Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 31 'llíl t\tl Atökin skað- legri en skilnað- urinn New York. Reuters. NÝJAR kannanir benda til þess að barnanna vegna kunni að vera betra fyrir hjón að skilja en að halda stormasamri sambúði áfram. Svo virðist sem leiðindi og átök í sambúð eða hjónabandi séu þeir þættir sem valdi börnum hinna ósamlyndu skaða en ekki skilnað- urinn sjálfur. Þessi er alltjent niðurstaða dr. Joan B. Kelly sem starfar við Kali- forníu-háskóla í San Francisco. Joan Kelly gerir grein fyrir nið- urstöðum rannsókna sinna í nýj- asta hefti Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry. Hún hefur undanfarin tíu ár unnið að rannsóknum á þeim áhrifum sem átök og ósamlyndi í sambúð/hjónabandi annars vegar og skilnaðir hins vegar hafa á börn. Niðurstaða hennar er sú að at- hyglin hafi um of beinst að nei- kvæðum áhrifum þess á börn ef foreldrar skilja. „Síðustu 30 árin hefur verið litið svo á að skilnaðurinn og það ferli sem honum tilheyrir sé helsta or- sök þess að mörg börn og ungl- Associated Press Erjur og átök milli hjóna getur valdið börnum meiri skaða en skilnaður. ingar, sem verða fyrir þeirri reynslu, sýna merki um margvís- legan hegðunar- og aðlögunar- vanda,“ segir Joan B. Kelly. Hins vegar leiði margar langtímarann- sóknir í ljós að þessi vandi barn- anna hafi í allt að helmingi tilfella komið í ljós fjórum til tólf árum áð- ur en foreldrarnir ákváðu að skilja. Börn sem tilheyra fjölskyldum þar sem átök og óánægja eru fyrir- ferðarmikil eiga, að sögn Joan Kel- ly, oft við margvíslegan félagslegan vanda að glíma. Þau gerast oft andfélagsleg og eiga erfið sam- skipti við jafnaldra og fulltrúa ut- anaðkomandi valds. Mörgum þeirra gengur ekki sem skyldi í skóla og sum þjást af þunglyndi. Rannsóknir gefa enn fremur til kynna að erjur hjóna séu sem slík- ar ekki nauðsynlega skaðlegar fyr- ir börnin. Börnin taki hins vegar að þjást þegar foreldrarnir eigi ítrek- að í ódulbúnum og áköfum erjum. Þetta eigi einkum við þegar for- eldrum tekst ekki að gera út um ágreiningsmál sín og þegar hjóna- erjur geta af sér ofbeldi. Börn sem ítrekað verði vitni að slíkum deilum geti átt í erfiðleikum með að hafa stjórn á neikvæðum tilfinningum auk þess sem þessi framganga for- eldranna sé ekki fallin til að þjálfa upp hjá börnum þeirra færni til að leysa ágreiningsmál á félagslegum grunni. Joan Kelly segir að rannsóknir síðustu tíu árin leiði í ljós að skiln- aðarbörnum vegni að lokum yfir- leitt ágætlega. Niðurstaðan sé því sú að reyni foreldrar að gera út um ágreiningsmál sín án þess að gera börnin að þátttakendum þurfi skilnaður ekki að hafa neikvæð áhrif í lífi barnsins. Og takist for- eldrum ekki að gera út um deilur sínar kunni skilnaður að vera besta lausnin. TENGLAR Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry: www.jaacap.com/ Um skilnaði: www.divorcesupport.com/ Lykillinn fundinn að alzheimer ? Associated Press PRÓTIN, sem vísindamenn hafa nýlega uppgötvað, kann að vera aðal- orsök alzheimer-sjúkdómsins. Hefúr uppgötvunin aukið vonir um að finna megi lyfjameðferð sem stöðvað get- ur þær efnabreytingar í heilanum er valda sjúkdómnum, að því er kana- díska blaðið The Globe and Mail greinir frá. Peter St. George-Hyslop, erfða- fræðingur og sameindalíffræðingur við Háskólann í Toronto í Kanada, og samstarfsmenn hans einangruðu prótínið. Kallast það nicastrin, eftir bænum Nicastro á Italíu, þar sem einhverjar fyrstu rannsóknir á alz- heimer fóru fram. Talið er að nicastrin sé nauðsynlegt fyrir þroska á fósturskeiði, en það virkar enn- fremur sem skammtari. Það tekur upp efnin er saman mynda peptíð, er veldur hörslum, tefjaflækjum og taugafrumudauða í heilanum, er ein- kenna alzheimer-sjúkdóminn, og senda þau áfram. Með því að hafa áhrif á litla ræmu á nicastrin-prótín- inu komust St. George-Hyslop og samstarfsmenn hans að því, að þeir gátu stjórnað því hversu mikið af peptíði varð til. I leit að sökudólgi Það af leiðandi hlýtur nicastrin að verða skotspónn nýrra lyfja sem gætu dregið úr eða jafnvel heft alveg framleiðslu efnanna er valda Alz- heimer, segir í frétt The Globe and Mail. „Þetta er bylting," er haft eftir Dmitry Goldgaber, sameindalfffræð- ingi og prófessor í geðlæknisfræði við Ríkisháskólann í New York í Bandaríkjunum. Hann tekur þó fram, að mörg ár muni líða áður en Því er spáð að eftir 50 ár verði um 45 milljónir manna haldnar Alzheimer-sjúkdómi. hægt verði að þróa lyf sem virka gegn sjúkdómnum. Fyrir fimm árum uppgötvaði St. George-Hyslop að tvö mismunandi stökkbreytt afbrigði af geni er nefn- ist presenilin leiða til tveggja verstu gerða Alzheimers. Alls staðar þar sem þessi afbrigði var að finna kom í Ijós mikið magn peptíðs. En vísinda- mennirnir gátu ekki skilið hvemig stökkbreyttu genin framleiddu meira af peptíðinu, eða komu í veg fyrir að heUinn losaði sig við það. „Við töldum að það hlyti að vera ann- ar sökudólgur á ferðinni, og við fór- um á stúfana að leita hans,“ sagði St. George-Hyslop. Sökudólgurinn reyndist vera fyrrgreint nicastrin- prótín. Greint er frá uppgötvun St. Geor- ge-Hyslops og samstarfsmanna hans í vísindaritinu Nature 7. september. í Bláa lóninu getur þú notið hlýrra stunda með fjölskyldunni, langtfrá daglegu amstri og áhyggjum. Böm 11 ára og yngri íá frítt í lóniÖ. Skrepptu með fjölslcylduna í Bláa lónið um helgina - hjá okkur er alltaf hlýtt. Opið alla daga vikunaar • 420 8800 • lagoon@bluelagoon.is www.bluelagoon.is ICELAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.