Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 31 FRÉTTIR Nýtt andlit hjá Finnair og fleiri ferðast á viðskiptafarrými HAGNAÐUR finnska flugfélags- ins, Finnair, varð nærri 50 milljón- ir evra á fyrsta fjórðungi þessa fjárhagsárs, apríl til júní. Er það næstum jafnmikill hagnaður og allt síðasta rekstrarár. Christer Hag- lund, yfirmaður upplýsingamála Finnair, segir áfram útlit fyrir góða afkomu og stefnir fyrirtækið að því að ná 100 milljóna evra hagnaði árið 2002. Fjárhagsár Finnair verður fram- vegis almanaksárið en það hefur til þessa verið apríl til mars. Fyrsta júní í ár hófst vinna við að breyta útliti og merkingum á þotum fé- lagsins, bílum og tækjum, ein- kennisbúningúm og allri framsetn- ingu á efni og öðru sem frá félaginu kemur. Christer Haglund segir breýt- ingarnar taka nokkra mánuði en forystumenn Finnair töldu mikil- vægt að breyta útliti um leið og menntunarmál starfsmanna voru endurskipulögð svo og ýmislegt annað í starfsemi fyrirtækisins. Hærra hlutfall farþega á viðskiptafarrými Á síðasta ári tókst að snúa rekstrarafkomu Finnair við eftir nokkur ár með taprekstur. Hlutfall farþega á viðskiptafarrými hefur aukist í um 25% sem upplýsinga- fulltrúinn segir hraðari aukningu en hjá mörgum öðrum evrópskum flugfélögum. Meðal skýringa á fleiri farþegum sem greiða hærra fargjald segir hann vera betra efnahagsástand í Finnlandi og bætta þjónustu á viðskiptafarrým- inu. Þá segir hann fraktflutninga fyrirtækisins hafa aukist mjög. Finnair rekur ekki sérstakar frakt- vélar en notar farþegaþoturnar að því marki sem unnt er og notar Stefnt að 100 milljóna evra hagnaði árið 2002 Finnair tók í sumar upp nýtt merki á allar flug- vélar, tæki og allt efni fyrirtækisins. einnig ýmsar aðrar leiðir við frakt- flutningana, t.d. bíla. Hækkun elds- neytisverðs er helsti útgjaldaauki Finnair um þessar mundir og juk- ust þau útgjöld um 50 milljónir evra á síðustu mánuðum. Christer Haglund segir ekki unnt að velta nema hluta af þeirri hækkun út í farmiðaverðið og því sé nú unnið hörðum höndum að því að skera niður kostnað á sem flestum svið- um rekstrarins. Er hver rekstrar- eining gerð sjálfstæðari og þannig gert auðveldara um vik að fylgjast náið með stöðu hennar hverju sinni. Um 9 þúsund starfsmenn við flugreksturinn Starfsfólki hefur verið fækkað um nokkur hundruð, en það er nú alls kringum 11.000 og starfa um 9.000 við flugreksturinn sjálfan. Nokkrar rekstrareiningar hafa verið seldar. Til dæmis seldi félagið fyrir nokkru eina stærstu ferða- skrifstofu sína en það rekur þó áfram sölu- og ferðaskrifstofur. Hann telur enda hlutverk ferða- skrifstofa vera að breytast og stefnir Finnair að því að auka mjög hlut farmiðasölu sinnar á Netinu. I dag segir hann umtalsverða sölu á tilboðsmiðum á Netinu, síðustu sætunum, sem seld eru með stutt- um fyrirvara. Finnair var einna fyrst flugfélaga til að bjóða far- miðabókanir með WAP-símum og stefnt er að því að árið 2006 verði helm- ingur farmiða seldur gegnum Netið eða um farsíma. Flugfloti Finnam í dag er nærri 60 vélar en um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurnýjun hans. Hefur félagið nýlega tekið við sex þotum af gerðinni Áirbus 320 sem eiga að leysa af MD-80-þot- urnar. Sex þotur eru í pöntun og félagið hefur möguleika á 28 til viðbótar. Þessar þotur eru einkum notaðar á styttri leiðunum og segir Haglund þær rúm- betri og mun spar- neytnari. Er meðal annars byggt á þessum aðgerðum þegar reynt er að segja fyrir um hagnað næstu árin. Á langleiðum hefur Finnair notað MD 10- og MD 11-breiðþotur og félagið hefur fimm B 757-þotur sem einkum eru notaðar í leiguflug til sólarlanda. í bandalagi með sjö öðrum félögum Fyrir ári gekk Finnair til móts við flugfélagabandalagið One World sem í eru félögin Aer Ling- us, American Aii'lines, British Airways, Cathay Pacific, Iberia, LanChile og Quantas. Er að því margvíslegt hagræði fyrir Finnair sem upplýsingafulltrúinn segir að sé verðlagt á kringum 20 milljónir evra á ári. Meðal hagræðis er að fé- lög innan bandalagsins skipta með sér að fljúga á ákveðnum leiðum og þannig næst að halda góðri ferða- tíðni sem hann segir að sé grund- vallaratriði í flugrekstri, ekki síst þegar um farþega á viðskipta- farrými er að ræða. Þá er greiðara um samninga um þjónustu við af- greiðslu flugvéla á jörðu niðri og segir Haglund þar unnt að spara stórar fjárhæðir einnig. Enn má nefna þann ávinning sem felst í því að félagið er sýnilegra á fleiri leið- um í slíku samstarfi en það getur orðið eitt og sér. Finnair er gamalgróið flugfélag, stofnað 1923, og er meirihluti hlutafjár í eigu ríkisins. Auk milli- landaflugs er víðtækt innanlands- flug á hendi Finnair og nefnir Haglund sem dæmi að mjög tíðar ferðir séu orðið milli Helskini og Oulu í norðurhluta landsins. Það er mikil háskóla- og tækniborg þar sem mörg hugbúnaðar- og há- tæknifyrirtæki hafa aðsetur. Fyrstir yfir norðurpólinn Haglund segir félagið jafnan hafa verið framarlega í að feta nýj- ar slóðir í rekstri sínum, m.a. í ýmsu er lýtur að flugi á norðlægum slóðum. Þannig hóf Finnair flug yf- ir norðurpólinn milli Evrópu og Ás- íu þegar önnur félög urðu að milli- lenda í Anchorage í Alaska á þeim árum sem ekki mátti fljúga yfir þá- verandi Sovétríki. Voru DC 10- breiðþoturnar búnar stærri elds- neytistönkum sem gerði þetta langa flug kleift. Aðalkeppinautur Finnair í flugi milli Norðurlanda er SAS en Finnair er næststærsta flugfélagið sem flýgur út frá Arlanda-flugvelli við Stokkhólm. Haglund segir lággjaldaflugfélögin, svo sem hið breska Go og hollenska félagið Buzz, ekki hafa ógnað Finnair eða tekið frá þeim farþega heldur virð- ist sem slík félög nái fyrst og fremst nýjum farþegum. LJONIÐ A VEGINUM FIOTT OG FREISTANDI Tákn nýrrar kynslóðar. Fallegt og kraftalegt útlit endurspeglar fjörið sem einkennir Peugeot 206. Mikið rými og flott hönnun gera Peugeot 206 að fjörmiklum farkosti unga fólksins Vatrtagörðúrri 24 • s. 620 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum sf| Bllasaia Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bí Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri 'érkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavik: Bílavik ehf. s. 421 7800. n PEUGEOT ' ■ i /7 £-$. í V: /1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.