Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 64
84 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Thorvaldsens-
félagið styrkir
THORVALDSEN SFÉLAGIÐ ákvað
á aðalfundi si'num í vor að styrkja
Starfsmenntunarsjóð ungra kvenna
um hálfa milljón króna í tilefni af
125 ára afmæli félagsins 19. nóvem-
ber næstkomandi. Starfsmenntun-
arsjóður ungra kvenna var stofnað-
ur af Bandalagi kvenna í Reykja-
vík, en Thorvaldsensfélagið er eitt
af stofnfélögum Bandalagsins.
Starfsmenntunarsjóður ungra
kvenna auglýsti styrki úr sjóðnum í
vor og á haustfundi Bandalags
kvenna í Reykjavík, þann 14. októ-
ber, verður úthlutað úr sjóðnum.
Að þessu sinni er forgangshópur
styrkþega einstæðar mæður.
Starfsmenntunarsjóðurinn þakkar
Thorvaldsensfélaginu rausnarlegt
framlag til sjóðsins, segir fréttatil-
kynningunni.
Hildur G. Eyþórsdóttir, for-
maður Starfsmenntunarsjóðs
ungra kvenna, tekur á móti
íjárframlagi Thorvaldsensfé-
lagsins úr hendi Guðlaugar
Jónínu Aðalsteinsdóttur, for-
manni Thorvaldsensfélagsins.
mbl.is kynnir nýjung. Nú getur þú sent fréttir mbl.is í tölvupósti til vina og
vandamanna og látið skilaboð fylgja með. Það eina sem þú þarft að gera
er að velja þennan möguleika sem fylgir nú öllum fréttum á mbl.is.
Láttu frétta af þér!
Kynning á
sjálfboðastarfí
Rauða krossins
MÁNUDAGINN 18. september
verður kynning í Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverfisgötu 105, á
verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða
krossins inna af hendi. Megintilgang-
ur kynningarinnar er að afla sjálf-
boðaliða á öllum aldri í 4-10 tíma á
mánuði til þeirra fjölbreyttu verkefna
sem unnin eru í þágu mannúðai’, enda
er sjálfboðastarf undirstaða Rauða
krosshreyfingarinnar hér á landi sem
um heim allan.
Dæmi um verkefni í höndum sjálf-
boðaliða eru: heimsóknii’ til fanga og
til lasburða fólks, sölubúðir, skyndi-
hjálp, fataflokkun, handverk, síma-
þjónusta, unglingastarf, átaksverk-
efni o. fl. Allir þeir sem vilja vita meira
um framlag sjálfboðaliða tO samfé-
lagsins eru velkomnir á kynningar-
fundinn, segir í fréttatilkynningunni.
------t-H--------
Uppeldis-
námskeið fyrir
foreldra
NÚ er að fara af stað haustnámskeið
fyrir foreldra um bætt samskipti við
böm sín. Námskeiðið sem heitir
„Samskipti foreldra og bama“ hefur
verið haldið síðan 1987 og er þetta því
14 árið sem það er haldið. Námskeiðið
er fyrir foreldra bama á öllum aldri.
Lögð er áhersla á hvemig foreldr-
ar geti stutt böm sín til að verða sjálf-
stæð og ábyrg, kennt börnum sjálf-
saga og tillitssemi í daglegum
samskiptum, kennt bömum að leysa
úr ágreiningi á lýðræðislegan hátt,
auk margra annarra þátta sem reynir
á í daglegum samskiptum innan fjöl-
skyldunnar í dag. Leiðbeinendm' eru
sálfræðinganir Hugo Þórisson og
Wilhelm Norðfjörð. Hægt er að nálg-
ast nánari upplýsingar og skrá sig á
www.samskipti.org, segir í fréttatil-
kynningu.
-----------------
Tímaritið Ljós
komið át
TÍMARITIÐ Ljós er nýkomið út.
Blaðinu er ætlað að höfða til tækni-
manna jafnt sem áhugafólks um
lýsingu. I blaðinu er að finna fjöl-
margar greinar og má m.a. lesa um
nýja aðferð til að meta glýju af völd-
um dagsbirtu, um nýja ljósastýr-
ingu sem tekur tillit til dagsbirtu,
um íslenska lampaframleiðslu, um
neyðarlýsingu o.m.fl. Blaðið kom
síðast út haustið 1997 en stefnt er
að því að það komi út tvisvar á ári.
Hönnunarhúsið í Hafnarfirði gef-
ur blaðið út í samvinnu við Ljós-
tæknifélag íslands og er ritstjóri
blaðsins Guðni Gíslason. Blaðið er
40 síður og gefið út í 1.500 eintökum
og dreift til fagaðila, framhalds-
skóla, bókasafna og víðar. Einnig
verður hægt að nálgast blaðið á pdf
sniði á heimasíðu Ljóstæknifélags-
ins, www.centrum.is/lfi.
----------------
Sjálfsbjörg
Stofnfundur
í fjórum
bæjarfélögum
STOFNFUNDUR Sjálfsbjargar í
bæjarfélögunum Hafnai'firði, Bessa-
staðahreppi, Garðabæ og Kópavogi,
verður haldinn í Kiwanishúsinu að
Helluhrauni 22 í Hafnarfirði, sunnu-
daginn 1. október frá kl. 14 til 17, að
því er kemur fram í fréttatilkynningu.
------H#-*------
Sýna hártísku
SUNNUDAGINN 17. september kl.
17 í Karlakórshúsinu Ými, Skógarhlíð
20, sýnir Gregory Karlen frá Sebasti-
an Artistic Team nýjustu hártískuna
frá Sebastian. Gregory er einn af að-
alkennurum hjá Sebastian Artistic
Team, segir í fréttatilkynningu.