Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 43

Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 43
42 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 s PtajpmMiifeife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UNDRUN BLAIR Mótmæli víða um Evrópu vegna hækkana á eldsneyt- isverði hafa sett mark sitt á undangengnar vikur. Er dregur úr mótmælum í einu ríki blossa þau upp í öðru. Reiði neytenda beinist ekki síst að stjórnvöldum, sem eru sökuð um að hagnast á olíuverðshækkunum. Það er þó vart hægt að kenna stjórnvöldum um allt og er athyglis- vert að skoða ummæli Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á blaða- mannafundi í fyrradag, eftir að hann hafði átt fund með fulltrúum stærstu olíufélaga landsins. Gagnrýndi for- sætisráðherrann Esso, stærsta olíu- félag landsins, fyrir að hækka verðið á blýlausu bensíni um tvö pens á lítr- ann um leið og mótmlælunum tók að linna. „Ég skil ekki þessa ráðstöfun Esso. Heimsmarkaðsverðið á olíu hefur lækkað á síðustu dögum,“ sagði Blair og bætti við að fara yrði mjög ræki- lega yfir þá lærdóma sem draga má af þessu máli. Það er ekki nema von að forsætis- ráðherrann breski furði sig á því að bensínverð hækki þegar olíuverð lækkar. Islenskum neytendum kemur þetta atvik hins vegar varla spánskt fyrir sjónir. Þeir eru vanir því að bensín- verð hækki í takt við hækkanir á olíu- verði á alþjóðlegum mörkuðum. Lækkanirnar eru hins vegar lengur að koma enda býður birgðastaða olíu- félaganna yfirleitt ekki upp á slíkt. Að sama skapi er vart við því að búast að verð á nautakjöti lækki til neytenda þótt verð til bænda lækki. Það mætti að minnsta kosti halda í ljósi þess hver verðþróunin hefur verið upp á síðkastið. Sé enn haldið áfram að leita dæma í hinum íslenska veruleika mætti nefna þau áhrif er gengisþróun hefur á verðlag. Ef gengið lækkar er vöru- verðið yfirleitt fljótt að fylgja á eftir, hækki gengið hins vegar virðist verð- iag standa í stað. Nærtækt dæmi er sú mikla lækkun er orðið hefur á gengi evrunnar síð- astliðin misseri. Vissulega má eflaust finna dæmi um að sú lækkun hafi leitt til lækkunar á verði vöru sem keypt er í t.d. frönskum frönkum eða þýsk- um mörkum. í ljósi almennrar verð- lagsþróunar er þó vart hægt að halda því fram að þessi lækkun hafi al- mennt skilað sér til fyllilega til neyt- enda, hvort sem er á matvöru eða öðr- um innflutningi frá evrusvæðinu. Hvert hafa þessir fjármunir þá runnið? Líklega yrðu flestir íslenskir neyt- endur að játa, líkt og breski forsætis- ráðherrann, að þeir skilji ekki hvern- ig mál geta þróast á þennan veg. RIKISREKNAR SJONVARPSSTOÐVAR Fyrir skömmu var hér á ferð Bob Collins, útvarpsstjóri Ríkisút- varpsins á Irlandi, sem jafnframt er formaður sjónvarpsnefndar Evrópu- sambands ljósvakamiðla í ríkiseigu. í Morgunblaðinu í gær birtist sam- tal við hann og þar sagði m.a.: „Líkt og hér á landi er starfsemi ríkisútvarpsins á Irlandi fjármögn- uð með afnotagjöldum og auglýs- ingatekjum í bland og standa afnota- gjöldin undir um 24% heildarteknanna. Hver notandi greiðir um 70 írsk pund eða um 6.500 krónur íslenzkar á ári. Auglýsinga- tekjur hafa fengið vaxandi þýðingu fyrir fjáröflun stofnunarinnar und- anfarið og kostun hefur þar nokkuð rutt sér til rúms. Tekjur vegna kost- unar nema um 1,5% af heildartekj- unum. Collins segist búast við að kostun aukist eitthvað en ekki að ráði enda gæti andstöðu frá áhorfendum við kostaða þætti og samblöndun auglýsinga og dagskrárefnis.“ Þegar Ríkisútvarpið hóf sjón- varpsrekstur fyrir um þremur og hálfum áratug þótti sjálfsagt, að það seldi auglýsingar, þótt dæmi væru um að ríkisreknar sjónvarpsstöðvar væru án auglýsinga í nærliggjandi löndum. Ein af ástæðunum fyrir því, að þetta þótti sjálfsagt var sú, að engin önnur sjónvarpsstöð var starf- rækt hér á þeim tíma. Ef svo hefði verið má gera ráð fyrir, að töluverð- ar umræður hefðu orðið um það, hvort eðlilegt væri að ríkisrekin sjónvarpsstöð, sem hefði tekjur af afnotagjöldum, sem landsmönnum væri skylt að greiða, færi í sam- keppni við einkareknar sjónvarps- stöðvar um auglýsingar. Ríkisútvarpið-sjónvarp hefur um nokkurt skeið haft tekjur af kostun á mjög takmörkuðu sviði. Nú er ljóst, að stofnunin stefnir að því að auka umsvif sín á þessu sviði. Er það eðli- legt? Hér eru reknar tvær sjónvarps- stöðvar í einkaeigu. Er eðlilegt og sanngjarnt að ríkisrekið sjónvarp efni til aukinnar samkeppni frá því sem verið hefur við einkareknu stöðvarnar um kostun? Þetta er afar hæpin ráðstöfun hjá Ríkisútvarpinu-sjónvarpi, svo að ekki sé meira sagt, sem mun áreið- anlega vekja spurningar um framtíð ríkisrekinnar sjónvarpsstarfsemi. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að íslenzka ríkið eigi ekki að reka afþreyingarútvarpsstöð í samkeppni við einkareknar út- varpsstöðvar. Hins vegar sé ljóst, að hið hefðbundna útvarp standi svo djúpum rótum í samfélagi okkar, að við þeirri starfsemi eigi ekki að hrófla. Með sömu rökum má spyrja hversu lengi eigi að starfrækja ríkissjónvarp, sem að verulegu leyti er afþreyingarsjónvarp, í samkeppni við aðrar sjónvarpsstöðvar í einka- eigu. Það er hægt að færa rök fyrir ríkisreknu sjónvarpi með úrvalsefni en það verður stöðugt erfiðara að rökstyðja rekstur afþreyingarsjón- varps í eigu ríkisins. Þegar við bætist að að hið ríkis- rekna afþreyingarsjónvarp tekur upp samkeppni á nýju sviði við einkareknu stöðvarnar má spyrja hvort mælirinn sé ekki fullur. Skýrsla um kostnað Landspítala - háskólasjúkrahúss við slysaölduna í sumar Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með slasaðan mann á sjúkrahús eftir umferðarslys í slysahrinunni í ágústmánuði. Morgunblaðið/Sverrir Beinn kostnaðar- auki 39,6 milljónir * A síðasta árí fjölgaði komum á slysa- og bráðamóttökur Land- spítalans um 12,5% þrátt fyrir að íbúum á höfuðborgarsvæðirm fjölgaði einungis um 2%. Þeim sem lagðir voru inn á spítalann eft- ir að hafa slasast 1 umferðarslysum fjölgaði um 31%. Egill Ólafs- son skoðaði nýja skýrslu um kostnað við slys á spítalanum. Slysa- og bráðaþjónusta Landspítala - háskólassjúkrahúss Komur 1997-2000 49.500 45.881 Q í! 1997 1998 1999 2000 Komur 1998 og 1999, hlutfall slasaðra 45.881 Innlagnir v. umferðar- slysa 1998-2000 40.414 67,6% - - Bráðveikt 65,9% Slasað 1998 1999 1998 1999 2000 SJÚKLINGUM sem leitað hafa á bráðadeildir Land- spítala - háskólasjúkra- húss hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði. Heimsóknum á bráðamóttökuna við Hringbraut hefur fjölgað um 13% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Heimsóknum á slysa- og bráðamótökuna í Fossvogi fjölgaði um 8% á sama tímabili. Það stefnir í að 270 sjúklingar þurfi á þessu ári að leggjast til aðhlynning- ar inn á spítalann eftir umferðar- slys, en 193 lögðust inn á spítalann eftir umferðarslys ái'ið 1998 og 234 árið 1999. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð sem tekin hefur verið saman á Landspítala um afleiðingar öldu alvarlegra slysa á rekstur og fjárhag spítalans. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra óskaði eftir að skýrslan yrði tekin saman eftir að mörg alvarleg slys urðu hér á landi í sumar. Fjallað var um mál- ið í ríkisstjóm og sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið að rætt hefði verið um að sá aukakostnaður sem féll á spítalann af þessum sök- um yrði bættur úr ríkissjóði. Form- lega hefði þó ekki verið frá því gengið, en málið yrði rætt á næsta fundi ríkisstjómarinnar. Ingibjörg sagði að skýrslan stað- festi að mikið álag hefði verið á slysa- og bráðadeildum spítalans í sumar. Þessi tíðu slys hefðu reynt mikið á starfsemina og eðlilegt væri að stjórnvöld tækju mið af því. Hún sagði að aðstaða slysadeildar í Foss- vogi væri ekki nægilega góð og mik- il þörf væri á að færa hana í nútíma- legra horf. Landspítalinn hefði þegar hafið undirbúning að því að gera þar nauðsynlegar úrbætur. f skýrslunni er tíunduð aukin starfsemi á slysa- og bráðamóttök- um, gjörgæslu og bráðadeildum spítalans, sem að hluta er skýrð með fjölgun slysa. 13% fjölgnn á fyrri hluta ársins á móttöku við Hringbraut í skýrslunni kemur fram að heim- sóknum á bráðamóttökuna við Hringbraut fjölgaði um 9,7% frá 1998 til 1999 og 13% fyrstu sex mán- uði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls leituðu 15.443 aðhlynn- ingar á deildinni árið 1999. Heimsóknum á slysa- og bráða- móttökuna í Fossvogi fjölgaði um 13,5% frá 1998 til 1999 og um 8% fyrstu 6 mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls voru heim- sólmir 45.881 árið 1999. í skýrslunni kemur fram að út- köll vegna hópslysaviðbúnaðar voru fleiri á þessu ári en menn minnast að verið hafi nokkru sinni fyrr á heilu ári eða fjögur talsins. Tölur Landspítalans sýna að slys- um fjölgar stöðugt og þau eru líka alvarlegri en áður. Þetta hefur leitt til þess að starfsemi slysa- og bráða- þjónustu spítalans hefur aukist að sama skapi á þeim bráðadeildum sem að koma. Athygli vekur að um- ferðarslysum fjölgar mjög mikið. Slösuðum sem komu til aðhlynn- ingar á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi fjölgaði um 10,6% frá 1998 til 1999. Horfur eru á að þeim fjölgi enn á þessu ári en endanlegar tölur um það liggja ekki fyrir. 31% aukning vegna umferðarslysa milli ára Fólki sem naut aðhlynningar á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi eftir umferðarslys fjölgaði um 31% frá 1998 til 1999 eða úr 2.432 í 3.186. Þeim sem slasast í umferðinni er enn að fjölga. Á fyrstu sjö mánuðum ársins eru skráð 1.731 tUfelli og mið- að við þessar tölur eru horfur á að þeir sem njóta aðhlynningar deild- arinnar verði um 3.400 á öllu árinu. Árið 1998 þurfti að leggja 7,9% slasaðra í umferðarslysum inn á spítalann til frekari meðferðar en 7,3% árið 1999. Þetta hlutfall er 8,2% eftir fyrstu sjö mánuði ársins 2000. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa 142 sjúklingar verið lagðir inn á spítalann til aðhlynningar eftir um- ferðarslys og miðað við óbreytta þróun stefnir í að 270 verði lagðir inn af þessum sökum á árinu öllu. 234 voru lagðir inn eftir umferðar- slys í íyrra og 193 árið 1998. Að mati skýrsluhöfunda staðfestir þetta að slys eru stöðugt að verða alvarlegri og krefjast meiri umönnunar. Legudagar þeirra sem slasast fjölgaði um 35,8% frá 1998 til 1999. Fleiri sjúklingar en áður þurfa að vera í öndunarvél. Sjúklingadagar í öndunarvél í Fossvogi voru 26% fleiri fyrstu sjö mánuði ársins 2000 en sömu mánuði í fyrra. I júní til ágúst 1998 þurftu tveir sjúklingar að vera í öndunarvél eftir slys, fjórir sömu mánuði í fyrra en 19 á sama tímabili í sumar. „Sjúklingur í öndunarvél krefst aukins mannafla og umönnunar en auk þess eykst lyfjakostnaður til muna. í heild voru 232 sjúklinga- dagar slasaðra á gjörgæsludeildinni í Fossvogi í júní, júlí og ágúst. Síðan um áramót hafa bráðaaðgerðir ver- ið hlutfallslega fleiri í Fossvogi en sama tímabil í fyrra og þær tekið lengri tima. Aðgerðirnar hafa því að jafnaði verið flóknari og umfangs- meiri á þessu ári. Fresta hefur þurft krabbameins- aðgerðum að undanförnu vegna mikils álags og þrengsla á gjör- gæsludeild af völdum slysa. Krabbameinssjúklingar eru oftast viðkvæmir gagnvart svæfingu, skurðaðgerðum og slíku. Því er nauðsynlegt að þeir séu í gjörgæslu fyrstu klukkustundir eða sólar- hringa eftir aðgerð. Þegar gjör- gæsludeild yfiríyllist, sbr. slysaöldu undanfarið, verður að fresta að- gerðum þótt nauðsynlegar séu, þar til hægt er að tryggja gjörgæslu,“ segir í skýrslunni. Mun meiri aukning en sem nemur fjölgun landsmanna í skýrslunni er vakin athygli á að bráðveikir sjúklingar virðast í stór- auknum mæli sækja þjónustu á bráðamóttökur Landspítalans við Hringbraut og í Fossvogi. Þeim fjölgaði um 19,6% í Fossvogi og um 9,7% við Hringbraut frá 1998 til 1999. I skýrslunni er reynt að leggja mat á kostnað Landspítalans við þá slysaöldu sem riðið hefur yfir í sum- ar. Það er gert með því að draga saman útlagðan kostnað, þ.e. útköll á aukavaktir, innlagnir á gjörgæslu- deildir og legudeildir, auk annars kostnaðar, s.s. við hjúkrunarvörur, flutninga og fleira. Niðurstaðan er að beinn kostnaðarauki spítalans vegna slysaöldu fyrstu átta mánuði ársins sé um 39,6 milljónir króna. Þá er ekki talinn með kostnaður vegna endurhæfingar sem fellur að hluta á spítalann. Skipting kostnað- ar er með þeim hætti að 11,8 millj- ónir eru vegna slysadeilda, 12,1 mil- Ijón vegna gjörgæsludeilda og 15,7 milljónir vegna legudeilda. Skýrslan hefur verið send heil- brigðisráðuneytinu og fer spítalinn fram á að stjórnvöld fallist á að bæta spítalanum 39,6 milljón króna kostnað af völdum slysa á þessu ári þannig að önnur starfsemi þurfi ekld að líða íyrir. í öðru lagi er óskað eftir að hið fyrsta verði hugað að aðstöðu spítal- ans til þess að veita slösuðum fyrstu aðhlynningu. Bent er á að spítalinn þurfi stuðning við þetta sem gæti falist í undii’búningi og fyrstu að- gerðum í haust og vetur. Ennfremur er óskað eftir að stjómvöld láti athuga sérstaklega hverju sæti mikil aukning á starf- semi á slysa- og bráðamóttökum spítalans og hvemig verði best bragðist við. Vakin er athygli á að landsmönnum hafi fjölgað um 1% á ári og fjölgun á höfuðborgarsvæð- inu sé um 2%. Komur á slysa- og bráðamóttökur Landspítala hafi hins vegar aukist um 12,5% frá 1998 til 1999. „Haldi sú þróun áfram og verði aðgangur að bráðaþjónustu spítal- ans jafnóheftur og nú verður nauð- synlegt að endurskoða áherslur í öllu starfi spítalans," segir í skýrsl- unni. Ekki eðlileg aukning Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, sagði að það væri augljóst að þessi mikla aukning á bráðadeildum spítalans væri ekki eðlileg. Það væri full þörf á að skoða það sérstaklega. Hann sagði að menn hefðu velt fyrir sér skýring- um á þessari þróun, en kvaðst á þessu stigi ekki vilja fara út í þær. „Þegar bráðaþjónustan vex svona mikið þá sogar hún mannafla og fjármuni frá annarri starfsemi spítalans. Áhrifanna gætir þess vegna um spítalann allan. Bráða- þjónustan er forgangsverkefni sem leiðir til þess að annað verður að víkja. Við það bætist að þegar aukn- ingin verður svona mikil verður ekki hjá því litið að aðstaðan til að veita þessa þjónustu er ekki nægi- lega góð,“ sagði Magnús. Magnús sagði nauðsynlegt að hafa í huga að komur á slysadeildir spítalans væra um 55.000 á ári. Um- fang þjónustunnar væri því gríðar- lega mikið. Dagbókarblöð SPANN Varirnar á stóru andliti og her- bergið heitir eftir May West Þegar við sátum utan við Dali-safnið fór ég að hugsa um það enn einu sinni, að lffið og tilveran era ráð- gáta. Tvær dúfur, önnur stærri en hin, vöppuðu um torgið og hin stærri elti þá minni á röndum, sneri sér stundum í hringi, hneigði höfuð og gerði sig líklega. En kerlingin lét sér fátt um finnast, viðraði sig og spókaði í sólinni rétt eins og við. Ég var farinn að vorkenna karranum og hann hefur áreiðanlega verið farinn að hugsa hið sama og ég, að lífið sé ráð- gáta. Dali sagði að list hans legði gátur fyrir fólk. Og allt er þetta safn ein alls- herjar ráðgáta. Efst er kúluhús a la Fuller, byggt upp á þríhymingum, að sjálfsögðu, en hugsunin er ekki sótt í kenningar Full- ers, heldur er fyrirmyndin fíngert netið í auga skor- dýrs. Dali sækir fyrirmyndir sínar annað en við, venju- legt fólk. Og hvert þá? Inní hugarheim sjálfs sín, auð- vitað; þessa súrrealísku drauma- veröld sem á rætur í rotnandi heilabúi hans þama í grafhýsinu. Listasafnið er veröld út af fyrir sig. Það er sérhannað fyrir list Dalis þótt grandvöllurinn sé gamalt leikhús sem eyðilagðist í borgarastyrjöldinni. Dali hann- aði húsið sjálfur, kom öllu fyrir eins og hann vildi og þannig tókst honum að búa til allskyns hönn- unarverk inni í húsinu, sumt svo skrýtið að minnir helzt á hallir Lúðvíks Bæjarakonungs sem var hjálparhellaWagners ográðgáta út af fyrir sig. Annað úr veröld barnsins. Þarna er t.a.m. rauður sófi en þegar nánar er að gætt og skoðað í gegnum stækkunargler á sjónauka þar efra, era þetta varimar á stóra andliti og her- bergið heitir eftir May West sem var með hvítt gervihár og kyn- bombuvarir, ef marka má Dali. Nú stendur listasafnið fullbúið með rauða útveggi og gult skraut sem minnir að sjálfsögðu á krúsi- dúllur meistara síns. I garðinum er regnbíll, auðvitað kádiljákur, einnig bátur á dekkjasúlu og maður sér þetta allt í æ nýju ljósi eftir því sem ofar dregur í hús- inu, því að útsýnið úr hverjum glugga er listaverk út af fyrir sig. Þrátt fyrir snemmboma yfir- burði og yndislegar litlar myndir sem Dali málaði kornungur þurfti hann að fikra sig áfram að súrrealísku markmiði sínu, þ.e.a.s. að innsta kjarnanum í sjálfum sér. Ég sé engan Max Érnst á næstu grösum, fremur Pissarró á stórri mynd, Matisse að sjálfsögðu, en Dali glímir við dansmynd hans fræga rétt eins og Picasso á fyrra hluta ævi sinn- ar. Og báðir dást þeir að átrúnað- argoðinu Velazques öðrum frem- ur, einkum málverki hans af konungsfjölskyldunni þar sem listamaðurinn sjálfur er ein af persónum myndarinnar. Á einu málverkanna sést Dali sjálfur í spegli þar sem hann er að mála Gölu, konu sína og lífsförunaut, en hún er helzta fyrirmyndin í fjölda verka. Ef við tökum biblíusögulega (þ.e. smekklausa) líkingu og segj- um að hænan sé lífið sjálft, getum við sagt að unginn í einu egginu hafi verið Salvador Dali; og á * MONTSERRAT er klettafjall sem rís úr grón- um dölum norður af Barcelona. í efstu hlíð- um þessa fjalls er Montserrat-klaustrið. listasafninu sjáum við hvemig hann brýtur skumina hægt og sígandi; þessi frelsari mynd- listarinnar, þegar allt stefndi í kúbisma og flatarmál. Það er þessi veröld sem varðveitt er í safninu, bæði í málverkum, teikn- ingum, skúlptúr og skartgripum sem ég kann sizt að meta. Það var í þessa veröld sem Flóki sótti silfurþráðinn í list sína, þar á einn þáttur Errós rætur og svo nátt- úralega popplistin eins og hún leggur sig, framhaldið af Dali og Híeronymusi Bosch, trúarmálar- anum mikla sem var einskonar poppskelfir á miðöldum, samt tal- inn til meistaranna. 15. maí, mánudagur Montserrat er klettafjall sem rís úr grónum dölunum norður af Barcelona. Hamrar þess eins og myndhöggvari hafi slétt þá og hoggið og hægt að lesa margs- konar myndir úr þessu veðraða listaverki náttúrannar. Fjallið glæfralega bratt. Og þegar upp er komið blasa dalirnir við í öllum áttum, trén hætta að vera tré og breytast í græn pensilför sem þessi sami listamaður hefur leikið sér að gegnum ár og aldir. Montserrat er vinsælt af fjallgöngumönnum sem æfa sig í snarbröttum hlíðum og ógnleg- um hömrum, þverhníptum lang- leiðina niður á láglendi. Nú hefur malbikaður vegur verið lagður upp fjallið og er hin mesta lista- smíð, því að úr fjarlægð að sjá dettur engum í hug að hægt sé að leggja slíkan veg til himins. En það hefur verið gert og ástæðan er einföld. I efstu hlíðum þessa foldgnáa fjalls og fast að þessum miklu björgum var á öldum áður reist klaustur því að Benedikts- múnkamir sem stofnuðu klaustr- ið á 9. öld leituðu þangað undan ágangi veraldarinnar að tigna guð eins nálægt ríki hans og unnt var. Þá höfðu kristnir menn ný- rekið mára af höndum sér og ástæða til að taka sig saman í andlitinu og endumýja kirkju í rústum. Þá komu til sögunnar kraftaverk hinnar heilögu, svörtu guðsmóður, en mynd hennar blasir yfir altarinu og þykir hin mesta gersemi. Það er með ólíkmdum að múnkamir skyldu hafa haft bolmagn til að reisa klaust- ur í svo miklum hæðum og raunar kraftaverk hversu haglega öllu er fyrir komið þama í fjallinu. Það hefur áreiðanlega verið erfitt um aðföng fyrr á tímum og þótt margir pílagrímar hafi komið við í Montserrat má fullyrða að þangað fór eng- inn ellihrumur, hjartveikur eða haldinn öðram kvillum, þvílík raun sem það hefur verið að komast að efstu klettunum. Nú liggur þang- að vegur í þúsund beygjum og bugðum og snarbratt hyldýpið fyrir neðan og því ógnlegra sem ofar dregur. Þennan veg fóram við í dag og á leiðinni upp fann ég til lofthræðslu, en var góður á niðurleið. Þá hafði ég vanizt lofthæðinni við klaustrið og því ægifagra útsýni sem þar blasir við í öllum áttum. Þar stendur klaustrið og hallar sér að kirkjunni sem er einhver sú tilkomumesta sem ég hef séð og era þær þó orðnar æðimargar. En á þessum stað hefur trúarleg auðmýkt meiri áhrif en víðast hvar annars, svo mikið sem múnkar og kristið fólk hefur lagt á sig til að Iofa guð við þessar erfiðu aðstæður. Benedikts-múnkamir tóku al- farið við staðnum á 11. öld og voru þekktir að því að boða þann sannleika meistara síns, sem kallaður hefur verið Faðir Evrópu, að betra sé að stjóma með elskusemi en ógnarvaldi. Samt hefur klaustrið einatt orðið fyrir barðinu á ógnarvaldi - og þá einkum í styrjöldum, en verst varð það þó úti, þegar hersveitir Napóleons lögðu staðinn nánast í rúst að fyrirskipan þessa kors- íska villimanns sem fór eyðandi eldi eða eins og engisprettuplága alls staðar þar sem spor hans lágu í löndum annars fólks. En ekki skil ég hvaða erindi þessar hersveitir áttu þama upp á fjallið og við þær erfiðu aðstæð- ur sem raun ber vitni. En maðurinn kann allar tiltæk- ar djöfullegar kúnstir, ef hann ætlar að eyða og drepa, á sama hátt og hann getur framkallað kraftaverk, ef því er að skipta. Montserrat-klaustrið er ekk- ert minna en kraftaverk. Það á að sjálfsögðu rætur að rekja til Mar- íu guðsmóður, verndara Katalón- íu. Hún er þekkt um víða veröld sem slík og tignuð sem hin hei- laga guðsmóðir kraftaverkanna; fór með Kólumbusi vestur um haf og er víða þekkt þar um slóðir. Og þá ekki síður í Evrópu þar sem átrúnaður á hana hefur bor- izt víða um lönd. Og þá er heilagur Benedikt ekki síður í miklum metum víða og klaustur hans mikils metin fyrir góðvild og hlýju. Þar ríkir ofar hverri kröfu að stjómað skuli með kærleika, en ekki valdi. Það er til marks um álit Mont- serrat að Karl V og Filippus II af Spáni dóu báðir við Ijós af kertum sem steypt vora í Montserrat- klaustri. Þá kom Jóhannes páfi 23. í heimsókn þangað, meðan hann stjómaði heimsveldi kaþ- ólsku kirkjunnar, og vonandi var hann ekki í sömu inniskónum og þegar við hittum hann í Vatikan- inu sællar minningar. M. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.