Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIKU JM LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 33 togari með gufuvél og hét Friederich Albert. (Hér er stuðst við Hvað gerð- ist á íslandi 1983 (1984), 321-3). Margir höfðu á orði að leitarmenn sýndu þrautseigju, djörfung og dug og ófáir hrifust með enda var beitt heillandi tækni við leit og gröft. Framkvæmdimar 1983 voru sannar- lega hið mesta ævintýri. Hitt var verra að ekki voru nægilega skýr rök fyrir því að eftir miklu væri að slægj- ast og túlkun leitarmanna á heimild- inni sem Lúðvík Kristjánsson dró fram orkar mjög tvímælis. Helgi Þorláksson prófessor í sagnfræði við HI Hvers vegna hafna konur kyn- lífi tímabundiö fyrir eða eftir blæðingar? SVAR: Upplýsingar um kynlífshegðun fólks gefa okkur ekki tilefni til að ætla að konur hafni almennt kynlífi fyrir eða eftir blæðingar. Konur eru með mismunandi þrár og langanir til kyn- lífs sem tengjast mai’gvíslegum þátt- um sem reynt verður að minnast á í þessu svari en fyrst mun ég fjalla um blæðingar og viðhorf til þeiira. Hvað varðar blæðingar almennt og tengsl þeirra við kynlíf þá var áður fyrr talið að konan væri óhrein á meðan hún hefði blæðingar. Kemur það fram í gömlum íslenkum heimildum að fólk trúði þessu svo mjög að það taldi að það gæti jafnvel eignast óheilbrigt bam ef það hefði kynmök á blæðinga- tíma. í Biblíunni, Mósebók 15 kemur fram: ,Nú hefur kona rennsli (tíðablæð- ingar) og rennslið úr holdi hennar er blóð þá skal hún vera saurug í sjö daga og hver sem snertir hana skal vera óhreinn til kvelds. Síðar segir: Og ef einhver samrekkir henni og tíðablóð hennar kemur á hann þá er hann óhreinn sjö daga, og hver sú hvfla skal óhrein vera, er hann liggur í. Ruth Westheimer (1986) kemur inn á ýmsar goðsagnir gagnvart tíða- blæðingum. Dæmi um þær eru að ef kona bakar köku fellur kakan, hár- lagning helst ekki, konan verði að liggja í í-úminu á meðan á blæðingum stendur og sá karlmaður sem hefur kynmök við konu sem er með blæð- ingar verði getulaus eða geldm- (Westheimer, 1986). Nútímaþekking segir okkur að kynlíf sé hættulaust meðan á blæð- ingum stendur. Hver einstaklingur heíui’ sínar sérstöku langanir og þrár. Það er því mjög mismunandi hvenær löngun til kynlífs vaknai’ og hvenær ekki. Rannsóknir á tengslum kyn- hormóna kvenna (östrógens og pró- gesteróns) á mismunandi tímum tíða- hringsins og kynlífsvirkni hafa sýnt fram á mismunandi niðurstöður. Sumar rannsóknii’ hafa sýnt fram á að konan hafl mesta kynlöngun í kringum egglos en aðrar rannsóknir að það eigi sér stað fyrir eða eftir blæðingar. Enn aðrar rannsóknir REUTERS Konur völdu Sean Connery sem kynþokkafyllsta karlmann í heimi. hafa gefið tilefni til að ætla að mesta kynlöngunin sé á ölium þessum tíma- bilum (sjá í Van Goozen, Wiegan, Endert, Helmond og Van de Poll, 1997). Abpianalp o.fl. (1979) fengu þær niðurstöður að kynlíf fólks hefði jafna dreifingu yfir tíðahringinn og tengdist ekki magni kynhormóna kvenna (sjá í Van Goozen, Wiegan, Endert, Helmond og Van de Poll, 1997). Nýleg vitneskja hefur rennt stoðum undir það að karlhormón (androgen) skipti líklega meira máli en kvenhoiTnónið östrogen fyrir kyn- lífsvirkni kvenna. Rannsókn Van Goozen o.fi. (1997) sýndi að magn karlhormónsins testosteróns var tengt kynlöngun og kynlífsvirkni. Það virðist vera algengara að skoða kynlífsáhuga kvenna fyrir blæðingar en eftir þær. Þær rann- sóknir byggjast á því að skoða svo- kallaða fyrirtíðaspennu (premenstru- al syndrome). Rannsókn Van Goozen o.fl. (1997) sýndi að þeim konum sem voru með fyrh’tíðaspennu fannst þær hafa mesta löngun til kynlífs á miðju tíðatímabfli en konur sem ekki höfðu einkenni fyrirtíðaspennu höfðu mesta kynlöngun fyrir blæðingar. Mháam Stoppard (1992) nefnir margar ástæður þess að kona hafi ekki áhuga á kynlífi. Það geta verið neikvæð viðhorf til kynlífs sem byggjast á uppeldislegum þáttum þar sem lögð hefur verið áhersla á það að kynlíf væri eitthvað óhreint eða dónalegt. Það getur stafað af þekkingarskorti á kynlífi sem hindr- að getur eðlilega löngun til kynlífs. Eins getur erfið kynlífsreynsla í upp- vexti valdið því að konan á erfitt með að gefa sig að kynlífi. Jafnframt hef- ur það sýnt sig við meðferð kynlífs- vandamála að það sem hamlar fólki að lifa eðlilegu kynlífi er að það hefur ekki getað rætt á eðlilegan hátt við maka/vin sinn um kynlífið. Til þess að vita nægjanlega vel hvað hinn að- ilinn vill þarf fólk að geta rætt saman um langanir, tilfmningar og það sem það vill ekki í kynlífi. Góð tjáskipti um kynlíf eru grundvallaratriði fyrir gott kynlíf. Sóley S. Bender lektor í hjúkrunarfræði við HÍ Óþægindin geta birst sem líkamleg óþægindi svo sem vöðvabólgur og bakverkir. Til að fyrirbyggja bakverk meðal staifsmanna er því nauðsyn- legt að huga vel að þáttum í vinnuum- hverfinu sem valda streitu. Ráðist að rótum vandans Til að fyi’irbyggja vinnustreitu verður að ráðast að rótum vandans sem oftast er skipulagslegs eðlis. Þar koma til atriði eins og vinnutími, tímaþröng, tflbreytingai’leysi, ein- hæfni, lítið faglegt svigrúm, skortur á umbun, litlir möguleikar á að hafa áhrif á vinnuskipulagið, einvera, eft- irlit og h'till félagslegur stuðningur. Slæmur stjómandi, stíft píramída- skipulag og lítil áhrif á framkvæmd vinnunnar getur haft slæm áhrif á heilsufar starfsmanna. Rannsókn sem danska Alþýðusambandið lét gera fyrir nokkru sýnir t.d. að starfs- menn kvarta síður undan bakverkj- um fái þeir jákvæða umbun fyrii- störf sin og sé þeim treyst til að skipuleggja vinnuna. Er þetta í sam- ræmi við niðurstöður rannsóknar undirritaðrar á nokknim starfshóp- um hér á landi. Æ fleiri gera sér grein fyrir sam- spili líkama og sálar og mikilvægi þess að litið sér heildrænt á vinnu- umhverfið. Heilsuhraustir, áhuga- samii- og hæfir starfsmenn eru for- senda fyrir velgengni fyifrtækja. Til að tryggja velferð sem flestra þurfa stjómendur að flétta heilsueflingu á vinnustað saman við stjórnunar- stefnu sína. Með því er m.a. átt við að stjómendur líti á starfsfólkið sem auðlind. Heilsuefling felur í sér vh’ka þátttöku starfsfólksins og ýtir undir áhuga og ábyrgð allra starfsmanna. Vinnuskipulag sem byggist á heilsu- eflingu tryggir jafnvægi á milli þess sem krafist er af starfsmanninum, möguleika hans til að hafa áhrif á starf sitt, fæmi til að leysa verkefnin og félagslegs stuðnings á vinnustað. Slíkt er mikilvæg forvörn - einnig gegn bakverkjum. Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur hjá Vinnueft irliti ríkislns. Andi og draumur Kristján Kristjánsson Draumurinn leikur með fjöregg hugans. DRAUMSTAFIR - Kristján Frímann HUGURINN hefur líkt og draum- urinn sérstaka aðlögunarhæfni og virðist með réttri þjálfun geta teygt sig í hvaða átt sem er líkt og teygju- band sem þenst í það óendanlega án þess að slitna. Hann „venst“ aðstæð- um og meðtekur höft gærdagsins sem opinbemn í dag en er um leið á höttunum eftir spennandi morgun- degi með ný mið og ný viðhorf. Draumurinn og andinn eru eins og teygjustökkvarar sem byrja ferilinn með að hoppa úr litlum krana á Ing- ólfstorgi en fyrr en vam’ henda þeir sér úr þotu rétt innan ystu marka lofthjúpsins. Þanþolið eykst, hugur- inn víkkar og draumurinn verður raunverulegri. I rannsóknum sínum á huga mannsins, di’aumum og geði komst austurríski sálkönnuðurinn Carl G. Jung í þann teygjuleik að eðlileg og undarleg hegðun hefðu líkan teygjukraft og því væri í sjálfu sér ei-fitt að ákveða hvað væri eðli- legt eða undai’legt innan veggja hugans. Dæmi um það mætti sjá í draumum venjulegs heflbrigðs fólks þar sem myndmunstrið væri oft áþekkt draummyndum þeirra er þjáðust af geðklofa (schizophreniu) og táknin oft undarlega lík, enda skærust leiðir þegar í dulvitundina kæmi og þar væru hugtök eins og heill eða vanhefll á geði ekki tfl um- ræðu því leikur undh’vitundarinnar með form og liti er óháður hugtök- um. Jung taldi að grunnurinn væri ávallt hefll og grunneðli þess sem schizophrenia kallast byggi í öllum mönnum og væri það sem kalla mætti fijáls hugsanatengsl dulvit- undarinnar þai’ sem leikurinn og ævintýrið spfluðu 8(0111 rulluna en það væra ytri áreiti svo sem eiturlyf, erfið æska eða þátttaka í stríði sem hleyptu henni óhindrað af stað og menn yrðu vefldr. Hann áleit því að gegnum drauma mætti skflgreina og skflja betur þennan þátt geðsins tfl að hjálpa þeim sem lentu í slíkum hremmingum aftur til fyrri hátta, eðlflegs lífs. Draumur „Iceman“ Mig dreymdi að ég vai’ að ganga á leið í Þjóðarbókhlöðuna. Og þeg- ar ég var að ganga fram hjá Þjóð- minjasafninu vora þar þrír ísbirnir inni á lóð safnsins að éta gras. Mér þótti það svo sem ekkert óeðlilegt þai’ til einn ísbjörninn réðst á mig og ég reyndi að verja mig með höndunum. Og þá vaknaði ég upp við þennan vonda draum. Ráðning Nú þegar haustar og myrkrið leggst að verður maður ósjálfrátt settlegri í fasi og beinir huganum oftai’ inn á við til sjálfs sín en með- an sólin glennti sig og hló. Þessi árstími er því kjörinn ípaflaskoðun og draumapælingar. Ágætt er að skrá hjá sér helstu atriði hvers draums en til að hressa upp á morgunminnið er gott að sefja sig til drauma: „Eg mun muna draum minn á morgun.“ Þá er að spá í táknin og tengsl þeirra við raun- veruleikann, hvernig innbyrðis tákn draumsins kalla fram teng- ingar við þann raunveraleika sem við þekkjum og gefa í skyn ákveðna merkingu. Dæmi um það er draumur þinn. Þjóðarbókhlaðan, Þjóðmiiyasafhið og ísbimirnfl’ þrír sem átu grasið mynda kjamann og saman gefa þessi tákn í skyn að draumurinn snúist um menntun og þjóðarvit- und. Þjóðarbókhlaðan er hús sem geymir visku þjóðarinnar eða menntun, Þjóðminjasafnið speglar arfinn og ísbimimir þætti í þjóðar- vitundinni sem lúta að harðræði og sjálfsbjargarviðleitni. Þegar þessi þrjú tákn eru tekin og sett saman í eitt púsl kemur fram mynd af manni (þér) sem virðist stunda háskóla- nám tengt fyrmefndum arfi en námið reynist á einhvem hátt strembið. Þessa erfiðleika má heim- færa á einhvem skort sem er fyrir hendi en þann sama skort má efa- laust efla með skoðun á þjóðarvitun- dinni (Þjóðminjasafnið - sagan) en í draumnum gekkst þú framhjá safn- inu og þar var þér meinaður að- gangur eða þú mættfl’ kuldalegu viðmóti. Samkvæmt þessum tákn- um og uppfærslu þeirra er dulvit- undin að benda þér á leið til sóknar á þeim vígstöðvum þar sem þú hef- ur búið um þig að sinni. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavlk eða á heimasíðu Draumalandsins httpv7www.dreamland.is -------------------------\ Golfmót Samfýlkingarinnar Opið golfmót Samfylkingarinnar fer fram á golfvellinum í Korpu föstudaginn 22. september. Leikfyrirkomulag: Punktakeppni. Karlar fá minnst 28 í forgjöf á gulum teigum. Konur fá minnst 36 í forgjöf á rauðum teigum. Nándarverðlaun á öllum par þrjú holum. Verðlaun fyrír lengsta drívið á tíundu. Fjöldi aukaverðlauna. Dregið úr skorkortum. 1. verðlaun: 15 þúsund kr. 2. verðlaun: 10 þúsund kr. 3. verðlaun: 5 þúsund kr. Öllum golfáhugamönnum velkomið að taka þátt. Skráning fer fram hjá Ingvari Sverrissyni í síma 899 7722 og Björgvini G. Sigurðssyni í síma 899 9518. Skráningu lýkur fimmtudaginn 21. september. Samfylkingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.