Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 51
MINNINGAR
dís rak „fröbelskan" leikskóla alla
tíð og lét engar tískusveiflur í upp-
eldismálum trufla sig. Virðing
hennar fyi-ir börnum byggðist á
sönnum félagsskap við þau, hún
var félagi og málsvari barna og öll
börn sem kynntust henni virtu
hana mikils.
Félag íslenskra leikskólakenn-
ara þakkar Bi-yndísi farsæl störf í
þágu barna og leikskólamenntunar
og sendir fjölskyldu hennar og vin-
um innilegar samúðarkveðjur.
Við kveðjum Bryndísi frænku
með þökk.
Bryndís var mjög sérstakur og
sterkur persónuleiki, kona sem sá
tilveruna í öðru ljósi en samferða-
menn hennar. Henni fannst gaman
að kynnast fólki og skoða mannlíf
og ólíka menningu þjóða. Hún
hafði mikið yndi af börnum og oft
komu gullmolar frá henni um börn
og uppeldi sem maður hlýddi á.
Eitt sinn fórum við hjónin ásamt
ársgamalli dóttur okkar í göngu-
ferð í fjörunni við Grindavík og var
Bryndís frænka með í för. Um
margt var spjallað í þessari ferð og
talaði hún meðal annars um hvað
það væri þroskandi fyrir börn að
kynnast náttúrunni og um leið að
þurfa að velta því fyrir sér hvar
þau stigu niður fæti. Slíkar hug-
myndir voru alveg í anda Bryndís-
ar.
Bryndís hafði mjög gaman af því
að ferðast og var hún mjög verald-
arvön. Hún fékk oft góðar hug-
myndir sem hún vildi gjarnan
framkvæma strax. Hún hringdi t.d.
í mig tvítuga og bauð mér í ferða-
lag. Hvert eða hversu langt fékk
ég ekki að vita. Eg mætti á Um-
ferðarmiðstöðina og það var farið í
helgarferð um Vestfirði. Þetta var
einkennandi fyrir Bryndísi. Þarna
birtist ákveðin kímni sem henni
var svo eiginleg. Eða þegar við
vorum í París á fínum næturklúbbi
og fjaðradömur birtust á sviðinu.
Þá sagði Bryndís frænka: „Þær
eru ekki betur klæddar en hænur
út í móa.“ Þetta var náttúrulega
alveg satt.
Bryndís var hlýleg kona, sem
sótti styrk til trúarinnar og var
mjög gefandi að sækja hana heim.
Bryndís frænka verður lögð til
hinstu hvíldar við hlið Helgu tví-
burasystur sinnar, sem lést þegar
þær voru aðeins fimmtán ára.
Bryndís saknaði hennar alla tíð.
Við fjölskyldan kveðjum mæta
konu og þökkum henni allar góðar
stundir. Megi hún hvíla í friði.
Blessuð sé minning systranna
Bryndísar og Helgu Zoega.
Bryndís Helga.
Lilja Th. Ingi-
mundardóttir
fæddist á Sunnu-
hvoli, Bai-ðaströnd,
26. desember 1924.
Hún lést á Land-
spítalanum 2. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 12.
september.
Elsku amma mín.
Daginn sem þú
kvaddir þennan heim
skein sól í heiði, einn af
síðustu sumai'dögunum leið og veðrið
var eins og þú hefðir sagt; himneskt.
Mig langar til að þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið mér og kennt
og sömuleiðis fyrir þær stundh- sem
við eyddum saman. Minningai'nar eru
dýrmætai' og þegar ég sit hér og
skrifa þessar línm' rifjast öll þessi litlu
atriði upp sem skipta svo miklu máli.
Það eru þessi atriði sem krydda lífið
og gefa því gildi.
Minningar frá heimilinu ykkai' afa
á Grensásveginum ná aftur til þess
tíma sem ég varla man en manstu
þegar við tvær vöknuðum fyrstar all-
ra og hituðum okkur te, þú með hvítu
tekrúsina þína með kínverska
mynstrinu og ég með brúnan fant
hálffullan af sykri. Manstu þegar ég
var sex ára, öU hrufluð í framan með
sokkið auga og mamma og pabbi gátu
ekki hugsað sér að horfa á mig svol-
eiðis svo ég dvaldi hjá ykkur afa með-
an bólgumar hurfu. Manstu efth-
karameUunum sem við bjuggum til og
gæddum okkur á beint úr forminu
hvort með sína skeiðina. Manstu líka
hvað við skemmtum okkur í ferðinni á
Njáluslóðir með Ættfræðifélaginu,
stundunum í sumarbústaðnum og nú
síðast í ferðinni með ívari, Möggu og
Erlu Mist heim á Tálknafjörð. Þú
naust þess heldur betur að ferðast,
skoða náttúruna, landslagið og gróð-
urinn, og kenndir okkur bamaböm-
um að njóta þessara hluta.
Lilja amma átti ánægjulega æsku í
stómm systkinahópi og var tíðrætt
um þau ævintýri sem þau systkinin
tóku sér fyrir hendur á Tálknafirði.
Þar á meðal vom jakahlaupin svaka-
legu sem sumir stunduðu af mikilli list
alla leið yfir fjörðinn. Hún sagði okk-
ur líka frá skíðunum sem pabbi henn-
ar bjó til úr tunnustöfum, sauðaleg-
gjaskautum, löngum göngum og
hossingi á vörabílspöll-
um á böllin í sveitinni,
því þegar þau sóttu
hesta og riðu berbakt,
frá skólanum, stúkunni
og sundferðunum.
Amma var ánægð
með landið sitt og stolt
sagðist hún vel skilja þá
ferðamenn sem hingað
kæmu, því ísland væri
nokkuð alveg einstakt
vegna þess hve hér væri
fallegt og að sennilega
byggjust allir við því að
hér væri kaldara en það
raunverulega væri. Hún
naut þess á ferðalögum að setjast út í
móa og borða nestið, tína ber og blóm
sem við svo stundum pressuðum og
límdum á kort. Hún naut hlutanna
með öllum skilningarvitum; elskaði
gott útsýni sem hún naut meðal ann-
ai's af efstu hæð á Grensásveginum og
hafði alltaf á því orð ef eitthvað ein-
staklega fallegt bar fyrir sjónir eins
og fallegt sólarlag, regnboga eða
fjallasýn. Hún vakti athygli okkar á
ýmist mjög fallegum fuglasöng eða
mikilli kyrrð og benti manni á að lykta
af blómum og jurtum til að upplifa
fegurð þeirra til fullnustu. í ferð okk-
ai' vestur á Tálknafjörð um daginn
sagði hún okkur að sér fyndist
fjörðurinn hennar vera sá fallegasti
og það var hann svo sannarlega og
sérstaklega í því góða veðri sem við
fengum.
Þau amma og afi keyptu sér tjald-
vagn og voru dugleg að ferðast á hon-
um. Þau vora einnig óþreytandi í að
fara dagsferðir og lengri ferðir og
skoða ýmsa staði og söfn. Ég minnist
þess þegar ég þræddi á tveimur dög-
um öll helstu söfn Reykjarikur með
þeim ömmu og afa, Asgrímssafn, As-
mundarsafn, Safn Einars Jónssonar
og Kjarvalsstaðir vora styrkt sér-
staklega vel þennan dag því afi keypti
handa okkur allar póstkortaseríum-
ar. Hún naut þess virkilega að skoða
og var hörð á sinni skoðun á því sem
fyrir augu bar. Amma hafði líka gam-
an af því að virða fyrir sér lífið og naut
þess í seinni tíð að fara á kaffihús og
fá sér þar kaffi eða kakó og með því
eitthvað gott.
Þegar við bamabömin voram í ein-
hverjum flökkuhugleiðingum studdi
hún okkur alltaf heils hugar og fannst
um að gera fyrir okkur að skoða
heiminn meðan við værum laus og lið-
ug og engar skuldbindingar á okkar
LILJA TH. INGI-
MUNDARDÓTTIR
SIGURÐUR
FRÍMANN REYNIS-
SON (SKAGAN)
+ Sigurður Frí-
mann Reynisson
(Skagan) fæddist í
Vestmannaeyjum 23.
janúar 1956. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 28. ágúst
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá
Fella- og Hólakirkju
7. september. Jarð-
sett var í Gufunes-
kirkjugarði.
Elsku Siggi (minn),
núna ertu farinn okkur
frá. Hjarta mitt fyllist þakklæti er
ég hugsa um þig. Þú varst alltaf til-
búinn að hlusta á mig, tala við mig,
hjálpa mér og stóðst sem klettur
hjá mér ef eitthvað bjátaði á. Mér
finnst ég ekki geta þakkað þér nóg,
því það sem þú hefur gert fyrir mig
er ómetanlegt. Og hvað þú varst
góður og sannur vinur. (Ég veit að
góður maður sem þú hvílir hjá
Drottni.) Og hvað þú studdir fjöl-
skyldu mína gleymist ei, því margt
væri öðruvísi í dag ef þú hefðir ekki
fylgt okkur. Það er leitt að þú skul-
ir ekki fá að sjá ávöxt hinna góðu
verka þinna (í þessum
heimi), en þú munt sjá
það úr fjarlægð og
vona ég að þú verðir
stoltur því þú gerðir
okkur svo gott. Systk-
ini mín öll elskuðu þig
og sýnir það hversu
góður þú varst.
Einu sinni var mér
sagt: „Þeir deyja ung-
ir sem guðirnir elska“
og á það einmitt við
um þig.
Megi Guð styrkja
Aníku, Eyrúnu móður
þína og aðra ástvini.
Þinn vinur,
Baldur Freyr Einarsson.
Elsku Siggi, við minnumst þín
með söknuði. I huga okkar ertu
ennþá hér. Ég kynntist þér fyrst
fyrir 23 árum. Eg man svo vel
hvernig þú varst þá, traustur og
tryggur vinur. Þannig hefur þú
reynst okkur síðustu árin. Ég fæ
aldrei fullþakkað þér. Mér er ofar-
lega í huga hvað þú varst alltaf
léttur með húmorinn í lagi, þannig
töluðum við svo oft saman. Guð
blessi minningu þína elsku Siggi
minn. Megi Guð styrkja Aníku,
Eyrúnu móðir þína og aðra ástvini.
Bryndís, Reynir og Dagur.
Elsku Siggi minn. Takk fyrir að
hafa alltaf verið svona góður við
mig og leyft mér að vera með þér
og Aniku. Takk fyrir bíltúrana og
ferðirnar sem við fórum í.
Þín
Harpa Björt.
Hugur minn þögull
í minningu.
Brosið frítt
en dýrmætt.
Er síminn hringdi
hjartað var frosið.
Tárin brutust út.
Hvar ertu Siggi núna
líður þér vel?
Minn allra besti vinur
ég sorg mína fel.
Orðin svo traust
og lífið svo dásamlegt.
Ertu hjá mér?
Engin orð svara
hvem á ég að spyrja?
Traustið var hjá þér.
Takk fyrir
að hjálpa mér.
Þín vinkona
að eilífu.
(Sunneva Edith.)
Sunneva Edith.
herðum. Ég er því viss um að ef henni
hefðu gefist fleiri tækifæri til að ferð-
ast um heiminn hefði hún notfært sér
þau því hún var ferðakona í sér. Hún
minntist með gleði ferðai' sem þau afi
fóra með Þjóðleikhúskómum til Kan-
ada 1976. Þegai' við nýlega skoðuðum
Ijósmyndir og myndband fi’á ferð
minni til Grænlands lifði hún sig held-
ur betur inn í þær og ítrekaði að henni
hefði alltaf þótt landið svo spennandi.
Elsku amma mín, þú hafðir þann
hæfileika að líta á björtu hliðarnar og
varst svo jákvæð og dugleg að það var
aðdáunarvert. Þú naust þess að vera
heima á Grensásveginum og þar var
yndislegt að spjalla og deila með þér
hugleiðingum um allt milli himins og
jarðar, núið, fortíðina og framtíðina.
Ég kveð þig með trega og þakklæti.
Þín
Pálín Dögg.
Elsku amma mín.
Ég trúi því varla að ég eigi aldrei
aftur eftir að geta heimsótt þig. Engin
amma á Grensásvegi sem tekur á
móti manni opnum örmum. Það var
alltaf svo gott að vera með þér, og fá
að gista hjá þér þegar ég var Mtil og
nú í seinni tíð komst þú til okkar og þá
gistir þú í mínu rúmi. Það var svo
notalegt að hafa þig hér. Það er líka
svo gott að minnast þess þegar þú
komst með okkur í sumarbústaðinn.
Þú naust þess svo vel að vera úti í
náttúranni að tína ber og blóm og svo
svafstu svo vel í kyrrðinni. Þú varst
alltaf að segja okkur hvað við væram
heppin að eiga svona fallegt land. All-
ar frásagnimar úr æsku þinni með
systkinum, foreldrum og ömmu.
Þú varst svo heppin eins og þú
sagðir, þið höfðuð sundlaug á Tálkna-
firði, og svo sögurnar af því þegar þið
löbbuðuð yfir fjöll og firnindi til að
fara á bölUn í sveitinni.
Yndislegaættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég ltf þitt móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
migþútakíarmaþína.
Yndislegaættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sig. Jónsson frá AmarvatnL)
Ég veit að núna ert þú með ívari
afa uppi á himni að horfa niður og
fylgjast með okkur öllum.
Þín sonardóttir og vinkona,
Telma Hlín.
Okkur systkinin langar í fáum orð-
um að minnast ömmu okkar Lilju.
Margar góðar minningar um yndis-
legar samverastundir era okkur efst í
huga, nú þegar hún hefur verið kvödd
burt úr þessum heimi.
Amma Lilja var alltaf í góðu skapi,
jákvæð og hreinskilin. Hún hafði un-
un af því að segja okkur frá uppvaxt-
arárum sínum og öllu því sem þau
systkinin brölluðu saman. Okkur
systkinunum er það líka minnisstætt
hvemig hún nennti að leika við okkur
tímunum saman þegar við voram
yngri. Þá vora haldin kaffiboð með
rauða bollastelMnu, farið í þykjustu-
leiki, eða jafnvel gerðar leikfíiniæf-
ingar, sem einkenndust af því að
standa á höndum upp við útidyra-
hurðina, og tók amma virkan þátt í
æfingunum. Langamma Læla, eins
og Sara kallaði hana, hafði mjög gam-
an af því að leika við bamabamaböm-
in Söra HMn og Eið Otta. Hún gat set-
ið tímunum saman og horft á þau
leika sér, og eftir smástund vora þau
búin að raða dótinu sínu hringinn í
kring um ömmu, og þar með var hún
komin á kaf í leikinn með þeim. Hún
hafði líka gaman af því að lesa fyrir
þau, enda var lestur eitt af hennar
áhugamálum og las hún allar bækur,
blöð og tímarit sem hún komst í.
Amma var Mka mikið náttúrabam og
vora þær ófáar ferðimar sem hún og
afi fóra um landið með tjaldvagninn.
Amma hafði Mka gaman af því að
heimsækja okkur og borða með okkur
fína sunnudagssteik. Síðast þegar við
borðuðum öll saman var það heima
hjá Lilju systur sem nýlega hafði fest
kaup á íbúð fyrir sig og bömin, og var
amma mjög glöð fyrir hennar hönd að
hún væri loksins komin út af fyrir sig.
Amma sagði við okkur að við ætt-
um að njóta lífsins og láta drauma
okkar rætast á meðan við hefðum
tækifæri til þess og samgladdist hún
okkur í því sem við gerðum.
Nú síðast þegar við hittum ömmu
öll saman var það í fimmtugsafmæU
móður okkarognauthúnþessaðvera L
þar ásamt systkinum sínum, vinum
og ættmennum og taka þátt í gleðinni.
„Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú
ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins
það, sem valdið hefur hryggð þinni,
gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín“ (Kahlil Gibr-
an, Spámaðurinn).
Elsku amma, við kveðjum þig með
söknuði, en við vitum að þér Hður vel
núna við hMð afa ívars.
Lilja, Gígja, Kristinn
og Ivar Már.
Elsku Lilja systir. Mig langar að
kveðja þig hér með örfáum línum.
Við vorum lengi búin að vita að
hveiju dró, en samt er alltaf jafnerfitt
að kveðja. Við vorum alltaf svo nánar,
alveg frá því að ég var tekin í fóstur
þriggja mánaða til foreldra þinna í
Tungu. Þú sagðir mér svo oft frá því
þegar það átti að sækja mig í fóstrið
og þið grenjuðuð öll systkinin átta, og
ég fór aldrei til baka frá Tungu.
Já, minningamar hrannast upp.
Það var ljósi punkturinn í tilveranni
þegar þú komst heim í Tungu á sumr-
in með krakkana og varst hjá okkur í
mánuð. Ég hlakkaði til þess allt árið,
þá var nú fjör í heyskapnum hjá okk-
ur. Þú varst alltaf svo létt og kát og
svo þegar hin systkinin vora Mka í
heimsókn, þá var nú heldur betur Mf í
tuskunum.
Á rigningardögum saumuðum við
saman sumarkjóla á gömlu hand-
snúnu vélina hennar mömmu. Já, þú
kenndir mér svo margt, eins og að
hekla og baka, og þú varst mér fyrir-
mynd í svo mörgu. Þegar ég var Mtil
var ég svo stolt af því að heita Mka
Lilja eins og þú. En ég vildi Mka vera .
Ingimundardóttir eins og þú. En þú
fannst ráð sem dugði, því að Ingi-
mundur pabbi okkar hét líka Jón, svo
að þú varst líka Jónsdóttir og þar með
var þetta vandamál úr sögunni. Svona
varst þú, gerðir gott úr öllu.
Þegar ég fór í framhaldsskóla til
Reykjavíkur þrengduð þið ívar að
ykkur í þeirri húsnæðiseklu sem þá
var til þess að geta lofað mér að vera.
Það var indæll og ógleymanlegur
tími. Þá lærði ég meðal annai-s að
meta klassíska tónlist, sem var
áhugamál ívars og mikið spiluð á
heimiHnu. HeimiU ykkar var miðstöð
þar sem allir komu og hittust. Það
verður undarlegt að eiga ekki lengur
leið á Grensásveginn.
Við Þórir erum svo ánægð að við
fengum að hafa ykkur Hönnu systur
smátíma hjá okkur í fyrrasumar. Það
verður perla í minningunum. í veik-
indum þínum varstu svo ótrúlega
sterk og jákvæð. Þú vildir ekki draga
okkrn- hin niður.
Stuttu eftir að þú kvaddir þetta líf
komstu til mín í draumi. Þú varst svo
falleg og kát, lékst á als oddi. Nú var
þér ekkert að vanbúnaði, þú varst
bara að bíða eftir ferðafötunum, sagð-
irþú.
Ég læt hér brot úr gamalli bæn,
sem mamma okkar fór oft með.
Annastu lífs og liðinn mig
ljúfi Jesús, þess bið ég þig.
Þegarheimiferégfrá
og fráskilst lífið mitt
lifandi Jesús, leið mig þá
í ljómandi ríkið þitt.
Þar mun mín sál finna og fá
fagnaðarathvarf sitt.
(Ók. höf.)
Við Þórir og börn okkar þökkum
alla ást þína, gjafir og hjartahlýju.
Guð blessi minningu þína.
Helgi, Rannveig, Guðbjörg og fjöl-
skyldur, Guð styrki ykkur í sorginni.
Við munum geyma minningu um ynd-
islega manneskju, sem gaf okkur öll-
um svo mikið. Að endingu versið, sem
hún mamma gerði fyrir okkur og allt-
af var lesið síðast í kvöldbænunum.
V
Englanna skarinn skær
skínandisémérnær.
Svo vil ég glaður sofna nú
sættínafniJesú.
(Guðbj. B. Jóhannesd.)
Þín systir,
Sigrún.