Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Luke Ryland hjá Ladybird Technoiogy Sömu lögmál gilda alls staðar um stofnun netfyrirtækja „AÐ STOFNA og reka .com fyrir- taeki í þremur heimsálfum" var yfir- skrift fundar sem Stjórnunarfélag Islands og Klak hf. héldu á dögun- um. Klak er nokkurs konar fyrir- tækjaeldi Nýherja hf. og er tilgang- ur þess að „efla uppbyggingu sprotafyrirtækja á sviði upp- lýsingatækni", eins og segir á heimasiðu þess. Fyrirlesari var Luke Ryland, sem starfar við fjár- festingar hjá Ladybird Technology Ltd. í London, en það er fyrirtæki sem hefur svipuð markmið og Klak hf. Ladybird fjárfestir í sprotafyrir- tækjum en Ryland hefur sjálfur einnig töluverða reynslu af því að vera hinum megin borðsins, því hann hefur tekið þátt í að setja á fót nokkur netfyrirtæki, þ.e. svokölluð ,,.com“ fyrirtæki. Ryland er Ástrali og hefur auk þess að setja upp netfyrirtæki í Ástralíu starfað að uppsetningu slikra fyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann sagðist telja að ekki skipti máli hvar menn væru í heiminum, í meginatriðum giltu sömu lögmál alls staðar þegar verið væri að setja upp slík fyrirtæki. Nauðsy nlegt fyrir netfyrirtæki að vaxa hratt Ryland lagði áherslu á fimm at- riði í fyrirlestri sínum. I fyrsta lagi sagði hann að miklu skipti að velja rétta samstarfsmenn, bæði til að fyrirtækinu takist að leysa þau vandamál sem það hefur einsett sér og ekki síður til að fjárfestar hafi trú á fyrirtækinu og vilji leggja í það fé. I annan stað taldi hann brýnt að fjármögnun fyrirtækisins væri trygg. Hann sagðist sjálfur hafa lent í því oftar en einu sinni að draga of lengi að taka inn fjárfesta, þ.e. selja hlut í félagi, og það geti endað með fjárþurrð og því að fyr- irtækið leggi upp laupana. I þriðja lagi sagði hann mikilvægt fyrir fyrirtækið að vaxa hratt, því lítil netfyrirtæki væru óhugsandi til lengdar. I fjórða lagi sagði hann áríðandi að halda öllum möguleikum opnum og lifandi, en einblína ekki á ein- hvern einn samstarfsaðila. Hann sagði að það gerðist stundum að frumkvöðlar gleymdu þessu og ættu einungis í viðræðum við ein- hvem einn fjárfesti og héldu að hann væri að fara að leggja þeim til fé. Oft brygðist slíkt hins vegar og þá væri nauðsynlegt að hafa verið að vinna í öðrum samböndum. í fimmta lagi sagði hann að menn skyldu ganga sem fyrst frá samn- ingum og lagalegum atriðum. Það kæmi til að mynda fyrir að þegar - selja ætti sprotafyrirtæki væra frumkvöðlarnir ósammála um það hver ætti hversu stóran hlut og þá gæti það orðið til þess að ekkert yrði úr sölunni. Morgunblaöið/Kristinn Luke Ryland varaði frumkvöðla við því að bíða of lengi eftir að taka inn fjárfesta. Frumkvöðlar nýti vel innborgað hlutafé frá fjárfestum Þá nefndi hann nokkur atriði til viðbótar sem bæði frumkvöðlar og fjárfestar þyrftu að hafa í huga, meðal annars að erfitt væri að breyta neytendum. Hann sagði að menn skyldu varast nýjungar sem gerðu þá kröfu til neytenda að þeir breyttu hegðun sinni, þær hefðu ekki gefið góða raun. Hann sagðist stundum heyra í frumkvöðlum að þeir væru með vöru sem „seldi sig sjálf‘, en þetta sagði hann hreina firru. Engin vara væri svo eftir- sóknarverð og menn skyldu gjalda varhug við meðmælum af því tagi. Hið sama gilti um það þegar sagt væri að markaðssvæðið væri „allir“, því það ætti aldrei við. Þeir sem væru að koma vöru á framfæri yrðu að vera búnir að leggja niður fyrir sig hverjir mögulegir kaupendur væru. Þá sagði hann að frumkvöðlar ættu aldrei að láta sér detta í hug að búið væri að gera viðskiptaáætlun, því henni lyki aldrei heldur yrði hún að vera í stöðugri mótun eftir því sem aðstæður breytast. Loks sagði hann að frumkvöðlar skyldu varast að eyða því hlutafé sem þeir fá inn í fyrirtæki í óþarfa og lúxus. Fjárfestar væru ekki að leggja fé í sprotafyrirtæki til að frumkvöðlarnir gætu lifað hinu Ijúfa lífi. Fyrst yrðu frumkvöðlamir að hugsa um að skila því sem þeir hefðu sett sér. Persónuleg tengsl árangursrikust Við frumkvöðlana sem staddir voru á fundinum sagði hann að þeirra biði enginn dans á rósum heldur hlytu þeir oft að velta því fyrir sér að hætta. Sér í lagi vegna þess að oftast þegar þeir væru að kynna hugmynd sína fyrir íjárfest- um fengju þeir neitun. Þetta reyndi mikið á, en hann ráðlagði þeim að gera ekki ráð fyrir að fá jákvætt svar nema í einu tilviki af hveijum hundrað og þá væri hver neitun ekki eins þungbær. Annars sagði hann að það að sannfæra fjárfesti um að Ieggja fé í fyrirtæki væri enginn galdur, þetta snúist þegar allt kemur til alls um það hvernig fjárfestinum líkar við frumkvöðulinn og hvort hann hefur trú á að frumkvöðullinn muni geta skilað því sem hann ætlar sér. Hann sagði persónuleg tengsl ekki síður mikilvæg í þessu en svo mörgu öðru og því væri naiiðsynlegj fyrir frum- kvöðla að vera á réttu stöðunum þar sem fjárfestar væru fyrir, hitta þá og ræða við þá. Hann sagðist telja mun algengara að til fjárfestingar komi eftir að rnenn hafi hist óform- lega, og nefndi hann First Tuesday sem dæmi um slíkan vettvang, en hann sagði einmitt að af þessari ástæðu muni Ladybird Technology taka að sér gestgjafahlutverk á ein- um slíkum fundi síðar í haust. Orbylg;jutíðni boðin út í Bretlandi Væntanlegar tekjur hátt í 200 milljarðar kr. Markaðsgreining FBA Spá nokkurri gengislækkun Rússneska ríkið afturkall- ar far- símaleyfí Ósló. Morguilblaðið. RÚSSNESKA farsímafyrir- tækið Vimpelcom neyðist nú til að afhenda rússneska rík- inu 30 af 45 tíðnirásum sem fyrirtækinu hafði áður verið úthlutað. Stofnað hefur verið ríkisfyrirtæki í samvinnu við finnskt fyrirtæki í þeim til- gangi að hefja farsímaþjón- ustu. Norska ríkissímafélagið Telenor er meðal annars stór hluthafi í Vimpelcom og greint er frá þessu í Aften- posten. Telenor styður Vimpelcom gegn rússneska ríkinu Helsti keppinautur Vimp- eleom, MTS, hefur fengið sams konar fyrirmæli og hafa möguleikar beggja fyrirtækj- anna til að bjóða víðtæka þjónustu því minnkað til muna. Talið er að ríkisfyrir- tækið hafi verið stofnað í þeim tilgangi að veita ríkinu að- gang að svo arðbærum rekstri sem farsímaþjónusta er. Telenor styður nú Vimp- elcom í þeirri viðleitni að stöðva aðgerðir rússneska rík- isins. Forsvarsmenn Vimp- elcom hafa ritað rússneskum yfirvöldum bréf þess efnís að aðgerðin sé ólögleg. REIKNAÐ er með að útboð á ör- bylgjutíðni til gagnaflutninga, sem fram fer í Bretlandi í næsta mán- uði, muni skila yfirvöldum allt að einum og hálfum milljarði punda í tekjur, eða um 177 milljörðum ís- lenskra króna. Tólf fyrirtæki hafa tilkynnt þátttöku í útboðinu, en veitt verða þrjú leyfi á ellefu svæð- um í Bretlandi og í Wales, Skot- landi og Norður-Irlandi, að því er fram kemur í frétt Financial Tim- es. Gagnaflutningar í gegnum ör- bylgjusamband hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarin misseri, þar sem að ekki er fyrir hendi ljós- leiðaranet. Tæknin felst í að senda útvarpsbylgjur til móttökutækja sem staðsett eru á byggingum, og því þarf ekki að leggja leiðara í jörðu. Þessi tækni margfaldar hraða gagnaflutninga miðað við hefðbundna flutninga eftir símalín- um og getur hentað fyrirtækjum og einstaklingum vel sem ekki eru tengdir við ljósleiðarakerfi. Hér á landi hóf Skýrr slíka þjón- ustu í fyrrasumar með tilkomu LoftNets Skýrr, en LoftNetið er nú rekið í samstarfi við Línu.net. Að sögn Magnúsar Böðvars Ey- þórssonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra hjá Skýrr, skipta viðskipta- vinir LoftNetsins orðið hundruðum og áframhaldandi uppbygging er fyrirhuguð, en dreifingarsvæðið nær núna yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Selfoss og Akureyri. Örbylgjusamband hefur aukið samkeppni i gagnaflutningum LoftNet notast við tíðni sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar og er greitt ákveðið ársgjald fyrir leyfið. Þetta virkar á sama hátt og leyfi fyrir tíðni sem útvarpsstöðv- um er úthlutað og veitir leyfishafa einkarétt á viðkomandi tíðnisviði. „Það er gríðarlega mikið að ger- ast í þessum gagnaflutningsleiðum og örbylgjusambandið er einn val- kosturinn sem við teljum að hafi kallað á endurskoðun hjá öðrum fyrirtækjum á sínum lausnum og gerði það að verkum að kostnaður Landssímans við leigulínur lækk- aði verulega og samkeppnin jókst. Fyrirtæki fóru síðan í kjölfarið að leggja ljósleiðara fyrir hraðvirkari tengingar. Þannig að í dag er ör- bylgjusambandið einn af þessum valkostum sem hefur ákveðna kosti og hentar fyrir ákveðnar aðstæður og er í fullri samkeppni við aðrar gagnaflutningsleiðir í dag,“ segir Magnús. GENGI og skammtímavextir eru til umfjöllunar í nýrri markaðsgrein- ingu FBA. Þar kemur fram að FBA spáir því að gengisvísitala krónunn- ar verði 116 stig eftir þrjá mánuði og jafnframt er gert ráð fyrir nokkru flökti á tímabilinu. Gangi þetta eftir þýðir það nokkra gengis- lækkun íslensku krónunnar, en vísi- talan var II4,83 við lokun markaðs í gær. Spá FBA gengur meðal annars út frá þeim forsendum að Seðlabanki Islands hækki ekki vexti og að mun- ur innlendra og erlendra vaxta hald- ist stöðugur, en vaxtamunur við út- lönd hefur ekki verið minni í rúmt ár en hann er nú. Þá er í forsendum spárinnar einnig reiknað með auknu aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári, að viðskiptahallinn fari minnkandi samhliða auknum þjóðhagslegum sparnaði og minni vexti innlendrar eftirspurnar og að fjármögnun við- skiptahallans muni áfram ganga vel. Fram kemur að þrátt fyrir að vaxtamunur hafi minnkað megi krónan veikjast mikið áður en fjár- festar hætta að hagnast á því að taka stöðu í henni. Vísitala hennar þurfi til dæmis að fara upp fyrir 133 stig innan tveggja ára, eða með öðr- um orðum að veikjast um 16% og fara út fyrir vikmörkin sem Seðla- bankinn miðar við, áður en fjárfest- ar fari að tapa á því að nýta vaxta- muninn með því að taka fremur lán í erlendri mynt en íslenskri. FBA bendir á að viðskiptahallinn sé mikill um þessar mundir, hann hafi verið 33,5 milljarðar króna fyrstu sex mánuði ársins en 22,6 milljarðar fyrir sama tímabil í fyrra. Sagt er að viðskiptahallinn mótist af gengi krónunnar og mati erlendra lánveitenda á greiðslugetu inn- lendra lántakenda. Viðskiptahallinn auki þannig líkur á lækkun krón- unnar. FBA segir að þótt viðskipta- hallinn ógni krónunni sé hann um leið vísbending um að efnahagslífið sé að mörgu leyti sterkt. Tekjuafgangur hins opinbera ekki fullnægjandi En væntingar FBA um að fjár- mögnun hallans gangi áfram vel grundvallist ekki síst á þeirri for- sendu að í frumvarpi ríkisstjórnar- innar til fjárlaga fyrir næsta ár verði gert ráð fyrir framhaldi á einkavæðingarferli ríkisfyrirtækj a. FBA segir að virkasta leið stjórn- valda til að draga úr þeirri ógn sem í viðskiptahallanum felst og þeirri skuldasöfnun sem honum fylgir sé að beita auknu aðhaldi í opinberum íjármálum. Tekjuafgangur hins op- inbera upp á 0,6% af landsfram- leiðslunni á síðasta ári sé ekki mikill miðað við stöðu hagkerfisins í hag- sveiflunni og alls ekki fullnægjandi þegar litið sé til viðskiptahallans. FBA telur að sem stendur séu ekki mjög greinileg merki um hæg- ari vöxt í íslensku efnahagslífi, en gera megi ráð fyrir að þau komi fram á næstu sex til tólf mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.