Morgunblaðið - 19.09.2000, Side 29

Morgunblaðið - 19.09.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 29 SEPTEMBER M TILBOÐ! Borgarferðir «i Prag í haust frá kr. 25.990 með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag, í október og nóvember. í boði em góð 3 og 4 stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjómm Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar einstöku borgar sem á engan sinn líka í Evrópu... Fáðu bæklinginn sendan Verð kr. 25.990 M.v. 2 í herbergi, Ariston, 13. nóvember m. 8.000 kr afsl.. sem gildir fyrir brottfarir á sunnu- eða mánudegi. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is VÍNBARIRNIR vinsælu komnir aftur, tfKRISTALL Kringlunni - Faxafeni 182 cm. áður: 49.900.- nú 39.900.- 150 cm. áður: 39.900.- nú 29.900.- Þetta er jólasendingin - mjög takmarkaðar birgðir Fallec)11 eUbúsið, -meiribáttar stojustáss, 0$ ekki sfður f sumarhúsið efnahagsráðherra og formaður Rót- tæka vinstriflokksins, krafði um helgina forystumenn Danska þjóð- arflokksins og Sósíalíska þjóðar- flokksins, sem berjast gegn aðild að myntbandalaginu, um skýringar á því hvaða stefnu þeir vilji að Danir taki ef andstæðingar evrunnar hafa betur í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún var mjög harðorð í garð Piu Kjærsgaard, formanns Danska þjóðarflokksins, og sagði að það bæri vott um kaldlyndi og illsku að hræða ellilífeyrisþega með staðlaus- um fullyrðingum um að ellilífeyrir- inn sé í hættu. Jelved sagði að líklega hefðu fylg- ismenn aðildar að myntbandalaginu ekki beitt nægilega mikilli hörku fram að þessu, en nú yrðu andstæð- ingarnir krafðir svara. Talsmenn Vinstriflokksins taka einnig undir, þannig að búast má við að þung orð eigi eftir að falla í áróðursbaráttunni fram til þjóðaratkvæðagreiðslunnar 28. september. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðhen'a og formaður danska Jafn- aðarmannaflokksins, blés til stór- sóknar gegn andstæðingum evrunnar á lokadegi flokksþings jafnaðarmanna á sunnudag, og boð- aði aukna hörku í áróðursbarátt- unni. Skoðanakannanir sýna afger- andi forystu andstæðinganna, enda hefur þeim tekist að ráða ferðinni í umræðunni þannig að hún hefur einkum snúist um meintar nei- kvæðar hliðar aðildar að mynt- bandalaginu. Fylgismenn evrunnar reyna nú að snúa hlutverkaskiptingunni við og spyrja andstæðingana hvað gera eigi ef aðild verður hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 28. september næstkomandi. í skoðanakönnun Gallups, sem birt var í gær, sögðust 48% að- spurðra vera á móti aðild að mynt- bandalaginu, en aðeins 37% sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Andstaðan hefur þannig stóraukist á fáeinum dögum. Jafnaðarmenn hafa undanfarna daga lagt mesta áherslu á að hrekja þær fullyrðingar evi'uandstæðinga að danska ellilífeyriskerfið, folke- pensionen, verði í hættu ef Dan- mörk gengur í myntbandalagið. Hinir síðarnefndu hafa sagt að Evrópusambandið muni fyrr eða síðar neyðast til að samræma efna- hagsstefnuna á evrusvæðinu, og þá sé eins víst að ellilífeyriskerfínu verði breytt. Rasmussen hvatti í gær alla stjórnmálaflokka á þinginu til að lofa því opinberlega að ekki verði hreyft við ellilífeyrinum, hvernig sem fer í atkvæðagreiðsl- unni. Fyrir helgi reyndu jafnaðar- menn að mynda bandalag við Rót- tæka vinstriflokkinn, Vinstri- flokkinn og íhaldsmenn til að svara áróðri andstæðinganna í þessum efnum, en hinir tveir síðarnefndu neituðu þá þátttöku. A sunnudaginn gáfu allir flokkarnir til kynna að þeir væra jákvæðir gagnvart tillögu Rasmussens. Hann vill þó ekki að- eins fá stuðningsmenn evrunnar til að gefa út slíkt loforð, heldur einnig forystumenn Danska þjóðarflokks- ins og Sósíalíska þjóðarflokksins, sem berjast gegn henni. Pia Kjærs- gaard, formaður fyi-rnefnda flokks- ins, gaf lítið fyrir þetta útspil Rasmussens, og Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokks- ins, sagðist þurfa að fá frekari skýr- ingar á því hvað hann ætti við. Rasmussen segir að ellilífeyris- kerfíð eigi að standa óhaggað fyrir næstu kynslóðir, og Marianne Jelv- ed, formaður Róttæka vinstri- flokksins, hefur í þessu sambandi meira að segja lofað því að það verði látið í friði að minnsta kosti til ársins 2045, og Bendt Bendtsen, formaður íhaldsmanna, segist vera sömu skoðunar. Pað dregur reyndar held- ur úr gildi þessara loforða að Majken Arensbach, formaður ung- liðasamtaka flokks Jelveds, segist vera óbundin af loforði formannsins og Michael Christensen, formaður Ungra íhaldsmanna, lofar þvi að elli- lífeyririnn verði ekki látinn í friði, því að samfélagið muni í framtíðinni ekki hafa efni á háum ellilífeyris- AP Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á flokksþingi danskra jafnaðarmanna á sunnudag. greiðslum því eldra fólkið verði stöð- ugt hlutfallslega stæiri hluti af þjóð- inni. Málefni innflytjenda skyggðu á evruumræðuna Ymislegt hefur orðið til að veikja stöðu fylgismanna aðildar undan- farna daga. Karen Jespersen innan- ríkisráðherra, sem kemur úr röðum jafnaðarmanna, stakk upp á því í viðtali fyrir skömmu að afbrota- menn úr röðum útlendra hælisleit- enda í Danmörku yrðu einangraðir á eyðieyju. Hún lét einnig ítrekað hafa eftir sér að hún væri mótfallin því að íslömsk gildi yrðu gerð jafn- rétthá dönskum í landinu. Ummælin vöktu mikla athygli. Forystumenn Sósíalíska þjóðarflokksins, sam- starfsflokks jafnaðarmanna í ríkis- stjórn, voru lítt hrifnir, enda hafa þeir þurft að sætta sig við síharðn- andi afstöðu Jafnaðarmannaflokks- ins til innflytjenda að undanförnu. Skoðanakönnun benti á hinn bóginn til þess að níu af hverjum tíu Dönum styddu Jespersen í málinu. Dagblaðið Politiken velti því fyrir sér í kjölfarið hvort ummæli Jesper- sen um innflytjendur hefðu verið áróðursbragð, til þess gert að sann- færa kjósendur flokksins, sem margir era á öndverðum meiði við flokksforystuna varðandi evruna og óttast Evrópusamrunann, um að jafnaðarmenn myndu standa vörð um danska samfélagið. Ef svo var tókst það ekki sem skyldi, því um- ræða um innflytjendamálin ýtti evr- unni að miklu leyti út af dagskránni á fiokksþingi Jafnaðarmannaflokks- ins, sem hófst fyrir helgina, og gerði þeim því erfíðara að ná aftur fram- kvæðinu í umræðunni. Politiken tel- ur að upphlaup ráðherrans hafi jafn- vel orðið til þess að styrkja þá trú efasemdarmanna um evruna, að allt sem komi utan frá sé slæmt, hvort sem það er evran eða „Ali frá Anatólíu." Fyrrverandi formaður sakaður um að veikja stöðu flokksins Fleiri innanflokksvandræði urðu til að veikja evruumræðuna á flokksþinginu. Fylgismenn Rasmus- sens létu það berast til fjölmiðla að Svend Auken, fyrrverandi formaður flokksins, sem beið lægri hlut fyrir Rasmussen í formannskosningum árið 1992, hefði viljandi haldið sig til hlés í umræðunni um evruna, til þess að ábyrgðin falli öll á formann- inn, ef niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar verður neikvæð. Þeii- bentu meðal annars á að hann hefði aðeins sagt eina setningu um evra- málin í ræðu sinni á flokksþinginu, og tveir nánustu samstarfsmenn hans, Frank Jensen dómsmálaráð- herra, og Jacob Buksti samgöngu- ráðherra, hefðu ekki einu sinni minnst á þau. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun ætla um 43% kjós- enda Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði á móti evrunni, og fylgismenn Rasmussens segja að miklu máli skipti að Auken, sem er þungaviktarmaður innan flokksins, taki afgerandi afstöðu. Auken sagði að gagnrýnin væri ómakleg, og benti á að hann hefði rekið áróður fyrir evranni í um 30 blaðagreinum og tekið þátt í 40 fundum um málið víða um landið. í kjölfarið steig einnig Buksti í ræðu- stól á þinginu og talaði af eldmóði fyrir aðild að myntbandalaginu. Rasmussen forsætisráðherra hefur í Aðeins 37 af hundraði Dana segjast fylgnandi evrunni Rasmussen boðar aukna hörku í áróðursbaráttunni Aukin harka er farin að gærast í kosninga- baráttuna vegna þjóð- aratkvæðagreiðslunnar um evruna í Danmörku. Helgi Þorsteinsson fylgist með umræðunni í Kaupmannahöfn. viðtölum neitað því að hann sé óánægður með frammistöðu Auk- ens, en þessi umræða sýnir ótvírætt þá spennu og jafnvel taugaveiklun sem ríkii' í herbúðum jafnaðar- manna vegna minnkandi fylgis við evrana. Sakar Kjærsgaard um illsku og kakllyndi Það eru ekki aðeins jafnaðarmenn sem eru orðnir áhyggjufullir vegna þróunar mála. Marianne Jelved,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.