Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sveitarstjórn Skútustaðahrepps um stjórn Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn Fór út fyrir hlutverk sitt og verði því leyst frá störfum SVEITARST JÓRN Skútustaða- hrepps samþykkti á fundi fyrir helgi samhljóða tillögu Leifs Hallgríms- sonar oddvita þar sem fram kemur að sveitarstjómin hafi verulegar áhyggjur af stöðu Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn 1 kjölfar kæru meirihluta stjómar stöðvarinn- ar á úrskurði skipulagsstjóra um kís- ilgúmám úr Mývatni. Fram kemur í tillögunni að hlut- verk stjómar stöðvarinnar sé sam- kvæmt reglugerð einkum rannsóknir á svæði því sem friðlýst er sam- kvæmt lögum frá árinu 1974. Einnig sér stjómin um framkvæmdir og rekstur og þá á hún að vera stjóm- völdum til ráðuneytis um allt það er lýtur að framkvæmd laga um vemd- un Laxár og Mývatns. „Það er mat sveitarstjómar Skútu- staðahrepps að með kæm meirihluta stjómar Náttúrurannsóknarstöðvar- innar á íyrrgreindum úrskurði hafi stjómin farið út fyrir hlutverk það sem henni er sett með lögum og reglugerð og geti ekki lengur sinnt því hutverki sem henni er ætlað, þ.e. að vera stjórnvöldum til ráðuneytis,“ segir í tillögunni. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur því brýna nauðsyn til að núverandi stjóm Nátt- úrurannsóknarstöðvarinnar við Mý- vatn verði leyst frá störfum. Þá telur sveitarstjóm jafnframt tímabært að nema lög nr. 36/1974, lög um vemdun Mývatns og Laxár, úr gildi þar sem heildstæð náttúru- vemdarlög hafi verið sett. „í kjölfar- ið telur sveitarstjóm nauðsyn bera til að endurskipuleggja starfsemi Nátt- úrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn þannig að hún megi á trú- verðugan hátt sinna því hlutverki sem henni er ætlað eins og segir í til- lögunni sem samþykkt var á fundi sveitarstjómar. Stjórnin tók pólitíska afstöðu „Við teljum að meirihluti stjómar Náttúruvemdarstöðvarinnar við Mývatn hafi með kæru sinni tekið pólitíska afstöðu og það er alls ekki hennar hlutverk. Stjóm stöðvarinnar á að sjá um starfsemi hennar og ann- ast rannsóknir auk þess að vera stjómvöldum til ráðuneytis, en með þessari kæm teljum við að farið hafi verið út íyrir eðlileg mörk, verið of langt gengið,“ sagði Sigbjöm Gunn- arsson, sveitarstjóri Skútustaða- hrepps. Sigbjöm sagði löngu tímabært að endurskoða lögin um verndun Mý- vatns og Laxár. Nú væm í gildi heild- stæð náttúruvemdarlög, en þau hefðu síðast verið endurskoðuð á síð- asta ári og því fullkomlega óþarft að hafa einnig í gildi sérlög um Mývatn og Laxársvæðið. Þau væm úr takt við tímann og því bæri að afnema þau. Kvaðst sveitarstjóri telja að fyr- ir því væri meiri vilji nú en áður. Nefndi hann að í 3. grein laganna kæmi fram að hvers konar mann- virkjagerð og jarðrask væri óheimilt nema með leyfi Náttúmverndar rík- isins, en spurning væri hvort slíkt stæðist stjómskipunarlög. „Það pirrar marga óskaplega að hér megi ekkert gera nema með leyfi Náttúmvemdar ríkisins. Það er eng- um Ijósara en okkur sem hér búum, í náttúm Mývatnssveitar og með henni, hvílíkur gullmoli hún er og ég er sannfærður um að ef menn teldu hluti stefna á verri veg yrði gripið inn í,“ sagði Sigbjöm. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband $ ELTAK„ Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is S • v Morgunblaðið/Kristján morgunsanð ungu nemendur í Glerárskóla höfðu gert. Okumenn þurftu hins vegar margir hverjir að grípa til snjó- sköfunnar. Þá var víða töluverð hálka á heiðum og fjallvegum á Norðurlandi. Fjölmenni á opnu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar Verkefni vetrarins kynnt FJÖLDI fólks lagði leið sína í Sam- komuhúsið sl. laugardag þar sem Leikfélag Akureyrar stóð fyrir opnu húsi. Starfsfólk LA kynnti verkefni vetrarins, boðið var upp á skoðunarferðir um Samkomuhúsið, börnin fengu andlitsmálun og Skralli trúður heiisaði upp á gesti. Þá voru sýnd atriði úr Stjömum á morgunhimni og Sæma sirkus- slöngu og lesið úr Gleðigjöfunum. Yngstu gestimir höfðu hins vegar mestan áhuga á andiitsmáluninni, eins og sést vei á myndinni. Kuldalegt í ÞAÐ var heldur hráslagalegt um að litast er Akur- eyringar risu úr rekkju í gærmorgun, snjómugga og frekar kalt í veðri. Því var betra að klæða sig vel áður en haldið var út í daginn, eins og þessir Vetrarstarf Skákfélags Akureyrar hafíð Enn sigrar Ólafur VETRARSTARF Skákfélags Akureyrar er hafið í nýjum húsakynnum félagsins í íþróttahöllinni á Akureyri. Fyrsta mótið í skákstofunni í Höllinni fór fram sl. fimmtu- dag. Þátttaka var góð en tefldar voru sjö umferðir eftir monrad-kerfi. Ólafur Kristjánsson, sem verið hefur sigursæll á mót- um félagsins að undanförnu, fór með sigur af hólmi, hlaut 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Ólafur sigraði Stefán Bergs- son í hreinni úrslitaskák í síð- ustu umferð. Smári, sonur Ól- afs, hafnaði í öðru sæti með 5 vinninga en Stefán hafnaði í þriðja sæti með 4,5 vinninga. Gylfi Þórhallsson fékk jafn- marga vinninga og Stefán en varð lægri á stigum en síðan komu sex keppendur með fjóra vinninga. Veitingastaðir á Akureyri Frjáls afgreiðslu- tími afnuminn FRJÁLS afgreiðslutími veit- ingastaða á Akureyri var af- numinn um liðna helgi, eða föstudaginn 15. september síð- astliðinn, en afgreiðslutíminn hefur verið frjáls síðustu miss- eri. Bæjarstjóm ákvað í júlímán- uði í sumar að afgrreiðslutím- inn yrði frá kl. 7 til 4 aðfaranótt laugardags og sunnudags eða almenns frídags, en frá kl. 7 til 1 alla aðra daga. Veitingatími áfengis er sam- kvæmt nýjum afgreiðslutíma frá kl. 11 alla daga, en fylgir að öðru leyti heimiluðum af- greiðslutíma veitingastaða á hverjum tíma, þó með þeim takmörkunum sem felast í ákvæðum laga um helgidaga- frið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.