Morgunblaðið - 28.04.2000, Page 72

Morgunblaðið - 28.04.2000, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 k Matur og matgerð Passían o g passíualdin Aðfarakvöld páskadags sátu Kristín Gestsdóttir og bóndi hennar við stofugluggann og horfðu á hrossa- gauk stinga hinu langa nefí sínu langt ofan í grassvörðinn og honum virtist verða vel til fanga. Apáskadagsmorgun vakti lóan okkur þegar hún söng sitt fagnaðar- dirrindí. Vorið er komið þótt hlý- indin láti á sér standa. Flestir farfuglar eru mættir á svæðið, þótt spóann vanti og svo kríuna, en hennar tími er ekki kominn. Á páskadag sáum við hjónin nokkra sjaldséða gesti í mýrinni norðan Skógtjarnarinnar, það voru bústnir jaðrakanar. Mikil umferð gangandi og akandi fuglaskoð- enda var þar á ferðinni í sólskin- inu, enda er þarna mikil fugla- paradís. Pegar við ókum í hlað heima voru tveir þrestir að slást um ánamaðk sem annar þeirra var með í goggnum. Við settumst út í sólskinið með kaffibolla og sannkallaða heilsuköku - PASS- ÍUTERTU - sem ég hafði bakað í tilefni páskanna. Passíualdin hefur fengist hér á landi í allmörg ár og er oftast kallað passion og ef því er gefið íslenskt nafn er það ranglega kallað ástaraldin eða ástríðualdin, sbr. spænska og íslenska jógúrt með aldininu. Þótt passion þýði ástríða á ensku þýðir the passion passían eða píslarganga Krists og mun nafnið komið frá spænskum 17. aldar trúboðsmunkum, sem þóttust sjá í blómunum líkingu með ýmsum tækjum og tólum tengdum píslarsögu Krists, pass- íunni. Hin handskiptu laufblöð táknuðu hendur kvalaranna og klifurþæðirnir svipur þeirra. Krónublöðin tíu áttu að tákna lærisveinana - að undanteknum svikaranum Júdasi og efasemdar- manninum Tómasi. Áberandi lit- fögur hjákrónan, krans mjórra, yddra blaðflipa, átti að tákna þyrnikrónuna. Stflarnir þrír táknuðu sárin fimm, á höndum, fótum og síðu. Blómið og aldinið gefa frá sér einstakan, ljúfan ilm, þótt aldinið sé reyndar ekki par fallegt þegar það er fullþroskað, skorpið og oft- ast brúnt út í brúnfjólublátt. Ald- inkjötið er heldur ekki fallegt, gulgrænt, en það er mjög ljúf- fengt, með mjúkum steinum, sem eru borðaðir með. Aldinið á að vega þungt þegar maður vegur það í hendi sér, þá er það safaríkt. Flestir skera það í sundur og borða upp úr því með teskeið, en það er einnig notað í ábætisrétti, ábætissósur og krem. í því er bæði C-vítamín og B-12-vítamín auk ýmissa fleiri næringarefna. Passíuterta med apríkósum 1 dl matarolía 1 Vá dl púðursykur 1 dl strósykur 1 dl apríkósusafi J-ggj- 2Vi dl hveiti ldl heilhveiti 2 tsk. lyftiduft 1 dl fínt rifnar gulrætur 1 dl saxaðar heslihnetur 3 þeyttar eggjahvítur 75 g smjör 2V2 dl flórsykur 3 passíualdin 1 hólfdós niðursoðnar gpríkósur 1. Hrærið saman matarolíu, púðursykur, strásykur og aprík- ósusafa þar til það hefur þykknað og er orðið samfellt. Hrærið þá eggið út í. 2. Rífið gulrætur og setjið út í ásamt hveiti, heilhveiti, lyftidufti og hnetum. Bætið síðan þeyttum eggja- hvítum saman við. Smyrjið form um 23 sm í þvermál og setjið deigið í það. Bakið við 200°C, blástursofn 190°C, í 35 mínútur. Losið úr forminu, kælið og kljúfið kökuna. 3. Hrærið saman smjör, flór- sykur og aldinkjötið úr passíuald- inunum, setjið inn í og ofan á kök- una. Raðið apríkósunum úr dósinni ofan á kökuna. I DAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hnyfli TIL er hnyfli á Efri- Steinsmýri, rétt austan við Stöðlagarða, kartöflu- garðana heima á Efri- Steinsmýri. HnjTli þetta er það hátt að það nær hesti í kvið eða nára. Einu sinni ætlaði hestur að klóra eða nudda sér utan í hnyfli og datt niður dauður samtím- is. Hnyfli þetta er þá höfuð og háls og hluti herða á manni sem er yflr 3 metrar á lengd. Maður þessi steinrann er gos var i sólu og féll framyfir sig á maga og steinrann. Þetta er þá steingervingur í fótum og skóm frá þeim tíma. Jarð- vegur á Efri-Steinsmýri er mjög harður og varðveitir allt það sem féll niður þá og steinrann. Annað er að segja um aðrar jarðir með djúpan jarðveg, eins og til dæmis inni í Fossvogi. Kær kveðja Valdimar Bjarnfreðsson. Ábending til ungra j afnaðar manna MÉR líst vel á tillögu ykk- ar um nafnið jafnaðar- flokkur. Aftur á móti er jafnaðarmannaflokkurinn stirðara og málfarslega verra. Hugsum okkur bara að hér væri framsóknar- mannaflokkur eða sjálf- stæðismannaflokkur hve illa það færi í málinu. Óþarft er líka að taka fram að flokkurinn sé fyrir menn. Haldið því fram ykkar góðu tillögu um jafn- aðarflokk. Kristinn Björnsson sálfræðingur. Um kjör aldraða og öryrkja KJÖR hinna verst settu í þjóðfélaginu á að ieiðrétta í gegnum kjarasamninga, heyrir maður oft ráðamenn þessa þjóðfélags segja, þegar rætt er um kjör lág- launafólks. Kjör eldri borgara og öryrkja verða ekki leiðrétt í kjarasamn- ingum, því að sá þáttur til- heyrir ríkisvaldinu. Nú þegar deilur um kaup og kjör hafa að mestu verið leyst. Þá á eftir að leysa kjör aldraðra og öryrkja í þessu þjóðfélagi. Nú þegar íslenska þjóðin ætlar að fara að halda upp á að það eru liðin eitt þúsund ár frá kristnitöku á íslandi. Þá væri það tilvalið að prestar landsins biðji fyrir ráða- mönnum þessarar þjóðar á hverjum degi fram að há- tíðinni á Þingvöllum að þeim megi snúast hugur og þeir fari að hugsa um kjör aldraðra og öryrkja, svo að þessir hópar, einkum á höf- uðborgarsvæðinu, þurfl ekki að leita til hjálpar- stofnana, því að það er ljót- ur vitnisburður um stjórn- völd þessa lands á þ\ú ári þegar minnst er kristni- töku á Islandi í eitt þúsund ár. Úr því að stjómvöld leiðréttu ekki kjör þessa hóps á ári aldraðra, þá væru þeir menn með meiru ef þeir gerðu það nú, þegar minnst er eitt þúsund ára kristnitöku á íslandi. Gleðilegt sumar! Gunnar G. Bjartmarsson. Tapad/fundið Skólataska tapaðist SKÓLATASKA , full af alls konar skóladóti, tapað- ist miðvikudaginn 12. apríl sl. Skólataskan gæti hafa gleymst í strætisvagna- skýlinu á Bústaðavegi eða í leið 7 sem keyrir Bústaða- veginn. Skilvis flnnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 554- 1272. Lyklakippa í óskilum MJÖG sérstæð lyklakippa merkt ART III fannst inn- arlega á Laugavegi þriðju- daginn 25. apríl sl. Upp- lýsingar í síma 553-1112. Motorola 520 gsm- sírni týndist MOTOROLA 520 gsm-sími tapaðist í mars sennilega í Hafnarfirði eða miðbæ Reykjavikur. Upplýsingar gefur Eh'n í síma 551-7151. Gyllt kvenúr týndist GYLLT kvenúr tapaðist þriðjudaginn 25. apríl sl. annað hvort í Vogatungu, Hamraborg eða Sunnuhlíð. Úrið er eigandanum ákaf- lega kært. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 554- 1432. Fundarlaun. Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... VÍKVERJI var nýlega staddur í Portúgal. Þar er bæði gott og þægilegt að dveljast í fríum, en helzt þarf þó veður að vera eitthvað hlýrra en í venjulegum heimkynnum ferða- langa, sem aðallega eru að sækjast eftir sólskini þar suður frá. xxx VERÐLAG í Portúgal er afskap- lega hentugt fyrir íslendinga um þessar mundir. I raun er það mjög áþekkt verðlaginu á íslandi sé aðeins tekið tillit til mynteiningar- innar, þ.e.a.s. hvað kostnaði viðkem- ur, þá er svo til sama verðlag í eskút- os þar og í krónum hér. Eini munurinn að krónan er um það bil þrisvar sinnum verðmætari en esk- útos. Sama má í raun segja um Spán, þar er allt helmingað miðað við verð- lag hér, en verðlagið er sjálft svipað í pesetum og í mynteiningum hinna landanna tveggja. xxx ESSI mismunur á verðmæti krónunnar gagnvart þessum tveimur myntum gerir það að verk- um, að afskaplega er ódýrt fyrir ís- lendinga að heimsækja þessi lönd. Þetta sér ferðamaðurinn þegar hann fær visareikningana sína þegar heim kemur. 2.500 eskúta nautasteik á fín- asta matsölustað kostar þá innan við eitt þúsund krónur eða um 950 krón- ur, o.s.frv. Þótt verðlag sé svona hagstætt, bjóða Portúgalir víða í verzlunum tollfrjáls kaup á fatnaði og öðru, sem ferðalangurinn girnist. Þetta er orð- in siðvenja að gefa ferðamönnum um allan heim kost á slíkri verzlun og nýta sér það margir, enda jafnvel á stundum búið að stofna einkafyrir- tæki á þessu sviði til þess að létta ferðamönnum afgreiðluna á endur- greiðslu virðisaukaskatts. í Bret- landi og Danmörku er slík endur- greiðla afskaplega auðveld, einkennisbúnir tollverðir stimpla skjöl og síðan geta ferðalangarnir fengið endurgreiðsluna um leið og komið er inn á tollfrjálsa svæðið á flugvöllum. Þó áskilur tollgæzlan sér ávallt heimild til að fá að skoða varn- inginn, sem á við þessa afgreiðslu að fara úr landi. Kannski taka þeir stikkprufur, þótt Víkverji hafi aldrei lent í slíku, sjálfsagt með svo heiðar- legtandlit?! En í Portúgal er ekki verið að auð- velda ferðamönnum að endurheima virðisaukaskattinn. Þegar Víkverji ætlaði að krefjast hans var hann leiddur á vit portúgalskra tollkvenna sem sátu ábúðarmiklar við af- greiðsluborð og skoðuðu plöggin, sem þær hefðu aldrei augum borið slík áður. Þær veltu þeim fram og til baka og þetta tók svo langan tíma að svaraði ekki kostnaði, enda eskútó, sem verið var að endurheimta harla lítils virði. Hins vegar varð Víkverja ljóst að Portúgalir eiga ýmislegt ól- ært í ferðamálum á þessu sviði þrátt fyrir umfangsmikinn ferðaiðnað í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.