Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. APRÍ L 2000 51 : Tilgangurinn með því að AI- mættið skuli kalla svo magnaða konu sem þig til sín, með þinn æðri kraft sem hjálpaði svo mörgum, hlýtur að vera mikill og magnaður, því þú áttir svo margt ógert hér. Minningin um þig mun lifa að ei- lífu. Ég votta Palla, stelpunum þín- um og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Magnea. Mig langar í örfáum og fátæk- legum orðum að minnast vinkonu minnar, Kristínar Þorsteinsdóttur, sem látin er um aldur fram frá eig- inmanni og fjórum ungum dætrum. Mann setur hljóðan við svona harmafregn og hugurinn fer ósjálf- rátt að reika um liðna tíma. Fyrstu kynni mín af Kristínu og fjölskyldu hennar voru fyrir um það bil þrettán árum er við fluttum í sama stigagang í Frostafold í Grafarvogi. Það var alltaf gott að leita til Kristínar og vildi hún allt fyrir alla gera. Kristín spilaði á píanó og átti slíkt hljóðfæri heima hjá sér. Mér er svo minnisstætt að þegar elstu dóttur mína langaði að fara að læra á píanó, þá var það ekki flókið mál, ég þurfti bara að útvega burð- armenn og hljóðfærið skyldi flutt niður til mín svo að stelpan gæti æft sig og komist inn í tónlistar- skólann, og það gekk eftir. Það kom að því að fjölskylda Kristínar fór stækkandi og þurfti stærra húsnæði. Við vorúm báðar heimavinnandi með lítil börn á þessum tíma og sátum oft saman jrfir kaffibolla og skoðuðum teikn- ingar af draumahúsinu hennar; síðar kom að því að við fengum okkur göngutúra til að skoða hús- bygginguna og áður en maður vissi af voru Kristín og Palli ásamt dætrum sínum flutt inn í húsið sitt í Viðarrimanum rétt fyrir jólin 1994. Hálfu ári síðar fluttum við í Mosarimann þannig að aðeins Landssímalóðin var á milli okkar. Við höfðum alltaf reglulega sam- band, þó aðallega í gegnum síma svona í seinni tíð enda báðar úti- vinnandi húsmæður. Kristín var mjög sterkur pers- ónuleiki, hæfileikarík með eindæm- um og leiðbeindi öðrum óspart í líf- inu, hún var mikil handavinnukona og saumaði mjög mikið. Ég heyrði síðast í Kristínu að- eins tveimur dögum áður en hún lagði í sína síðustu ferð til Banda- ríkjanna hinn 7. apríl sl. og mun ég búa að því samtali um ókomna tíð. Elsku Palli, Hólmfríður, Sigfríð- ur, Jóhanna og Ingibjörg, megi góður Guð styrkja ykkur og vernda á þessum erfiðu tímum, svo og foreldra, systkini og aðra aðst- andendur. Ég geymi minningarnar í hjarta mínu. Hvíl í friði, kæra vinkona. Sigríður St. Björgvins- dóttir og fjölskylda. Kveðja frá Vefdeild Fjárvangs og VÍS Það er sárt að kveðja góða vin- konu en það er huggun harmi gegn að við vitum að hún mun áfram vera meðal okkar í anda. Við kynntumst Kristínu fyrst þegar Fjárvangur og VÍS hófu samstarf um rekstur á vefdeild. Kristín var alltaf glaðlynd og góður vinnufé- lagi. Hún var hugmyndarík, ákveð- in, úrræðagóð og mjög tæknilega sinnuð. Kristín á stóran þátt í því þróunarstarfi sem félögin hafa unnið í vefmálum og verður vinna hennar og metnaður okkur hinum mikil hvatning til þess að halda áfram góðu starfi. Kristín var fljót að falla inn í hópinn og minnumst við sérstaklega góðs tíma sem við ásamt öðru starfsfólki Fjárvangs áttum með Kristínu í lok febrúar þegar haldin var árshátíð félagsins í Kaupmannahöfn. Veikindi Krist- ínar höfðu tekið af henni toll en hún var alltaf staðráðin í að vinna sig Uppúr þeim og brosa framan í lífið. Það var bjart yfir Kristínu þegar við kvöddum hana áður en hún fór, örlítið kvíðin, í aðgerð til Bandaríkjanna. Það var okkur öll- um reiðarslag að heyra að Kristín átti ekki afturkvæmt úr þeirri ferð. Við, sem vorum svo heppin að kynnast henni og vinna með henni, vitum að henni er ætlað hlutverk á öðrum stöðum. Við vitum líka að hún mun vera með okkur áfram. Það er góð tilfinning. Við sendum eiginmanni hennar og börnum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Megi drottinn blessa ykk- ur. Valdimar, Björn, Jón Árni, Trausti, Margrét, Sverrir, Andrjes og Haraldur. Elsku Kristín. Hér sitjum við saman hljóðar, Iðnaðarbankahóp- urinn, gamla Armúlagengið, og reynum að átta okkur á því að þú ert farin, þú ert ekki lengur á með- al okkar, dillandi hlátur þinn er hljóðnaður og allar skemmtilegu sögurnar þínar sem fengu okkur til að gráta af hlátri verða ekki sagð- ar aftur, en nú gráta hjörtu okkar af sorg og söknuði yfir ótímabærri ferð þinni inni á þá óráðnu vegu, sem bíða okkar allra. Fyrir meira en áratug var sett á laggirnar í Iðnaðarbanka deild er- lendra viðskipta. Hjá því unga fólki sem þar tók höndum saman skapaðist strax góður starfsandi og fljótlega mynduðust sterk vin- áttubönd sem hafa haldist alla tíð síðan. Þar áttir þú ríkan þátt, í öll- um samskiptum þínum við starfs- félagana varst þú opinská og ein- læg og áttir auðvelt með að koma auga á björtu og góðu hliðarnar hverju sinni. Þrátt fyrir að leiðir okkar lægju ekki saman er fram liðu stundir héldum við áfram að hittast reglu- lega, ýmist heima hjá einhverri okkar eða á einhverju kaffihúsanna í borginni. Þá fundum við sem fyrr að við gátum leitað til þín með vandamál okkar, þú varst ætíð til- búin að hjálpa öðrum þrátt fyrir annir hversdagsins og þann mikla tíma sem þú gafst í umhyggju handa þinni stóru fjölskyldu. Þegar nú leiðir skiljast um sinn viljum við þakka þér fyrir kynni sem voru okkur öllum ómetanleg, það voru vissulega forréttindi að fá að kynnast þér og eignast þig fyrir vin. Guð vaki yfir þér og leiði þig á þeirri vegferð sem þú hefur nú hafið. Kæra fjölskylda, Palli, Hólmfríð- ur Hulda, Sigfríður Arna, Jóhanna Wium, Ingibjörg Anna, foreldrar og aðrir aðstandendur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur. Delia, Guðlaug, Helga Harðar, Margrét, Matt- hildur, Salome og Sigurða. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, Naustahlein 30, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 22. apríl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 28. apríl, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Rafn Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Bjarnarson, Pétur Guðmundsson, Hólmfríður Ómarsdóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Svanlaug Sigurðardóttir, Magnús Karl Pétursson, Ingibjörg Pétursdóttir og barnabörn. Samstarfsfólk hjá Vátrygginga- félagi íslands og Fjárvangi var harmi slegið er fréttir bárust af andláti Kristínar Þorsteinsdóttur. Kristín hafði kvatt okkur svo glöð í bragði er hún lagði í stutta ferð vestur um haf, bjartsýn á framtíð- ina. Ég kynntist Kristínu fyrst er við störfuðum saman um hríð hjá ís- landsbanka og þegar hún leitaði til VIS sumarið 1997 tók það skamma stund að ákveða að ráða hana til okkar. Kristín var dugmikill og áreið- anlegur starfsmaður í hvívetna og var mjög fljót að tileinka sér nýja hluti og setja sig inní ný verkefni. Hún var líka starfsmaður sem sótti sífellt í ögrandi og krefjandi við- fangsefni. Kristín fékkst m.a. við verkefni á sviði starfsmannamála og endur- trygginga, en síðustu mánuði vann hún í sameiginlegu internet-verk- efni VÍS og Fjárvangs. Kristínu var mjög umhugað um fjölskyldu sína og jafnframt áhuga- söm um líðan fólks í kringum sig. Hún hafði einstaka hæfileika til að hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda og þótt hún hafi nú skyndi- lega horfið frá okkur er víst að Kristín er ekki fjarri okkur í anda og tekst nú á við krefjandi og ögr- andi verkefni á nýjum stað. Það er mikill söknuður og mikill missir að starfsmanni eins og Kristínu. Hún var ávallt kát og þægileg, en jafnframt ákveðin í fasi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Ur Hávamálum.) Fyrir hönd samstarfsfólks Krist- ínar hjá VÍS og Fjárvangi votta ég aðstandendum öllum, dýpstu sam- úð okkar. Sigurður Ólafsson, starfs- mannastjóri VÍS. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA KRISTÍN HARALDSDÓTTIR, Grýtubakka 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, þriðjudaginn 25. april. Útför hennar fer fram frá Fossvogskrikju miðvikudaginn 3. maí kl. 15.00. Kristján Vernharðsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Haraldur Gunnarsson, Ingibjörg Gfsladóttir, og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir og stjúp- faðir, HJÖRTUR GUNNAR KARLSSON loftskeytamaður, Hvanneyrarbraut 40, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar miðvikudaginn 26. apríl. Margrét Björnsdóttir, Sveinn Hjartarson, íris Eva Gunnarsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLÖF EINARSDÓTTIR, Stangarholti 6, Reykjavfk, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 21. apríl. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðviku- daginn 3. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Jónas M. Lárusson, Rannveig Jónasdóttir, Tryggve Fageraas, Lára Jónasdóttir, Birgir Karel Johnsson, barnabörn og barnabarnabörn. GRETTIR JÓHANNESSON + Grettir Jóhann- esson fæddist í Vestmannaeyjum 11. febrúar 1927. Hann lést á Vífilsstaðaspít- ala 12. apríl sfðastlið- inn og fór útför hans fram frá Digranes- kirkju 19. april. Já, nú er komið að kveðjustund. Kvaddur er ágætur nágranni og kunningi frá yngri ár- um. Eg fluttist í Þykkvabæinn haustið 1957, og skömmu áður fluttist Grettir þangað, giftist heimasætunni í Skarði, henni Fann- eyju Egilsdóttur, og hóf búskap á móti tengdaforeldrum sín- um, Agli Friðrikssyni og Friðbjörgu Helga- dóttur. Þau bjuggu saman í mörg ár, byggðu myndarlegt íbúðarhús og undu vel. Þau voru samhent og samvinnuþýð. Þegar svo er, gengur allt vel. Varla er hægt að hugsa sér betra heimili en Skarðsheimilið. Börnin hans Grettis og Fann- eyjar uxu úr grasi hvert af öðru. Þau sóttu Barnaskóla Djúpahrepps, sem ég stóð þá fyrir, og voru til fyrirmyndar um hegðun og nám. Slíks er gott að minnast. Grettir ólst upp í Vestmannaeyj- um og var einnig í Húnaþingi sem sumardrengur. Hann sinnti lög- gæslustörfum í Eyjum um skeið, vann hjá símanum við línulagnir og sinnti störfum hjá ÓPAL h.f., eftir að flust var til Reykjavíkur. Grettir var lengi bílstjóri, samhliða búskapnum í Skarði, hjá Friðrik Friðrikssyni í Þykkvabæ, og fórst það vel úr hendi, eins og annað sem hann lagði hönd að. Grettir var námsfús maður, og eitt sinn sótti hann tíma í ensku til mín. Hann var einn sá besti nem- andi sem ég hefi haft, áhugasamur og duglegur. Gretti kveð ég með þökk fyrir allt gamalt og gott. Mér fannst hann enn vera á besta skeiði lífsins. Ætt- mennum votta ég samúð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu vináttu og virðingu við andlát og útför INGIMUNDAR H. KRISTJÁNSSONAR frá Svignaskarði. Vandamenn. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför SÓFUSAR PÁLS HELGASONAR, Ásbyrgi, Raufarhöfn. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabamabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.