Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 39 UMRÆÐAN Náttúruvernd í orði og á borði UM þessar mundir ber talsvert á frásögn- um kunnugra af því að nú séu fjölfarnir ferða- mannastaðir í náttúru Islands að drabbast niður. Viðhaldi sé ekki sinnt og nauðsynlegar endurbætur á aðstöðu ferðamanna hafi verið trassaðar í áraraðir. A sama tíma hefur er- lendum ferðamönnum fjölgað verulega og tekjur af þeim vaxa ár frá ári. Náttúruvernd virðist í reynd með- höndluð eins og hálf- gerður niðursetningur af hálfu stjórnvalda, sem hafa tæp- ast sinnt lagaskyldum sínum á þessu sviði sómasamlega, hvað þá staðið myndarlega að framkvæmd- um. Markmiðin eru skýr Helstu lög, sem við Islendingar eigum til að tryggja vernd um- hverfis og náttúru, eru lög um nátt- úruvernd samþykkt á Alþingi 11. mars á síðasta ári. Markmiðssetn- ing þerira er afar skýr og kemur fram í 1. greininni: Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftir föng- um þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt. Lögin eiga að auðvelda um- gengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningar- minjum og stuðla að vernd og nýt- ingu auðlinda á grundvelli sjálf- bærrar þróunar. En lögin ein sér gera engin kraftaverk, árangur verður einung- is tryggður með skýrri stefnumörk- un stjórnvalda og framkvæmd í samræmi við hana. Slík stefnum- örkun er sögð í undirbúningi. Því lýstu bæði samgöngu- og umhverf- isráðherra yfir á Alþingi síðastlið- inn vetur. Gott og vel, en eftir hvaða stefnu höfum við stýrt þess- um málafiokki hingað til? Stefnan birtist í fjárlögunum Besti mælikvarðinn í reynd á framgöngu stjórnvalda í náttúru- verndarmálum birtist í fjárlögum íslenska rikisins. Samkvæmt þeim á Náttúruvernd ríkisins að inn- heimta í ár 15 milljónir króna í að- gangseyri að friðlýstum svæðum og þeim tekjum ber að verja til upp- byggingar á viðkomandi svæðum. Þessu mótmæltu þingmenn Vin- strihreyfingarinanr - græns fram- boðs á síðasta þingi og gerðu ítrek- aðar tilraunir til að fá einfaldlega hækkað framlagið til Náttúru- verndar ríkisins á fjárlögum. Rökin fyrir því eru í sjálfu sér einföld og komu í hugann í vikunni þegar fréttir bárust af fjölgun erlendra ferðamanna í ár og tekjuaukningu af þeim sökum. Erlendum ferða- mönnum virðist ætla að fjölga um 18% og tekjuaukningin er langt til í hlutfalli við það. Að mati okkar sem þetta ritum ætti sú aukning að skila sér í ríkum mæli til náttúruverndar gegnum ríkissjóð. En þess í stað er Náttúruvernd ríkisins haldið í fjár- hagslegri spennitreyju og gert að rukka aðgangseyri að þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Sparnaður í landvörslu er áberandi og fjármagn það sem Náttúruvernd ríkisins hef- ■ MYND-MÁL myndlistaskóli Málun, teiknun. Undirstöðuatriði og tækni. Byrjendur og framhaldsfólk. Upplýsingar og innritun kl. 15—21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. Steingrímur J. Sigfússon Kolbrún Halldórsdóttir ur úr að spila nægir ekki einu sinni fyrir því að halda í horfinu. Ef ekki kæmi til starf ýmissa sjálfboðaliða, áhugamanna og félagasamtaka væri ástandið raunar enn verra. Náttúruvernd ríkisins er niðurs- etningur á framfæri stjórnvalda og fær ekki einu sinni notið sann- gjarns hluta þeirra vaxandi tekna sem koma í ríkiskassann af þjón- ustu við ferðamenn. Mikilvægi landvörslu Það er alkunna að aukinn ferða- Náttúruvernd Það er mál til komið að þessi þáttur náttúru- verndarmála, segja Kolbrún Hallddrsddttir og Steingrímur J. Sig-- fússon, verði tekinn öðrum og fastari tökum en hingað til. mannastraumur kallar á aukna landvörslu, enda kemur í kjölfar fjölgunarinnar aukinn íjöldi óhappa og slysa. Þetta höfum við fengið að reyna í sumar. í alvarlegum óhöpp- um á borð við það sem varð þegar rúta með 14 manns festist í Jökulsá á Fjöllum kom sannarlega í ljós hversu nauðsynlegt er að manna allt hálendið hæfum landvörðum. Landverðir gegna lykilhlutverki í þjónustu við ferðafólk á óbyggðum svæðum og afar brýnt er að efla þeirra þátt í náttúruverndinni. Það verður einungis gert með því að fjölga þeim og nýta krafta þeirra betur. Það ber t.d. vott um skammsýni að ekki skuli vera starf- andi landvörður í Mývatnssveit nema yfir hásumarið. Slæleg frammistaða stjórnvalda í þessum efnum býður heim aukinni hættu á stórslysum, og brýnt er að aðstaða verði bætt og öryggisviðbúnaður og landvarsla verði stórefld. 0) "5 o HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is Það er vitað að 80 - 90% erlendra ferðamanna sem hingað koma gefa upp sem helstu ástæðu komu sinn- ar hina stórfenglegu náttúru sem Island hefur uppá að bjóða. Tekjur af erlendum ferðamönnum voru á síðasta ári tæpir 28 milljarðar króna og nú stefnir í u.þ.b. 13% hækkun á þessu ári eða tekjur í kring um 32 milljarða. En stefna stjórnvalda til þessa hefur gengið út á það að fá allt fyrir ekkert. Náttúruvernd ríkisins er með í undirbúningi náttúruverndaráætl- un, sem samkvæmt lögunum á að leggja fyrir Alþingi árið 2002. Fyrstu áætlanir um kostnað við gerð hennar hljóða uppá 430 millj- ónir króna, enn hefur ekki verið lögð fram nein áætlun um hvernig fjármagna beri það starf. Ekki heldur um það hvernig fjármagna beri brýnustu úrbætur á fjölförn- ustu ferðamannastöðunum. Nú er meira að segja svo komið að þjóðgarðarnir okkar eru að verða dragbítar á aðra ferðaþjón- ustu, þar sem þeir hafa ekki einu sinni fengið nauðsynlegt fjármagn til viðhalds á aðstöðu. I þjóðgarðin- um í Skaftafelli hefur t.d. ekki verið gerð nein bragarbót á tjaldstæðum, salernisaðstöðu eða aðstöðu starfs- fólks síðan 1982. Ef dæmi er tekið af fjárþörf nokkurra brýnna verk- efna, sem Náttúruvernd ríkisins hefur á sínu borði þá munu endur- bætur á neðri pallinum við Gullfoss kosta um 14 millj.kr. Lagfæring á þeim skemmdum sem orðið hafa undanfarið á Geysissvæðinu kosta a.m.k. 20 millj. og er þá einungis miðað við að koma í veg fyrir bráða slysahættu á svæðinu. Þá má geta um ömurlega salernisaðstöðu í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum, en til að gera aðstöðuna boðlega þá skortir Náttúruvernd um 10 mil- ljónir króna. Hér höfum við einung- is talið upp nokkur brýn verkefni en erum þegar komin upp í 44 mil- ljónir króna. Það er ekki ýkja stór upphæð þegar heildartekjur af er- lendum ferðamönnum eru skoðaðar en það er óyfirstíganleg fjárhæð fyrir Náttúruvernd ríkisins miðað við það fjársvelti sem stofnuninni er haldið í. Þetta er að okkar mati óviðunandi ástand og í engu sam- ræmi við lögbundnar skyldur stjórnvalda skv. náttúruverndar- lögum. Það er mál til komið að þessi þáttur náttúruverndarmála, sem ætti að geta verið tiltölulega óumdeildur og hafin yfir pólitískar deilur, verði tekin öðrum og fastari tökum en hingað til. Það er skýlaus krafa að stjórnvöld taki nú á þess- um málum af myndarskap og sýni meintan vilja sinn í verki í fjárlög- um fyrir komandi ár í stað þess að láta orðagjálfrið nægja eins og hingað til. Höfundar eru alþingismenn fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. •.. Peysur luiCMN/i 5T iLL Neðst á Skólavörðustíg ....■WHI PALLALVFTUR ÞÓR HF Reykjavík - Akurayri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 PHYTO SOYA JURTA ÖSTROGEN Arkopharma Fæst í apótekum Dmmi um gjoðí B Öryggismiðstöövar íslands Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári. Bjóðum einníg þráðlausan búnað. o FRÍÐINDAKLÚBBURINN Mýkingarefni sálarinnar 4 Gaman að gefa Nautn að njota KELSOimiSSELL AROMATHERAPY ILMKJARNAOLÍUR NUDDOLÍUGRUNNUR NUDDOLÍUR FREYÐIBÖÐ STURTUSÁPUR AUGNMASKI ANDLITSÚÐI Apctekið Léttur og meðfærileaur GSM posi með iimbyggðum prentara Les allar tegundir greiðslukorta °point sem notuð eru á íslandi. Hiíðasmára 10 [ Er með lesara fyrir sími 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort. Fax 5061 ■■■■■■■■■■■■■■■II^^H Hraðvirkur hljóðlátur prentari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.