Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 16.09.2000, Qupperneq 73
I MORGUNBLAÐIÐ__________________________________________________LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 73 FÓLKí FRÉTTUM Strákasýning* þriggja listamanna Opnun í Gaflerí Geysi LISTAGYÐJAN dansar af fögnuði í dag þar sem þrír ungir listamenn og ljúfmenni hin mestu opna sýningu henni til heiðurs í salarkynnum Gall- erí Geysis á Vesturgötu 2. Samsýning piltanna er nefnd eftir tölvuleiknum Pac-Man sem naut ómældra vinsældra meðal allra Commodore 64- eða Sinclair-tölvu- eigenda í árdaga þegar enn var ekk- ert sjónvarp á fimmtudögum og hat- römm stríð voru háð á milli Duran-Duran og Wham-ara í grunn- skólum landsins. „Pac-Man er eitthvað sem við strákamir höfum allir gaman af, enda er þetta svona strákasýning," segir Birgir Örn Thoroddsen, öðru nafni Bibbi og einn þremenningana, afar strákslega, „að öðru leyti tengist leikurinn ekk- ert sýningunni." Sýningin er þríþætt, baldur.com (Baldur Helgason) galdrar fram netlista- verkið „Þú skalt gefa þér tíma“ en Netið hefur verið vettvangur og helsti heimavöllur Baldurs um langa hríð. Hari (Haraldur Jónas- son) sýnir málverk sem unnin eru sérstaklega fyrir rými Gallerís Geysis sem verður að teljast afar sértækt og Bibbi einbeitir sér að myndlist fyrir rokkara með hljóð- innsetningunni „Rock ’n Roll“ sem er „sérhönnuð fyrir rokkara sem hafa stundum verið skildir út undan í myndlistarheiminum. Þannig tengi Baldu ég þessar tvær víddir tónlistar og myndlistar," segir Bibbi og lætur enn skelmislegar. Þrátt fyrir að verkin sjálf séu ólík hvert fyrir sig, tengjast þau þeim órjúfanlegu böndum sem áralangur kunningsskapur listamannanna bindur. „Það er mikill samhljómur í sýningunni enda er hún sett þannig upp að verkin spinni saman innbyrð- is og endurspegli vinasamband okk- ar sem þrír einstaklingar sem bland- ast saman í eina heild.“ Ríki Pac-Mans undir herforingja- stjórn skyttnanna þriggja verður opnað sem fyrr segir í dag klukkan fjögur og stendur yfir til 1. október næstkomandi. Sýningin er opin á hefðbundnum tíma Hins hússins. Busar tolleraðir í MR Með kökkinn í hálsinum ÞÆR eru mismiklar hremming- arnar sem námsfúst ungviðið þarf að ganga í gegnum til þess eins að fá að setjast á harðan og kaldan skólabekkinn. Af einhverjum ann- arlegum hvötum finna eldri bekk- ingar hjá sér þörf fyrir að kvelja nýnemana, einsog það sé ekki nógu kvíðavænt að stíga fyrstu stóru skrefin á menntabrautinni. I Menntaskólanum í Reykjavík voru busarnir teknir í gegn og tolleraðir að vanda síðastliðinn fimmtudag. Gunnar Thorarensen, inspector scolae, sagði hana alltaf fara fram á svipaðan hátt. „Við sjöttu bekk- ingarnir klæðum okkur upp í tóga sem er táknrænt fyrir að við séum yfir busana hafin, við séum læri- meistarar þeirra. Þannig marser- um við fremstir í skrúðgöngu, göngum niöur Bókhlöðustíginn og fram fyrir skólann. Þetta er mikil athöfn og mikið af fólki sem safn- ast að úr bænum að fylgjast með. Við höfðum komið fyrir öflugu hljóðkerfi fyrir framan skólann og spiluðum ógnvekjandi tónlist, eins og Carmina Burana, til að hræða busana sem lágu allir á gluggunum í gamla skólahúsinu með kökkinn í hálsinum. Þannig fylgdust þeir með þegar við kom- um upp tröppurnar og hlupum í kringum gamla skólann og kölluð- um að þeim „busar, busar“ til að fá þau út. Síðan flutti ræðumaður ræðu að venju og þegar klukkan slær tólf ráðumst við inn í skólann og teymum busana út og látum þau framkvæma ýmsar hunda- kúnstir áður en við tollerum þau en eftir það fá þau köku.“ - Eruð þið ekki of góð við þau? „Nei, nei, við látum þau gera Ekki missa mig! ýmislegt til að gera sig að fíflum fyrir framan alla.“ - Fékkstu útrás viðþetta? „Útrás? Ég veit ekki hvort ég fékk útrás en þetta er mikil skemmtun og maður bíður eftir þessu alla sína skólagöngu eftir að hafa verið tolleraður sjálfur. MR er skóli góðra gilda og gam- alla hefða og ég held að þetta sé allra virðulegasta og flottasta hefðin," segir Gunnar sem segist muna eftir þessum degi alla tíð. Morgunblaðið/Ásdís MYNDBONP Lánlítið fjölskyldu- drama Ég missi þig (I’m Losing You) D r a m a ★★ Leikstjóm og handrit: Bruce Wagn- er. Aðalhlutverk: Andrew McCart- hy, Frank Langella, Rosanna Arqu- ette. (100 mín.) Bandaríkin 1999. Myndform. Bönnuð innan 12 ára. STUNDUM vill tímasetning mynda koma þeim ærlega í koll og á jafnvel til að skemma algjörlega fyrii' þeim. Það gerist þegar stuttu áður hefur verið gerð betri mynd um samskonar efni. Þá skiptir engu hversu frambæri- leg síðari og sú síðri er - alltaf líður hún fyrir samanburð- inn. Skýrasta dæm- ið og jafnframt það nýlegasta er þegar Stir of Echoes barst í kvikmyndahús of stuttu eftir að Sixth Sense gerði allt vit- laust - fín mynd sem leið sorglega fyrir óumflýjanlegan samanburðinn. Eg missi þig er því miður ein af þessum ólánsömu myndum sem líða verulega fyrir samanburðinn við aðra mun merkilegri mynd - hina mögnuðu Magnólíu. Báðar eru myndimar einkar harmræmt fjölskyldudrama og segja sögur margi'a ólíkra einstaklinga sem tengjast á einn eða annan máta. Munurinn á þeim er hins vegar sá að saga og leikstjóm Andersons, höfúnd- ar Magnólíu, snertir mann miklu dýpra. Það þýðir þó ekki að Ég missi þig standi ekki fyrir sínu. Wagner, leikstjóri og höfundur, glímir af næmi við fólk í blóma lífsins sem ásamt að- standenum sínum þarf að kljást og horfast í augu við banvænan sjúkdóm. Agætis leikarahópur skilar sínu þar að auki klakklaust - meira að segja gamla níunda áratugar-stimið McCarthy. Verst með tímasetninguna. Skarphéðinn Guðmundsson Nœturgadnn sími 587 6080 í kvöld leika fyrir dansi Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. (Húsið opnað kl. 22.00 ) Inga Bjarnason Helga Jónsdóttir leiksstjórj lil.dr., leikhústræðingur leikari Leiklist fyrir alla Ertu að hugsa um að komast inn í leiklistarskóla? Þá er betra að mæta vel undirbúinn í inntökuprófið. Bjóðum á haustönn upp á tvíþætta kennslu, annars vegar fyrir þá sem stefria á leiklistarnám, hins vegar fyrir alla sem vilja bæta framsögn og raddbeitingu, öðlast meira ör- yggi, fá innsýn í starf leikhússins. Haustönn hefst 2. okt. með kynningarfundi. Kennir Houdini við MR? flllar nánari upplýsingar í símum 552 3132 og 866 1659 (Inga) og 551 7743 og 863 6437 (Jón Viðar)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.