Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Landbúnaðarráðherra Noregs vill binda enda á verslunarferðir Norðmanna til Svíþjóðar Komið að matvöruversl- unum að lækka verð ()sló. Morgunblaðiö. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Noregs hefur undanfarna daga gagnrýnt norskar matvöruversl- anir fyrir mikla álagningu og allt að því svik við neytendur. Hann vísaði til NILF-skýrslunnar svo- kölluðu sem nú er nýútkomin og sýnir fram á að verð á matvörum í verslunum hefur að jafnaði hækkað meira en verð frá fram- leiðendum undanfarin tuttugu ár. í skýrslu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í Noregi (Norsk institutt for landbruksokonomisk forskning (NILF)) er verðþróun á landbúnaðarvörum frá framleið- anda og frá heildsala undanfarin tuttugu ár athuguð. Fram kemur í fréttatilkynningu frá NILF að markmið rannsóknarinnar hafi verið að skrá verðþróun og leggja þannig grunn að reglulegu eftir- liti með matvöruverði. Stofnunin rannsakar ekki frekar ástæður þróunarinnar og leggur ekki mat á hverjum er um að kenna. NILF mun birta niðurstöður sínar mán- aðarlega héðan í frá. Grænmeti og ávextir hækka um 55% á áratug Ein meginniðurstaða skýrsl- unnar er að ávextir, grænmeti og innfluttar vörur hafa hækkað meira í verði en aðrar matvörur. Verðhækkun á grænmeti og ávöxtum er 55% frá árinu 1990 og er það meira en tvöföld verð- hækkun nokkurs annars vöru- flokks. Að meðaltali hafa matvör- ur hækkað um 13% í Noregi frá árinu 1995 og er það mun meira en í ESB-löndunum. Kjötvörur hafa hækkað meira í matvöruverslunum, eða í sumum tilfellum lækkað minna, en verð frá framleiðanda gefur til kynna. Þetta á sérstaklega við um nauta- og svínakjöt undanfarið ár, að því er fram kemur í skýrslunni. Landbúnaðarráðherra Noregs, Bjarne Hakon Hanssen, segir í samtali við Aftenposten að NILF-skýrslan sýni að bændur og slátrarar hafi gert sitt til að lækka verð á kjöti til neytenda og nú sé komið að matvörubúðunum. Hanssen hefur óskað eftir ná- kvæmari greiningu frá NILF og m.a. að stofnunin athugi hvort ág- óðinn fari til matvörubúðanna eða matvælaiðnaðarins. Ráðherrann leggur mikla áherslu á að Norð- menn versli í Noregi og vill binda enda á tíðar verslunarferðir þeirra til Svíþjóðar, þar sem kjöt er mun ódýrara. Verðlagseftirlit verður gert virkara, að sögn ráð- herrans, en að því er Aftenposten greinir frá mun þó ekki koma til lækkunar á virðisaukaskatti á matvælum eins og vonast hafði verið til. I staðinn mun ríkis- stjórnin grípa til þess að greiða jöfnunargjald sem mun lækka verð á kjöti, en aðeins tímabundið segir stjórnarandstaðan. Gagnrýni á ráðherrann úr ýmsum áttum Nationen ræðir við skólastjóra Norges Varehandelhoyskole, Per Gunnar Rasmussen, sem snýst til varnar fyrir gamla nemendur sína, forstjóra stærstu matvöru- verslanakeðjanna RIMI og Rema 1000. Hann segir að mikill hagn- aður norskra verslanakeðja sé ekki til kominn af sölu landbúnað- arvara, heldur fremur af sölu öls, vatns, sykurafurða, dagblaða og tímarita. Ostur er að sögn Rasm- ussen eina landbúnaðarvaran sem skilar verslununum hagnaði en þó sérstaklega innfluttur ostur. Að mati Rasmussen er lækkun á virðisaukaskatti á matvælum eina leiðin til að lækka matvöru- verð til neytenda. Hann telur einnig að verð á landbúnaðarvör- um til matvörubúðanna sé enn of hátt. I Aftenposten í gær kom fram gagnrýni næringarfræðinga á áherslu landbúnaðarráðherrans á að lækka verð á kjöti. Þeir segja Norðmenn nú þegar borða of mikið kjöt, nær væri að gera ráð- stafanir til að lækka verð á fiski og grænmeti, sem hefur hækkað mest undanfarinn áratug. Knut Inge Klepp er prófessor í næring- arfræði við Háskólann í Osló og að hans mati er ríkisstjórnin á rangri leið. „Með því að hvetja til lækkunar á kjötvörum eykst kjötneysla en neysla á fiski og grænmeti minnkar. Afleiðingin af breyttum neysluvenjum verður dýrara heilbrigðiskerfi." 11, •# *•# »•# »•# »•# »•# »•# »•# «•# *•# ••# »•# «•# »•# «•# *•# ••# *•# »•# »•# »•# »•# *•# »•» «•# __j*_____m------*-----*------*-----_*-----m------m—,---m------*------m------*------m-----m------m------m-----m s----m---:—m------m------m------m------m-----m— 0 % É»?#| 0 % 0 % 0 % 0 % 0 m »♦# 0 m 0 % I 0 % 0 % 0 % # 0 m »•# 0 % »?# 0 m 0 % »?# 0 % »♦# 0 % 0 % 0 % Heilbrigð hreyfing að Hlíðarenda sunnudaginn 17. september frá kl. 14.00 - 18.00 KHATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR Kl. 14.00-14.20 Hátíðarstund í kapellu Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði Kl. 14.30-16.00 í stóra íþróttasalnum • Börn og foreldrar spreyta sig í vítakeppni • Handbolti - Stórstjörnur VALS sýna snilldartakta • Fótbolti - Meistaraflokksmenn sýna knattleikni • Körfubolti - Pétur, hæsti íslendingurinn, sýnir l\IBA-takta Kl. 16.00-18.00 Skemmtidagskrá • Kynnirer Jakob Frímann Magnússon • Skrýtla og trúðurinn Barbara • Fjölnir og Manda syngja og skemmta • Felix og Gunnar syngja og sprella saman • Hreimur úr hljómsveitinni „Land og synir” syngur • Stefán Hilmarsson syngur og stjórnar fjöldasöng Valsmanna • Hlaupahjólakeppni - Verðlaun • Diskótek - Útvarpstöðin mono 87,7 Kl. 14.00-18.00 Efri hæð hússins • Kökuhlaðborð og heitar pizzur, kaffi og gosdrykkir • Spilað, teflt og spjallað saman • Happdrætti Kl. 14.00-18.00 Kynning f gamla íþróttasalnum Allir velkomnir! ■ Iþróttavörur ' Holl matvara • Vímulaus æska ■ Lýsi og vítamín • Hjálp í viðlögum • Heilbrigður lífstíll - Tóbaksvarnanefnd - reyklaus æska ’ Tombóla hjá yngstu iðkendum í VAL • Útivistarreglur, forvarnastarf lögreglunnar - Saga Knattspyrnufélagsins VALS og framtíð þess > Minjagripir - VALS-treyjur, sokkar, húfur, glös og tímarit > Teikningar göngusvæða í Öskjuhlíð og Nauthólsvík, í nágrenni Hlíðarenda nmr MJÓLKURSAMSALAN fþró ttir ■ark Þ 0U MJÓLKURSAMLAQ KS SAUÐÁRKRÓKI Knattspyrnufélagið Valur að Hlíðarenda, sími 551 1134 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs í4 SÝNINGAKERFI NANOQ# - * — - lifið er áskorun! SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is !*•< 1»*' * • l**1 » » 1»*' » • '*' » • * • 1**1 » • 1**1 » • 1**1 » • 1**1 » • i»*< % • i**' » • l**< » • i»*' » • *•' **' » • I**' » • l**' » • l**' » • **' i»* » • »* » • *» *•* *** *•* *•* *•* *•* *** *•* *•* *•* *•* *•* *•* *•* *•* *•* *•* *•* *•* *•* *•* *** *** *•* » •______%-M_______________»_#______k_<t_____%-M______5L-Æ_______________________%-M.______________%-X-_____%-M______Ss-a.____%-M-----%-M------%-M------%-M------%-M------%-M------%-M------%-M------%-M------%-M—
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.