Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, sat á fremsta bekk á kynningarfundi vegna Vatnsendaskipulagsins á
fimmtudag. Hann svaraði athugasemdum sem þar komu fram en tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu þar sem ályktanir um um-
hverfísmat og samkeppni um fyrirkomulag byggðar voru samþykktar mótatkvæðalaust.
Ahyggjur af frá-
veitum, lífríki og
grunnvatnsmengun
Fresti til að gera athugasemdir við
margumræddar skipulagstillögur í
landi Vatnsenda lauk í gær og bár-
ust fjölmargar athugasemdir. Pétur
Gunnarsson kynnti sér nokkrar at-
hugasemdir og skipulagsferlið.
Vatnsendi
FJÖLDI athugasemdanna lá
ekki fyrir í gær en ljóst er að
auk fjölmargra hús- og sum-
arbústaðaeigenda á svæðinu
hafa ýmsar stofnanir og sam-
tök látið málið til sín taka og
sent inn athugasmdir. Þá er í
gangi undirskriftarsöfnun til
að andmæla skipulagsáform-
um bæjaryfirvalda í Kópavogi
í Vatnsendalandi og hafa á
fimmta þúsund undirskriftir
safnast, að sögn forsvars-
manna söfnunarinnar.
Bæjaiyfirvöld í Kópavogi
vinna nú að endurskoðun aðal-
skipulags þar sem gert er ráð
fyrir um 5000 manna byggð í
landi Vatnsenda. Gildandi
skipulag gerir ráð fyrir
áþekkri byggð á svæðinu. Á
grundvelli þess hefur verið
lögð fram tillaga um 113 íbúða
byggð á svonefndum reit F
milli Vatnsendavegar og Ell-
iðavatns og einnig. 29 íbúð-
anna verða í raðhúsum en aðr-
ar í 2-6 hæða fjölbýlishúsum.
Einnig er til umfjöllunar
breyting á aðalskipulagi og
deiliskipulagi samtímis á reit
við Elliðavatn þar sem gert er
ráð fyrir byggingu 32 einbýl-
ishúsa á einni og tveimur hæð-
um. Það eru þessar tillögur
sem nú er verið að gera at-
hugasemdir við en í eignar-
námssátt milli landeigenda og
bæjaryfirvalda kemur fram
að landeigendurnir hafi allan
ráðstöfunarrétt á byggingar-
landi á þeim svæðum sem til-
lögurnar fjalla um, eins og
nánar er fjallað um á blaðsíð-
unni hér á undan.
Vegna skipulagsvinnunnar
var 26 lóðaleigusamningum í
hinni dreifðu byggð sumar-
húsa og heilsárshúsa í Vatns-
endalandi sagt upp með árs
fyrirvara í júní sl. og hefur sú
aðgerð kallað á mótmæli
hagsmunaaðila sem auk þess
telja að flestu hafi verið áfátt í
samskiptunum við bæjaryfir-
völd á skipulagstímanum.
Ljóst er að nái skipulagstil-
lagan fram að ganga verða
einhver íbúðarhús að víkja
fyrir nýbyggingum og flestar
leigulóðanna verða skertar
talsvert þótt mannvirki fái að
standa.
Áhyggjur af
frárennslismálum
Síðustu daga hafa einnig
komið fram mótmæli frá ýms-
um stofnunum og samtökum
sem láta náttúruvernd og líf-
ríkið í nágrenni Elliðavatns og
vatnasvæði Elliðaáa til sín
taka. Tvennt virðist flestum
þeim sameiginlegt; annars
vegar áhyggjur af áhrifum
þess að yfirborðsvatni frá
byggðinni verði veitt út í Ell-
iðavatn og hins vegar sú nið-
urstaða að frekari rannsókna
sé þörf á svæðinu.
Veiðimálastofnun heíúr
gert athugasemdir sem varða
lífríki vatnsins og vatnakerfis-
ins. Þar eru nefnd þrjú megin-
atriði, sem verði að hafa í huga
vegna skipulags á svæðinu.
I fyrsta lagi skuli veita öll-
um lífrænum úrgangi, bæði
frá mönnum og dýrum, burt af
svæðinu. í öðru lagi skuli ekki
byggja næst vatnsbakkanum
og að 100 til 200 metra svæði
næst vatninu verði ekki
byggð. í þriðja lagi skuli koma
upp olíusíum og setþróm til að
leiða afrennsli gatna burt og
til að tryggja að ekki berist
eiturefni með yfirborðsvatni í
Elliðavatn.
Náttúruvernd ríkisins
sendi Kópavogsbæ umsögn
sína um skipulagstillögumar í
gær en á stofnuninni hvílir sú
lagaskylda að láta í té um-
sagnir og álit vegna skipu-
lags- og framkvæmdamála.
Verið var að ganga frá um-
sögninni þegar Morgunblaðið
ræddi við Árna Bragason, for-
stjóra Náttúruvemdar, en
hann sagði Ijóst að Vatns-
endasvæðið væri eingöngu
með lágri byggð í dag og sam-
kvæmt lögum sé kveðið á um
að við hönnun mannvirkja
beri að tryggja að þau falli
sem best að svipmóti lands.
„Þá er umhugsunarvert hvort
menn viiji fara að stíga þau
skref á þessu svæði að reisa
sex hæða hús, sem em í hróp-
legu ósamræmi við allt annað
á þessu svæði. Það er atriði
sem við hjjótum að nefna,“
sagði Ami. Hann sagði að
vitaskuld yrði einnig að
treysta því að menn gæti að
frárennslismálum þama en
þau hafi því miður ekki verið í
nógu góðu lagi almennt með-
fram Elliðaánum. „Menn hafa
verið að reyna að laga það og
ég geri ráð fyrir að við nefnum
það í okkar athugasemd.“
Að öðra leyti sagðist Ámi
ekki telja að í grennd við Ell-
iðavatn giltu önnur sjónarmið
en eðhlegt væri að byggja al-
mennt á meðfram Elliðaán-
um. Þar á meðal er það, sem
Veiðimálastofnun hefur bent
á, að frárennsli frá húsum og
götum fari ekki inn í vatna-
kerfí Elliðaánna því slíkt geti
haft áhrif á lífrfld þeirra en
Árni segir að talið sé að rekja
megi breytingar á lífrfld
þeirra undanfama áratugi til
mengunar frá byggðinni í
kring en þar hafí frárennsli
frá götum og umferð verið
veitt í vatnakerfið. Ámi sagði
að viðunandi úrlausn frá-
rennslismála væri tæknilegt
vandamál sem ekki ætti að
verða erfitt að leysa.
Heilbrigðisnefnd telur
upplýsingar skorta
Um rannsókn á lífríki svæð-
isins og náttúru sagði hann að
það væri allvel rannsakað og
ekki hefði verið talin þörf á
sérstökum rannsóknum nú.
Reykjavíkurborg sendi frá
sér athugasemd, sem sagt var
ítarlega frá í Morgunblaðinu í
gær. Þar er m.a. lögð áhersla
á að mikilvægt sé að líta á
vatnið í heild sinni og skoða
þann kost að nánasta um-
hverfi þess haldist sem mest
óbyggt, opið svæði þar sem
því verður við komið. Einnig
leggur borgin áherslu á að
leita bestu tæknilegu lausna í
frárennslismálum til að lág-
marka áhrif byggðar á vist-
kerfi vatnasvæðisins enda sé
það viðkvæmt fyrir mengun-
arálagi. Nota verði bestu fá-
anlegar aðferðir til að með-
höndla ofanvatn áður en því er
veitt út í Elliðavatn. Borgin á
land við vatnið sunnanvert og
austanvert og borgin á meiri-
hluta vatnsins og fellur það og
umhverfi þess undir borgar-
vemd.
Umhverfis- og heilbrigðis-
nefnd borgarinnar hefur einn-
ig látið málið til sín taka og
lagst gegn framkvæmdum á
svæðinu að svo stöddu enda
liggi ekki fyrir nægilegar upp-
lýsingar um mengunarálag í
Elliðavatni til að hægt sé að
ráðast í að margfalda byggð
við vatnið með tilheyrandi
mengunarhættu.
Þá hefur Stangveiðifélag
Reykjavíkur gert athuga-
semdir þar sem lýst er
áhyggjum af því að tillögurn-
ar beri ekki með sér að fram
hafi farið sérstök athugun á
því hvaða áhrif sú byggð sem
gert er ráð fyrir, geti haft á líf-
ríki Elliðavatns, Vatnsenda-
vatns og Elliðaánna og vatna-
kerfisins í heild. Félagið
mótmælir þein-i fyrirætlan að
samþykkja nýtt skipulag án
þess að slík rannsókn fari
fram fyrst.
Loks hefur Landvernd sent
frá sér sem umsögn um tillög-
urnar ítarlega greinargerð,
sem Freysteinn Sigurðsson,
varaformaður samtakanna
hefur unnið.
Sérstakt menningar-
landslag
Þar er m.a. lögð áhersla á
að byggðin við Vatnsenda sé
mjög sérstæð jaðarbyggð á
mörkum þéttbýlis og sem slík
myndi hún sérstakt menning-
arlandslag sem fái aukið vægi
vegna þess að við Elliðavatn
séu til staðar höfuðeinkenni
eftirsóttra dvalar- og útivist-
arsvæða: auðugt og fjölbreyti-
legt lífríki stöðuvatnsins,
skóglendi og fjölbreytt, mis-
hæðótt land. Minnt er á að
vatnsverndarsvæði sé suð-
austan vatnsins upp um Heið-
mörk. Náttúrafar vatnsins og
umhverfisins hafi mikið gildi,
ekki síst lífrfld vatnsins sjálfs
sem geti verið hætta búin frá
nálægri byggð og umferð.
Kostir fyrirhugaðrar
byggðar virðast Landvernd
þeir helstir að mætt sé þörf
bæjarins fyrir land undir
frekari byggð og mörgum
kunni að leika hugur á búsetu
þar.
Annmarkar séu m.a. þeir að
vegna landhæðar sé farið að
nálgast efri mörg byggðar
veðurfarslega séð. Þá sé
svæðið á virku sprangusvæði
sem ástæða sé til að ætla að sé
miklu sprungnara en virðist
við fyrstu sýn eða lauslega
könnun.
Um þetta atriði segir enn-
fremur í greinargerð Frey-
steins Sigurðssonar: „Það
hefði í för með sér aukna
hættu fyrir stöðugleika bygg-
inga, einkum stórra og hárra.
Auk þess greiða sprungurnar
leið menguðu vatni frá yfir-
borði niður til grunnvatns.
Talið er að grannvatn undan
svæðinu renni í átt til svæðis-
ins umhverfis Vífilsstaðavatn,
en við það era m.a. núverandi
vatnsból Garðabæjar."
Þá lýsir Landvemd, eins og
fleiri umsagnaraðilar, áhyggj-
um af því að mengað yfir-
borðsvatn frá svæðinu, ásamt
lekum frá fráveitum, gæti
einnig borist til Elliðavatns og
haft skaðleg áhrif á lífrfld þess
nema nauðsynlegar ráðstaf-
anir verði gerðar hvað varðar
söfnun og fráveitu slíks vatns
af vegum, lóðum og bíla-
stæðum. Þá þrengi byggðin að
göngu- og reiðleiðum, skerði
óbyggt strjálbýlt eða gróið
land við þær og dragi þar með
úr gildi þeirra. Núverandi jað-
arbyggð myndi breytast í átt
til venjulegs þéttbýlis sem
gæti átt verr við landslag og
dregið úr fjölbreytni byggðar
á höfuðborgarsvæðinu.
Til að vinna gegn þessum
annmörkum bendir Land-
vernd á að grípa megi til mót-
vægisaðgerða á borð við þær
að dreifa byggð meira en
áætlað er og halda húsum lág-
um; skógvæða byggðasvæðin
og jaðar- og millisvæði þeirra;
tryggja fullnægjandi fráveitu
yfirborðsvatns. Mælt er gegn
því að yfírborðsvatni verði
veitt í Elliðavatn, eins og ráð-
gert er. Þá er lagt til að hafðir
verði breiðir byggðarlitlir
skárar með göngu- og reið-
leiðum og loks að gengist
verði fyrh' heildarskipulag-
ningu jaðarbyggða og útivist-
arsvæða á höfuðborgarsvæð-
inu. „Með þessu móti mætti
líklega draga veralega úr
þrengingu fyiirhugaðrar
byggðar að annam og æski-
legri landnýtingu, án þess að
skerða um of nýtingu fyrir-
hugaðrar byggðar," segir í
niðurlagi greinargerðar Frey-
steins Sigurðssonar fyrir
Landvernd.
Morgunblaðið sneri sér til
Ásdísar Hlakkar Theódórs-
dóttur aðstoðarskipulagstjóra
til að fá upplýsingar um al-
menna afgreiðslu málsins í
framhaldi af því að umsagnar-
fresti lýkur og eins helstu
álitamál sem kunna að blasa
við í skipulagsferlinu. Hún
lagði áherslu á að málið væri
ekki komið tfl kasta stofnun-
arinnar og gerði það ekki fyrr
en að lokinni afgreiðslu sveit-
arstjómar.
Borgarfundurinn
umfram skyldu
Meðal þess sem íbúar við
Vatnsenda hafa gagnrýnt er
að fundur Kópavogsbæjar
með þeim til að kynna þeim
tillögurnar hafi ekki verið
haldinn fyrr en daginn áður
en umsagnafresturinn rann út
en Ásdís Hlökk sagði að með
fundinum hafi bæjarstjómin í
raun gengið lengra en laga-
skylda bauð. Um reglur varð-
andi samráð á skipulagstím-
anum, áður en reglur era
kynntai-, sagði hún að þótt
gert væri ráð fyrir slíku sam-
ráði væra reglur rúmar og
sveitarfélögum ætlað nokkuð
svigrúm í því efni.
Umsagnirnar og athuga-
semdirnar sem nú liggja fyrir
fara til skipulagsnefndar
Kópavogs, sem að sögn Ásdís-
ar Hlakkar, ber skylda til að
fjalla um öll efnisatriði um-
sagnanna og svara þeim skrif-
lega á rökstuddan hátt. Taki
nefndin tillit til athugasemda
getur þurft að auglýsa skipu-
lagstillöguna að nýju en því
aðeins að veralegar breyting-
ar séu gerðar. Séu breyting-
arnar aðeins smávægilegar
sendir nefndin samþykkt sína
til afgreiðslu í bæjarráði. Þeg-
ar sveitai'stjóm hefur sam-
þykkt skipulagstillögurnar
sem deiliskipulag fær Skipu-
lagsstofnun þær til meðferðar
og yfirferðar þar sem athygli
er beint að formlegri meðferð
og efni tillagnanna og máls-
meðferðinni, þar á meðal með-
ferð athugasemda. Stofnunin
veitir sveitarstjóminni um-
sögn um hvort staðið hafi ver-
ið að málum með réttum hætti
og sé umsögnin jákvæð birtir
sveitarstjóm auglýsingu í b-
deild stjórnartíðinda og öðlast
tillagan þá gildi sem skipulag.
Um leið opnast þeim sem hafa
athugasemdir við afgreiðslu
sveitarstjórnarinnar mögu-
leiki á að kæra skipulagið til
úrskurðarnefndar skipulags-
og byggingarmála.
Nýr úrskurður hefur
breytt viðtekinni túlkun
Gagnrýnt hefur verið, m.a.
á kynningarfundinum í Kópa-
vogi á fimmtudag, að í Vatns-
endamálinu væru samtímis
gerðar breytingar á land-
notkun í aðalskipulagi á svo-
kölluðum reit milli vatns og
vegar og kynnt deiliskipulag-
stillaga sem gerði ráð fyrir að
aðalskipulagstillagan næði
fram að ganga.
Ásdís Hlökk sagði að þetta
væri í samræmi við viðtekna
túlkun á skipulagslögum, eins
og hún var á þeim tíma, þegar
tillögurnar vora auglýstar.
Meðan á athugasemdafrestin-
um stóð hefði það hins vegar
gerst að úrskurðarnefnd
skipulags- og byggingarmála
hefði hnekkt þessum skilningi
og talið óheimilt að auglýsa
aðalskipulagsbreytingu og
deiliskipulagstillögu samtím-
is.
Sá úrskurður féll í máli
vegna skipulags á Vatnsleysu-
strönd.