Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 49

Morgunblaðið - 16.09.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 49 VEIÐIGJALD: ÞRJAR LEIÐIR TIL LAUSNAR Þorvaldur Gylfason ÞAÐ virðist nú æ líklegi'a, að nú- verandi fiskveiðistjórnarkerfi með ókeypis afhendingu aflaheimilda muni senn þurfa að vflq'a fyrir veiðigjaldi í einhverri mynd. Þetta hefur verið fyrirsjáan- legt um margra ára skeið af þeirri einfóldu ástæðu, að rökin fyrir veiðigjaldi eru svo sterk, bæði hag- kvæmnisrökin og rétt- lætisrökin, að þau hlutu að sigra á endan- um. Öll dagblöðin í landinu mæla fyrir veiðigjaldi, allar helztu alþjóðastofnanir, sem fjalla um íslenzk efna- hagsmál, mæla með gjaldi, meiri hluti al- mennings vill gjald samkvæmt skoð- anakönnunum, og þannig áfram. Hæstiréttur úrskurðaði einróma í desember 1998, að núverandi skipan fiskveiðistjórnarinnar bryti gegn jafnréttisákvæðum stjórnarskrár- innar, en dró að vísu í land nokkru síðar í öðru samhengi. Erfitt er að sjá að síðari dómuiinn dragi úr gildi hins fyrra. Næststærsti stjórnmála- flokkur landsins heimtar gjald, og þriðji stærsti flokkurinn virðist nú vera til viðtals um breytta skipan. Eftir standa stærsti flokkurinn, sem hafnar veiðigjaldi gegn vilja meiri hluta flokksmanna, og hinn minnsti, ásamt hagsmunasamtökum útvegs- manna og áhangendum þeiira. Talsmenn óbreytts ástands munu væntanlega halda því fram að jieir neyðist til að fallast á veiðigjald til að halda frið um fiskveiðistjórnina. Þeir munu með öðrum orðum neita að fallast á rökin fyrir kostum veiði- gjalds umfram óbreytta skipan. Og þeir munu áreiðanlega reyna allt, sem í þeirra valdi stendur, til að fá löggjafarvaldið til að hafa gjaldið sem lægst og láta það koma til inn- heimtu á sem lengstum tíma, svo að það breyti sem minnstu og geri sem minnst gagn. Þessi hætta steðjar iðulega að efnahagsumbótum, sem hrófla við sérhagsmunum til að efla almannahag. Almenningur á ævin- lega í vök að verjast í samfélagi, þar sem ennþá eimir eftir af gamalgrónu sérhagsmunaveldi og meðfylgjandi úthlutunaráráttu stjórnvalda í stað heilbrigðs markaðsbúskapar. Eigi að síður hefur mikið áunnizt undangengin ár. Markaðsbúskapur ryður sér til rúms á æ fleiri sviðum og þrengir svigním stjórnvalda til að deila og drottna, enda er einmitt þetta eitt helzta markmið markaðs- búskapar: að dreifa valdi frá stjórn- völdum til almennings. í þessu felst þó ekki, að hlutverk stjórnvalda í vel- ferðar- og félagsmálum þurfi að minnka, heldur hitt, að hlutverki þeirra í efnahagslífinu sé sniðinn stakkur eftir vexti. Valkostirnir, sem Alþingi stendur frammi fyi'ir í fiskveiðimálum, eru þrír. Þessum þrem leiðum fylgja bæði kostir og gallar, sem vega þarf og meta. Gjaldheimtuleiðin Það er að sumu leyti einfaldast að leggja fast gjald á afla við löndun. Þetta er meira að segja hægt án kvótakerfis. Fiskveiðar væru þá gefnar frjálsar, en þeim væri stýrt með gjaldi á þann veg, að ekki væri meira veitt en fiskstofnarnir eru taldir þola til langframa. Þannig kæmi leyfilegur hámarksaíli á land, og gjaldið rynni annaðhvort í rfltís- sjóð eða til sveitarfélaga eftir ákveðnum reglum eða þá í sérstakan sjóð, sem væri haldið utan seilingar stjórnmálamanna, svo sem gert er við norska olíusjóðinn, en hann er geymdur í erlendum verðbréfum. Einnig kæmi til greina að marka sjóðinn sérstökum verkefnum, svo sem lækkun skatta eða uppbyggingu í mennta- málum. Gj aldheimtuleiðina er einnig hægt að fara innan ramma núverandi kvótakerfis. Þá væri heildarkvóti ákveðinn eins og nú er gert og hann boðinn til sölu á fostu verði eða breyti- legu eftir atvikum. Hægt væri að hygla smábátum eða byggð- arlögum með verðmis- munun, ef menn vfldu fara þá leið, t.d. með því að selja smábátaútgerð- um veiðiheimildir á lægra verði en stórum útvegsfyrir- tækjum. Þó þyrfti að varast að ganga of langt í þá átt til að draga ekki um of úr hagkvæmni gjaldheimtunnar. Upphæð gjaldsins mætti haga eftir því, hversu mikinn hluta fiskveiði- rentunnar menn kysu að láta renna beint til almennings. Fiskveiðirent- an endurspeglar það hagræði, sem hlýzt af því að draga leyfilegan hám- arksafla úr sjó með sem minnstum tilkostnaði. Til viðmiðunar má nefna, að um 80% olíurentunnar í Noregi hafa runnið til almennings undan- gengin ár í gegnum skatta og skyld- ur, þ.m.t. tekjur af olíuvinnsluleyf- um, en afgangurinn hefur verið skilinn eftir í olíugeiranum. Leiðirnar þrjár, sem hér hafa verið raktar, eru allar færar, segir Þorvaldur Gylfason. Þær hafa allar bæði kosti og galla. Enn annar kostur beinnar gjald- heimtu án kvóta er sá, að henni fylgir enginn hvati til brottkasts: það borg- ar sig allajafna fyrir fískimenn að koma með allan veiddan afla að landi. Hugsanlegur galli gjald- heimtuleiðarinnar er sá, að stjórn- völd sæjust ekki fyrir, hefðu gjaldið of hátt og hömluðu heilbrigðri út- gerð með því móti, en þvflík mistök geta varla talizt líkleg. Hitt virðist líklegra, að gjaldið yrði haft of lágt af rótgróinni tillitssemi við útvegs- menn og gæti því ekki komið að fullu gagni. Annar galli er sá, að það er ekki hlaupið að því að ákveða gjaldið þannig, að nákvæmlega réttur afli komi á land. Of lágu gjaldi fylgdi of- veiði, og of háu gjaldi fylgdi vannýt- ing fiskimiðanna. Til langs tíma litið ætti þó að vera hægt að haga gjald- heimtunni þannig, að veiðin væri í þokkalegu samræmi við vöxt og við- gang fiskstofnanna. Uppboðsleiðin Það getur einnig verið einfalt í framkvæmd að setja leyfilegan heildarafla innan núverandi kvóta- kerfis á uppboð. Þetta er góð leið til þess að láta fiskveiðirentuna renna óskipta til almennings, ef menn vilja. Ráðstöfun uppboðsteknanna mætti haga með sama hætti og lýst var að ofan. Þessi leið hefur einnig þann kost eins og gjaldheimtuleiðin, að hægt er að hanna uppboð kvótans þannig, að komið sé til móts við sér- stakir óskir t.d. smábátaútgerða og byggðarlaga, ef menn vilja. Jón Steinsson hagfræðingur lýsir þessu vandlega í ritgerð, sem birtast mun fljótlega í Fjármálatíðindum. Uppboðsleiðin hefur þann kost, að verðlagning kvótans ræðst á frjáls- um markaði: útgerðirnar greiða ekki meira fyi’ir kvótann en þær treysta sér til. Hættan á því, að gjaldið gæti reynzt of hátt eða of lágt, væri þá úr sögunni. Uppboð dregur þó ekki úr hvatanum til brottkasts, sem fylgir ævinlega föstum kvóta, af því að menn vilja eðlilega fylla kvótann sinn með sem verðmætustum fiski og freistast þá til að fleygja undir- málsfiski fyrir borð, þótt það varði við lög. Þó er e.t.v. hægt að hugsa sér að hanna uppboð þannig, að lægra uppboðsverð kæmi fyrir smáfisk til að draga úr brottkasti. Þetta þarfn- ast skoðunar. Valið milli gjaldheimtu og upp- boðs fer því að nokkru leyti eftir því, hversu mikilvægt menn telja (a) að útgerðin fái að halda einhverjum hluta fiskveiðh-entunnar eftir hjá sér og (b) að spornað sé gegn brottkasti. Leggi menn mikið upp úr þessu tvennu, ættu menn heldur að hneigj- ast að gjaldheimtu en uppboði. Vilji menn á hinn bóginn, að útgerðin greiði fullt gjald og þiggi ekki óbein- an ríkisstyrk gegnum of lágt gjald (þ.e. lægra gjald en útgerðin myndi greiða fyrir kvótann á uppboðsmark- aði), og telji menn brottkast óveru- legt vandamál, þá ættu menn heldur að hallast að uppboði en gjald- heimtu. Afhendingarleiðin Þriðja leiðin er runnin undan rifj- um þeirra, sem óttast, að almanna- valdinu sé ekki treystandi til að fara vel með veiðigjaldstekjurnar. Þeir stinga því upp á því, að sérhverjum íslendingi sé afhent hlutdeild hans í kvótanum, og hver og einn geti síðan ráðstafað hlutdeild sinni að vild. Þessi leið er farin í Alaska, þar sem hverjum íbúa er send ávísun á hlut- deild hans í olíurentunni á hverju ári (greiðslan nemur nú um 1.500 dollur- um, eða 120.000 krónum, á mann á ári). Þetta fyrirkomulag er einnig þekkt t.d. í Austur-Evrópu, þar sem ríkisfyrirtæki hafa verið seld í einka- eign með áþekkum hætti. Einn kost- urinn við þessa leið er sá, að rflds- valdið kemst ekki í veiðigjaldstekj- urnar nema þá e.t.v. óbeint með skattlagningu sölutekna af hlutdeild- arskírteinum. Einmitt þetta er þó galli í augum þeirra, sem vilja nota veiðigjalds- tekjurnar til að leysa brýn vandamál í ríkisbúskapnum, t.d. á sviði menntamála og heilbrigðismála eða til að lækka skatta, enda er auðlinda- gjaldheimta hagkvæmasta tekjuöfl- unaraðferð, sem almannavaldið á kost á. Væri afhendingarleiðin farin, væri t.a.m. lítil von til þess, að ein- hver umtalsverður hluti fiskveiði- rentunnar væri notaður til að létta skattbyrði almennings. Reyndar myndi skattgreiðslugeta heimilanna aukast, og þá myndi almannavaldið a o 1S e.t.v. freistast til þess að hækka skatta til samræmis. Væri afhendingarleiðin farin, þá væri jafnframt lítil von til þess, að einhver umtalsverður hluti fiskirent- unnar rynni til menntakerfisins, svo lengi sem svigrúm almennings tfl að kaupa sér menntun er takmarkað eins og nú er. Væri menntun mark- aðsvara í meiri mæli en hún er nú, myndu mörg heimili þó nær áreiðan- lega nýta hlutdeild sína í fiskveiði- arðinum meðal annars til að kaupa sér meiri og betri menntun, enda virðast margir foreldrar uggandi um hag barna og unglinga í skólakerfinu vegna lélegra launakjara kennara. Þessum tengslum er lýst nánar í bók minni Viðskiptin efla alla dáð (1999). Til þess að afhendingarleiðin gæti borið fullan árangur, þyrfti veiði- gjald í gegnum afhendingu hlut- deildarskírteina því helzt að haldast í hendur við gagngera uppstokkun menntakerfisins og einnig heflbrigð- iskerfisins tO að gi'eiða fyi'ir hag- kvæmri ráðstöfun rentunnar. Það er að sönnu hægt að færa sterk rök að nauðsyn slíkrar uppstokkunar, en það er þó varla vænlegt til árangurs í tæka tíð að spyrða saman svo rót- tækar skipulagsbreytingar í ólíkum málum. Af þessum sökum er afhend- ingarleiðin að minni hyggju sízt fall- in til árangurs af þeim þrem leiðum, sem hér hefur verið lýst. Niðurstaða Leiðirnar þijár, sem hér hafa ver- ið raktar, eru allar færar. Þær hafa allar bæði kosti og galla. Það er því _ eðlilegt, að menn greini á um það, hver þeirra sé vænlegust. Hyggileg lausn á vandanum gæti falizt í að blanda leiðunum saman með ein- hverju móti til að sætta ólík sjónar- mið. Þetta væri hægt að gera t.d. með því að halda í núverandi kvóta- kerfi, selja hluta heildarkvótans á föstu verði (með eða án verðmismun- unar), bjóða hluta kvótans upp (með eða án ívilnana) og afhenda jafn- framt öllum íslendingum hlutdeild- arskírteini í þeim hluta kvótans, sem eftir væri. Þar eð það gæti þó reynzt fullþungt í vöfum að blanda saman . þrem ólíkum leiðum, væri e.t.v. enn hyggilegra að láta tvær leiðir duga, gjaldheimtu og uppboð, og sleppa af- hendingu. Leggi menn mikla áherzlu á sem einfaldasta framkvæmd, þá gæti þótt henta bezt að fara aðeins eina leið að settu marki: þá þarf að velja milli gjaldheimtu og uppboðs. Þessar tvær leiðir geta að sönnu komið í sama stað niður: það ræðst af útfærslunni. Mesta hættan virðist mér vera sú, að gjaldheimtuleiðin verði misnotuð til að halda áfram að styrkja útveginn óbeint með því að hafa gjaldið of lágt. Þessu er hægt að komast hjá með vel hönnuðu upp- boði. Fiskveiðirentan er sameign þjóð-. arinnar að lögum og er talin geta numið um 5% af landsframleiðslu tO langs tíma litið. Það gerir um 35 milljarða króna á ári til langframa eða um hálfa milljón króna á ári á hverja fjögurra manna fjölskyldu um landið. Það skiptir miklu, hversu farið er með svo mikið fé. Og það er sannarlega ekki einkamál útvegs- manna. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. BA R \ t ^ FJÖLSKYLDU UJLiMlNJDJLR Núpalind 1 Sími 564 6440 www.ijosmyndif.net Parket O HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfda 17 112 Reykjavík Sfmi: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupóstur: sala@hellusteypa.is LAIVŒLLA Eik Gountry 2.695 kr. nr 2S€5l HÚSASMIÐJAN Sími 525-3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.