Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 1
214. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Perú Njósna- foringinn í haldi hersins Lima. Reuters, AFP. ÓSTAÐFESTAR fréttir hermdu í gærkvöld að her Perú hefði handtek- ið Vladimiro Montesinos, yfirmann leyniþjónustu landsins og gaml- an bandamann Albertos Fuji- moris forseta. Forsetinn til- kynnti óvænt á laugardag að hann hygðist boða til kosninga sem fyrst og gefa ekki kost á sér til endurkjörs eftir að sjónvarpsstöðvar sýndu myndbandsupptöku sem virt- ist sanna að Montesinos hefði mútað þingmönnum. Lögfræðingur systur Montesinos sagði að hún hefði þegar farið þess á leit við dómstóla að leyniþjónustufor- inginn yrði leystur úr haldi ef frétt- imar um handtöku hans væru réttar. Embættismaður í dómskerfinu sagði að hermenn héldu Montesinos í höfuðstöðvum leyniþjónustunnar en engin formleg handtökuskipun hefði verið gefin út. Montesinos hefur verið mjög áhrifamikill í hemum og órðrómur hefur verið á kreiki um að stuðnings- menn hans í yfirstjórn hersins kunni að reyna að taka völdin í sínar hend- ur. ■ Stjórnarandstaðan/ 28 Kína Ráðagóðir lögreglu- menn LÖGREGLUYFIRVÖLD Lis- hui-héraðins í Kína fundu upp á óvenjulegri lausn til að leysa fjárhagsvanda sinn - þau opn- uðu vændishús og sektuðu síð- an viðskiptavinina. Það var aðstoðarlögreglu- stjóri héraðsins, Gao Mingli- ang, sem átti hugmyndina að vændishúsinu sem opnað var í maí í fyrra. Vændishúsið var dulbúið sem veitingastaður og sáu gleðikonur um að lokka viðskiptavini inn í bakherbergi „veitingastaðarins.“ Lögreglan gerði síðan skyndiárásir í bak- herbergin með reglulegu milli- bili, handtók viðskiptavinina og flutti þá niður á lögreglu- stöð þar sem þeir vom sektað- ir. Gleðikonunum var síðan greiddur bónus í samræmi við hve margir vora sektaðir. Það var síðan ekki fyrr en lögregluyfirvöld í nærliggjandi héraði handtóku eiganda „veit- ingastaðarins“ og dæmdu hann til árs vistar í vinnubúð- um að upp komst um fjár- öflunarstarfsemina. Vladimiro Montesinos Aðgerðir bílstjóra gegn háu eldsneytisverði Mótmælin breiðast út til Norðurlanda Stokkhólmi, Ósld. Reuters, AP. FLUTNINGABÍLSTJÓRAR í Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi hindmðu vöruflutninga um nokkrar hafnir og akstur tankbíla frá olíubirgða- stöðvum í gær til að mótmæla háu eldsneytisverði. Líkt og í Frakklandi, Bretlandi og víðar í Evrópu síðasta hálfa mánuðinn vilja bílstjórarnir knýja fram lægri álögur á dísilolíu og bensín eftir veralegar verðhækkan- ir í ár vegna hæma heimsmark- aðsverðs og hás gengis dollarans. Aðgerðunum hætt í Noregi Bílstjórarnir hindraðu olíudreif- ingu frá ellefu birgðastöðvum í suð- ur- og vesturhluta Noregs í nokkr- ar klukkustundir þar til ríkis- olíufyrirtækið Statoil kærði aðgerðirnar til lögreglu. Bílstjór- arnir ákváðu þá að láta alveg af að- gerðunum fremur en að hætta á átök við lögregluna. „Þar sem Stat- oil lagði fram kæru vegna þriggja birgðastöðva sinna ákváðum við að hætta öllum aðgerðunum þar sem þær myndu ekki vera sanngjarnar gagnvart öðrum olíufyrirtækjum," sagði Knut Enger, talsmaður norsku flutningabílstjóranna. Sænskir flutningabílstjórar hindruðu vöraflutninga um hafnir þriggja stærstu borga Svíþjóðar, Stokkhólms, Gautaborgar og Malmö. Um 400 bílstjórar tóku þátt í aðgerðunum og þeir sögðust ætla að halda þeim áfram þar til stjórnin yrði við kröfu þeirra um að hætta við áform um að hækka verð dísil- olíu um 10%. Bændur lögðu einnig um 120 dráttarvélum á torgi í mið- borg Linköping til að mótmæla háu eldsneytisverði. Um 625 dráttarvél- ar voru notaðar í svipuðum aðgerð- um í fleiri sænskum borgum. Um 20 flutningabílar hindraðu umferð um þjóðveg nálægt olíu- hreinsunarstöð í suðurhluta Finn- lands. Umferðin komst þó fljótt í eðlilegt horf og mótmælin höfðu ekki áhrif á starfsemi stöðvarinnar. Sjómenn á fiskibátum lokuðu einnig höfninni í Barcelona í gær- morgun og stöðvuðu á annan tug flutningaskipa til að mótmæla háu eldsneytisverði og lágu fiskverði. Finnskir flutningabflstjórar stöðva umferð austan við Helsinki til að mótmæla háu eldsneytisverði. ESB hvetur Serbatil að kjosa stjórnarandstöðuna Lofa að afnema við- skiptaþvinganir Brussel, Belgrad. AFP, AP, Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) samþykkti í gær að afnema við- skiptaþvinganir sínar gegn Serbíu fari stjómarandstaðan með sigur af hólmi í kosningunum sem fram fara í Júgóslavíu á sunnudag. I yfirlýsingu sinni hvöttu utanríkisráðherrar allra ESB-ríkjanna Serba til að greiða ekki stjórn Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, atkvæði sitt og era kjósendur hvattir til „að hafna á skýran og friðsamlegan hátt stefnu Milosevics“. Kosningamar era prófsteinn á vinsældir Milosevics, en auk þing- og sveitarstjómarkosninga verður einn- ig kosið til forseta. Þetta er í fyrsta skipti sem Milosevic á á hættu að tapa, en óháðar skoðanakannanir benda til að mótframbjóðandi hans og stjómarandstæðingurinn Vojislav Kostunica sé sigurstranglegur. Óvist þykir þó að kosningarnar muni fara heiðarlega fram og hefur stjórnarandstaða Serbíu varað við að Milosevic kunni að grípa til sinna ráða. Stjómmálaskýrendur era margir á sama máli og alþjóðastofn- anir, sem eftirlit hafa með réttmæti kosninga, hafa neitað að fylgjast með kosningunum á sunnudag þar sem ekki sé hægt að tryggja réttmæti þeirra. Það var þó mat utanríkisráð- herra ESB-ríkjanna að kosningarn- ar veittu Serbum tækifæri á að koma á lýðræðislegum breytingum og sagði Hubert Vedrine, utanríkisráð- hema Frakka og fundarstjóri, ESB hafa hug á að senda eftirlitsmenn til til að fylgjast með kosningunum. Milosevic tU Svartfjallalands Stjóm Svartfjallalands, sem ásamt Serbíu myndar sambandsríkið Júgó- slavíu, er mótfallin stjórn Milosevics og hefur hvatt íbúa til að taka ekki þátt í kosningunum á sunnudag þar sem þær séu ólöglegar. Milosevic sækir þó Svartfjallaland heim nú á miðvikudag, en héraðin við landamæri Serbíu era stjórn hans hliðholl. Er heimsóknin talin geta aukið spennu í Svartfjallalandi og hafa heyrst getgátur um að Milosev- ic muni reyna að hvetja til óeirða, en slíkt gæti reynst honum næg ástæða til að fresta kosningum. Danir deila um evruna Morgunblaðið, Kaupmannahöfn. DANSKA ríkisstjórnin ætlar að koma í veg fyrir að teknar verði upp meirihlutaákvarðanir í félags- og skattamálum innan Evrópu- sambandsins (ESB). Fundað verð- ur um breytingar á ákvörðunar- ferli ESB í Nice í Frakkland í desember, og hafa Frakkar lagt fram tillögu um að meirihluti verði látinn duga við ákvarðanatöku ákveðinna þátta skattamála, en skv. núgildandi reglum verða öll aðildarríki að samþykkja breyting- ar. Að sögn Niels Helveg Peter- sen, utanríkisráðherra Danmerk- ur, ætla Danir sér hins vegar að koma í veg fyrir allar tillögur í þessa átt. Andstæðingar aðildar Dana að evrópska myntbandalaginu segja danska velferðarkerfið í hættu verði aðildin samþykkt, því fyrr eða síðar verði farið að samræma lög og reglur, m.a. um félags- og skattamál, á evrusvæðinu. Danska félagsmálakerfið er að mestu fjár- magnað með skatttekjum, ólíkt öðrum ESB-ríkjum þar sem fram- lög atvinnurekenda og sparnaður einstaklinga gegna mikilvægu hlutverki. Skoðanakannanir benda til þess að andstæðingar aðildar muni hafa betur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um evruna sem fram fer í Dan- mörku 28. september nk. Hefur forysta þeirra farið hratt vaxandi undanfarna daga og Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra því boðað aukna hörku í áróðursbar- áttunni fyrir atkvæðagreiðsluna. ■ Rasmussen boðar/ 29 --------------- Bretland Dauðsfall rakið til salmonellu- sýkingar í BRETLANDI hefur salmonellu- sýking, svipuð þeirri sem upp hefur komið hér á landi, valdið miklum usla. Að því er fram kemur á frétta- vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar hef- ur salmonellan, sem er ónæm fyrir mörgum algengum sýklalyfjum, nú þegar dregið einn til dauða, en 249 hafa veikst af völdum hennar. Sá látni var á táningsaldri og lést hann af völdum blóðeitrunar er upp kom í kjölfar salmonellusýkingar- innar. Líkt og hér heima hefur salm- onellan í flestum tilfellum sýkt ungt fólk og er því kennd við skyndibita- staði þótt upptök hennar séu enn ókunn. MORGUNBLAÐIÐ 19. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.