Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 70
70 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRIÐS Umsj ón Arnór G. Ragnarsson Bikarúrslitin um helgina Þegar þetta er skrifað er aðeins einum leik lokið í átta liða úrslitun- um en þar sigraði sv. Hlyns Garðars- sonar sv. Roche nokkuð örugglega. Undanúrslitin verða spiluð laug- ardaginn 16. sept. og hefjast kl. 11, spilaðar eru fjórar tólf spila lotur. Úrslitin byrja kl. 10 sunnudaginn 17. sept. og eru spilaðar fjórar sex- tán spila lotur. Töfluleikir verða í gangi báða dag- ana og áhorfendur hvattir til að fjöl- menna í Þönglabakkann. Einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á www.bridge.is. Bridsfélag Suðurnesja Fyrsta kvöldið af þremur er búið og þessir standa best að vígi: Reynir Karlss. - Gunnlaugur Sævarss. 66,0 Kjartan Ólas. - Óli Þór Kjartanss. 65,7 Lilja Guðjónsd. - Þórir Hrafnkelss. 63,1 AmórRagnarss.-KarlHermannss. 58,0 Birkir Jónss.-SvalaPálsd. 51,3 Enn geta pör komið inn og unnið mótið því tvö bestu gilda. Munið að mæting er kl. 19.30. Bridsfélag Köpavogs Fimmtudaginn 14. sept. hófst vetrarstarf félagsins með eins kvölds tvímenningi, átján pör mættu til leiks og voru spiluð þrjú spil milli para. Meðalskor var 216. Hæstu skor kvöldsins náðu , N-S Ami Hannesson - Stefán Garðarsson.287 Gunnl. Kristjánss. - Hróðmar Sigurbjss. ............................261 Þórður Bjömss. - Bemódus Kristinss. ...248 A-V Þórir Sigursteinss. - Gísli Steingrímss. ..263 Jón St. Ingólfss. - Guðlaugur Bessas.243 Jóhannes Guðmannss. - Unnar AGuðm.s. ............................242 Fimmtudaginn 21. september hefst þriggja kvölda hausttvímenn- ingur. Hvetjum við alla spilara til að mæta og vera með frá byrjun og keppa um titilinn Bronsstigameist- ari Kópavogs. Spilað er í Þinghóli við Álfhólsveg og hefst spilamennska stundvíslega kl. 19.45. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tví- menning á átta borðum fímmtudag- inn 14. september í félagsheimilinu að GuUsmára 13. Miðlungur 126. Beztum árangri náðu: NS GuðmundurÁ.Guðm.-JónAndrésson 152 Jóhanna Jónsd.-MagnúsGíslas. 138 Þijú spilapör vóru í þriðja sæti og jöfn að stigum: Viðar Jónsson - Sigurþór Halldórss. 130 Valdimar Láruss. - Bjami Guðmundss. 130 Þorgerður Sigurgeirsd. - Stefán Friðbj. 130 AV EmstBackmann-KarlGunnarss. 151 Þórdís Sólmundard. og Sigrún Jónsd. 147 ÞórhallurÁmas.-ÞormóðurStefánss. 137 Gullsmárabrids eldri borgara alla mánudaga og fimmtudaga. Mæting til skráningar kl. 12.45 á hádegi. Félag eldri borgara í Köpavogi Nítján pör mættu til spila- mennsku í Gjábakka föstudaginn 8. sept. sl. og varð lokastaða efstu para í N/S þessi: Baldur Ásgeirss. - Magnús Halldórss.251 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss239 Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars237 A/V: Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss.249 Halla Ólafsd. - Eysteinn Einarss.247 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Ámason244 Sl. þriðjudag mættu 22 pör og þá urðu þessi pör efst í N/S: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Bjömss.265 Ásta Erlingsd. - Halla Ólafsd258 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd.253 Hæsta skor í A/V: Jóhann Benediktss. - Pétur Antonss.256 Þórh. Magnúsd. - Hannes Ingibergss.236 Stefán Ólafss. - Siguijón Sigurjónss235 Meðalskor var 216 báða dagana. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reylyavxk Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ. Fimmtud. 7. sept. 2000.22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss251 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss250 Baldur Ásgeirsson - Alfreð Kristjánss. 243 Árangur A-V: Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 281 Sigtryggur Ellertss. - Olíver Kristófss.268 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss.225 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 11. september. 23 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Kristján Olafsson - Eysteinn Einarsson 253 Auðunn Guðmss. - Albert Þorsteinsson 244 Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss237 Árangur A-V: Sigtryggur Ellertss. - Oh'ver Kristófss. 284 Alda Hansen - Halla Ólafsdóttir 254 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 236 IVyggingastofnun ríkisins Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum um styrki sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa og framfærendum barna sem fá umönnunargreiðslur. Helstu skilyrði úthlutunar: • Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar sé ótvíræð. • Umsækjandi má elstur verða 70 ára á umsóknarári. • Umsækjandi hafi ökuréttindi. Þó er heimilt aö víkja frá því skilyrði tilnefni umsækjandi ökumann. • Kaup á bifreið eigi sér stað á umsóknarári eöa fyrir 1. júlí 2001. • Árstekjur séu undir kr. 2.089.260 (hjón kr. 4.178.520). • Eignir í peningum og verðbréfum séu undir kr. 4.000.000 (hjón kr. 8.000.000). Fjögur ár þurfa að líða á milli styrkveitinga og undirritar styrkhafi kvöð um eignarhald bifreiðar á þeim tíma. Umsóknareyöublöð vegna úthlutunar árið 2001 eru afhent í þjón- ustumiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Einnig er hægt að fá eyðublöð send. Læknisvottorð á þar til gerðu eyðublaði skal fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október 2000. Frekari upplýsingar eru verttar í síma 560 4460 og á heimasíðu Tryggingastofnunar www.tr.is. AFGREIÐSLUNEFND BIFREIÐAKAUPASTYRKJA ÍDAG Flugbreyting KÆRU valdhafar! NÚ hafið þið endurnýjað austur-vestur flugbrautina í Reykjavík og næst á dag- skrá mun vera endumýjun norður-suður brautarinnar. Auk þess hafið þið lýst því yfir að flugbrautir verði lagðar í nágrenni þéttbýlis fyrir kennslu og feijuflug. Margir hafa lagt orð í belg um þessar framkvæmdir enda mikið í húfi. Það hlýt- ur að vera þægilegt fyrir flugfólk að hafa flugbrautir þvers og kruss í höfuðborg- inni, en óþægindin eru óheyrileg fyrir fjölda fólks sem býr nálægt brautun- um. ískyggileg er sú end- emis vitleysa að nauðsyn- legt sé vegna flugöryggis að flugvélar skríði yfir helstu stofnanir þjóðarinn- ar um aldur og ævi. Nú er tækifæri til að slá tvær, eða jafnvel þijár flugur í einu höggi. Hættum við fyrir- hugaða norður-suður flug- braut í mýrinni. Leggjum brautina þar sem kennslu- flugvöllurinn á að koma, hvort sem það verður í Kapelluhrauni eða annars staðar. Verður þá unnt að lenda þar í þau fáu skipti sem ekki verður hægt að lenda á austur-vestur brautinni nýju. Það þarf ekki að fjölyrða um tæki- færin sem skapast, t.d. fæst landrými fyrir Háskóla ís- lands og Landspítala, einn- ig hið nýja óskabarn þjóð- arinnar, Islenska erfða- greiningu og marga aðra, bæði fyrir sunnan og norð- an ReykjavíkurflugvöU. Vandræðalaust verður að leggja veg frá Hringbraut að nýrri íbúabyggð í Skerjafirði. Er þetta ekki iausn fyrir næstu ár eða áratugi, sem margir verða álíka óánægðir með, eða jafnvel langflestir ánægðir með? Með kærri kveðju og fyr- VELVAKAJMDI Svarað í súna 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags irfram þakklæti fyrir góðar viðtökur. Jón Kristjánsson, íbúi við Sóleyjargötu. (Pistill Jóns er endur- birtur vegna mistaka í fyrri birtingu.) Hver gerir upp gömul húsgögn? Eg er að leita að einhverj- um sem gerir upp gömul húsgögn. Ég hef verið að spyijast fyrir en ekki fund- ið nokkurn. Þess vegna sný ég mér til lesenda Morgun- blaðsins í þeirri von um að enn finnist menn í litlum bílskúrum sem gera upp húsgögn frá því í byrjun al- darinnar. Ég er með borð- stofuhúsgögn og sex stóla auk tveggja borðstofu- skápa. Þessi húsgögn eru mjög falleg en þarfnast nauðsynlega upplyftingar og eru í raun ekki augna- yndi lengur. Þeir sem vita um góða handlagna menn sem taka viðlíka verkefni að sér; vinsamlegast látið mig vita í síma 8972221. Berg(jót Davíðsdóttir. Lítil myndavél í óskilum LITIL myndavél fannst við Seljalandsfoss í byrjun júlí. Filman úr vélinni var fram- kölluð og ef einhver kann- ast við myndina er hægt að hafa samband í síma 487- 8379 eftir hádegi. Einbaugur í óskilum EINBAUGUR fannst í Nýkaupi, Seltjarnarnesi, fóstudaginn 1. september. Eigandi getur haft sam- band í síma 552-1624. Snyrtitaska týndist SVÖRT snyrtitaska með gylltum stöfum, sem á stendur Nu Skin, tapaðist á kvennasalerni Glaumbars, laugardagskvöldið 9. sept- ember sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 862- 3440. Nokia 8210 tapaðist RAUÐUR gsm-sími af gerðinni Nokia 8210 í bláu hulstri, tapaðist aðfaranótt 10. september sl. í miðbæ Reykjavíkur. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Ragnheiði í síma 699-7188 eða 554-3188. Myndavél tapaðist SILFURGRÁ myndavél í svartri tösku, tapaðist við Reynisvatn laugardaginn 9. september sl. I vélinni var filma sem er eigandanum afar mikilvæg. Úpplýsing- ar í síma 898-1396. Giftingarhringur fannst GIFTINGARHRINGUR fannst í garði við Reyni- grund í Kópavogi fyrir stuttu. Innan í hringnum er dagsetningin 11.05.74 og nafn. Ef einhver kannast við lýsinguna á hringnum er hægt að hafa samband í síma 554-0159. Dýrahald Kamilla hvarf að heiman KAMILLA hvarf frá Hjallavegi í Reykjavík að kvöldi 12. september sl. Hún er þriggja ára, grá- bröndótt, með hvítt andlit, loppur og maga. Hún var með rauða ól þegar hún slapp út, merkt Kamilia Fálkagötu 11, sem er fyrra heimilisfang. Kamilla er inniköttur, sem aldrei hef- ur farið út og er því áreið- anlega mjög hrædd. Henn- ar er sárt saknað. Þeir sem vita eitthvað um ferðir hennar, vinsamlegast hringið í síma 588-3315, 553-5203 eða 869-5642. Perla er týnd PERLA hvarf að heiman frá sér að Smárarima í Grafarvogi mánudaginn 11. september sl. Perla er hvít og svört. Hún er með svarta hálsól með þremur bjöllum. Hún er eyrna- merkt R 9242. Upplýsingar í síma 567-7221. Sex mánaða fress hvarf frá Sjafnargötu SEX mánaða fress, grár að ofan og hvítur að neðan með þrjár hvítar skellur í baki, hvarf frá Sjafnargötu þriðjudaginn 5. september sl. Hann er ómerktur. Upp- lýsingar í síma 561-9184. SKAK Umsjón Helgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp á Svæðamóti Norðurlanda er lauk í vikunni. Hannes Hlíf- ar Stefánsson (2556) stýrði hvítu mönnunum gegn sín- um gamla keppinaut norska stórmeistaranum Rune Djurhuus (2484). 17.Rxe7! Bxe7 18.d6 0-0 19.Dc4+! Kh8 20.dxe7 Hb4 21.exf8=D+ Rxf8 22.DÍ7 Hxf4 23.He7 Df5 Norðmað- urinn er ekkert á því að gef- ast upp og vill heldur láta máta sig! 24.Dg7# Eins og svo mörgum er kunnugt varð Rune Djurhuus Evrópumeistari unglinga hér um árið eftir að hafa sigrað Hannes í hreinni úr- slitaskák þar sem Hannesi dugði jafntefli til að verða Evrópumeistari. Síðan þá hefur það ávallt verið sætt fyrir Hannes að taka Norð- manninn í bakaríið og það tókst heldur betur í einvígi þeirra á Svæðamótinu þar sem Austmaðurinn rétt náði yfir 20 leikja markið í báðum skákum þeirra áður en hann sá sæng sína út- breidda! Hvítur á leik. Víkveiji skrifar... AÐ skiptir miklu að þjónusta hjá fyrirtækjum sé góð þ.e. ef halda á í viðskiptavini þannig að þeir komi aftur og aftur. Vinkona Víkverja hældi mjög þjónustunni hjá Ikea og sagði það ekki algengt að hægt væri að fá endurgreitt eins og þar. Hún keypti hlut í Ikea og þegar hún kom heim komst hún að raun um að hlut- urinn passaði engan veginn hjá henni. Hún fór með hann til baka og fékk endurgreitt án nokkurra mála- lenginga og sagði við Víkverja að þegar upp væri staðið myndi Ikea græða á þessu, hún myndi örugglega leggja leið sína þangað aftur. Víkverji getur ekki annað en verið sammála vinkonu sinni um að svona þjónusta er til fyrirmyndar. Víkverji átti t.d. í mesta basli í vikunni þegar hann keypti buxur á dóttur sína í tískuverslun í Kringlunni. Hann spurði hvort hægt væri að geyma peningana fram á næsta dag svo hægt væri að fara heim með buxurn- ar og máta en það var ekki hægt. Vík- verji mátti skila buxunum en hann varð þá að taka út eitthvað annað í staðinn. Buxumar pössuðu ekki á dótturina og það tók um hálftíma að finna eitthvað annað sem stúlkunni líkaði þegar farið var með buxurnar til baka. Víkverji á örugglega ekki eftir að fara aftur í þessa búð. xxx BÓKMENNTAHÁTÍÐIN sem nú stendur yftr staðfestir enn og aftur að fréttir um dauða bókarinnar eru ótímabærar. Bókin er eini miðill- inn sem óbreyttur hefur staðið af sér allar þjóðfélagsbreytingar og menn- ingarumbyltingai1 frá miðöldum. Bókin er spegill þjóðarsálarinnar eins og kom fram í ummælum þýska nóbelsverðlaunaskáldsins Gunters Grass sem sagði í sjónvarpsviðtali að erfitt hefði verið fyrir þýska höfunda að koma sér á framfæri á árunum eft- ir seinna stríð, þegar Grass vai- ung- ur maður. Bókmenntir Þýskalands eftirstríðsáranna drógu dám af inn- flutningi t.a.m. á bandarískum reyf- urum. Þjóðveijar voru ekki tilbúnir að ræða um reynslu sína af stríðinu en gátu þó ekki án bókarinnar verið. Þjóðveijar gátu speglað sálina í Blikktommu Grass sem kom út á sjötta áratugnum. XXX MÖNNUM verður tíðrætt um að umferðin hefur þyngst og að landsmenn eiga mun fleiri bíla nú en fyrir tiltölulega fáum árum. Áður fyrr þótti sjálfsagt að menn hjálpuð- ust að ef koma þurfti bíl á verkstæði. Menn einfaldlega settu hann í tog og óku svo af stað. Enn iðka menn þenn- an leik. í dag getur þetta á hinn bóg- inn verið varasamt í þungri umferð- inni og boðið hættunni heim, sérstaklega á annatímum. Þjónusta sérstakra dráttarbíla er fáanleg og kostar ekki mjög mikið. Og úr því verið er að tala um um- ferðina þá er það leiðinlegur ósiður hvað margir eru farnir að leggja bíl- um sínum á móti umferð, svo ekki sé talað um þegar bílum er lagt báðum megin í götu og gatan er þröng.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.