Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 21 LANDIÐ Myndir: Karl Sigurgeirsson Viðurkenningar fyriri námsárangur: F.v. Sóley Ólafsdóttir, móðir Sig- urðar Þórs, Rafn Benediktsson, Brynjólfur Gi'slason sveitarstjóri, Hall- fríður Ósk Ólafsdóttir og Sigurjón Þorsteinsson. Viðurkenningar veittar Hvammstanga - Sveitarsljórn Húnaþings vestra boðaði til sam- sætis á Hótel Seli á Hvammstanga fyrir skömmu og veitti þar viður- kenningar fyrir snyrtimennsku í héraðinu. Guðmundur Haukur Sig- urðsson oddviti sagði sveitarsljórn vinna markvisst að umhverfismál- um í sveitarfélaginu og nefndi til nokkur atriði. Sveitarfélagið hefði í tvö ár ver- ið aðili að umhverfísverkefninu „Staðardagskrá 21“ og einnig verkefninu Fegurri sveitir. Sau- tján heimili taka nú þátt í að flokka og jarðgera heimilissorp. Yfir- gripsmikið verk er nú unnið í könnun á vatnsbólum í héraðinu og einnig er átak í frárennslismálum, bæði í þéttbýli og til sveita. Sveitarfélagið hefur skipað nefnd sem m.a. vinnur að tilnefn- ingu til viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfí. Sigríður Hjaltadóttir hafði framsögu fyrir niðurstöðunum og sagði frá störf- um nefndarinnar. Viðurkenningu hlutu ábúendur á Akurbrekku í Hrútafirði, Hestamannafélagið Þytur fyrir hestaíþróttasvæði í Kirkjuhvammi, en það var form- lega tekið í notkun í sumar, og Sig- urlaug Jóhannesdóttir og Hringur Guðmannsson fyrir garð við hús sitt á Höfðabraut 7 á Hvamm- stanga. Rafn Benediktsson, for- maður Búnaðarsambands Vestur- Húnvetninga, veitti ásamt Húna- þingi vestra þremur ungmennum viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í námi, en þau út- skrifuðust frá Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri á liðnu vori. Ungmennin eru Hallfríður Ósk Óskarsdóttir í Víðidalstungu, Sig- urður Þór Guðmundsson á Hvammstanga og Sigurjón Þor- steinsson á Reykjum í Hrútafírði. Sagði Rafn það afar ánægjulegt að ungt fólk úr dreifbýlinu sækti skóla sem Hvanneyri og sagði sjálf- ur hafa sterkar taugar til skólans. Myndir: Karl Sigurgeirsson Frá v. Sigríður Hjaltadóttir, Hringur Guðmannsson, Sigurlaug Jóhann- esdóttir, Brynjólfur Gíslason sveitarsljóri, Guðmundur H. Sigurðsson, Gunnar Þórarinsson, formaður Þyts, og Böðvar Þorvaldsson. - • ' Máestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Þin g KFUM og KFUK í Yestmannaeyjum Vestmanaeyjum - Þing Lands- sambands KFUM og KFUK var haldið laugardaginn 9. september í húsi KFUM og KFUK í Vest- mannaeyjum og óhætt er að segja að veðurguðirnir hafa tekið vel á móti þingfulltrúum. Vestmannaeyj- ar skörtuðu sínu fegursta þingdag- inn sem jók mjög á ánægju þing- fulltrúa í útsýnisferð sem farin var um Heimaey að þingi loknu. Voru samankomnir 32 fulltrúar víða að af landinu og tóku þeir þátt í þingstörfum sem stóðu lungann úr laugardeginum, frá því snemma morguns fram eftir degi. Á þinginu fóru fram venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem ýmis mál tengd fé- lagsstarfinu voru rædd. Rætt var um vanda landsbyggðarfélaganna og kynntu Akurnesingar námskeið sem átt hefur sinn þátt í eflingu starfsins á Akranesi. Tvær ungar stúlkur frá Reykja- vík kynntu hugmyndir frá KFUM og KFUK í Danmörku en þær höfðu tekið þátt í landsþingi KFUM og KFIJK í Danmörku sem haldið var í maí sl. I kjölfar erindis þeirra voru umræður í hópnum um ýmsa þætti í starfi KFUM og KFUK á íslandi sem vöktu þátt- takendur þingsins til umhugsunar enda margar mjög athyglisverðar tillögur á ferð. Á þinginu komu tveir nýir félag- ar inn í stjórn Landssambandsins en Stella Skarphéðinsdóttir fulltrúi Reykjavíkur hætti stjórnarstörfum. Voru þeim þökkuð vel unnin storf í þágu félaganna. Stjórn Lands- sambandsins skipa nú Björgvin Þórðarson, Böðvar Björgvinsson, Hafdís Hannesdóttir, Jóhanna S. MAGNUS V. Jóhannsson hefur ver- ið ráðinn umdæmisstjóri Vegagerð- arinnar á Vesturlandi frá 1. október næstkomandi. Birgir Guðmundsson, sem verið hefur umdæmisstjóri í Borgarnesi um árabil, tók við starfi umdæmisstjóra á Akureyri. Erludóttir, Jón Oddgeir Guðmun- dsson, Kristján Sigurðsson og Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson. Þinginu lauk með helgistund og altaris- göngu í nýju Stafkirkjunni á Skans- inum í Vestmannaeyjum, sá séra Bára Friðriksdóttir um athöfnina. Mun þetta vera fyrsta altarisgang- an í Stafkirkjunni sem var vígð 29. júlí sl. að viðstöddum konungi Nor- egs, drottningu hans, forseta ís- lands, biskupum o.fl. fyrirmönnum. Að loknu þingi var Vestmannaey- ingum þökkuð gestrisni og góð skipulagning. Magnús er 45 ára byggingaverk- fræðingur. Hann var verkfræðingur hjá Vegagerðinni frá árinu 1981, tækniforstjóri rekstrardeildar frá 1990 en hefur að undanfórnu verið í launalausu leyfi og starfað hjá sam- gönguráðuneytinu. Vegagerðin á Vesturlandi Ráðinn umdæmisstjóri ' Túnis býður ekki aðeins upp á góða golfvelli. ' Saga og menning, loftslag og staðsetning landsins við Miðjarðarhafsströndina gera v Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar. y ► Hvernig væri að framlengja golfsumarið við kjöraðstæður? ► Búa á fyrsta flokks strandhótelum f þægilegum hita, ► borða góðan mat, ► leika golf á 4 góðum golfvöllum. Feröaskrifstofa Vesturlands býður upp á 10 daga golfferö til Túnis, þar sem ekkert ertil sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Sagt eftir seinustu ferð: Gestur Sæmundsson, Golfklúbbi Ólafsfjarðar: Hafliði Þórsson, Golfklúbbnum Odda: Haukur Þórisson, Golfklúbbnum Leyni: Hörður Þórleifsson, Golfklúbbi Akureyrar: Vilhjálmur Hjálmarsson, Golfklúbbi Reykjavíkur: Golfvellirnir einstaklega skemmtilegir. Öll þjónusta til fyrirmyndar. Loftslagið ákaflega þægilegt. Maturinn bæði góður og ríkulegur. Sérlega áhugaverður menningarheimur. Brottför 16. febrúar. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. Brottför 27. apríl. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. Verð kr. 113.800 á mann í tvíbýli að viðbættum flugvallarsköttum, innifelur: Flug, fararstjórn, akstur, gistingu á fyrsta flokks hótelum, hálft fæði, 7 vallargjöld og skoðunarferð til Karþagó. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. FERÐASKRIFSTOFA VESTURLANDS Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.