Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR • Að lesa í málverk í GRJÓTA- ÞORPI1970 Sigfús Halldórsson (1920-1996) SJÓNMENNTIR, arfur fortíðar og minjavernd eru huglök, sem Islendingum hefur í það heila gengið brösulega að átta sig á í aldanna rás. Iðulega er vís- að til að við séum ung þjóð þegar þessi grunnatriði þjóðmenningar ber á góma, stenst þó engan veginn og alls ekki ef litið er til rúmlega tvö hundruð ára sögu Bandaríkjanna, sem við drögum helst dám af um lifnaðarhætti er svo er komið. Lýðveldið er að vísu ungt, en það er einmitt á timabilinu frá stofnun þess sem mest hefur verið valtað yfir fortíðina og eldri gildi, einkum á suðvesturhorninu og af mest- um tilþrifum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er um margt öfugsnúningur þess sem gerist í Ameríku, þar sem fortíðin er markaðssett eins og hver annar hlutur ef ekki vara. Þarlendir gera sér Ijósa grein fyrir þeim gullnu sannindum, að hér er um að ræða undirstöðu allra framfara í mannheimi, sem aldrei hefur verið mikilvægari en í tækniheimi dagsins. Og á síðustu tímum er það hinn raunsanni andi for- tíðar sem menn eru á höttunum eftir, en ekki sá gerviheimur sem til að mynda kvikmyndaiðnaður- inn átti stóran þátt í að skapa og gerir mikið til enn. Gamli heimurinn orðinn nýr og hvunndagurinn sleginn töfrum. Núlistaviðhorf eftirstríðsáranna úreltu ýmis fyrri myndefni, svo sem manninn, landslag gömul hús og báta við naust, þetta nefnt myndefni kreppukyn- slóðarinnar. En menn komust svo að þeirri niður- stöðu, að í myndlist er ekki mögulegt að úrelda nein myndefni né nokkur sjóræn fyrirbæri, jafnframt að slík viðhorf beri í sér vissa úrkynjun, virka sem hemill á eðlilegt sköpunarferli og þau sannindi nú deginum ljósari. Allt sem augað nemur og sálin skynjar komið upp á yfirborðið sem fullgilt á vett- vangi myndlistar, svo fremi sem það ber í sér kviku grómagna og veki viðbrögð, beri um Ieið í sér safa og vaxtarmögn. Menn hafa stundum orðað það svo, að íjöllista- maðurinn Sigfús Halldórsson, hafí verið að skjal- festa gamla tímann með þvf að mála gömul hús og mun rétt til getið. Það var þó um leið annað sem at- hafnir hans frambáru og honum var meira 1 mun, sjálft andrúmið í kringum húsin og hjartsláttur þeirra, tímans um leið. Húsamyndir Sigfúsar eru ekki nein kortlagning ytri byrði bygginganna með kvarðann og mælistik- una að vopni, og eins langt frá Ijósmyndinni og verða má, það var sál þeirra sem skyldi fönguð. Hið sjónræna andrúm sem var aðal húsanna og gagntók sér í lagi hvern þann sem þar átti heima er hann nálgaðist þau. Fylgdi svo hvert sem hann fór, jafn- vel til fjarlægra heimshorna, var kirfilega skorðað einhvers staðar í heilakirnunni, sem dýrmætt óáþreifanlegt minni og hluti allífsins. Þær voru ekki tæknilegar vangaveltur í almennum skilningi, frek- ar eins konar sviðsmyndir eða öllu heldur framhald þeirra, svona Iíkt og hin teiknandi hendi er sögð framlenging sálarinnar. Og þótt ekki sjáist fólk í kringum húsin, veit skoðandinn að búið var í þeim, lifað og dáið í þeim, börn komi undir í þeim, þau vígð sorg og gleði. Að ást, hatur og allt samanlagt litróf lífsins þróaðist innan veggja þeirra í bland við þjóðsögur, drauga og ófreski. Þannig geta þessi hús virkað sem ákall að handan, eru í öllu falli ígildi lif- andi tákna og blóðríkra minnisvarða úr fortíð sem eins og hnippa í skoðandann og segja, hér er ég. Sigfús gekk hreint til verks, beitti engri ofur- tækni heldur endurvarpaði sérstakri sjónreynslu sinni hveiju sinni á myndflötinn, þeirri lifun sem hann fangaði í útgeislan húsanna og umhverfi þeirra. Stílfærði ekki myndbygginguna, heldur leit- aði uppi heppileg sjónarhorn sem gæti borið hana uppi og afar gott dæmi er hér vatnslitamyndin I Gijótaþorpi, sem hann málar 1970. Myndbyggingin er afar sterk, Qölþætt og sannfærandi, jarðlitir gegnumgangandi um allan myndflötinn og Iitahryn- ið samsvarandi. Hvíta húsið í raun hápunktur þessa litaferlis í hreinleika sínum, rís eins og klettur í bakgrunninum, skarar svo til miðbik myndbygging- arinnar jafnt lóðrétt sem lárétt ásamt því að forhlið þess býr yfir einhveijum ófreskum birtumögnum. Rauðbrúna húsið til hægri eins og rís upp á endann en er kyrfilega skorðað niður með útihúsunum og öskutunnunum í forgrunninum. Hér gegnir grind- verkið miklu hlutverki, og ekki síður tréborðin og smáhlutirnir í lóðinni, bæði til uppfyllingar í rým- inu og til að skapa líf og hreyfingu á myndfletinum. Það er einmitt þessi samsvarandi hreyfing og um leið hamdi óróleiki sem skapa kyrrð og festu, eitt vinnur með öðru, skálína mætir skálínu, bindur í sterka heild. Nokkuð flókin myndbygging, en um leið gott dæmi þess er hlutirnir ganga upp, er þó ekki yfirvegaður og stílfærður tilbúningur, heldur einungis tilfallandi og ófegrað sjónarhorn úr hvunndeginum. Hér birtast bestu kostir Sigfúsar sem málara og myndin afhjúpar einnig hið næma auga sem listamaðurinn hafði fyrir umhverfinu, þessu sérstaka viðfangsefni og hinu myndræna í því. Segir okkur jafnframt hve mikið hann átti inni sem málari, meður því að var meira og minna um tómstundaiðju fjölhæfs listamanns að ræða, ástríðu sem var honum lífsnauðsyn og varð að fá útrás. Sig- fús var útlærður leiktjaldamálari með mikinn metn- að á því sviði og þetta var hans háttur að nýta sér á einhvern hátt þá menntun sína og reynsluheim, en fátt er listamannssál sárara en að finna sig hér í hlekkjum. Á vissan hátt eru þetta sviðsmyndir, en þó ekki leikmyndir því þetta er lífið sjálft, miðlun þess og skjalfesting. Bragi Ásgeirsson Strengir og pípur TOJVLIST N e s k i r k j a KAMMERTÓNLEIKAR Wiklander: Fantasia Op. 5. Mark Karlsen: Kóral Sónata nr. 2. Saint- Saens: Priére Op. 158. Pinkham: Oration (frumfl.). Jongen: Humor- esque. Alfvén: Nottumo Elegiaco, Op. 5. Sigurgeir Agnarsson, selló; Andrew Paul Holman, orgel. Laug- ardaginn 16. september kl. 20. HINN ungi sellóleikari Sigurgeir Agnarsson, sem nýverið tókst á við 6. einleikssvítu Bachs með eftirtektar- verðum árangri á „svítnamóti" fimm íslenzkra sellista í Langholtskirkju, efndi til tónleika í Neskirkju á laug- ardaginn með hinum bandaríska orgelleikara Andrew Paul Holman. Frumfluttu þeir þar dúóverkið Or- ation eftir bandaríska tónskáldið David Pinkham (f, 1923), er líkt og organistinn hefur starfað við New England Conservatory í Boston, þar sem Sigurgeir stundaði nám áður en hann færði sig um set til Schumann tónlistarháskólans í Dússeldorf. Skandínavísk tónskáld voru áber- andi á dagskránni, enda kvað Holm- an hafa lagt sig eftir að kynna skand- ínavíska tónlist á heimaslóðum, og bandaríska á Norðurlöndum. Fyrst var Fantasía frá 1987 eftir Svíann Kurt Wiklander (f. 1950), fersklegt rómantískt verk sem á köflum minnti á Fauré og hélt sérlega góðu jafn- vægi við orgelið. Eftir hinn afkasta- mikla norska Kjell Mork Karlsen var flutt tæplega kortérslangt fimmþætt verk, Kóralsónata nr. 2, byggð á eft- irlætissálmi Lúthers, „Aus tiefer Noth schrei’ ich zu dir“. Var þar öllu dimmara yfir og brá víða fyrir ströngum kontrapunkti í allt að síðmiðaldalegum stíl og endað á nær óbreyttu sálmalaginu. Eftir Priére [,,Bæn“], hægan ljúf- sáran vals eftir Camille Saint-Saens frá 1919, var frumflutt þríþætt verk eftir David Pinkham sem bandaríska tónskáldið samdi fyrir Sigurgeir, „Oration" er ku merkja vönduð ræða eða fyrirlestur; fallegt en agað ný- klassískuleitt verk sem nýtti vel- heppnað Voix humaine registur Noack orgelsins í þaula í íhugulum I. þætti. II. var líflegt „tríó“ fyrir 2 orgelraddir á móti 3. rödd sellósins, og ABA-formaður Fínallinn dansaði að miklum hluta í seiðandi nískiptum takti eftir svipmikinn inngangs- díalóg milli sellós og orgels. Heiðríkt, skemmtilegt verk og hið bezta flutt af þeim félögum að tónskáldinu við- stöddu. Eftir hinn belgíska Joseph Jongen var næst leikin Húmoreska Op. 92 frá 1930, vel samið litið verk, sem borið var uppi af hnitmiðaðri hend- ingamótun flytjenda, þó að sumar hæstu sellónóturnar virtust ögn óstöðugri en vænta mátti af Sigur- geiri. Kannski var smá þreyta farin að segja til sín. Á móti kom skýr og hnitmiðuð hendingamótun, sem lyfti þessu ttera verki á verulegt flug. Síðast var Notturno Eligiaco, sam- ið 1885 af aðeins þrettán ára gömlum Hugo Alfvén (1872-1960), og gerast skandínavísk tónskáld varla öllu bráðþroskari en þetta. Orgelið var hér i sterkasta lagi, en að öðru leyti tókst flutningurinn ljómandi vel. Það getur á vissan hátt verið svo- lítið dýnamískt hemjandi fyrir strengjaleikara að leika á móti org- eli, er hefur ekki sömu plastísku möguleika og slagharpan til skyndi- legra áherzlna, né heldur til að rísa og hníga hratt og þreplaust í styrk. Hneigjast slík samspilsverk því gjarnan til að mynda breiða, líðandi hendingaboga, ósjaldan á kostnað hrynrænna tilþrifa eða skapmikilla sviptinga. En að því er bezt varð heyrt féll hið nýja orgel Neskirkju að flestu leyti vel að þessu vandasama samspilshlutverki í þaulöruggum höndum Holmans, og líkt og fýrri daginn sýndi Sigurgeir undantekn- ingarlítið leikfæmi, tónræna fjöl- breytni og túlkunarlegt innsæi al- mennt sem óhætt er að segja að lofi óvenjugóðu fyrir ekki eldri hljómlist- armann. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.