Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 46
^46 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Lát engan líta smáum augum á trú þína ÉG ER einn þeirra sem sótti hina marg- umræddu kristnihátíð á Þingvöllum 1. og 2. julí í sumar. Ég mætti ásamt fjöl- skyldu minni báða dag- ana og skammast mín svo sannarlega ekki ' fyrir það. Við urðum aðnjótandi metnaðar- fullrar og vel heppnað- rar dagskrár á vel und- irbúinni hátíð með glæsilegri umgjörð. Fyrst og fremst af náttúrunnar hendi eða öllu heldur vegna stór- fenglegrar sköpunar Guðs. Við fundum líka fyrir anda Guðs og blessun á hátíðinni. I einstökum dagskrárliðum, í þeim sem sóttu há- tíðina, í guðsþjónustunni, í því að fá að neyta altarissakramentanna und- ir berum himni á Þingvöllum, þegar farið var með trúarjátninguna, þeg- ar þjóðsöngurinn var sunginn eða Faðirvorið beðið svo eitthvað sé nefnt sem ekki er hægt að lýsa held- ur aðeins viðstaddir upplifðu. Þingvellir eru engu líkir. Þvílík náttúruperla, þvílík sköpun Guðs og gjöf til okkar Islendinga. Við fundum fyrir nærveru Guðs í hinni einstöku veðurblíðu sem lék við viðstadda þessa daga. Það var ekki annað hægt en að verða snort- inn af skaparanum og hans innleggi í hátíðina, sem átti að vera tileinkuð honum, syni hans og íslensku þjóðinni. Ekki mælikvarði á trú Islendinga Þótt hátíðin góða hafi verið vel heppnuð er það staðreynd að aðstandendur hennar hefðu viljað sjá þar enn íleíri. Um þau mál hef- ur margt verið ritað og rætt og blóraböggla leitað. Hvers vegna komu ekki fleiri? Sitt sýnist hverjum og hef- ur mönnum gjarnan verið stillt upp í fylkingar í þeim efnum. Þótt hátíðin hafi tekist vel og mér líkað hún vel tel ég hana ekki neinn endanlegan mælikvarða á trú eða trúrækni Islendinga. Bið ég þess að við hættum að stilla hvert öðru upp eftir skoðunum okkar á hátíðinni og rökum fyrir tilverurétti hennar og snúum okkur þess í stað að þeirri spurningu lífsins sem skiptir okkur öll raunverulegu máli, jafnt á þess- um tímamótum, sem og alla daga, í lífi sem dauða. Er Kristur leiðtogi lífs okkar? Viljum við leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs okkar? Ætlum við að láta hann afskiptalausan, rétt Kristnihátíð Trú þín, segir Sigurbjörn Þorkelsson, verður ekki mæld eftir þátttöku eða viðhorfi til kristnihátíðarinnar. eins og hann skipti okkur ekki máli eða ætlum við jafnvel að hafna hon- um? Þú skírði og trúaði kristni Islend- ingur. Láttu ekki líta smáum augum á trú þína. Trú þín verður ekki mæld eftir þátttöku eða viðhorfi til kristni- hátíðarinnar. Málið snýst ekki um að falla í ákveðna ramma eða ein- hvern ákveðinn lífsstíl sem er sam- ansettur af mönnum. Málið snýst um orð Biblíunnar í þessu sambandi og afstöðu þína til Jesú Krists. „Hver sem ákallar nafn Drottins mun frelsast." (Postulasagan 2:21) „Sá sem trúir og skírist, mun hólp- inn verða.“ (Markúsarguðspjall 16:16) I tíunda kafla Rómverjabréfsins segir: „Ef þú játar með munni þín- um: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis." Jesús Kristur tók á sig hegning- una sem við höfðum unnið til. Hann hefur réttlætt okkur við Guð vegna síns einstæða frelsisverks, er hann gaf sig í dauðann til lausnargjalds fyrir okkur mennina. Guð reisti hann upp frá dauðum okkar vegna, svo við mættum lifa um alla eilífð. Þannig hefur hann tileinkað okkur lífið, tileinkað okkur sigurinn yfir dauðanum. Veitt okkur huggun og gefið okkur von. Hann vann þetta verk, ekki við og höfum við í engu þar við að bæta. Okkar er aðeins að þiggja, taka á móti í trú, veikri trú mannlegra efa- semda. Trúum við þessu, eigum við þessa von, viljum við fylgja þessum Jesú Kristi jafnt einstaklingar sem þjóð? Um þetta snýst spurningin en ekki um kristnihátíð á Þingvöllum, kostnað hennar eða tilverurétt. Gjöf Guðs Trúin er gjöf Guðs. Hún er ekki sköpuð af okkur sjálfum. í Róm- verjabréfi Nýja testamentisins segir að ekki sé neinn maður réttlátur. Allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð. Og í sama kafla segir að það sé vegna náðar Guðs að við séum hólp- in orðin fyrir trú. Það er ekki okkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Það er vegna náðar Guðs, vegna elsku hans til okkar mannana barna. Þetta réttlæti er fyrir alla menn fyrir trúna á Jesú Krist. Góður Guð vill að við komumst öll til þekkingar Sigurbjörn Þorkelsson á sannleikanum. Sannleikanum sem er sonur hans Jesús Kinstur sem er vegurinn til lífsins. Sannleikanum sem gerir okkur frjáls. Gleymum ekki að við réttlætumst án verðskuldunar fyrir endurlausn- ina sem er að finna í Kristi Jesú frelsara mannana og engum öðnim. Ólík með misjafnar þarfir Víst er að við erum ólík og með misjafnar þarfir. Það ættum við þó öll að geta verið sammála um. Þótt þarfir okkar séu misjafnar og skoð- anir ólíkar, reynum þó samt að temja okkur að virða náungann og skoðanir hans og það sem honum er heilagt. Það að dæma náungann, lýsir dómaranum betur en þeim sem dómurinn beinist gegn. Jesús sagði: „Dæmið ekki, svo þér verðið ekki sjálfir dæmdir.“ Þegar á reynir Ég er sannfærður um það að þótt við kunnum að hafa misjafnar skoð- anir á kristnihátíðinni, kirkjunni og látum þjóna hennar fara í taugarnar á okkur þá viljum við halda í þá von og það líf sem frelsarinn Jesús Kristur einn getur veitt okkur. Bindum því vonir okkar áframhald- andi við hann og endurnýjum heit okkar í daglegri bæn til hans í því trausti að hann muni vel fyrir sjá. Því það býður enginn betur. Glöð yfir sigri lífsins Það er því rík ástæða til að gleðj- ast og fagna yfir sigri lífsins á þessu tímamótaári og leyfðu þér það bara. Mætti kristnitaka eiga sér stað daglega í mannlegri þakkargjörð í hjörtum okkar allra. Lífið lifi. Hufundur stundar ritstörfog er áhugamaður um Iffíð. Ys og þys út af engu, eða er maðkur í mysunni? www.ljosmyndir. net BARJIAtf FJÖLSKVLBU l J 0 S MYNJDIH Núpalind 1 Sfmi 564 6440 íhreinsunin sími 533 3634 gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. lýsingnum í sjúkra- skrám ...“, eins og segir í samþykkt aðalfundar Læknafélagsins. Af viðbrögðum fjöl- miðla hefði mátt ætla að þegar væri búið að breyta lögum um mið- lægan gagnagrunn, þannig að allir mættu vel við una. En hefur eitthvað breyst? Sérstæði laga og leyfis um gagna- grunninn Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp nokkur lykilatriði. Lög nr. 39/1998 um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og rekstrarleyfi sem ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála veitti ís- lenskri erfðagreiningu 22. janúar síðastliðinn til einkarekstrar á þess- um grunni eru afdráttarlaus. Þar kemur fram hvers konar persónu- legar heilbrigðisupplýsingar megi fara í grunninn, á hvaða hátt og frá hveijum. Þrennt gerir fyrirhugaðan mið- lægan gagnagrunn ólíkan öðrum gagnagrunnum á heilbrigðissviði. I fyrsta lagi: Lögin kveða svo á að heilsufarsupplýsingar um einstakl- inga hér á landi munu fara inn í gagnagrunn- inn, nema því aðeins að einstaklingar neiti því skriflega fyrirfram, segi sig skriflega frá grunninum. Upplýsingar um ófullveðja einstaklinga, til dæmis böm og þau sem svipt hafa verið forræði vegna geðveiki eða annars, munu fara inn í grunninn nema því aðeins að forráða- menn segi einstaklinga Bima frá grunninum. Upp- Þórðardóttir lýsingar um dána ein- staklinga fara allar inn. Lögin ganga þannig út frá upplýstri neitun á því að upplýsingar fari inn í gagnagrunninn ekki upplýstu sam- þykki, en upplýst samþykki fyrir þátttöku í læknisfræðilegri rann- sókn merkir samþykld einstaklings til þess að taka þátt í ákveðinni rann- sókn og hafa fengið upplýsingar um mögulega áhættuþætti. I öðru lagi: Samkvæmt lögunum og rekstrarleyfinu er ekki um það að ræða að inn í grunninn fari eingöngu upplýsingar um sjúkdóma, orsakir þeirra, meðferð og árangur. Þangað fara persónulegar upplýsingar sem fram koma í sjúkraskrám, svo sem um búsetu, kyn, menntun, fjöl- skyldustöðu, atvinnu, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun þannig að fátt VIÐRÆÐUR Læknafélags Is- lands og íslenskrar erfðagreiningar fyrr á árinu um flutning upplýsinga úr sjúkraskrám inn í fyrirhugaðan miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði vöktu undrun greinarhöfundar. Ekki var síður undrunarefni sam- þykkt aðalfundar Læknafélags Is- lands sem haldinn var síðla ágúst- mánaðar á ísafirði og samþykkt stjómar Læknafélagsins um áfram- hald viðræðna við íslenska erfða- greiningu, en frá henni var greint í fréttum í byrjun september. Allar þessar viðræður og sam- þykktir ganga út á það „... að leita nýrra leiða við öflun samþykkis til læknifræðilegra rannsókna á upp- PABBI/MAMMA Allt fyrir minnsta bamið Þumab'na, Pósthússtræti 13 lönbúö 1,210 Garðabæ sfmi 565 8060 Gagnagrunnur Vegna þessa eru sam- þykktir aðalfundar ---------------7------- Laeknafélags Islands, segir Birna Þórðardótt- ir, í besta falli léleg til- raun til að halda friðinn í eigin herbúðum. eitt sé nefnt. Þá má einnig tengja heilsufarsupplýsingamar við upplýs- ingar úr gagnagrunnum um ætt- fræði og erfðafræði. í þriðja lagi: Upplýsingar verða settar inn í grunninn án þess að ljóst sé fyrirfram hvernig þær verða not- aðar, og það er ekki síst þessi mögu- eliki sem mun gera gmnninn ólíkan öllu því sem viðgengst í alþjóðlegu vísindasamfélagi. í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur sam- an við varðandi siðferði og mannrétt- indi er þessu varið á annan veg. Þar er leitað leyfis til þess að nota heilsu- farsupplýsingar í hverja rannsókn fyrir sig og kveðið á um hvemig og hvenær upplýsingum skuli eytt eftir notkun. Ekki skal gleyma 10. grein lag- anna um gagnagrunninn þar sem stendur: „Rekstarleyfishafa er á leyfistíma heimil fjárhagsleg hag- nýting upplýsinga úr gagnagrunnin- um með þeim skilyrðum sem sett eru í lögum þessum og rekstrarleyfi." Hér skapast hinn ágætasti grund- völlur fyrir verslun og viðskipti með afar viðkvæmar persónuupplýsing- ar, hvort heldur þær verða seldar lyfjafyrirtækjum, ráðningarskrif- stofum, tryggingafyrirtækjum eða öðrum atvinnurekendum. Við skul- um hafa í huga að upplýsingarnar sem um er getið að ofan gera kleift að ná fram heildarmynd af einstakl- ingnurn, heildarmynd sem viðkom- andi gat alls ekki átt von á að hægt væri að ná fram þegar upplýsingar voru veittar á mismunandi stöðum. Og höfum í huga að heildarmyndin næst ekki einungis af einstaklingn- um heldur ættinni allri - þai’ liggur hin skelfilega stórabróðurmynd. í upphafi skyldi endinn... Snýr þá aftur að viðræðum Læknafélags Islands við íslenska erfðagreiningu, rekstarleyfishafa miðlægs gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Það er að vísu ekki alveg ný saga að forsvarsmenn Islenskrar erfða- greiningar beiti áhrifum sínum við lagasmíði er varðar miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Hins vegar er Læknafélagið á afar ein- kennilegri braut telji það sig komið í stól löggjafans. Samþykktir, hvort heldur vestur á fjörðum eða annars staðar, breyta í engu þeim lögum sem Alþingi samþykkti um miðlæg- an gagnagrunn á heilbrigðissviði; þær breyta í engu rekstrarleyfi því sem ráðherra veitti íslenskri erfða- greiningu; þær breyta ekki innihald- inu sem er: heilsufarsupplýsingar má flytja í gagnagrunninn, án sam- þykkis, samkeyra við aðrar persónu- legar upplýsingar og notfæra að vild rekstrarleyfishafa hverju sinni. Ætlar Læknafélagið kannski að ganga til forsvarsmanna íslenskrar erfðagreiningar í hverju tilviki sem upplýsingar skulu fluttar í miðlægan gagnagrunn í andstöðu við siðfræði- lega og faglega vitund einstakra fé- lagsmanna Læknafélagsins og sár- biðja: elskurnar, ekki framkvæma eins og þið hafið fullt leyfi og laga- legan rétt til! Vegna þessa eru samþykktir aðal- fundar Læknafélags íslands í besta falli léleg tilraun til að halda friðinn í eigin herbúðum. I versta falli er um að ræða meðvitaða tilraun til þess að gefa grænt ljós á að senda inn heilsu- farsupplýsingar án samþykkis sjúkl- inga og bjarga samvisku þeirra lækna sem ekki hafa lagt í það ennþá að koma út úr gagnagrunnsskápn- um. Eftir situr sjúklingurinn. Höfundur er blaðanmður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.