Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gæsaskytta fékk högl í báða fætur GÆSASKYTTA varð fyrir slysa- skoti veiðifélaga síns í Kaldárholti í Holta- og Landsveit í Rangárvalla- sýslu í gærkvöldi. Veiðifélagarnir höfðu legið eftir bráð fram í myrkur og þegar sá er varð fyrir skotinu hreyfði sig taldi veiðifélaginn að þar væri gæs á ferð. Maðurinn, sem var með tveimur félögum sínum við veiðar, fékk haglaskot í báða fætur af stuttu færi og var fluttur á slysadeild Landspítalans í Reykjavík eftir að félagar hans höfðu komið honum undir læknishendur á Selfossi. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem höglin voru fjarlægð úr fótum hans. Ekki er tal- ið að meiðsl mannsins séu varanleg. Hafði 28 milljónir af sex körlum HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hálfsjötug kona sæti gæslu- varðhaldi til 25. september vegna fjársvika en hún hefur viðurkennt að hafa tekið við rúmlega 28 millj- ónum króna úr hendi sex roskinna karlmanna sem hún hefur lítil önn- ur tengsl við. Embætti ríkislögreglustjóra krafðist þess að konan sætti gæslu- varðhaldi til 28. september. í úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ijóst þyki að nauðsynlegt sé að yfirheyra umrædda karlmenn nánar um meint brot, kanna tengsl barna kærðu við sakarefnið og hvað varð af umræddum fjármunum. Rannsóknargögn bendi sterklega til að kærða kunni að hafa áhrif á vitni og mögulega samseka haldi hún frelsi sínu meðan rannsókn málsins sé á þessu stigi. Ekki séu þó efni til að marka gæsluvarðhaldskröfunni jafn langan tíma og krafist sé. Baugur ræðst í breytingar á nokkrum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Iljörleifur Jónsson byggingameistari á hlaðinu að Árbakka þar sem húsin eru smíðuð. Fyrstu fimm húsin tilbúin á tíu dögum Selfossi. Morgunblaðið. FYRSTU fimm húsin sem reisa á á Hellu vegna jarðskjálftanna í sum- ar verða tilbúin til flutnings á und- irstöður eftir tvo daga. Byrjað var á húsunum 11. september og er unnið á vöktum allan sólarhring- inn við að smíða húsin og ganga frá þeim. Það er Hjörleifur Jónsson, bygg- ingameistari á Akranesi, sem smíðar húsin og er hann í sam- starfi við norskt fyrirtæki um framleiðslu húsanna. AUs mun Hjörleifur smíða og ganga frá tuttugu húsum sem öllum er skilað fullfrágengnum með öllum inn- réttingum. 36 menn starfa að byggingu húsanna, þar af eru sextán frá norska samstarfsfyrirtækinu. Byrjaði undirbúning strax Hjörleifur sagðist hafa byrjað að undirbúa það að bjóða fram hús vegna jarðskjálftanna strax eftir að þeir riðu yfir, þar sem honum fannst það liggja í augum uppi að bregðast þyrfti við vanda vegna skemmda á húsum. „Ég er hér með hörkumannskap og á því byggist það að þetta gangi. Þetta er ögr- andi verkefni og gaman þegar það gengur upp,“ sagði Hjörleifur. Skiladagur verksins er 1. nóv- ember og þá segist hann verða klár með tuttugu hús sem samið var við hann um að smíða. Fullfrágengin með innréttingum Hvert hús er 80 fermetrar að stærð, með þremur herbergjum, Unnið við að einangra eitt hús- anna. þvottahúsi, baði, eldhúsi og stofu. Þeim er skilað fullfrágengnum með öllum innréttingum þannig að fólk getur flutt inn. Hjörleifur sagði að samstarfíð við norska að- ilann skilaði sér í lægri efnis- kostnaði og þar af leiðandi hag- stæðara verði á húsunum. Fyrstu fimm húsin fara strax í þessari viku á undirstöður á Hellu og þá verða tekin fyrir sex hús á byggingabækistöðinni á Árbakka þar sem unnið er að smíði hús- anna. Þjónusta numer eitt! Til sölu Suzuki GSX- R750W árg. 1995, ekinn 4.000 km, svartur- fjólublár. Ásett verð 650.000 ath. skipti. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu 569 5500 Opnunartlmar: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 10-14 BÍLAÞING HEKLU Nvme-r e-íH' í turtvPvm bílvml Laugavegi 174,105 Reykjavfk, simi 569-5500 ’jVvy’jy.bílHíbí/icjj£; - ’jí/w’jV.bjjai/JÍ/jýJ;;j yvyvyy.L»ÍJ'jí/jj/jcjJ/í STJÓRNENDUR Baugs hf. hafa ákveðið að ráðast í umfangsmiklar breytingar á Nýkaupsverslunum fjórum á höfuðborgarsvæðinu. Verður verslun Nýkaups í Mosfells- bæ breytt í Bónusverslun um næstu mánaðamót og verslunum Nýkaups í Garðabæ og á Eiðistorgi á Sel- tjarnarnesi verður breytt í Hag- kaup ferskvörumarkað. Schumacher hafði dvöl á Islandi sm Verslun Nýkaups í Kringlunni verður hins vegar áfram rekin undir nafni Nýkaups en þar verður þjón- usta aukin, m.a. með opnun sér- staks fiskborðs og áhersla verður lögð á að hafa fagmenntað fólk við afgreiðslustörf og til ráðgjafar fyrir viðskiptavini. Þá verður vöruval í versluninni aukið um 15%. Lægra vöruverð vegna breyt- ingar í Hagkaupsverslanir Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, forstjóra Baugs, er markmið- ið með þessum breytingum að auka hlut verslana sem bjóða hagstætt vöruverð og stuðla þar með að auknum hlut verslana sem bjóða lágt matvöruverð á Islandi. Jón segir að breyting verslana Nýkaups á Seltjarnarnesi og I Garðabæ í Hagkaupsverslanir muni hafa í för með sér lækkun vöru- verðs, sem taki mið af verðlagi í verslunum Hagkaups eins og það er í dag. Eftir breytinguna muni verð- lag í þessum verslunum því lækka um 6 til 8%. „Við höfum fylgst mjög náið með markaðinum í gegnum viðamiklar kannanir sem Baugur hefur fram- kvæmt í viðleitni okkar til að þjóna neytendum sem best í þessum hverfum. Við höfum fundið fyrir því að neytendur leggja mikla áherslu á lágt verðlag á matvöru og jafnframt hefur komið í ljós að það er markað- ur fyrir verslun með enn hærra þjónustustig en við höfum verið með í Nýkaupsverslununum fram að þessu. Þar sjáum við tækifæri Morgunblaðið/Golli Verslunin Nýkaup í Kringlunni verður áfram rekin undir nafni Nýkaups en auka á þjónustu innanbúðar og vöruval í versluninni. fyrir glæsilega verslun í Kringlunni. Verslun Nýkaups í Mosfellsbæ verður breytt í Bónusverslun. Þar hefur vantað lágvöruverðsverslun og við höfum fundið fyrir miklum þrýstingi frá íbúum Mosfellsbæjar um að begðast við þessu. Við teljum því að sú breyting muni falla vel að óskum þeirra," sagði Jón Ásgeir. Hagræðingaraðgerðir innan fyrirtækisins Er reiknað með að breytingarnar verði að fullu komnar til fram- kvæmda um miðjan október næst- komandi. Að sögn Jóns Ásgeirs verður samhliða þessum breytingum unnið að aukinni hagræðingu innan fyrir- tækisins, til að fylgja eftir þessari lækkun vöruverðs. Breytingarnar munu ekki hafa áhrif á fjölda starfsmanna Baugs, þar sem öllu starfsfólki þessara verslana verður tryggð áframhald- andi vinna. Hins vegar verður gerð sú breyting á yfirstjórn verslan- anna að Árni Ingvarsson, sem hefur verið innkaupastjóri Nýkaups, tek- ur við rekstri Nýkaups í Kringlunni og Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Nýkaups, fer til starfa á aðal- skrifstofu Baugs, skv. upplýsingum Jóns Ásgeirs. MICHAEL Schumacher, ökuþór hjá Ferrari í Formúlu-1, hafði næturdvöl á íslandi á leið sinni til Bandaríkj- anna, en þai- fer næsti kappakstur fram um komandi helgi. Schumacher kom til Keflavíkur- flugvallar upp úr miðnætti á sunnu- dagskvöld ásamt eiginkonu sinni, Corinne, með áætlunarílugi Flugleiða frá Dusseldorf og dvaldist í Keílavík fram yfir hádegi í gær er hann hélt aftur upp á flugvöll til áframhaldandi flugs til Bandaríkjanna. Þremur Nýkaupsverslunum breytt í Hagkaup og Bónus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.