Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 4
4 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Könnun Samtaka
iðnaðarins
45% félags-
manna
hlynnt aðild
aðESB
TÆPUR helmingur félagsmanna
Samtaka iðnaðarins vill aðild að
Evrópusambandinu ef marka má nið-
urstöður nýrrar könnunar sem Gall-
up gerði í'yrir samtökin. Samkvæmt
könnuninni vilja 45% félagsmanna,
sem tók afstöðu, aðild að ESB, 62%
telja að innganga í ESB yrði góð fyrir
efnahag landsins, 56% vilja aðild inn-
an 5 ára og 54% telja að aðild að ESB
skerði sjálfstæði íslands lítið.
Að beiðni SI kannaði Gallup í ágúst
viðhorf almennings til aðildar að
ESB annai’s vegar og viðhorf for-
ráðamanna íslenskra iðnfyrirtækja
hins vegar, þ.e. félagsmanna SI.
Kemui’ í ljós að viðhorf hópanna
tveggja eru sambærileg, Þannig eru
44% almennings fylgjandi aðild að
ESB samkvæmt könnuninni og 52%
telja að innganga í ESB yrði góð fyrir
efnahag Islendinga.
Þegar fólk var spurt að því hvenær
æskilegt væri að f slendingar gengju í
ESB, ef það stæði þeim til boða,
sögðu 12% að við ættum að gera það
strax. Rúmlega 34% vilja að við ger-
um það innan 5 ára en rösklega 30%
vilja bíða lengur. Tæpur fjórðungur
kvaðst hins vegar alls ekki vilja að
ísland gengi í ESB.
Til samanburðar má nefna að um
Harðar deilur um fjármál á aðalfundi Verkalýðsfélags Akraness
Fallið frá vantrauststillögu
HART var deilt um fjármál Verka-
lýðsfélags Akraness á framhalds-
aðalfundi félagsins í fyrrakvöld.
Var forysta félagsins m.a. sökuð um
að hafa ekki gætt þess að ávaxta
fjármuni félagsins á undanförnum
árum. Lögð var fram vantrauststil-
laga gegn Hervari Gunnarssyni,
formanni félagsins, á fundinum, en
tillagan var síðan dregin til baka.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins var gagnrýninni aðallega beint
gegn Hervari Gunnarssyni, for-
manni félagsins, sem sakaður var
um að hafa ekki gætt þess að ávaxta
fé verkalýðsfélagsins með eðlileg-
um hætti. í ljós kom á fundinum að
fengist hafði fyrirgreiðsla hjá við-
skiptabanka félagsins sem leiðrétti
stöðuna. Inn í þessar umræður
blönduðust einnig málefni Verka-
mannasambandsins og deilur um
starfslok Björns Grétars Sveins-
sonar, fyrrverandi formanns VMSI.
70-80 manns sátu fundinn en fé-
lagsmenn eru um 1.500. Stóð fund-
urinn yfir frá kl. 20 og fram yfir
miðnætti.
Hervar sagði í gær að deildar
meiningar hefðu verið um ávöxtun
fjármagns félagsins. „Eg held að
menn hafi séð fram á að það væri að
minnsta kosti ekki hægt að halda
því fram að það væri ávöxtunar-
laust, eins og hafði verið látið í veðri
vaka. Það er reyndar alltaf spurn-
ing um það hversu mikið fé félag
sem er í svona rekstri getur bundið
inni á bundnum reikningum," sagði
hann.
Samþykkt var ályktun á fundin-
um þar sem því var beint til stjórn-
ar félagsins að sjá til þess að fjár-
magn félagsins verði ávaxtað á sem
bestan hátt.
Hervar sagðist líta svo á að menn
hefðu skilið sáttir í fundarlok og
ákveðið að snúa bökum saman.
Það var Sigurður H. Einarsson,
sem sæti á í trúnaðarráði félagsins,
sem bar fram vantrauststillöguna á
Hervar. „Ég lagði tillöguna fram
vegna þess að félagið hefur vægast
sagt verið mjög veikt, raunar alveg
fársjúkt. Það hefur verið mikill
slóðaskapur í öllum vinnubrögðum,
sem sést m.a. af því að ávöxtun fjár
félagsins er alveg fyrir neðan
frostmark," segir Sigurður.
„Endurskoðandi félagsins lagði
fram reikninga, sem sýndu að við
værum að tapa a.m.k. tveimur millj-
ónum króna á ári. Nú er að vísu
búið að lagfæra það. Yfirlitið náði
aðeins fimm ár aftur í tímann en
mér skilst að það hafi verið algjör
óreiða og slóðaskapur í fjármálun-
um enn lengra aftur í tímann. Það
er þó aðeins toppurinn á ísjakanum.
Það er mikill slóðaskapur í öllu sem
viðkemur félaginu, kjaramálunum
og að félagið virki sem upplýsinga-
og þjónustumiðill.
Fundarmenn á aðalfundinum
voru sammála um að það væri ekki
heppilegt að fara að slátra for-
manninum á þessari stundu, vegna
þess að félagið væri svo veikt fyrir,
og það varð því niðurstaða fundar-
ins að við skyldum frekar reyna að
standa saman og byggja félagið
upp,“ sagði Sigurður og kvaðst því
hafa dregið vantrauststillöguna til
baka.
14% félagsmanna SI vilja ganga
strax í ESB, 41% vilja gera það innan
5 ára, 27% vilja bíða lengur en 18%
vilja alls ekki að ísland gangi í ESB.
Könnun Gallup fór fram símleiðis
og tók könnunin um viðhorf almenn-
ings til slembiúrtaks úr þjóðskrá
meðal fólks á aldrinum 16 til 75 ára.
Endanlegt úrtak spui’ðra var 1.161
en svör fengust frá 813 eða 70 af
hundraði.
------»-H------
Tjón á bflum
í árekstri
HARÐUR árekstur varð á mótum
Mýrarvegs og Þingvallastrætis á Ak-
ureyri í gærkvöldi. Áreksturinn varð
þar sem eru umferðarljós og er talið
að annar bíllinn hafi farið yfir á rauðu
ljósi. Engin meiðsl urðu á mönnum
en bílarnir eru báðir taldir ónýtir. Að
sögn lögreglu á Akureyri er oft á tíð-
um ekið of hratt á þessum stað.
Arni Mathiesen sjávarútvegsráðherra á ráðstefnu í Lúxemborg
Forsendur hugsanlega að
skapast fyrir skattalækkun
v/m-m&mL
„Blikktromman er meðalþeirra bóka 20. aldar sem lengst munu lifa."
Úr umsögn sænsku akademíunnar um Giinter Grass þegar hún ákvað
að veita honum Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1999.
ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra segir að hugsanlega séu að
skapast forsendur fyrir því að
lækka skatta á fyrirtæki á íslandi
þar sem staða ríkissjóðs hafi senni-
lega aldrei verið sterkari en nú.
I ræðu sinni á ráðstefnunni
Euro-Ice í Lúxemborg í gær gerði
Árni að umtalsefni stöðu og framtíð
íslensku krónunnar. Hann sagði að
hlutfallslegur styrkur annarra
gjaldmiðla en krónunnar hefði ekki
síður mikil áhrif á sjávarútveg og
aðrar útflutningsgreinar og jafnvel
miklu meiri, eins og dæmin sönnuðu
með gengisþróun evrunnar. Árni
sagði að það kæmi jafnvel til álita
að tengja krónuna við evruna tækju
Bretar upp hina sameiginlegu mynt
ESB. íslendingar gætu hins vegar
ekki unað við fiskveiðistefnu ESB
og engin teikn væru á lofti um að
hún verði endurskoðuð á þann hátt
að gæti breytt afstöðu íslendinga.
Arni sagði að þróun ESB haldi
áfram og íslendingar verði þar
þátttakendur fyrir tilstilli EES-
samningsins. Það eigi þó ekki við
um mótun samræmdrar skatta-
Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra í ræðustól á ráðstefnunni
Euro-Ice í Lúxemborg í gær.
stefnu aðildarríkja ESB sem ráð-
herrann sagði að virtist ætla að
verða á dagskrá innan tíðar. Hann
sagði að telja mætti víst að skattar í
Evrópu hækkuðu yrði tekið upp
samræmd skattastefna innan ESB.
„Þá getur ísland verið í þeirri
stöðu að hafa nær einstaka stöðu.
Vera með aðgang að hinum sameig-
inlega innri markaði í gegnum
EES-samninginn en geta verið með
sjálfstæða skattastefnu og notað
hana til þess að laða að fyrirtæki og
verkefni. Samtímis gætum við
styrkt samkeppnisstöðu okkar
grunnatvinnugreina eins og sjávar-
útvegs og gert þeim kleift að skapa
sér stökkpall til þess að auka starf-
semi sína annars staðar í heimin-
um.“
Árni sagði að hvort sem sam-
ræmd skattastefna verði ofan á hjá
ESB eða ekki þá gæfu lægri skattar
Islendingum ákveðið sóknarfæri.
Hann sagði að skattar á fyrirtæki
væru næsthæstir á íslandi af Norð-
urlöndunum. „Staða ríkissjóðs er
mikilvæg í þessu sambandi en hún
hefur sennilega aldrei verið sterk-
ari. Við höfum verið að greiða niður
skuldir á undanförnum árum og
óhætt að segja að skuldastaða ríkis-
sjóðs sé að komast á viðunandi stig.
Okkur er því hugsanlega að gefast
einstakt tækifæri til að nota af-
ganginn á ríkissjóði, haldist hann
næstu árin, til þess að lækka
skatta."
Úr leik hjúkrunarfræðinema gegn viðskiptafræðinemum.
Morgunblaðið/Knstmn
Fyrsti Stúdentadagurinn
MIKIL þátttaka var í Stúdenta-
deginum sem Stúdentaráð stóð
fyrir í fyrsta sinn í gær í sam-
vinnu við nemendafélögin og há-
skólayfirvöld. Eiríkur Jónsson,
formaður Stúdentaráðs, segir að
ákveðið hafi verið að Stúdenta-
dagurinn marki upphaf að félags-
lífi vetrarins á hverju hausti en
tilgangurinn er sá að efla sam-
kennd stúdenta og skapa sameig-
inlegan viðburð þeirra allra. Gef-
ið var frí frá kennslu eftir kl. 11
og slegið var upp grillveislu í
stóru tjaldi fyrir framan aðal-
bygginguna. Þar var einnig
skemmtidagskrá og knattspyrnu-
mót. Þar fór FC Orator, knatt-
spyrnulið laganema, með sigur af
hólmi eftir úrslitaleik við nem-
endur í hagfræði.
Heimsókn Wu Yi
hófst í gær
Sótti heim
jarðhita-
svæðin í
Svartsengi
OPINBER heimsókn Wu Yi,
meðlims í kínverska ríkisráð-
inu, æðsta handhafa fram-
kvæmdavaldsins í Kína, hófst í
gær, en Wu Yi er hingað kom-
inn í boði Halldórs Ásgrímsson-
ar, utanríkisráðherra.
Heimsóknin hófst með því að
Wu Yi skoðaði jarðhitasvæði
Hitaveitu Suðumesja í Svarts-
engi og Bláa lónið, en einn meg-
intilgangur heimsóknarinnar
er einmitt að kynnast starfi Is-
lendinga í jarðhitamálum.
Auk fundar með utanríkis-
ráðherra mun Wu Yi m.a. eiga
fundi með Davíð Oddssyni, for-
sætisráðherra og Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur, borgar-
stjóra. Þá mun hún sækja heim
forseta íslands, Ólaf Ragnar
Grímsson á Bessastöðum.
Á mánudag mun Wu Yi taka
þátt í ráðstefnu um viðskipta-
tækifæri í Kina og halda þar er-
indi ásamt Valgerði Sverris-
dóttur, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra.