Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 ...... ..................... MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + ■""Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, INGIBJÖRG HJARTARDÓTTIR, Blesugróf 6, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum að morgni sunnu- dags 17. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á MS-félagið. Björn Jóhannsson, Anna Hjördís, Kyle Kledis, j Ingunn Hafdís, Kári H. Einarsson, Birna Dís, Steingrímur Ó. Einarsson, Ingi Bjöm, Ari Bragi og Einar Húnfjörð, Unnur Hjartardóttir, Steindór Hjörleifsson, Hjörtur Örn Hjartarson, Hrefna Hrólfsdóttir. + Móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Ölduslóð 3, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 16. september. f Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Þóroddsdóttir, Þorbjörg Þóroddsdóttir. t Kæri sonur minn og bróðir okkar, REGINN ÖRN HARÐARSON, k Hólabekku, Hornafirði, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra fyrir veittan stuðning. Guð blessi ykkur öll. Birna Ágústsdóttir Krebs, Hörður Ágúst Harðarson, Inga Rún Harðardóttir. + Ástkær sonur minn, JÓHANN HEIÐAR ÁRSÆLSSON, i > Austurbraut 4, Höfn, Hornafirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 17. september. Útförin auglýst síðar. Jónína Jónsdóttir Brunnan. + Eiginkona mín, móðir okkar og systir, HALLDÓRA JÓHANNESDÓTTIR, Stúfholti, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 20.september kl. 10.30. Jarðsett verður í Hagakirkjugarði í Holtum sama dag. Kjartan Ólafsson og fjölskylda, Sturlaugur Jóhannesson. + Ástkær eiginkona mín, SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hafnagötu 30, Höfnum, lést á heimili sínu laugardaginn 16. septem- ber. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Þóroddur Vilhjálmsson. DAGBJÖRT STEFÁNSDÓTTIR + Dagbjört Stef- ánsdóttir fæddist í Hvammi í Hjaltadal 29. maí 1910. Hún lést 17. júní síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 23. júní. Jarðsett var á Hólum í Hjaltadal. Dagbjört Stefáns- dóttir fæddist að Hvammi í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu hinn 29. maí 1910. Hún var miðjubarn hjónanna í Hvammi, þeirra Soffíu Jónsdóttur, ættaðri frá Róðhóli í Fljótum, og Stefáns Sigurgeirsson- ar er var eyfirskrar ættar. Onnur börn þeirra hjóna voru Jósef tré- smíðameistari á Sauðárkróki, f. 1905, dáinn í maí sl. og Unnur fv. húsmóðir og vitavörður á Reyðará í Siglunesi, f. 1912. Unnur dvelur á heimili aldraðra á Siglufirði. Aður átti Soffía dótturina Kristjönu, húsmóður á Skagaströnd og síðar á Sauðárkróki, sem látin er fyrir all- mörgum árum. Dagbjört stundaði nám í Hóla- skóla og lærði síðan kjólasaum í Reykjavík. Dagbjört giftist 1935 Páli Þor- grímssyni búfræðingi frá Hofs- staðaseli í Viðvíkursveit, f. 1895, d. 1969. Allan sinn búskap bjuggu þau Dagbjört og Páll í Hvammi eða þar til Páll lést. í nokkur ár eftir andlát Páls bjó Dagbjört í Hvammi, en fluttist þá til Sauðárkróks og bjó þar síðan. Dagbjört og Páll eignuðust ekki börn, en kjörsonur þeirra er Sig- urður búsettur í Reykjavík og fóst- urdóttir þeirra er undirrituð búsett á Akureyri. Hún reyndi að vera móðir mín. Hún reyndi að koma mér til manns og hafí það ekki tekist sem skyldi er sannarlega við aðra að sakast. Ég man það svo vel. Það var sól og vor í Vesturbænum morguninn þann. Öll börnin á barnaheimilinu fengu að fara út í sólskinið nema ég. Mér var sagt að bíða innan dyra með forstöðukonunni því bráðum kæmi konan sem ætlaði að verða mamma mín. Konan kom og nú varð ekki aftur snúið. Ótalandi á viðurkennda íslenska tungu og ómeðvituð um muninn á kind og kú var ég fjögurra ára gömul „drossíuð“ norður í Skagafjörð með Gísla á Sleitu- stöðum, verðandi móð- ur og einni konu til. „Þú sast þarna í aft- ursætinu og það draup ekki af þér,“ sagði fóstra mín síðar. „Ég skynjaði strax að það gæti tekið langan tíma að ná til þín, því þú fékkst ekki til að segja orð á leiðinni og vildir ekkert þiggja af samferðafólkinu,“ bætti hún við. Já, það tók okkur fósturmæðgurnar langan tíma að kynnast og þau kynni voru ekki átakalaus. Við höfðum ólíkt skapferli og ólíkar áherslur lengi vel og skildum ekki alltaf hvor aðra. Engum í heimi hér á ég þó eins mikið að þakka og þessari skag- firsku konu, sem valdi sér það hlut- skipti að ala önn fyrir annarra börnum og elska þau skilyrðislaust. Páll fóstri minn var mér einnig kær, en hann andaðist meðan ég var enn ung stúlka. I hálfa öld var Dagbjört fóstra mín einskonar haldreipi í mínu lífi. Haldreipi, sem ég gat gripið til og ég vissi að aldrei sleppti. Fór ég þó oft vill vegar. Heimili fósturforeldra minna í Hvammi var mikið regluheimili þar sem hver hlutur úti sem inni átti sinn stað og engan annan. Reglur heimilisins voru skýrar. Það átti að fara vel með. Vanda verk sín stór og smá. Vera sjálf- stæður og segja satt. Þá var okkur börnunum (mér og Sigga) kennt að á eftir guði væru bændur bestir. Síðan hef ég gagnrýnislaust alltaf haldið með bændum. Búið í Hvammi var ekki stórt, ekki einu sinni á þess tíma mæli- kvarða. En það skilaði góðum arði og var persónulegt. Það þótti allt að því eins mikilvægt að börnin þekktu kindurnar með nöfnum og kynnu skil á nánustu ættingjum þeirra eins og að þekkja stafina. Og ekki máttum við (sumarbarnið Maja Eyþórs meðtaliðj blóta belj- unum frekar en Alfgrímur í Brekkukoti. Nei, þær voru blessað- ar þótt þær stælu rófum úr kál- + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KRISTJÁNSSON, Holtastíg 8, Bolungarvík andaðist á heimili sínu laugardaginn 16. sept- ember. Evlalía Sigurgeirsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Baldurshaga, Vestmannaeyjum, Hjálmholti 3, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 17. september. Jarðaförin auglýst síðar. Ólöf Erla Óladóttir, Ari Bergmann Einarsson, Sigrún Fríða Óladóttir, Ævar Guðmundsson, Einar Baldvin Arason, Sigríður Sunna Aradóttir, Óli Vernharður Ævarsson, Þórunn Ævarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Lóa Ágústsdóttir. garðinum og ætu skálmarnar af svörtu rokkbuxunum mínum af snúrunni. Síðan þá hef ég ekki rokkað. Fóstra mín var fríðleikskona og talsvert kvenleg. Hún var gáfum gædd til munns og sérstaklega til handa. Handbragð hennar var und- antekningalaust óaðfinnanlegt. Það var snilld. Þessi gáfa er tvímæla- laust í „genunum“ því Jósef og Unnur systkini hennar höfðu einn- ig þessa verksnilld. Ég hinsvegar hef lítið af henni þrátt fyrir að hafa fórnað einhverj- um lítrum af svita og tárum við að nema fræðin við fótskör fóstru minnar. Það er sennilega rétt að aðeins einum fjórða begði til fósturs. Þegar ég hugsa til íslensku alda- mótabarnanna eins og fóstru minn- ar sem náðu því að lifa næstum heila öld, þá undrast ég hvernig þau komust óbrengluð í gegnum þjóðlífsbyltingu 20. aldarinnar. Þau upplifðu ekki aðeins ótrúlega tæknivæðingu sem gerði erfið störf til sjávar og sveita næstum auðveld og margfaldaði afköst. Þau tóku einnig þátt í og fylgdust með breyt- ingum á sviðum samgangna og fjarskipta svo eitthvað sé nefnt, sem engan óraði fyrir. Borgar- astéttin sem enn var ung í upphafi aldarinnar óx ört á kostnað bænda- stéttarinnar með tilheyrandi búferlaflutningum úr sveit í bæ. Áður óþekktum lífsstfl, tækifærum og peningamyndun. Þessi kynslóð lifði sannarlega tímana tvenna. Hin margþætta tæknibylting og búferlaflutningar skiptu þó ekki sköpum fyrir geðheilsu gamla fólksins. Ef það hreifst ekki af nýj- ungunum þá reyndi það flest að að- lagast þeim í trausti þess að þær væru í þágu lands og þjóðar. Það var hinsvegar breyting á þjóðarsál- inni sem hélt vöku fyrir gamla fólk- inu. Gömlu gildin eins og sparnað- ur, hófsemi og tillitssemi við náungann, sem aldamótabarninu var kennt að væru leiðin til lífsins, voru ekki lengur í heiðri höfð. Það var jú stöku sinnum minnst á þau í ávörpum á hátíðarstundum. Þetta breytta gildismat átti fóstra mín erfitt með að skilja og hún neitaði að samþykkja að það væri í lagi að eyða um efni fram og svíkja gefin loforð. Ég held að siðferðis- og vitrænn þroski gamals fólks sé stórlega vanmetinn. Römm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til, segir gamalt mál- tæki. Einhvernveginn hefur það verið svo að Hjaltadalurinn hefur alltaf, þó svo að fóstra mín flytti á Sauð- árkrók, haft sérstaka meiningu fyr- ir mig. Við fóstra spjölluðum oft um árin í Hvammi. Fyrrum ná- granna þar og aðra dalsbúa. Heim- sóttum æskustöðvarnar minnst tvisvar á ári og litum við hjá Hall- grími frænda okkar og Svövu á Kjarvalsstöðum. Þau Kjarvals- staðahjón eru nú ein eftir af gömlu ábúendunum í dalnum. Ég vona að þau búi áfram enn um sinn. En sú ramma taug er dró mig til föður- túnanna er ekki söm og áður. Brottfluttum dalsbúum sem ég kynntist sem barn bið ég blessun- ar, lífs og liðnum. Það bjó gott fólk í Hjaltadal. Éftir að fóstra mín flutti til Sauðárkróks þá naut hún þess að eiga Jósef bróður sinn að og hans fjölskyldu. Þau studdu hana með margvíslegum hætti svo og vinkon- ur hennar sem þar bjuggu. Síðustu misserin dvaldi fóstra mín á Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Þar naut hún góðrar aðhlynningar starfs- manna. Öllu þessu fólki er ég inni- lega þakklát. Hún var amma af guðs náð. Barnabörnin elskuðu hana og hug- ur hennar snerist sífellt um þau. Hvernig hún gæti orðið þeim best að liði. Barnabörnin munu ávallt minnast hennar þegar góðrar konu er getið. Ég þakka Dagbjörtu fóstru minni samfylgdina og fyrir það að hafa verið til. Hennar líf var mitt lán. Kolbrún Guðveigsdúttir frá Hvammi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.