Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 77

Morgunblaðið - 28.04.2000, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ mmwm mr Magnýl endurút- gefin í Bretlandi London. Morgunblaðið. HLJÓMSVEITIN Botnleðja hélt fyrir skömmu ferna tónleika í Bret- landi. Fjórðu tónleikarnir voru haldnir í klúbbi í Camden-hverfmu í London og voru áhorfendur á annað hundrað, flestir Bretar en þó mátti þama þekkja nokkur íslensk andlit. Hinir fyrri voru haldnir utan London, í Oldham, Peterborough og Middlesborough og voru viðtökurn- ar á öllum þessum stöðum að sögn Botnleðjumanna jafnvel betri en þeir þorðu að vonast eftir. „Pegar maður sér að fólk úti í sal er að syngja eftir lögunum í einhverju krummaskuði úti á landi í Bretlandi - þá er maður ánægður," segir Haraldur F. Gísla- son, trommuleikari Botnleðju, þegar hljómsveitin er tekin tali að loknum lokatónleikunum. Auk Haraldar skipa Botnleðju þeir Heiðar Öm Kristjánsson gítar- leikari og söngvari, Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og Kristinn Gunnar Blöndal orgelleikari. Á tón- leikunum lék fimmti hljóðfæraleik- arinn með þeim, gítarleikarinn Andri Bisund. íslenskri Magnýl dreift í Bretlandi I viðleitni til að gera tónlist Botn- leðju aðgengilegri fyrir Bretana, höfðu textarnir verið þýddir og FÓLK í FRÉTTUM FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 77. d) d) >o O _ -O Cp >» CÖ C 'O . ro 03 = £ LLI 111 O Heiðar Öm söng fyrir Breta. sungið var á ensku en að sögn Heið- ars Amar Kristjánssonar, söngvara og gítarleikara, er tónleikaröðin lið- ur í að koma hljómsveitinni á fram- færi í Bretlandi. Hann segir að hljómsveitin sé að þreifa íyrir sér í útgáfumálum er- lendis, en ekkert sé hægt að gefa Morgunblaðið/Sigríður Dögg Ragnar Páll Steinsson bassaleikari, Heiðar Öm Kristjánsson, söngvari og gítarleikari, ásamt gestagítarleikaranum Andra. uppi um þau mál að svö stöddu. Botnleðja hefur þó gert samning við breska aðila varðandi dreifingu á síðustu plötu þeirra, Magnýl sem gefin var út á Islandi fyrir jólin 1998, sem nú verður á boðstólum í hljóm- plötuverslunum í Bretlandi - á ís- lensku. Næsta plata gefín út bæði á ensku og íslensku Aðspurður um hvers vegna ákveð- ið hafi verið að gefa plötuna út á ís- lensku í Bretlandi, í stað þess að gefa hana út að nýju með enskum textum, segir Heiðar að þetta fyrirkomulag hafi einungis verið hugsað sem kynn- ing á hljómsveitinni þar í landi. „Það er nauðsynlegt að hægt sé að nálgast eitthvað eftir okkur hér í verslunum og það er ódýrast að gera það á þennan hátt,“ segir hann. Varðandi framhaldið segjast Botnleðjumenn ætla að spila mikið á íslandi í sumar, en þeir búast jafn- framt við því að framhald verði á tón- leikahaldi þeirra í Bretlandi. „Við erum búnir að æfa mikið að undanfömu og ætlum að gefa út nýja plötu íyrir jólin,“ segir Haraldur. Ákveðið hefur verið að sú plata verði gefin út bæði með enskum og íslenskum textum. Hljómsveitar- meðlimir eru hins vegar allir sam- mála um gildi íslenskra lagatexta á íslandi og segja það ekki koma til greina að gefa nýja plötu einungis út með enskum textum. „Það er hall- ærislegt að syngja á útlensku íyrir íslendinga," áréttar Haraldur ákveðið og Ijóst er að félagarnir eru ekki alveg á því að kveðja eyjuna í norðri fyrir fullt og allt, þótt von sé á frama í útlöndunum. íþróttir á Netinu <§) mbl.is -ALL7y\/= &TTH\0\EJ NÝTT Verið velkomin á Ruby Tuesday - ekta amerískan veitingastað fyrir alla fjölskylduna. Skipholti 19, Reykjavík • Sími 552 2211
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.