Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 20

Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 20
20 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Norskur fræðimaður vill að laun yfirmanna miðist við gengi hlutabréfa Hagsmunir eigenda og stjórnenda fari saman FÆRST hefur í vöxt að yfírmenn fyrirtækja, sem skráð eru á markaði jafnt hér á landi sem víða annars staðar, eigi valrétt á hlutabréfum í þeim. Slíkt fyrirkomulag er sagt tengja betur saman hagsmuni starfsmanna og hluthafa. Það stuðli að því að yfirmenn hafí hag af því að standa sig vel í starfi, en taki ella á sig sinn hluta af slælegri afkomu ef því er að skipta. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að fræðimaður við Handelshöyskolen BI í Ósló í Noregi, Knut Sagmo að nafni, sem fylgst hefur lengi með norskum hlutabréfamarkaði, sérstaklega inn- herjaviðskiptum, telji þetta fyrir- komulag á kjörum yfírmanna fyrir- tækja ekki gott. Hann segir að yfirmenn fyriitækja eigi ekki að eiga hlutabréf eða valrétt á hlutabréfum í þeim fyrirtækjum sem þeir stjóma, heldur eigi þeir að fá helming launa sinna greiddan í samræmi við gengi hlutabréfanna. Reglur af því tagi myndu leysa vandamál vegna meintra innherjasvika og í kjölfarið ætti Kauphöllin í Ósló meiri mögu- leika á að vera talin hágæðakauphöll í alþjóðlegum skilningi, að mati Knut Sagmo. Morgunblaðið leitaði álits kennara við viðsldpta- og hagfræðideild Há- skóla íslands, í Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum á Bifröst á skoðunum Knut Sagmo um hlutabréfaeign og valrétt yfir- manna fyrirtækja á hlutabréfum í þeim. Vandamál að stjórnendur geti stýrt upplýsingum inn á markaðinn Gylfí Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands, segir að almennt séð sé til bóta að hagsmunir eigenda og stjómenda fyrirtækja fari saman. Því hafí að hluta verið náð með hluta- bréfaeign stjórnenda fyrirtækja og valrétti þeirra á hlutabréfum í þeim fyrirtækjum sem þeir starfi hjá. Hins vegar sé rétt að margs konar vandamál fylgi því að þeir sem séu að stjórna fyrirtækjum geti stýrt hvaða upplýsingar berist inn á markaðinn. Hann segir að upp geti komið vanda- mál við hlutabréfaeign stjómenda fyrirtækja því þeir hafi einhverja hvata til að skara eld að eigin köku og að það geti þeir stundum gert með aðferðum sem séu ekki í þágu hagsmuna hluthafa. „Hvort hægt er að ná því markmiði að hagsmunir eigenda og stjórnenda fari saman með því að vera með einhverjar reiknireglur þar sem launin fara eft- ir því hvert gengið er á hlutabréfa- mörkuðum á hverjum tíma treysti ég mér ekki til að segja til um Ég ætla hins vegar ekki að blása þá hugmynd af. Vel má vera að hægt sé að finna einhvern flöt á henni. Því væri gam- an að skoða hugmyndir Knut Sagmo nánar,“ segir Gylfi. Hagstætt að yfiirnenn séu þátttakendur í áhættunni af rekstri fyrirtækja Að sögn Agnars Hanssonar, deild- arforseta viðskiptadeildar Háskól- ans í Reykjavík, hefur hann ekki kynnt sér skoðanir Knut Sagmo til hlítar og getur því ekki tjáð sig um þær beint. Hann segir hins vegar mikilvægt að til staðar sé gagn- kvæmur hvati þannig að bæði hlut- hafar og yfírmenn séu að hagnast á sömu atriðunum. Ymis vandamál geti hins vegar komið upp, sama hvaða leið sé farin til að koma á kerfi sem virki hvetjandi. „Út frá tilfinn- ingu og reynslu er mín skoðun sú, að það sé gott þegar yfirmenn fyrir- tækja eiga hlutabréf í því fyrirtæki sem þeir stjóma og að þeir taki þannig ákveðna áhættu. Það hlýtur að vera hagstætt fyrir hluthafa að yf- irmenn fyrirtækja séu í hluthafa- hópnum og séu þannig þátttakendur í þeirri áhættu sem felst í fyrirtækj- arekstri." Agnar segir að sjálfsagt Morgunblaðið/Golli Lífekraftur kvenna Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur Námskeiðið er í fyrirlestraformi tvisvar í viku. Þetta er kjörið námskeið fyrir allar konur sem vilja baeta Ifðan sína, öðlast meira sjálfstraust og fá jákvæð- ari sýn á lífið. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu er Jónína Benediktsdóttir. Jónína hefur um árabil haldið fyririestra og námskeið fyrir konur á öllum aldri. Hún mun aðstoða konur við að finna sinn innri styrk og sjá markmið sín í nýju Ijósi. Námsefnið er fjölbreytt og fyrirlestrarnir hressir og skemmtilegir ásamt ýmsum verk- efnum. 4 skipti, 2 klst í senn, alls 8 klst. Hin frábæra bók Ólafs G. Sæmundssonar, Lífsþróttur, er innifalin í námskeiðsgjaldi. Staður: Pianet Pulse-Heilsuskólinn Tími: þriðjudags- og fimmtudagskvöld. Skráning í síma 588 1700 Jónína Benediktsdóttir fWlnmmbaAr/ cr/ Is f ICELAND Knut Sagmo telur að ef yfirmenn fyrirtækja fengju laun greidd í samræmi við gengi hlutabréfa viðkomandi fyrirtækja, í stað valréttar á hlutabréfum, myndu vandamál vegna meintra innheijasvika leysast. séu skoðanir Knut Sagmo hluti af viðameiri skýrslu og því sé erfitt að leggja beint mat á það sem haft sé eftir honum í stuttri blaðagrein. Innherjaviðskipti eru siðferðisleg spurning Kjartan Broddi Bragason, lektor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, segist ekki sjá að hugmyndir Knut Sagmo myndu koma í veg fyrir inn- herjaviðskipti. „Hins vegar myndi ákveðið vopn vera fjarlægt úr hönd- um stjórnenda fyrirtækja ef þeir mega ekki sjálfir kaupa og selja hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem þeir stjóma. Stjórnendur gefa mark- aðnum ákveðin skilaboð með kaup- um sínum eða sölum. Ég get þó ekki sagt um hvort það væri endilega víst að það hlytist skaði af því þótt þessi skilaboð myndu hverfa.“ Kjartan segir að menn geti átt fyr- irtæki undir nafnleynd og því sé hægt að nýta trúnaðarupplýsingar sem liggi innan fyrirtækja á óheiðar- legan hátt, vilji menn það, hvort sem stjómendur hafí leyfi til að eiga hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem þeir stjóma eða ekki. Hann segist því eklri sjá að hugmyndir Knut Sag- mo myndu breyta miklu. Innherja- viðskipti séu fyrst og fremst siðferð- isleg spuming. Hækkandi gengi hluta- bréfa GENGI hlutabréfa hækkaði á nýjan leik í viðskiptum á Verðbréfaþingi Is- lands í gær eftir talsverða lækkun undanfarið. Úrvalsvísitalan hækkaði í gær um 1,94% og er nú 1.481 stig. Gengi bréfa SR-mjöls hækkaði mest í viðskiptum gærdagsins, eða um 15,4%, en gengi Stáltaks lækkaði mest, eða um 11,8%. Mest viðskipti vora með bréf Eimskipafélagsins, eða fyrir 19,9 milljónir króna, og hækkaði gengi bréfa félagsins um 4,7%. Alls námu viðskipti með hlutabréf 139,7 milljónum króna í gær. Við- skipti með skuldabréf námu 314 millj- ónum króna og á peningamarkaði námu viðskiptin 29 miUjónum króna. 360 milljarðar ÍUMTS Ósló. Morgunbladið. EINN af umsækjendum um UMTS- leyfi í Svíþjóð, HI3G, hyggst verja um 360 miUjörðum íslenskra króna til uppbyggingar kerfisins á næstu sex áram, samkvæmt umsókn fé- lagsins sem gerð var opinber í vik- unni. Upphæðin er mun hærri en hjá öðrum fýrirtækjum sem sækja um leyfi í Svíþjóð og t.d. hærri en sú upphæð sem allir sjö umsækjendur- nir í Noregi hyggjast verja samtals til uppbyggingar þar í landi, að því er fram kemur í Dagens næringsliv. Fyrirtækin sem standa að HI3G era sænska félagið Investor og Hutchison Whampoa frá Hong Kong, sem þáði ekki UMTS-leyfi í Þýskalandi í síðasta mánuði. TeUa, sem einnig sækir um leyfi í Svíþjóð, nefiiir um 100 milljarða króna sem lOriega upphæð til verks- ins og Deutsche Telekom ásamt Ut- fors og ABB telur að um 190 millj- arðar króna séu nærri lagi. Skrifstofa Kaupþings í Stokkhólmi opnuð SKRIFSTOFA Kaupþings hf. í Stokkhólmi var formlega opnuð síð- astUðinn fimmtudag og við það tæki- færi sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ánægð með útrás íslenskra íýrir- tækja á erlenda markaði. Hún sagði að íslenski verðbréfamarkaðurinn hefði þróast mjög fljótt og að það væri mjög ánægjulegt að sjá íslensk verðbréfafyrirtæki hasla sér völl í Skandinavíu. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði að það væri engin tilviljun að Stokkhólmur hefði orðið fyrir valinu, hann væri þungmiðja á verðbréfamarkaðinum í Skandínav- íu. Þá væri og athyglisvert hversu þróaður hátæknuðnaðurinn í Svíþjóð væri og þetta væri geiri sem Kaup- þing vildi gjarna komast inn í. Dæm- ið væri einfalt, Stokkhólmur væri staðurinn til að vera á. Mikilvægt að tengjast hinum norrænu mörkuðunum Sigurður sagði að íslenski markað- urinn væri að vísu sáraUtilI í saman- burði við hina norrænu markaðina, en það væri hins vegar ákaflega mik- ilvægt að tengjast þeim í gegnum NOREX. Það væri mjög gott fyrir ís- lenska fjárfesta að fá samanburð við þaðsem væri að gerast á hinum Norðurlöndunum. íslenski markað- urinn væri þó engu að síður mjög mikilvægur, ekki hvað síst fyrir minni markaði. Hann sagði að stefna Kauþings hefði í engu breyst hvað þetta varðaði og ekki stæði til annað en sinna heimamarkaðinum mjögvel. A skrifstofu Kaupþings í Stokk- hólmi munu starfa sjö manns og Sig- urður segir að það sé ekkert laun- ungarmál að Kaupþing stefni að því að meira af þeim tekjum sem fyrir- tækið aflar komi að utan. Jafnframt sé verið að gera Kaupþing óháðara hagsveiflum á Islandi og skjóta þann- ig sterkari stoðum undir starfsemi fýrirtækisins. Vísitölulækk- un í Banda- ríkjunum SAMKVÆMT tölum sem bandaríska atvinnumálaráð- uneytið birti í gær lækkaði vísitala neysluverðs í Banda- ríkjunum um 0,1% í ágúst. Kjarnavísitala (þ.e. vísitala neysluverðs að frádregnum sveiflukenndum orku- og mat- arliðum) reyndist 0,1% og var sú breyting minni en búist var við. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga á mælikvarða neysluverðs verið 3,4% í Bandaríkjunum. Lækkun vísi- tölu neysluverðs kom á óvart, en sérfræðingar höfðu spáð 0,2% hækkun. Hækkun kjarnavísitölunnar var hins vegar í samræmi við vænting- ar sérfræðinga. Ekki bjartsýnir á rekstrarbata REKSTUR Flugleiða er gerður að umtalsefni í Morgunkorni FBA í gær, en þar segir að frá því í febrúar hafí gengi Flugleiða lækkað um 40% og núverandi markaðsverð sé álíka hátt og bókfært eigið fé. Miðað við verð- lagningu félagsins sé ljóst að markað- saðilar séu ekki mjög bjartsýnir á rekstrarbata hjá félaginu. „Ef framlegð (hagnaður fýrir fjár- magnsliði og afskriftir/heildartekjur) af rekstri Flugleiða er borin saman við framlegð erlendra félaga virðist sem Flugleiðir eigi nokkuð í land með að ná sama árangri og keppinautam- ir. í milliuppgjöri var framlegð Flug- leiða neikvæð um 7,2% en allt árið í fýrra var þetta hlutfall 4,7% og 5,9% árið 1998. Algengt er að þetta hlutfall sé á bilinu 8%~12% hjá evrópskum flugfélögum og enn hærra hjá banda- rískum flugfélögum. Hér ber þó að hafa í huga að um mjög einfaldan mælikvarða á rekstr- arárangur er að ræða, og framlegð getur verið mjög sveiflukennd, og ber að taka samanburðinum með fýrir- vara. Þetta er þó ákveðin vísbending í þá átt að hægt sé að ná mun meira út úr rekstri Flugleiða. Að mati grein- ingar og útgáfu FBA er núverandi verð á bréfum félagsins eðlilegt ef fjárfestar trúa ekki á að rekstur fé- lagsins muni batna á næstu áram en fýrir þá fjárfesta sem trúa að rekstur Élugleiða muni færast nær því að skila álíka miklu og rekstur keppi- nautanna ættu Flugleiðir að vera áhugaverður kostur á núverandi gengi,“ segir í Morgunkomi FBA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.