Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 m----------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ fe Svar við grein Finns Arnasonar, fram- kvæmdastjóra Nýkaups FINNUR Árnason, framkvæmdastj óri Nýkaups, tekur upp hanskann íyrir sinn yf- irforstjóra í grein sem hann sendh- frá sér í Morgunblaðinu 15. i sept. Það liggur alveg ijóst fyrir hvað Jón As- geir Jóhannesson lét hafa eftir sér í Mbl. og hvað hann leiðrétti og hvað hann leiðrétti ekki og sé ég ekki ástæðu til þess eða nenni að fara frekar útí það efni en bendi þeim félögum enn Özur og aftur á það að gera Lárusson ekki fullyrðingar Jóns Asgeirs að mínum. Hvað varðar fullyrðingar Finns um vitneskju mína um viðskiptalqör Baugs eða annarra verslana hjá sín- um kjötbirgjum eru útí hött. Telur Finnur mig ekki staril mínu vaxinn ef ;ég viti það ekki. Verð ég að segja að það er alveg ný vídd á því máli. Mér sem starfsmanni sauðfjárbænda ber skylda til þess að afla mér upplýsinga um það hvað afurðastöðvar borga bændum fyrir sauðfé, en hvað afurðastöðvar selja svo verslunum kjötið á er alveg undir samningum þeirra tveggja komið og ekki hef ég fengið að blanda mér í það á nokkum hátt eða verið upplýstur um þau kjör er þar eru í gangi. Það er algjör missMlningur sem kem- ur fram hjá Finni að áherslur í Bændahöll- inni séu breyttar og það að ég hafi ekki áhuga á samstarfi með þeim. Fg hef mikinn áhuga á samstarfi með Finni og hans mönnum og er honum alveg sammála um að það skipti miklu máli að framleiðendur, afurðastöðvar og smásalar hafi með sér gott og skil- virkt samstarf til þess að ná sem best- um árangri í sölu og ná sem hag- kvæmasta verði sem allir geti unað við þvl þar, eins og Finnur bendir réttOega á, er um sameiginlega hags- muni þessara þriggja aðila að ræða. Það vantar reyndar mikið á það að * Alþjóðlegur Hjartadagur ALÞJÓÐA Hjarta- sambandið (World Heart Federation) efn- ir í fyrsta sinn til al- þjóðlegs hjartadags þann 24.september. Hann er haldinn í sam- vinnu við Alþjóða heil- brigðismálastofnunina (WHO) og UNESCO í yfir 90 löndum. Hjarta- og æðasjúk- dómar eru algengasta dánarorsök bæði á ís- landi og annars staðar í heiminum. Þeir taka gháan toll af þeim sem veikjast og fjölskyldum þeirra og útheimta mikinn kostnað fyrir heilbrigðiskerf- ið. Tilgangur með deginum er að auka vitund almennings um áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma. Skilaboðin eru þau að hjarta- og æðasjúkdóma er að stórum hluta hægt að koma í veg fyrir. Reglubundin hreyfing verður í brennidepli. Alþjóða hjartasam- bandið valdi reglubundna hreyfingu þar sem hún er verndandi þáttur gegn hjarta- og æðasjúkdómum og ein sú einfaldasta og besta leið sem almenningur getur farið til að draga úr líkunum á að fá þessa sjúkdóma. ;jHreyfing í samtals 30 minútur dag- lega skiptir máli hjá fólki á öllum aldri. Þjóðin fylgist spennt með af- reksfólki í íþróttum á Ólympíu- leikunum. Skilaboð Hjartadagsins eru aftur á móti þau að þú þarft ekki að keppa á leikunum fyrir hjartað. Þau eru sett þannig fram að flestir ættu að geta farið eftir þeim. Sérstaklega er mælt með göngu- ferðum. Þær eru flestum einfaldar í framkvæmd. Góðir skór og klæðnaður eftir að- stæðum er það sem þarf. Þær henta vel þeim sem ekki hafa stundað ‘fireyfingu í lengri tíma og er kyrr- setufólk hvatt til að fara varlega af stað. Með því að huga að göngu daglega uppgötva flestir að framkvæmdin er ekki flókin. Líklegt er að með tíman- um verði hreyfingin sem stunduð er fjölbreyttari. Fólk er hvatt til að stunda þá hreyfingu sem það hefur ánægju af. Ástrós Sverrisdóttir Hjartavöðvinn er mikilvægasti vöðvi líkamans. Með hverjum hjartslætti sér hjartað frumum líkamans íyrir næringu og súrefni. Heilbrigt hjarta er lyk- illinn að heilbrigðum líkama. Hjartað þitt þarf á þjálfun að halda til að vera í góðu formi. Ef þú hreyfir þig reglu- lega, borðar heilsusam- legt fæði, fylgist með líkamsþyngd og sleppir reykingum verður hjartað þitt heilbrigð- ara og þér mun líða betur. Hafir þú mælst með hækkaðan blóðþrýsting, hækk- un á blóðfitu eða skert sykurþol er reglubundið eftirlit mikilvægt. Hreyfing Hreyfíng er verndandi þáttur gegn hjarta- og æðasjúkdómum, segir Astrós Sverrisdóttir, og ein einfaldasta og besta leiðin til að draga úr líkunum á að fá þessa sjúkdóma. Hugsaðu vel um hjartað þitt. Þú miklar kannsM fyrir þér ofangreinda þætti. Einhvers staðar skal byrja. Því ekM að byija á göngutúrum daglega og áður en þú veist af verður ganga orðin ómissandi hluti af athöfnum daglegs lífs. Prófaðu þessa vikuna að ganga í samtals 30 mínútur á dag og vittu til, þú munt halda Hjartadaginn nk. sunnudag hátíðlegan. Heimasíða dagsins er www.world- heartday.com. Heimasíða Hjarta- vemdar er www.hjarta.is Höfundur er hjúkrunurfræiíingur, fræðslufulltrúi HjnrUi verndur. Verðlagsmál Baugsmenn verða að átta sig á því að í sam- starfí tveggja aðila, seg- ir Ozur Lárusson, geng- ur ekki að annar aðilinn ati hinn auri án þess að hann beri hönd fyrir höfuð sér. bændur geti unað við sinn hlut í dag eins og komið hefur fram í fjölmiðlum og má teljast með ólíkindum hvernig þeir fara að við það að fæða sig og Mæða á meðan aðrir aðilar sem koma að afsetningu afurðanna sMla góðum arði. Finnur hefur einnig áhyggjur af sölumálum kindakjöts og er það gott því alltaf þarf að vera vakandi yfir sölu- og birgðamálum en ég vil benda á það að nú í haust eru birgðir af dilkalqöti í sögulegu lágmarM og sala hefur ekM verið meiri um margra ára skeið og skýrist það af gæðum og hreinleika kjötsins sem fólk er alltaf að verða sér betur meðvitandi um. EkM kæri ég mig um að standa í sMtkasti við forsvarsmenn Baugs og voru greinaskrif mín ekM ætluð til þess. En Baugsmenn verða að átta sig á því að í samstarfi tveggja aðila gengur ekM að annar aðilinn ati hinn auri án þess að hann beri hönd fyrir höfuð sér og er eðlilegra að tveir við- sMptaaðilar tali saman á jafnréttis- grundvelli án yfirlætis eða hroka því slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Það sem íyrir mér vakir og ég tel að sé öllum hollt er að rýna aðeins í eigin barm og athuga hvort megi gera bet- ur. Skoða hvar kostnaðurinn falli til og hvort hægt er að laga eitthvað þannig að það komi öllum til góða. Læt ég hér mínum skrifum um lambalæri án hækils lokið. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauófjárbænda, Bændahöllinni v/Hagatorg. Netið og stjórnmálin EITT af megin- verkefnum Samfylk- ingarinnar er að efla lýðræðið og lýðræðis- lega umræðu í land- inu. Því hefur Sam- fylkingin riðið á vaðið og haldið úti öflugum netmiðlum síðustu misserin. I vor hóf Samfylkingin, fyrstur og einn íslenskra stjórnmálaflokka, rekstur vefrits sem er uppfært með fréttum og greinum fimm daga vikunnar; Sam- fylking.is. Gróska og Pólitík.is Gróska var einn af frumkvöðlum í rekstri pólitískra netmiðla á ís- landi. Gróska.is hefur verið rekin af krafti í tæp tvö ár og hafði til að mynda miklu hlutverki að gegna við stofnun og tilurð Samfylking- arinnar. Öflugasta og hvassasta stjórnmálaumræðan á sér nú stað á Netinu og ekki síst á þeim vefrit- um sem ungliðar flokkanna halda úti. Að ógleymdum afar snjöllum skrifum á borð við þau sem Egill Helgason og Hrafn Jökulsson halda úti á vefjum sínum á Strik.- is. Pólitík.is er nýtt vefrit ungra jafnaðarmanna sem hóf göngu sína 15. september síðastliðinn. Pólítik.is leysir af hólmi vefrit Grósku sem nú rennur í sama far- vegi og pólitík.is undir þeim merkjum. Að þessu leyti er Netið nú þegar orðið ómetanlegt í póli- tískri umræðu og mun gegna æ stærra hlutverki í framtíðinni. Vefrit á borð við Pólitík.is og Sam- fylking.is eru að verða burðarásinn í pólitískri umræðu á íslandi og þá sérstaklega á meðal ungs fólks. Vefritin eru nýtt og óvægið aðhald á stjórnmálamennina, enda þora þeir sem um stjórnmál fjalla að vera mun djarfari í skrifum sínum heldur en í dagblöðunum. Öllum tryggður aðgangur Telja má öruggt að í framtíðinni fari pólitíkin í æ ríkari mæli fram á Netinu. Þannig hef- ur þróunin verið í Bandaríkjunum þar sem sprottið hafa upp framúrskarandi vefrit á liðnum árum sem hafa teMð forskotið í þeirri oft léttvægu og yfirborðskenndu um- ræðu sem fram fer þar í landi. Nægir að nefna rit á borð við Slate.com því til stuðnings og sönnun- ar. Eins fer fjársöfn- un þarlendra stjórn- Björgvin G. málamanna æ meira Sigurðsson fram á vefsíðum fram- bjóðendanna. fslendingar eru í fremstu röð meðal þjóða hvað varðar aðgengi almennings að Netinu og notkun á Vefrlt Vefritin eru nýtt og óvægið aðhald á stjórn- málamennina, segir Björgvin G. Sigurðsson, enda þora þeir sem um stjórnmál fjalla að vera mun djarfari í skrifum sínum heldur en í dagblöðunum. því. Eftir fáein ár mun vonandi hvert mannsbarn á landinu hafa aðgang að Netinu og geta nýtt sér tækifæri þess. Því er það eitt af höfuðviðfangsefnum Samfylkingar- innar að tryggja aðgengi allrar þjóðarinnar að upplýsingabraut- inni óháð búsetu. Það höfum við undirstrikað með því að leggja áherslu á það að í væntanlegri einkavæðingu Landssímans verði grunnnetið áfram í eigu þjóðarinn- ar. Þannig tryggjum við öllum að- gang að upplýsingahraðbraut framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Afnemum arðránid, krefj- umst réttmætra launa Á SAMA tíma og margar opinberar Að hækka laun op- inberra starfsmanna Launakjör stofnanir búa við slíka manneklu að til vand- varðar bæði réttlæti og hagkvæmni. Það Að hækka laun opin- ræða horfir gengur maður undir manns hönd til að vara ríkið og sveitarfélögin við að ganga of langt til móts við starfsmenn sína. Það er ljóst að þessi mannekla stafar fyrst og fremst af of lágum launum. Vel menntað fólk með reynslu af vandasömum störfum hjá opinberum stofn- unum segir frá því að getur ekki verið hag- kvæmt að reka starf- semi við þær aðstæð- ur að sífellt skorti það sem til þarf. Þvotta- hús hættir ekki að nota þvottaefni þótt berra starfsmanna, seg- ir Einar Ólafsson, varð- ar bæði réttlæti og i hagkvæmni. \j : það hækki í verði en hins vegar virðist ekki mega greiða hærri laun til að geta veitt öldruðu fólki nauðsyn- lega umönnun. Þá er hætt við að jafnvægið raskist í efnahagslífi sér auði meðan aðrir, sem sinna ýmsum nauðsynlegum störfum, fá ekki þau laun sem þeim ber. Ef það veldur einhverjum efna- hagslegum hamförum að afnema þetta arðrán og borga vinnandi Einar Ólafsson börn þeirra, varla útskrifuð úr framhaldsskólum, fá hærri laun við einföld og ábyrgðarlítil störf, þetta fólk má sitja undir athuga- semdum á borð við: Þú hlýtur nú að geta fengið eitthvað skárra að gera en þetta. Margir halda þó áfram, þeir hafa menntað sig til þessara starfa, hafa áhuga á þeim, líkar vel við vinnustaðinn og svo framvegis, því að vissulega snýst starfið um fleira en launin. En margir gefast þó upp þegar betur launuð störf bjóðast. þjóðarinnar! Opinberir starfsmenn eða annað láglaunafólk þarf auðvitað ekki að taka mark á svona tali. Þessi hóp- ur ber ekki einn ábyrgð á efna- hagsmálum þjóðarinnar meðan ýmsir aðrir raka saman fé á braski eða við störf í fyrirtækjum sem njóta stundarvelgengni vegna sér- stakra aðstæðna. I íslensku samfélagi, eins og um allan heim, er gríðarlegt arðrán og fer sívaxandi. Þetta arðrán felst í því að sumir hafa færi á að raka að fólki mannsæmandi laun, sem þetta samfélag stendur vissulega undir, þá er þetta samfélagskerfi eitthvað gallað eða eitthvað að stjórn þess. En það er fullvíst að opinberir starfsmenn og láglauna- fólk almennt ber ekki ábyrgð á því og ætti því að geta sett fram sínar kaupkröfur án nokkurs samvisku- bits. Höfundur er i samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.