Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 23 Kaupþing opnar verðbréfafyrirtæki í Stokkhólmi I hjarta norræna fj ármálamarkaðsins Hlutabréfamarkaðurinn á Norðurlöndum Kauphallir Markaðsvirði Markaðsv.(%) Velta Veíta (%) Kaupmannahöfn 164.650 13,9 68.316 10,0 Helsinki 416.800 35,3 150.792 22,0 Osló 74.386 6,3 66.430 9,7 Reykjavík 6.265 0,5 812 0,1 Stokkhólmur 520.107 44,0 397.526 58,1 1.182.208 6S3.876 Arnór Gisli Ólafsson Jóhann G. Jóhannsson, forstöðumaður Kaupþings í Stokkhólmi. KAUPTHING Investment Bank Stockholm var formlega opnaður fyrir síðustu helgi og er þetta eina verðbréfafyrirtækið í eigu Islend- inga sem starfar í Skandinavíu. Kaupthing Stockholm mun sinna alþjóðlegri fjárfestingu með miðl- un íslenskra og alþjóðlegra verð- bréfa. Þá mun Kaupthing Stock- holm einnig sinna fyrirtækja- þjónustu þar sem áhersla verður lögð á að tengja saman íslensk og skandinavísk fyrirtæki. Jafnframt hefur fyrirtækið sett á stofn fyrsta norræna hlutafjársjóðinn sem íslenskt fjármálafyrirtæki rekur og verður sjóðurinn rekinn í samvinnu við Kaupþing í Reykja- vík. Höfuðborg fjármálalífsins á Norðurlöndum Jóhann G. Jóhannsson, forstöðu- maður Kaupþings í Stokkhólmi, sagði í ræðu að mikil tækifæri væru fólgin í því að tengja saman íslenska og skandinavíska verð- bréfamarkaði og þjóðhagslega hagkvæmt væri að tengja saman norrænu hagkerfin. Skandinavía væri mjög spennandi markaður og opnaði nýja möguleika fyrir ís- lenska fjárfesta. I máli Jóhanns kom fram að það væri engin tilvilj- un að Kaupþing hefði ákveðið að opna verðbréfafyrirtæki í Stokk- hólmi en ekki í Kaupmannahöfn eða Osló, Stokkhólmur væri orðinn höfuðborg fjármálalífsins á Norð- urlöndunum; í borginni væri OM Stockholmsbörsen, verðbréfahöll Svíþjóðar, þar sem fram færi meira en helmingur af öllum hluta- bréfaviðskiptum sem eiga sér stað á Norðurlöndunum. Verðbréfamarkaðurinn í Stokk- hólmi á sér langa sögu en fyrsta byggingin yfir verðbréfahöllina var reist ápið 1778 og var í upp- hafi mest verslað með vörur, víxla og tryggingar en raunveru- leg viðskipti með verð- og hluta- bréf hófust nokkru seinna eða um 1863 með konunglegri tilskipun um að verðbréfahöllinni í Stokk- hólmi væri heimilt að versla með hlutabréf og skuldabréf. Sænski markaðurinn er nú með 44% af heildarverðmæti alls norræna verðbréfamarkaðsins og veltan er einnig langmest í Stokkhólmi eða 58% af heildarveltu verðbréfa. Þá sagði Jóhann að það væri einnig mikill kostur að lagaleg og fé- lagsleg umgjörð væri sambærileg Kauphöllin í Ósló Stefnt að hluta- fjárútboði Ósló. Morgunblaðið. STEFNT er að því að bjóða út hluta- bréf í Kauphöllinni í Osló í byrjun næsta árs í opnu hlutafjárútboði, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Kauphöllinni. Nýtt frum- varp til laga um kauphallir verður lagt fram á norska þinginu nú í haust og samhliða hefst undirbúningur að einkavæðingu Kauphallarinnar í Ósló. Með hlutafjárútboðinu á næsta ári er stefnt að því að gera Kauphöll- ina að almenningshlutafélagi, ef sam- þykki þingsins fæst. Eitt eða fleii-i verðbréfafyrirtæki munu sjá um út- boðið, að því er fram kemur í tilkynn- ingunni, og hefur kauphöllin i þeim tilgangi haft samband við alla kaup- hallaraðila. Einnig kemur til greina að erlent fyrirtæki komi að útboðinu. auk þess sem markaðurinn í Stokkhólmi væri vel skipulagður og skilvirkur verðbréfamarkaður og fyrirtækjahefð væri þar rót- gróin. Stjórnvöld í Svíþjóð hefðu lagt sig fram um að skapa fjár- málastofnunum þægilegt starfs- umhverfi en bankaeftirlit væri engu að síður mjög öflugt og fjár- málafyrirtæki í Svíþjóð störfuðu samkvæmt ströngustu reglum Evrópusambandsins. Þá skipti ekki síður máli að markaðurinn í Stokkhólmi væri í fararbroddi í vaxtargeirum eins og til að mynda í hátækni og fjar- skiptum. Nefna mætti fyrirtæki á borð við Eriesson sem væri í fremstu röð á sínu sviði. Þá væri að finna mörg alþjóðleg fyrirtæki í lyfja- og líftækniðnaði í Svíþjóð eins og AstraZeneca, Pharmacia & Upjohn og Gambro. Liður í alþjóða- væðingu Kaupþings Opnun útibús í Stokkhólmi er enn einn liðurinn í fyrirhugaðri al- þjóðavæðingu Kaupþings en Kaup- þing er nú með starfsemi í fjórum löndum utan Islands: í Lúxem- borg, New York, Færeyjum og nú síðast í Stokkhólmi þar sem starfa sjö manns en alls starfa nú hjá Kaupþingi um 220 manns í fimm löndum. Kaupþing var upphaflega stofnað árið 1982 en fyrirtækið hefur verið í fullri eign sparisjóð- anna frá árinu 1996. Jóhann segir að meginhlutverk Kaupþings Stokkhólmi sé að tengja íslenska hagkerfið við það skandinavíska og flytja út og kynna íslensk fjárfestingartæki- færi í Skandinavíu. Þá muni Kaup- þing í Stokkhólmi markaðssetja Island og starfa sem öflugur full- trúi landsins í Skandinavíu jafn- framt því sem unnið verði að því að kynna skandinavíska markað- inn á Islandi. Með tilkomu Kaupþings í Stokkhólmi skapist einnig skil- yrði til þess að bæta við fjármála- þekkingu frá stærri markaði og byggja upp tækniþekkingu frá markaði sem er í fremstu röð í hátækniiðnaði. Sjóður um fjárfestingar í hátækniiðnaði Meginstarfsemi Kaupþings í Stokkhólmi má að sögn Jóhanns skipta í fjóra flokka, þ.e. rekstur áhættufjárfestingarsjóða, fyrir- tækjaráðgjöf, verðbréfamiðlun og rekstur annarra sjóða og er tekið mið af þessari skiptingu í skipuriti fyrirtækisins í Stokkhólmi. Rekst- ur hátæknisjóðsins Alpha I fellur undir áhættufjárfestingarsjóði. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að markaðurinn í Stokkhólmi sé ekki síst áhugaverð- ur vegna þess að í Svíþjóð sé að finna mjög þróaðan hátækniiðnað, s.s. fyrir þráðlaus fjarskipti, síma- fyrirtæki og tæknifyrirtæki tengd þeim iðnaði og það sé geiri sem Kaupþing vilji gjarna hasla sér völl á. í þeim tilgangi hafi menn stofnað hátæknisjóðinn Alpha I með um 350 milljónum sænskra króna sem mun einmitt fjárfesta í fyrirtækjum úr þessum geira. Fyrstir til að stofna norrænan hlutabréfasjóð Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings í Stokkhólmi tekur meðal annars til skráningar og útboða auk ráðgjaf- ar við samruna og yfirtökur. Verð- bréfasviðið mun aftur á móti sjá um miðlun íslenskra verðbréfa í Skandinavíu og miðlun skandinav- ískra bréfa á Islandi auk þess sem það mun kynna íslensk fjárfesting- artækifæri í Skandinavíu. Með stofnun Nordic Growth Fund, sem er norrænn verðbréfa- sjóður, ríður Kaupþing á vaðið og stofnar fyrst íslenskra fjármála- fyrirtækja norrænan hlutabréfa- sjóð en sjóðurinn verður rekinn í samvinnu við Kaupþing í Reykja- vík. Sjóðurinn mun fjárfesta í nor- rænum hlutafélögum, sænskum, finnskum, dönskum, norskum og íslenskum, sem skráð eru á mark- aði. Lögð verður áhersla á að kaupa í fyrirtækjum sem talin eru eiga góða vaxtarmöguleika og miðað verður við að fjárfestingar sjóðsins í fyrirtækjum frá hverju Norður- landanna fyrir sig verði nokkurn veginn í réttu hlutfalli við stærð landanna á hinum norræna fjár- magnsmarkaði. I upphafi verður lögð áhersla á að fjárfesta í fyrir- tækjum sem starfa á sviði þráð- lausra fjarskipta og í hátækni-, líf- tækni- og lyfjaiðnaði. Sjóðstjóri Nordic Fund verður Tarkan Cong- er en hann hefur starfað í verð- bréfamiðlun Kaupþings frá árinu 1999 sem sérfræðingur í alþjóða- viðskiptum með áherslu á Norður- lönd. Wal-Mart skipað að hækka vöru- verð í Þýskalandi WAL-MART verslunarkeðjunni, ásamt tveimur samkeppnisaðil- um, hefur verið fyrirskipað af samkeppnisyfirvöldum að hækka verð á ákveðnum vörum í Þýskalandi. Samkeppnisyfir- völd sökuðu Wal-Mart um að standa fyrir verðstríði í smásölu á vörum eins og mjólk, sykri og hveiti, sem neyddi samkeppnis- aðila þeirra til að lækka sín verð, að því er fram kemur í frétt The Wall Street Journal. Með því væri verslunarkeðjan að nýta sér stærð sína og mark- aðshlutdeild til að selja vörurn- ar undir kostnaðarverði, sem brýtur gegn þýskum lögum um viðskiptahætti. Þó að neytendur hagnist á þessum verðlækkun- um til skemmri tíma, skaðar þetta minni aðila í smásölu sem ekki geta keppt við þessi lágu verð, að mati samkeppnisyfir- valda. Talsmaður Wal-Mart, Ian McLeod, segir að verslunar- keðjan hafi óskað eftir frekari skýringum frá samkeppnisyfir- völdum. Wal-Mart hóf verslunarrekst- ur í Þýskalandi árið 1997 og rekur þar 95 verslanir. McLeod segir að farið verði að þýskum lögum og verð hækkuð, en jafn- framt segir hann að nokkurrar margræðni gæti í túlkun þess- ara laga. Haustráðstefna Skýrslutæknifélagsins Stjórnun upplýsingatækni leiðir til árangurs Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 20. september 2000 Skráning og upplýsingar http://www.sky.is Skýrslutæknifélag íslands Sími 553 2460, netfang sky@sky.is skrifstofuskápar - einfaldlega betrí ^mbl.is j LLTAf= e!TTH\SA£> NÝl /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.