Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mikil óvissa í stjórnmálum Perú eftir að Fujimori boðar afsögn Stjórnarandstaðan óttast að herinn ræni völdunum Lima. Reuters, AFP, AP. LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunn- ar í Perú segjast hafa áhyggjur af því að herinn kunni að reyna að taka völdin í sínar hendur eftir að Alberto Fujimori forseti tilkynnti óvænt um helgina að hann hygðist láta af embætti vegna mútumáls helsta bandamanns hans. Fujimori skýrði frá því í sjónvarpsávarpi á laugardag að hann hygðist boða til forsetakosn- inga sem fyrst og ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Stjórnarandstöð- unni hafði þá borist myndbands- upptaka þar sem helsti bandamað- ur forsetans, Vladimiro Montes- inos, yfirmaður leyniþjónustu landsins, sást afhenda einum af þingmönnum stjórnarandstöðunnar peninga, að því er virðist fyrir að ganga til liðs við flokk Fujimoris á þinginu. Louis Solare, framkvæmdastjóri stærsta stjórnarandstöðuflokksins, hvatti til þess að Montesinos yrði handtekinn og sagði að vegna ná- inna tengsla hans við yfirmenn hersins kynni hann að verða mjög áhrifamikill í landinu þegar Fujim- ori segði af sér. „Hætta er á að her- inn fremji valdarán," sagði Solare og kvaðst vona að samið yrði við herinn um að komið yrði á fullu lýð- ræði í landinu. Montesinos áhrifamikill í hernum Orðrómur er á kreiki í Lima um að Fujimori hafi ákveðið að boða til forsetakosninga vegna andstöðu yf- irmanna hersins við áfoiTn hans um að leysa leyniþjónustuna upp. Leyniþjónustan er illræmdasta stofnun landsins og Montesinos hefur tryggt sér mikinn stuðning innan hersins með því að koma vin- um sínum til æðstu metorða í hern- um. Margir Perúmenn telja að Montesinos sé í raun áhrifameiri en Fujimori og óttast að hann reyni allt sem hann geti til að halda völd- um sínum. Stjórn landsins lagði þó áherslu á að Fujimori nyti fulls AP Alberto Fujimori stuðnings hersins þrátt fyrir óstað- festar fregnir um að nokkrir af yfir- mönnum hans hygðust leggjast gegn því að Montesinos yrði vikið frá. Hermálasérfræðingar sögðu lík- legt að ákvörðun Fujimoris nyti stuðnings margra herforingja sem hefðu fengið sig fullsadda af af- skiptum Montesinos af hernum. Daniel Mora, fyrrverandi hershöfð- ingi, kvaðst efast um að Montesinos nyti nógu mikils stuðnings í hernum til að geta hafið uppreisn en bætti við að það væri þó hugsanlegt. Lagasérfræðingar segja að mikil óvissa hafi skapast í stjórnmálum landsins. Fujimori hefur ekki skýrt frá því hvenær hann hyggist láta af embætti eða hvernig undirbúningi kosninganna verði háttað. Alejandro Toledo, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kvaðst vera tilbúinn að taka við stjórn landsins og gefa kost á sér í forsetaem- bættið. Hann kvaðst ætla að ræða við aðra leiðtoga stjórnarandstöð- unnar um að þeir tækju höndum saman í kosningabaráttunni en lét þó í ljós efasemdir um að Fujimori stæði við orð sín þegar á reyndi. Toledo var helsti keppinautur Fujimoris í síðustu kosningum en ákvað að sniðganga síðari umferð kosninganna í maí og sakaði for- setann og stuðningsmenn hans um að hafa undirbúið viðamikil kosn- ingasvik. Fujimori var endurkjör- inn með 52% atkvæða. Alejandro Aguinaga heilbrigðis- ráðherra sagði að forsetakosning- arnar yrðu að öllum líkindum haldnar eftir sex til sjö mánuði. Federico Salas forsætisráðherra sagði að Fujimori yrði við völd þar til kosningarnar færu fram. Nokkr- ir leiðtogar stjórnarandstöðunnar vilja hins vegar að Fujimori láti strax af embætti og mynduð verði bráðabirgðastjórn. Martin Belaunde, formaður sam- taka lögmanna í Perú, sagði að áður en forsetakosningarnar gætu farið fram þyrfti að mynda bráða- birgðastjórn, stofna sérstakt þing til að semja nýja stjórnarskrá og breyta kosningalöggjöf landsins. Francisco Tudela varaforseti sagði að efna þyrfti til þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá og breytingar á kosningalöggjöfinni fyrir kosningarnar til að tryggja að þær yrðu lýðræðislegar. Hugsan- legt er að Tudela taki við forseta- embættinu verði mynduð bráða- birgðastjórn fyrii' kosningarnar. Ákvörðun Fujimoris fagnað Fujimori hefur verið gagnrýndur fyrir einræðistilburði og mannrétt- indabrot á tíu ára valdatíma sínum. Þúsundir manna streymdu út á göt- ur Lima til að fagna ákvörðun for- setans. Leiðtogar margra Ameríkuríkja fögnuðu einnig ákvörðuninni. Jake Siewert, talsmaður Bandaríkjafor- seta, sagði að bandaríska stjórnin hefði hvatt til lýðræðislegra umbóta í Perú frá kosningunum í maí og vonaði að ákvörðun Fujimoris yrði til þess að fullt lýðræði kæmist á. Sakaður um að múta þingmönnum Fujimori sagði í sjónvarpsávarp- inu að mútumálið hefði grafið und- an stjórninni og stöðugleika í land- inu. Ríkissaksóknari Perú hefur hafið rannsókn á málinu en Mont- esinos hefur ekki verið handtekinn. Montesionos varð helsti banda- maður forsetans eftir að Fujimori komst til valda árið 1990. Stjórnar- andstæðingar segja að helsta hlut- verk Montesinos hafi verið að grafa undan lýðræði og tryggja forsetan- um stuðning þingsins, hersins og fjölmiðlanna. Flokkur Fujimoris fékk aðeins 53 þingsæti af 120 í þingkosningunum í apríl en þingmönnum hans hafði fjölgað í um 70 þegar þriðja kjör- tímabil forsetans hófst 28. júlí þar sem nokkrir stjómarandstæðingar gengu til liðs við stjórnarflokkinn. Stjórnarandstaðan segir að þing- mönnunum hafi verið mútað. Myndbandsupptakan, sem leiddi til ákvörðunar Fujimoris, virðist staðfesta þetta því Montesinos sést þar afhenda fyrrverandi stjórnar- andstæðingi, þingmanni sem gekk til liðs við stjórnarflokkinn nýlega, 15.000 dali, andvirði rúmra 1,2 milljóna króna. Fernando Olivera, leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem fékk myndbandið, sagði að það hefði komið frá manni sem tengdist and- stæðingum Montesinos í hernum. Olivera kvaðst hafa fengið fleiri myndbandsupptökur þar sem Montesinos sæist múta fjármála- mönnum, blaðamönnum, þingmönn- um og jafnvel nokkrum herforingj- um til að styðja Fujimori. Hermt er að leyniþjónustan hafi reynt að handtaka hermann, sem er sagður hafa afhent flokknum myndbandsupptökuna, en herinn hafi komið í veg fyrir það. The Washington Post segir að nokkrir af yfirmönnum hersins hafi neitað að mæta á fund sem Fujim- ori boðaði á laugardagsmorgun til að kanna hversu mikils stuðnings hann nyti í hernum. Blaðið segir að ekki sé vitað hvort yfirmennirnir hafi snúið baki við Fujimori af holl- ustu við Montesinos eða í því skyni að reyna að flýta fyrir afsögn for- setans. Bandaríska dagblaðið Miami Herald hefur eftir heimildarmönn- um sínum í Perú að Fujimori hafi ákveðið að segja af sér til að reyna að koma í veg fyrir að fjölmiðlarnir fengju fleiri myndbandsupptökur leyniþjónustumanna sem gætu skaðað stjórnina. Erfitt verði fyrir Fujimori að reka Montesinos þar sem leyniþjónustuforinginn geti hefnt sín með því láta fjölmiðlunum í té upplýsingar um forsetann sem gætu komið honum í mikinn vanda. Heimsókn Wu Yi, meðlims í rflrisráði Kína, til fslands Sóknarfæri á sviði orkumála WU Yi, sem á sæti í kínverska ríkis- ráðinu, æðsta handhafa fram- kvæmdavaldsins í Kína, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að viðskipti milli Islendinga og Kín- veija ættu án efa eftir að aukast mjög á komandi árum. Wu Yi var utanríkisviðskipta- ráðherra Kína á árunum 1993 til 1996 og sinnir nú sérstaklega við- skiptamálum í ríkisráðinu. Hún var í opinberri heimsókn hér á landi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðheira og sat í gær ráðstefnu á vegum viðskiptaþjónustu utanríkis- ráðuneytisins og Útflutningsráðs um viðskiptatækifæri íslenskra fyr- irtækja í Kína. Wu Yi sagði í samtali við Morgun- blaðið að heimsóknin hingað til lands hefði verið árangursrík og að hún og Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hefðu átt gagnlegar við- ræður um hvemig auka mætti við- skipti milli Islands og Kína. „Eg tel að frjáls verslun komi ávallt báðum aðilum til góða, sérstaklega á þess- um tímum hnattvæðingar," sagði Wu Yi. „Kínverjar eru reiðubúnir að auka efnahagssamvinnu og viðskipti við íslendinga í framtíðinni, á grundvelli jafnræðis og gagnkvæms ávinnings, og ég tel að það þjóni hagsmunum bæði íslendinga og Kínverja." Samstarf um lagningu og rekstur hitaveitu í Peking Wu Yi kvaðst sjá fyrir sér að ís- lendingar og Kínverjar gætu átt mikið samstarf á sviði orkumála í framtíðinni, en einn megintilgangur heimsóknarinnai' var að kynnast nýtingu jarðhita á Islandi. Talið er að jarðvarma sé að finna á um þrjú þúsund svæðum í Kína, en miklu máli skiptir fyrir kínversk stjóm- völd að auka nýtingu þessarar auð- lindar, meðal annars til að draga úr loftmengun í stærstu borgum lands- ins. Islenska sendiráðið í Kína hefur haft frumkvæði að því að koma á tengslum milli kínverskra stjórn- valda og íslenskra fyrirtækja sem sérhæfa sig í nýtingu jarðvarma, og í síðasta mánuði voru undirritaðir tveir samningar milli Virkis hf„ Orkuveitu Reykjavíkur og borgar- yfirvalda í Peking um samstarf um lagningu og rekstur hitaveitu fyrir hundruð þúsunda íbúa í tveimur hverfum á Pekingsvæðinu. Wu Yi nefndi einnig að Islending- ar stæðu framarlega í hugbúnaðar- iðnaði og að Kínverjar vildu gjaman ganga til samstarfs á því sviði. Þá benti hún á að íslendingar hefðu nýlega gert samninga um smíði á 21 fiskiskipi í Kína og sagðist telja að frekara samstarf gæti tekist um skipasmíði í framtíðinni. Sjávarafurðir em helsta útflutn- ingsvara íslendinga til Kína. Wu Yi benti á að með væntanlegri inn- göngu Kínverja í Heimsviðskipta- stofnunina myndu innflutningstollar á sjávarafurðir verða lækkaðir enn frekar, og því mætti búast við að enn stærri markaðir opnuðust í Kína fyrir íslenska fiskframleiðendur. Hún sagði að í tengslum við beiðni Kínverja um inngöngu í Heimsvið- skiptastofnunina yrði Kína opnað enn frekar fyrir umheiminum og að umbótum á sviði stjórnmála og efna- hagsmála yrði hraðað. „Við erum sannfærð um að þróun efnahagslífs- ins verði stöðug, hröð og örugg,“ sagði Wu Yi í samtali við Morgun- blaðið. Morgunblaðið/Golli Wu Yi átti fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.