Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
tantowel
lixaustlegt útlit
án sélar
Engir í'lekkir
Smitar ekki í í'öt
lyktarlaust
Viöurkennt af Hollustuvemd
Heildsölubirgðir: ISOM lu-ildverslun simi 588 2272
Þ./it3r
v-'ej
í DANSKA dagblaðinu Berlingske
Tidende snýst viðtalið aðallega um
samstarfið við Lars von Trier sem
svo lengi hefur verið mönnum tíð-
rætt. Eins og í flestum tímaritunum
spyr blaðamaðurinn hvers vegna hún
hafi tekið að sér hlutverkið og hvers
vegna hún vilji ekki leika í annarri
mynd eftir að hafa hlotið sjálfan
Gullpálmann.
Var tónlistinni ótrú
Björk segir að um leið og hún las
handritið hafi hún fundið mikið til
með Selmu og viljað berjast íyrir
hennar hönd „sérstaklega þar sem
hún er heltekin af tónlist eins og ég“.
Þegar Lars spurði hana hvort hún
■^ildi leika í myndinni hafi Selma sjálf
sagt já við því: „... ég var orðin ást-
fangin af þessari konu. Það skrýtna
var að ég þekkti hana. Betur en hann
[Lars von Trier]! Sem er einkenni-
legt, því það var hann sem skapaði
hana! En ég fann að mig langaði að
verja hana. Og um leið og ég sagði já
byrjaði ég að skipta út mínu „ég-i“
fyrir hennar „ég“.“
Og Björk fannst hún ekki alveg
eiga heima í kvikmyndaheiminum.
„Stundum leið mér eins og músl-
ima í krossför fyrir kaþólikka... það
var mjög erfitt að yfirgefa eigin
krossferð í þrjú ár og gefa þessari
manneskju [Selmu] allt án þess að
vita hvort ég myndi lifa af.“ Hún
heldur áfram.
„Mig langaði aldrei að vera með í
mynd. Ég heyri úrið tifa og segja að
ég eigi bara 50 ár eftir og ég er ekki
ennþá byrjuð að semja góða tónlist!"
Og hún segir ennfremur að það að
eyða þremur árum í kvikmynd finnist
henni eins og að halda framhjá.
„Stærsta hræðslan var við að þegar
ég kæmi til baka til ástar lífs míns,
tónlistarinnar, hvort hún tæki mér þá
opnum örmum. Verður hún þar fyrir
mig? Gerði ég skyssu? Þess vegna
ætla ég aldrei aftur að taka þátt í
kvikmynd. Þetta var undantekning.
Þegar ég sagði já við Lars vissi ég að
það yrði bara í þetta eina skipti.“
En Björk segist þó kunna að meta
BOURJOIS
---- P A R I S -
NÝ 0G GLÆSILEG SNYRTIVÖRUDEILD
í HJARTA BORGARINNAR
■L LAUGAVEGI16
■
KYNNING Á NÝJU HAUST- OG VETRARLITUNUM LÉGENDE
LYFJA Laugavegi
Þrig'gja ára
krossför
Björkin okkar björtust sést nú víða í erlend-
um blöðum og tímaritum vegna frumsýn-
ingar kvikmyndarinnar „Dancer in the
Dark“. Fólk í fréttum leit í nokkur þeirra.
lífsreynsluna. Hún segist hafa gert
sér grein fyrir því við lestur hand-
ritsins að það yrði mjög erfitt að
vinna við myndina. „Og þar sem ég er
sú sem ég er, er allt spurning um líf
eða dauða hjá mér. Ég gekk miklu
lengra en ég var neydd tO. En þannig
er ég.“
Vildi veija Selmu
í franska kvikmyndablaðinu
Premiére er forsíðuviðtal við Björk.
Þar kemur m.a. fram að Björk hefur
alltaf langað frá því að hún var lítil að
búa tO dans- og söngvamynd, og eftir
að hafa gert Oh so quiet-myndbandið
með Spike Jonze hafi þau ákveðið að
gera saman mynd, en að hún hafi hitt
Lars þegar Spike tók upp BeingJohn
Malkovich. Og hana grunar að Lars
hafi fengið hugmyndina að Dancer in
the Dark við að sjá hana veija son
sinn á flugveOinum í Bangkok og af
fyrmefndu myndbandi. Þegar hún
las handritið að Selmu var eins og
draumur hefði ræst en hún vOdi ekki
svíkja Spike, en hann hvatti hana tO
að taka þátt í því af því hann vissi
ekki hvort hann fengi að gera aðra
mynd. Þannig ákvað hún að segja já
við því að skrifa tónlistina fyrir
Dancer in the Dark. Þegar þau Lars
höfðu unnið saman í ár hótaði hann að
hætta við myndina nema hún tæki að
sér hlutverk Selmu. Þá ætlaði hún
fyrst að nota tónlistina sem hún hafði
samið til að búa tO plötu, en sá að
þetta gæti ekki orðið Bjarkarplata.
Þetta var tónlistin hennar Selmu. „Þá
var ég orðin ástfangin af þessum
karakter og langaði
tfl að veija hana. [...]
Það var erfitt því þá
bað Spike mig að
gera tónlistina fyrir
sína mynd, en ég
ákvað að vinna við
myndina hans Lars.“
Tónlistin klippt til
Og samkvæmt við-
tali í hinu breska ID
fannst Björk þegar
hún var að vinna
tónlistina að Selma
væri jafn innhverf og
hún sjálf, og er sann-
færð um að það séu
margir eins og þær,
en sem láta lítið yfir
sér. Hún segist
fyrstu fimmtán ár
ævinnar hafa verið
að mestu leyti ein og
mjög ánægð með
það. „Svo hitti ég fólk
og þeim fannst eins og ég væri eitt-
hvað fötluð. Eins og ég ætti að vera
leið yfir því að vera ein. En mér
fannst það alltaf vera einmitt öfugt.
Það er ein af ástæðunum fyrir því að
ég vildi gera myndina, til að styðja
„Samband innhverfra“.“
I því viðtali skýrir Björk frá því að
þegar að upptökum kom hafi vanda-
mál hennar ekki falist í því að vera
Selma, heldur þurfti hún að berjast
fyrir tónlistinni sinni. Eftir að hafa
verið Selma allan daginn, útötuð í
blóði með gleraugu á nefinu við það
að hoppa framan af klettum án fall-
hlífar, og á kvöldin þegar hún kom
heim voru hljóðmeistaramir búnir að
klippa 11 takta út úr tónlistinni henn-
ar. Þá varð hún að stappa niður fæt-
inum.
En það er samt ekki hægt að segja
að Björk hafi notið þess sérstaklega
að leika Selmu. Hún segir frá því í
breska tímaritinu Q að hún hafi spurt
samleikkonu sína, Catherine Den-
euve, hvemig hún færi að því að
vinna sem leikkona. „Hún [Cather-
ine] spurði: „Finnst þér ekki gaman
að vera stundum einhver allt önnur?“
Ég svaraði: „Nei.“ í einu orði. Ég hef
ekki minnsta áhuga á því. Ég er ekki
ennþá orðin ég sjálf.“
Björk lýsir því þó yfir í flestum við-
tölum hversu þakklát kvikmynda-
gerðarfólkinu hún sé fyrir að skilja
aðstöðu hennar en líklegast er hún
þakklátust vinkonu sinni sem var
með henni meðan á upptökunum stóð
því Björk gaf henni gullpálmann
sinn.
SINFÓNÍAN
Veldu fjóra!
Regnbogaskfrteini Sinfónfunnar er málið.
Fernir tónleikar að eigin vali ó aðeins 7.600 kr.
Fáðu þér Regnbogaskírteini tryggðu þér gott sæti.
SNYRTIFRÆÐINGUR VEITIR
RÁÐGJÖF
0PNUNARTILB0Ð
VIÐ KAUP Á TVEIM HLUTUM
FYLGIR V0LUME GLAM0UR
MASKARI GRIS EÐA PASTEL TEINT
PÚÐUR APRIC0T
ATH. TILB0ÐIÐ GILDIR EINNIG í
LYFJU LÁGMÚLA, LYFJU HAFNARFIRÐI
0G LYFJU KÓPAV0GI
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Munið námsmannaafsláttinn
- miöar á hálfvirði samdægurs
Háskólabíó v/Hagatorg
Slmi 545 2500
www.sinfonia.is
í DAG, LAUGARDAG,
KL. 11-16