hugsunin frá upphafi sú að
unnt verði að taka við sömu
glæpamönnunum allt þeirra ævi-
skeið og veita þeim viðeigandi
þjónustu með tilliti til m.a.
menntunar, aldurs, fjölskyldu-
stærðar og heilsufars. Þannig
mun t.d. verða kleift að halda
barnungum ódæðismönnum á
sérdeildum til að tryggja að per-
sónuleg kynni takist og að
reynsla hinna eldri verði ekki til
þess að fæla byrjendurfrá því að
- feta áfram glæpabrautina. Þar
með gefst einnig tækifæri til að
leggja drög að grunnmenntun
sakamanna og verður sá undir-
búningur ómetanlegur þegar við-
komandi illvirkjar eru komnir á
réttan aldur til að hefja háskóla-
nám í betrunarhúsinu.
I „fjölnota" fangelsi verður síð-
an unnt að halda uppi fyrirtækja-
rekstri og færi sérlega vel á því
að dæmdum sakamönnum yrði
gert kleift að nýta tölvur og Net
til að bjóða fram fjármálaþjón-
ustu og ráðgjöf að framhaldsnámi
loknu.
Sérstaka ánægju vekur að loks
verði unnt að halda uppi viðeig-
andi þjónustustigi við gamla
glæpahunda, ofbeldismenn og ill-
virkja á íslandi. Aldraðir eru af-
skiptur hópur í samfélaginu. í
,4jölnota“ dýflissu verður loksins
gerlegt að búa gömlum afbrota-
mönnum áhyggjulaust ævikvöld
og koma í veg fyrir þá félagslegu
einangrun sem svo oft verður
hlutskipti aldraðra.
Enda eiga allir rétt á því á ís-
landi að finna kröftum sínum við-
nám í leik og starfi.
í „fjölnota" fangelsi verður
aukinheldur unnt að starfrækja
11 göngu- og dagdeildir fyrir glæpa-
menn til að tryggja að þeim gefist
tækifæri til að skaða meðbræður
sína á ný þegar þeir svo kjósa.
í ljósi þessa ber að fagna þeirri
áherslu sem ráðfrú dómsmála
leggur á að tukthúsið nýja liggi
vel við helstu samgönguæðum á
Reykjavíkursvæðinu til þess að
sakamenn eigi greiða leið að og
frá stofnuninni.
Athyglisvert er að bera saman
þetta frumkvæði ráðfrúarinnar
ogvígslu „Þjóðmenningarhúss",
sem svo er nefnt líkt og sambæri-
legar stofnanir forðum í Austur-
Evrópu. „Þjóðmenningarhús" er
nefnilega ekki „fjölnota".
Ungir hugsjónamenn innan
Sjálfstæðisflokksins hafa blásið
til herferðar gegn stofnun þess-
ari. Það ágæta fólk virðist ein-
faldlega ekki geta skilið að stjórn-
málamenn fá ekki haldið uppi
ríkismenningu án þess að þeir
geti óhindrað seilst í vasa
skattborgaranna. Því verður með
engu móti haldið fram að bruðlað
hafi verið með opinbert fé við
endurgerð „Þjóðmenningarhúss“,
sem getur tæpast borið ákveðinn
greini frekar en „Barnahús“.
Endurgerð „Þjóðmenningar-
húss“ kostaði skattborgarana að-
eins um 330 milljónir króna eða
40 ráðherrasalemi svo notuð sé
mælieining, sem nú er viðtekin í
stjórnkerfinu.
(Til fróðleiks skal þess getið að
eftir því sem næst verður komist
munu slíkar „einkasnyrtingar"
ráðherra vera skilgreindar sem
,,fjölnota“.)
A hinn bóginn kemur á óvart að
„Þjóðmenningarhús“ sé ekki
„fjölnota“ og hlýtur að teljast
gagnrýnivert að einnota byggingu
sé ætlað að halda til skila al-
gjörlega einstakri menningu ís-
lendinga. Ekki getur verið viðun-
andi og því síður „ásættanlegt" að
gengið sé út frá því að hver Is-
lendingur muni aðeins stíga fæti
sínum inn í menningarstofnun
þessa einu sinni á lífsleiðinni.
Því hlýtur sú spuming að
vakna hvort ekki megi tengja
saman fyrirhugað fangelsi í
Reykjavík og „Þjóðmenningar-
hús“ með gerð marghliða, gagn-
virks, árangurstengds og við-
skiptahvetjandi samstarfssamn-
ings forsætis- og dómsmálaráðu-
neytis.
Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra vék að því við vígslu
„Þjóðmenningarhúss“ að sú
bygging hefði einstaklega „góða
samvisku". Er ekki við hæfi að
liður í betmnarvist þeirra, sem
brotið hafa gegn eigin samvisku
og landsins lögum, felist í því að
þeim verði gert að afplána hluta
refsingar sinnar innan veggja
þessarar merku byggingar? Færi
ekki vel á því að dæmdum glæpa-
mönnum yrði gert að sækja
reglulega menningarsýningar í
„Þjóðmenningarhúsi"? Er þátt-
taka sakamanna í íslensku menn-
ingarlífi ekki líkleg til að reynast
áhrifaríkari en hefðbundin „refsi-
og forvamaúrræði"?
íslendingar þekkja gjörla „refs-
ingu menningarinnar" en „menn-
ing refsingarinnar" væri nýlunda
sem vekja myndi mikla athygli og
kalla á umfangsmikið kynningar-
starf erlendis. Hugmyndin er í
raun einföld; að „refsivist“ verði
„menningarvist11 líkt og „menn-
ingarvist" er „refsivist" með
„fjölsnærðri" samnýtingaráætlun
áðumefndra stofnana.
Þannig má tryggja að „Þjóð-
menningarhús“ verði jafnframt
„fjölnota refsihýsi" líkt og nýja
Reykjavíkur-dýflissan um leið og
óþokkar og gálgafuglar fá opin-
bera og löngu tímabæra viður-
kenningu sem óaðskiljanlegur
hluti íslenskrar þjóðmenningar.
ÞORÐUR
JÓNSSON
+ Þórður Jónsson
fæddist í Vorsa-
bæ, Ölfusi, 22. aprfl
1901. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 17. aprfl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru: Jón Ög-
mundarsson, f. 19.7.
1874, d. 15.1.1964 og
Sólveig Diðrika Nik-
urlásdóttir, f. 13.6.
1875, d. 13.3. 1958.
Þórður var næst-
yngstur af 12 systk-
inum. Systkini Þórð-
ar sem látin eru:
Ragnheiður, f. 1898, d. 1975, bjó í
Reykjavík; Nikulás, f. 1903, d.
1973, bjó í Hafnarfirði; Kristín, f.
1906, d. 1977, bjó í Reykjavík; Þu-
ríður, f. 1903, d. 1909, dó korn-
ung; Benedikt, f. 1911, d. 1982, bjó
í Kanada; Guðmunda, f. 1913, d.
1951, bjó á Friðarstöðum; Sæ-
mundur, f. 1914, d. 1995, bjó á
Friðarstöðum; Sigríður, f. 1915, d.
1997, bjó í Reykjavík; Ögmundur,
f. 1917, d. 1989, bjó í Hafnarfirði.
Eftirlifandi systkini Þórðar eru:
Guðrún, f. 1904, bjó langt af á
Lágfelli í Hveragerði;
Ögmundur, f. 1907,
bjó í Vorsabæ, Ölfusi í
um 50 ár.
Hinn 23. nóvember
kvæntist Þórður Þór-
hildi Vigfúsdóttur frá
Þorleifskoti Flóa, f.
19.3. 1903, d. 4.4.
1989. Foreldrar henn-
ar voru Vigfús Jóns-
son, f. 27.3. 1862, d.
21.1. 1932 og Sólveig
Snorradóttir, f. 10.4.
1873, d. 12.2. 1957.
Þórði og Þórhildi
varð þriggja barna
auðið, þau eru: 1) Sólveig Vigdís,
f. 18.2. 1935, maki Sigfús Kristins-
son, byggingarmeistari, f. 1932,
þeirra börn: a) Aldis, verkfræð-
ingur, f. 18.3.1960. b) Guðjón Þór-
ir, verkfræðingur, f. 2.1. 1962,
maki Guðrún Guðbjartsdóttir,
efnafræðingur f. 17.6 1959 og eiga
þau tvö börn. c) Kristinn Hafliði
húsasmíðameistari, f. 21.9. 1963.
d) Þórður, verkfræðingur, f. 2.8.
1972. e) Sigríður, skrifstofumað-
ur, f. 31.3. 1974. 2) Vilborg Guð-
rún, hjúkrunarfræðingur, f. 3.2.
1937, maki Hjörleifur Tryggva-
son, bóndi Ytra-Laugalandi, Eyja-
firði, f. 1932, þeirra börn eru: a)
Þóra, kennari, f. 31.12.1959, maki
Ivar Ragnarsson, tæknifræðing-
ur, f. 26.7. 1956, eiga þau þrjú
börn. b) Grettir, bifreiðavirki og
bóndi, f. 29.3. 1961, maki Kristín
Kolbeinsdóttir, kennari, f. 31.5.
1963, eiga þau þijú börn. c) Þórð-
ur, bifreiðavirki, f. 30.6. 1962,
maki Hildur Larsen, klinikdama,
f. 18.2. 1964, eiga þau tvö börn. d)
Hugrún, hjúkrunarfræðingur, f.
29.1. 1967, maki Einar Gíslason,
myndlistarkennari, f. 23.6. 1960,
eiga þau tvö börn. e) Jóhannes
Helgi, garðyrkjufræðingur, f.
18.8. 1974, maki Sigurbjörg, bú-
fræðingur, f. 16.12. 1975, sambýl-
iskona Kolbrún Rafnsdóttir, f.
10.12. 1975. 3) Jón, bóndi Sölva-
holti, Hraungerðishrepp, f. 1.10.
1940. Fóstursynir Þórðar og Þór-
hildar eru: 4) Bergur Ketilsson,
vélvirki, f. 27.10. 1951, maki
Gunnur Gunnarsdóttir, f. 4.5.
1954, þeirra börn a) Svandis, f.
19.6. 1972, maki Ragnar Hólm
Gíslason, f. 15.12. 1966, eiga þau
þijú börn. b) Heiðrún, f. 18.6.
1975. 5) Jón Oli Vignisson, f. 8.2.
1959, á eitt barn.
títför Þórðar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður í
Laugardælum.
Nú er hann afi okkar látinn. Við
systkinin eigum óteljandi minningar
tengdar honum. Öll áttum við það
sameiginlegt ung að árum að hafa
verið í sveitinni hjá honum á sumrin
og aðstoðað við bústörfin, en um leið
og skóla lauk var farið í sveitina og
tekið til við vorverkin. En sú dvöl er
okkur ofarlega í huga og minnumst
við hennar með miklum hlýhug. Fyr-
ir okkur var dvölin góður skóli og afi
okkar góður kennari, en í sveitinni
lærðum við margt sem við njótum
góðs af enn þann dag í dag.
Það var til dæmis mikil upplifun
íyrir krakka á okkar aldri að fá að
keyra jeppana hans afa, eins og
gamla gráa Willisinn frá 1952 og
seinna Bronkóinn um vegslóða og
túnin í sveitinni, undir góðri leiðsögn
hans. Þarna fengum við okkar fyrstu
ökukennslu. Þetta sýnir einnig hvað
við krakkamir nutum mikils trausts
í sveitinni. Traust elur af sér traust.
Hann lét ekki aftra sér að keyra bíl,
þótt fóturinn væri stirður. Þannig
þurfti hann að sitja mjög aftarlega í
sætinu og með púða undir sér til að
geta keyrt með stirðan hægri fót.
Þannig leit út fyrir, á stundum, fyrir
ókunnuga, að enginn sæti í bílstjóra-
sætinu, þegar bíllinn fór fram hjá
viðkomandi. Engu að síður keyrði
hann bíl fram að níræðisaldri.
A vorin var yfirleitt farið í girðing-
arvinnu með traktor og járnvagn,
sem afi sat oftast á. Við þessa vinnu
var notaður járnkarl, sem var notað-
ur af mikilli leikni, og ekki síst af afa,
sem beitti honum af mikilli fimi, en
hann var mjög handsterkur. Það má
segja að hann hafi verið jámkarl
þegar litið er til eljusemi hans og
dugnaðar.
Oft var unnið langt fram eftir
kvöldi til að ná inn heyjum eða hey
sett í galta. Allir lögðust á eitt. Allir
unnu sem einn maður að sama
markmiði. Það var mikil ánægja
fólgin í því að taka þátt í þessari
vinnu og sjá árangurinn af samvinnu
allra, þótt þreytan hafi verið mikil,
sem kom fyrst í ljós eftir að inn var
komið.
Ein af hans sterkustu hliðum var
samræðulist. Oft sagði hann okkur
sögur, á kvöldin, sem höfðu djúpa
merkingu og lærdóm, sagðar af inn-
lifun og með miklu innsæi. Þar kom
fram næmur skilningur á lífinu og
tilverunni. Þannig bentu sögumar á
samhengi milli orsaka og afleiðingar,
vom með djúpa heimspeki og visku.
Eitt af séreinkennum afa var mikil
vinnusemi. Til gamans þá má segja
frá því að einstaka sinnum kom það
fyrir að einhver snúningurinn svaf
yfir sig og hafði afi það þá á orði og
vísaði þar í annan mann að ekki yrði
mikið úr þeim manni sem lægi í rúm-
inu allan daginn. Ekki þarf að spyrja
hvemig viðbrögðin vom.
Afi og amma, Þórhildur Vigfús-
dóttir, en hún lést 1989, vom mjög
samrýnd og var gaman að sjá virð-
ingu þeirra hvors fyrir öðm og
þeirra mikla kærleika hvors til ann-
ars.
Eftir sveitavem okkar höfum við
farið reglulega í heimsókn þar sem
allt milli himins og jarðar var rætt
svo sem búskapur, heimspeki,
stjómmál og trúmál. Einnig fylgdist
afi okkar vel með því sem við voram
að sýsla við eftir okkar sveitavem og
gaf okkur góð ráð ef eftir því var leit-
að.
Kveðjum við þig afi og viljum við
þakka fyrir allt. Þinn styrkur var og
er okkar styrkur.
Aldís, Guðjón Þórir, Krist-
inn, Þórður og Sigríður.
Engin kynslóð Islendinga mun
nokkurn tíma upplifa þvílíka umbylt-
ingu í lífsháttum og lífskjöram og sú
sem fæddist um og uppúr aldamót-
um og er nú að kveðja. Hún ólst upp í
fátækt, matur var af skornum
skammti, skómir héldu ekki vatni,
þegar gengið var yfir mýrlendi, yfir-
hafnir veittu lítið skjól, húsakynni lé-
leg, frístundir fáar, möguleiki til
menntunar nánast engir, skemmtun
varð hver og einn að sækja til sjálfs
sín og nánasta umhverfis. Þessi
kynslóð lagði gmndvöllinn að þeirri
velmegun sem við búum við í dag.
Hún opnaði öllum leið til mennta og
kom á því velferðarkerfi sem við bú-
um við í dag. Tengdafaðir minn,
Þórður Jónsson sem nú er kvaddur,
upplifði allt þetta. Hann lifði mestar
breytingar sem hafa átt sér stað hér
á landi til sjávar og sveita.
15 ára fór Þórður á vertíð í Þor-
lákshöfn og var í skipsrúmi hjá Jóni
Ólafssyni (föðurbróður Magnúsar
ráðherra). Vertíðarhluturinn var 1
króna auk matfisks, sem menn fengu
og sendu heim til sín. Þórður minnt-
ist þess að hann hefði verið of ungur
þá, réð ekki við árina. Þórður var þá
ráðinn upp á 'h hlut en fékk fullan.
Veturinn 1919 reri Þórður frá Her-
dísarvík, síðan reri hann nokkrar
vertíðir með Sigurði á Hjalla, Hall-
dóri á Litla-Landi, Þorkeli í Óseyra-
nesi og Gísla á Mundakoti, þá var
fiskurinn saltaður og sólþurrkaður.
Þá vom 6 ræðarar á hvort borð.
Hugur Þórðar stóð alltaf til þess að
komast á togara, því þar vom helstu
tekjumöguleikarnir. Fyrst fór hann
á Sviða sem Hafsteinn Bergþórsson
gerði út frá Hafnarfirði, síðan á
Sæljónið sem gerður var út frá Vest-
mannaeyjum, þá næst á Eljuna frá
ísafirði. Þá var Halldór Þorsteinsson
nýbúinn að kaupa togara Max Pem-
berton. Þórður gekk á fund Halidórs
með kunningja mínum og falaðist
eftir skipsrúmi. Halldór sagði ekki
orð og kunningi minn sagði mér að
það þýddi jáyrði, sem reyndist rétt.
Halldór Þorsteinsson var fyrst með
Max Pemberton og síðar tók Pétur
Maack við. Þórður var alls 9 ár á
Max Pemberton. Árið 1938 um vorið
slasaðist Þórður um borð og hætti
sjómennsku þá. Þetta slys háði Þórði
alla tíð síðan og ágerðist með aldrin-
um með fötlun. Þórður gekk af 4
skipum sem áttu eftir að farast, þau
vom: Sæljónið, Eljan, Sviði og Max
Pemberton. Þar til hann eignaðist
jörðina Sölvholt árið 1938 og hóf bú-
skap þar sama ár og bjó þar samfellt
í um 50 ár.
Einn vetur var Þórður á Hólum
hjá Sigurði og Valgerði. Sá um búið
og fór í sendiferðir til Reykjavíkur
og notaði Þórður þá dagsbirtuna
hvora leið. Einu sinni um hávetur
bilaði síminn austur, yfir Hellisheið-
ina. Viðgerðarmaður kom frá
Reykjavík, ungur maður og vildi Sig-
urður ekki hleypa honum einum upp
á fjallið og bað Þórð um að fara með
honum, þar sem veður fór versnandi.
Þegar komið var upp á heiðina,
brotnaði skíðið hjá viðgerðarmann-
inum og tapaði hann frakkanum út í
óveðrið og gekk hann síðan. Hann
örmagnaðist, lagðist oft niður og
grátbað Þórð að skilja sig eftir í
snjónum. Þórði tókst að koma hon-
um niður af fjallinu og mætti þá Sig-
urði þar sem hann var lagður af stað
til leitar þeim. Nokkrum ámm
seinna hitti Þórður þennan mann og
hann sagði: „Þórður, ég veit að ég á
þér að þakka að ég er á lífi í dag.“
Æskuheimili Þórðar var að Vorsa-
bæ sem var í þjóðbraut. Þegar menn
höfðu farið yfir fjallið var oft komið í
heimsókn. Halldór Þorsteinsson í
Háteigi og Benedikt Sveinsson
komu oft til viðræðna við föður Þórð-
ar, Jón Ögmundsson. Jón var oddviti
og sýslunefndarmaður til margra
ára og skarpgreindur. Þórður var af
sterkum ættum kominn, skyldur í
föðurætt Halldóri Kiljan Laxness og
í móðurætt Einari Benediktssyni
skáldi. Þórður var hávaxinn, þrekinn
og gerðist haltur með ámnum. Þórð-
ur minntist þess sem unglingur þeg-
ar hann bar rjómann frá Vorsabæ yf-
ir í rjómabúið, sem var við lækinn á
milli Vorsabæjar og Öxnalækjar.
Þar var einnig kommylla sem malaði
kornið. Sem unglingur valdist Þórð-
ur oft til forystu í sínum stóra systk-
inahópi. Vetur einn upp úr áramót-
um kom sýsluskrifari tÚ Vorsabæjar
og vantaði fylgdarmann til Eyrar-
bakka, þar sem sýsluskrifstofan var.
Móðir Þórðar, Sólveig, treysti hon-
um best og sagði honum að gista á
Eyrarbakka og koma daginn eftir
með birtingu. Þórði fannst sér ekki
vera nógu vel tekið á Eyrarbakka og
því lagði hann af stað heim, þá var
komin stórhríð á norðan og sá hann
rétt til jarðar fyrir framan sig. Ölf-
usá var í vökum þar og áttaði Þórður
sig ekki á því fyrr en hann náði Arn-