Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 55

Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 55 MINNINGAR c þennan heim 5. september sl. Það var því ekki létt yfir upphafí skóla- ársins hjá okkur. Viðmót Helgu var ævinlega hressilegt og hlýtt og hún var meiri þátttakandi í starfsemi skól- ans en ráðningarsamningurinn hljóðaði upp á. Hún fylgdist vel með þroska barnanna, og sýndi viðfangsefnum þeirra áhuga. Var alltaf tilbúin að hrósa því sem var vel af hendi leyst og hvetja til góðra verka, enda sjálf vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Gilti þá einu, hvort það var handa- vinna hennar, sem margir þekkja, eða brauðið og maturinn, sem hún bar á borð. Hún var fundvís á að gera gott úr öllu með glaðlegum athugasemdum og hennar smitandi hlátur var alltaf svo hressandi. Oft var hún komin í hópinn þegar við brugðum okkur í vettvangsferðir um nágrennið, var þannig góður félagi okkar allra, yngri sem eldri. Helgu er nú sárt saknað, og þessum fáu orðum fylgja hlýjar kveðjur og góðar óskir til hennar frá okkur öllum í skólanum með þakklæti fyrir allar notalegu stundirnar. Fjölskyldu hennar og aðstandendum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Einnig flyt ég hugheilar samúð- arkveðjur frá fjölskyldu minni. Pálína Þorsteinsdóttir. Elsku Helga. Nú á þessum fyrstu haustdögum hefur þú kvatt þennan heim eftir æðrulausa bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Það er erfitt að kveðja þig en þú hefur skilið eftir margar góðar minning- ar sem við sem eftir sitjum erum þakklát fyrir. Helga var glaðlynd kona og allt- af stutt í hláturinn. Það var gott og gaman að koma í heimsókn „vestur" eins og við köllum það. Þar voru ég, Steinþór og Halla alltaf velkomin og iðulega hægt að leita til þeirrar fjölskyldu ef svo bar undir. Stundum fengum við heitar pönnukökur eða nýbakað brauð en allra best var að fá nýjar flatkökur, en þær kunni hún að gera best af öllum. Helga tók sér margt fyrir hend- ur um ævina auk þess að sjá um stóra fjölskyldu. Hún vandaði allt- af til verka og það var gaman að taka upp kartöflur með henni, Rúnari og fjölskyldu. Það var líka gott að vita af henni í skólanum þegar hún sá um mötuneytið þar. Mér er einnig minnisstætt að fá að fara með Helgu að gefa hænunum og ná í egg. Hún fór með okkur í berjamó og kom í fjárhúsin á vorin þar sem við sýndum henni lömbin. Hún hafði alltaf áhuga á öllu í kringum sig, það var svo gaman að tala við hana og segja henni frá þvi sem við systkinin vorum að gera því hún var alltaf jafn áhugasöm. Helga var mikill listamaður. Hvers konar handavinna lék í höndunum á henni og var eitt hennar mesta áhugamál. Þau eru ófá listaverkin sem liggja eftir hana og margir hafa fengið að njóta þeirra og þar á meðal við systkinin. Hún var líka góður ljós- myndari enda hafði hún gott auga fyrir umhverfi sínu en fallegust þótti henni Öræfasveit. Þar vildi hún alltaf helst vera og þar átti hún margar hamingjustundir. Það var mér mikils virði að Helga gat komið í útskriftarveisl- una hjá mér í vor. Hún var svo full af lífsgleði þrátt fyrir veikindin. Við systkinin munum alltaf sakna hennar sem þurfi að hverfa svo fljótt frá okkur. Þau eru erfið þessi síðustu spor með þér fyrir alla þá er þig þekktu en sérlega þó Rúnar og börn ykk- ar. Elsku Rúnar, Magga, Kiddi, Tóta, Birna, Hulda og fjölskyldur, megi guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Ég trúði ekki læknum er ljóðið hann söng um litfögru blómin í klettanna þröng, en nú hef ég séð þau og sannleikann veit að svona er fagurt í Öræfasveit. (Aðalsteinn Aðalsteinsson.) Hrefna Arnardóttir. + Ólafur Þór- mundsson var fæddur í Langholti í Bæjarsveit 20. ágóst 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akra- nesi 10. septenber síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Þórmundur Vigfús- son og Ólöf Guð- brandsdóttir í Lang- holti og síðar í Bæ í Bæjarsveit. Hann var bóndi í Bæ frá 1946 til dánardags. Hinn 28. júlí 1946 kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni, Auði Þorbjarnardóttur. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Jóhannesson og Ingibjörg Magn- úsdóttir, hjón í Bakkakoti í Skorradal og víðar. Börn þeirra: Þegar komið er að því að kveðja hann Óla minnist ég þess þegar ég kom fyrst að Bæ fyrir rúmum 30 ár- um. Eg hafði fengið að fara heim með vinkonu minni úr skólanum, mátti gista og koma með skólabíln- um aftur næsta dag til baka. Ég hafði aldrei séð fólkið hennar en vissi að þau áttu heima í gömlu húsi rétt við kirkjuna og kirkjugarðinn, sem gerði þetta ennþá ævintýra- legra fyrir 12 ára krakka sem lítið hafði farið að heiman. Ég var dálítið kvíðin. Það var auðvitað óþarfi að kvíða því að hitta þau Auði og Óla enda hvarf sú tilfinning fljótt. Mér var eins og æ síðan vel tekið í Bæ. Nú tíðkast varla að fólk fari er- indisleysu í heimsókn á bæi. Ég hef stundum átt erindi í næsta nágrenni við Bæ og það hef- ur sem betur fer orðið til þess að ég + Egill Reynir fæddist í Breið- dal hinn 7. júlí 1952. Hann lést á sjúkrahúsinu á Norðfirði hinn 7. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Elís Geir Guðna- son, f. 16.6. 1916, d. 22.4. 1994 og Valborg Guðmundsdóttir, f. 1.5. 1918, d. 2.4. 1993, bændur á Randversstöðum í Breiðdal. Systkini Egils eru Guðný Sigríð- ur, f. 18.8. 1940, d. 12.12. 1994; Ragnar, f. 31.10. 1941; Elín Þór- dís, f. 20.5. 1943; Guðmundur, f. 22.10. 1944; Hulda Sigrún, f. 25.2. 1948; Jón Árni, f. 8.4.1950; Magn- ús Hafsteinn, f. 31.1. 1954, og Randver Ásgeir, f. Í6.9.1956. Útför Egils fer fram frá Heydalakirkju í Breiðdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Enginn veit, hvað undir annars stakk býr. (Jón Magnússon.) Mér flugu þessar ljóðlínur í hug þegar sú fregn barst, að fyrrver- andi nemandi minn, Egill frá Randversstöðum, væri látinn. Andlát hans bar brátt og óvænt að. Þótt hann tveim dögum áður hafði verið fluttur með sjúkrabíl á Norðfjarðarspítala datt engum í hug að sú yrði hans síðasta ferð í þessu lífi. Egill gekk sinn veg, hægur og hljóðlátur, tróð engum um tær en tók vel undir ef á hann var yrt. Hann verslaði um árabil við kon- una mína. Og væru þau ein í búð- inni spjölluðu þau saman. Hann trúði henni fyrir ýmsu, sagði henni það sem hann sá og heyrði í hver- deginum og hvað hann var að bauka heima hjá sér eða þá hugð- ist gera. Stundum kom hann því þannig fyrir að hann beið eftir að aðrir viðskiptavinir lykju sínum innkaupum til að geta spjallað við Jóhönnu í einrúmi. Þau voru á vissan máta vinir og hún mun 1) Ólöf, f. 13. maí 1947, d. 1. ágúst 1982, gift Sveinbimi Blöndal. Börn þeirra eru Þórarinn, Þor- valdur og Þór- mundur. Sonur Ólaf- ar er Ólafur Jóhannes Þormóðs- son. 2) Drengur, f. 12. ágúst 1948, d. sama dag. 3) Þórir, f. 24. mars 1950, unn- usta Hanna Kristín Þorgrímsdóttir. 4) Guðrún, f. 13. febr- úar 1957, sambýlis- maður Haraldur Freyr Helgason. Böm þeirra eru Ólafur Helgi og Eyrún Eva. Útför Ólafs fer fram frá Bæjar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hef litið inn í kaffi og spjall til Auðar og Óla. Af þeim fundum fór ég alltaf ríkari. Óli kunni margar sögur af fólki og atburðum og kunni vel að segja frá og átti gott með að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum. Einu sinni sat ég yfir kaffibolla í Bæjareldhúsinu þegar Óli sagðist alltaf hafa ætlað að sýna mér svolít- ið. Hann brá sér innfyrir og kom til baka með mayonnaisedós, hristi hana og sýndi mér einhverja málm- hluti sem ég kunni ekki skil á og sagði brosandi að þetta væri „dótið sitt“. „Þeir voru að naglhreinsa mig læknarnir," bætti hann við. Hann hafði brotnað illa og þurfti að negla brotið saman. Þegar svo að því kom að taka þurfti „dótið“ eins og hann kallaði það, fékk hann að eiga það. Hann veiktist aðfaranótt ferm- ingardags dótturdóttur sinnar sl. sakna þessa dula og fáskipta manns. En Egill var traustur í fá- læti sínu og vildi launa þeim er viku vinsamlega að honum. Slíkt fólk hefur gott hjartalag. Þess vegna sló hann með mótororfi grasið er ótæpilega spratt baka til á lóð Jönnubúðar. Hugur hans var einlægur og barnslegur í senn en athugull jafnframt. í hinni andlegu leiðabók kristinna manna stendur: „...yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.“ (Matt. 25.21). Ef sú kennisetning á ekki við Egil Egilsson á hún óvíða skírskotun. Egill Reynir Elisson fæddist og ólst upp á Randversstöðum í Breiðdal. Vann þar fyrst að búi foreldra sinna. Hann fluttist síðan út á Breiðdalsvík og starfaði alla tíð í Breiðdalshreppi, mest í frysti- húsinu, sláturhúsinu og á vegum sveitarfélagsins. Hann kunni lang- best við útivinnuna, svo sem smíð- ar og viðgerðir ýmiss konar. Lét það mun betur en fiskvinnan innan dyra og fór ekki dult með. En þrátt fyrir það leysti hann verk sín vel af hendi. Egill kvæntist ekki. Hann keypti einingahús og reisti það í þorpinu á Breiðdalsvík við Sól- heima 12. Bjó hann þar uns kallið kom. Egill Reynir Elisson er genginn. Samferðamaður skyndilega horf- inn yfir móðuna miklu. Vér sem eftir stöndum söknum hans og finnum nú að hann var býsna stór í tilveru okkar, stærri en vér hugð- um. Orð segja lítið. Lífið streymir fram, kynslóð af kynslóð. „Eitt sinn skal hver deyja,“ víst er um það - en mishraður straumur stundaglassins- Far vel, Egill Reynir Elisson og þökk fyrir samfylgdina og fals- lausa tryggð þína. Vandamönnum vottum við samúð. Jóhanna og Guðjón í Mánabergi. vor. Sagðist hafa ætlað að hrista þessa lumbru af sér því hann ætlaði endilega að vera heima þennan dag. Það tókst ekki og hann eyddi sumr- inu að fáum dögum frátöldum á sjúkrahúsi. Óli minn, ég vildi bara þakka þér fyrir kaffið og spjallið, sæll að sinni. Elsku Auður, Þórir, Hanna, Gunna, Halli og barnabörnin öll. Gott styrki ykkur, innilegar sam- úðarkveðjur. Kolbrún Sveinsdóttir. í fyrstu hélu haustsins á kyrrum morgni sunnudagsins 10. septem- ber kvaddi Ólafur Þórmundsson, kirkjubóndi í Bæ, þessa hérvist, síð- astur sinna mörgu systkina. Það munu vera ein tíu ár síðan hann stóð í vetrarbyrjun á tröppun- um hjá mér hér í Reykjavík og beiddist gistingar. Hann hafði tekið upp þann sið að heimsækja ættingja og vini á höfuðborgarsvæðinu í einni stórreisu. Þeim góða sið hélt hann áfram svotil á hverju hausti eftir það. Hann var svo sannarlega aufúsugestur. Ég gerði mér grein fyrir að slíkar heimsóknir eru orðn- ar fátíðar í Reykjavík nú á dögum. í þessum heimsóknum bar margt á góma, enda var sagnameistari á ferð með full tök á þeirri fornu grein. Sagði hann okkur hér á heim- ilinu hinar ótrúlegustu sögur, bæði frá fyrri tíð og nýrri, og fór þess á milli með vísur og kvæði. í þessum frásögnum kom glöggt í ljós hve vel hann unni Bæjarkirkju og starfi sínu í þágu kirkjunnar. Þannig stundir fljúga hratt og gleymast ekki því að í söguefnunum og frá- sagnargleðinni upphófst tíminn. Olafur var fíngerður maður, fremur grannvaxinn í meðallagi á vöxt. Hann var réttsýnn og skorin- orður og hafði kjark til að segja álit sitt á mönnum og málefnum hver sem í hlut átti. Óll breytni hans sýndi að hann var vandaður maður. Egill móðurbróðir minn er dá- inn. Það er alltaf sárt að standa frammi fyrir svona löguðu og að þessu var enginn aðdragandi. Ég vissi og sá að þú varst veikur en þetta hvarflaði ekki að mér. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hefur þú verið einn af þessum föstu punktum í tilverunni. Alveg þar til ég var orðin unglingur áttir þú heima á Randversstöðum hjá ömmu og afa og síðar með Gumma frænda. Minningar mínar tengjast því flestar sveitinni því ég hitti þig oft hjá Randveri og Fríðu á Rand- versstöðum eftir að þú fluttir út í þorp. Breiðdalurinn var þinn dalur og þar áttir þú alltaf heima. í mínum augum hefur þú alltaf verið svo rólegur, barngóður og aldrei verið neitt að trana þér fram, alltaf eins. Þú varst alltaf góður við okkur og aldrei fundum við að við værum fyrir þér, öðru- vísi man ég þig ekki. Eftir að börnin okkar fæddust sóttir þú í þau, að spjalla við þau og leika. Það kom ósjaldan fyrir að þegar farið var að líta eftir krökkunum voru þau með þér. Þér leið vel inn- an um þau. Minningarnar um þig tengjast sveitinni og lífinu þar. Þangað komum við svo oft sem börn. Einu sinni þegar ég var lítil bjargaðir þú mér, það var kálfur að elta mig og ég var rosalega hrædd en þú stóðst hinum megin við girðinguna og bjargaðir mér. Aðrar minningar tengjast hey- skap, smalamennsku og réttum, sauðburði eða dráttarvélinni. Þar var gaman að vera með. Herbergið þitt munum við syst- ur vel, þar fengum við að vera í ró og næði að hlusta á plöturnar þín- ar og leika okkur. Þar áttir þú stóra krukku fulla af smápening- um og við vorum vissar um að þú værir ríkasti maður sem við þekkt- um. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Fyrir tveimur árum gekk ég með þér upp á Böðvarshjalla og inn að Merkigili, við vorum að smala með Randveri og fleirum. Þar spjölluðum við saman og í ferðinni fann ég stein sem þú sást um að koma heim fyrir mig og Ég kveð með virðingu og þakklæti kirkjubóndann í Bæ og votta Auði, bömum þeirra og öðrum aðstand- endum samúð mína. Guðrún Kristjónsdóttir. r Þegar lagt er í ferðalag velur fólk sér gjarnan bjartan og fallegan dag. Það gerði líka Óli í Bæ þegar hann lagði af stað í sína hinstu ferð. Ég trúi að það hafi verið fallegt í sveit- inni okkar. Blundsvatn spegilslétt, laufið og grasið aðeins tekið að breyta um lit og allur fjallahringur- inn heiður og tær. Það er vel við hæfi að kveðja á svo fallegum haustdegi. Ég var ekki gömul þegar ég fór að venja komur mínar í Bæ, fyrst í gamla húsið sem mér fannst helst líkjast kastala úr ævintýri með öll- um sínum krókum og kimum og brakandi stigum. Þar var gott að setjast í eldhúskrókinn og fá mjólk og kökur og ef maður var heppinn töfraði Auður fram kirkjukökurnar sem ég kallaði, en það voru spesíur með skrautsykri, sem mér fannst hvergi vera fallegri eða betri. Eftir að ég flutti burt var sjálf- sagt að skreppa í heimsókn í Bæ og fannst mér sem ég væri ekki alveg komin heim fyrr en ég væri búin að hitta Óla og Auði sem tóku á móti mér með hlýju faðmlagi. Óli sat við borðsendann í hlutverki húsbónd- ans og sögumannsins. Einkenni ÓI^. voru jú sögurnar hans af mönnum og málefnum, stundum kannski stíl- færðar en ekki meiðandi fyrir nokk- um mann. Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns, sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. Ég minnist Óla með virðingu og þökk fyrir vináttu hans. Auði og fjölskyldu sendi ég kær- leikskveðju. Sólveig frá Hellum. hann á ég enn. Kæri vinur, nú ert þú farinn og það er sárt fyrir okkur hin. Ég er svo fegin að ég fékk tækifæri til að hitta þig síðustu dagana og sýna þér börnin mín, Steinar Berg og Særúnu Birtu, því ég veit að það gaf þér mikið að hitta okkur. Vertu sæll kæri vinur. Svala. Það var erfið stund á föstudags- morgni þegar fregnin barst um lát Egils frænda eins og við krakþg arnir kölluðum hann alltaf. Háriri hafði verið hálflasinn í allt sumar en ekki gerði ég mér grein fyrir því hversu alvarleg þau veikindi hans áttu eftir að verða. Egill var dulur maður og ekki vanur að bera sorgir sínar á torg. Hann var ekki margmáll nema í góðra vina hópi og þess vegna fannst fólki oft erf- itt að átta sig á því hvað hann var að hugsa. Hann var alæta á tónlist og ég naut gós af því þegar ég var að alast up og fékk að vera í sveit- inni hjá afa og ömmu. Egill hafði yndi af bömum og hann var alltaf boðinn og búinn að rétta þeim hjálparhönd og leika við þau. Þegar sálmurinn J|g kveiki á kertum mínum, var valinh til að nota við jarðaförina varð mömmu að orði að hann hefði ör- ugglega burgðist við barninu á sama hátt og Davíð þegar hann samdi þennan sálm. Egill var tryggur sínum nánustu og gerði sér far um að heimsækja þá, helst á hverju sumri. Þá dvaldi hann gjarnan hjá systkinum sínum i nokkra daga. Hann kom aldrei til Akureyrar öðravísi en að skreppa og hitta yngra frændfólkið sitt. Það er með söknuði í hjarta sem ég kveð frænda minn en ég veit hann hlýtur góða vist þar sem hann dvelur nú. Bregða (jórna á lífstins strönd ljóssins gjafir bestar. Sömu blómum sama hönd sálir á grafir flestar. (Káinn) Kristín Kolbeinsdóttir. A ÓLAFUR ÞÓRMUNDSSON EGILL REYNIR ELÍSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.