Morgunblaðið - 19.09.2000, Page 58

Morgunblaðið - 19.09.2000, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 Prokaria er leiðandi í nýtingu á erfðaauðlindum náttúrunnar Viltu vinna skapandi störf í frjóu umhverfi og taka þátt í að byggja upp líftækniiðnað framtíðarinnar? PROWRRIR Prokaria hefur eftirfarandi störf lausar til umsóknar: Framkvæmdarstjóri rannsóknarsviðs Framkvæmdarstjóri rannsóknarsviðs skilgreinir og stýrir rannsóknum félagsins í samráði við forstjóra félagsins og sér um samskipti við deildarstjóra um stjórnum rannsókna á sviði erfðafræði og líftækni. Framkvæmdarstjóri rannsóknarsviðs er ábyrgur fyrir framgangi rannsókna og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila og finna nýjar leiðir á sviði líftæknirannsókna og öflun nýrra verkefna í samráði við deildarstjóra og framkvæmdarstjóra þróunarsviðs. Gerðar eru kröfur um doktorsprófs í sameindalíf- fræði eða á skyldu sviði og reynslu á sviði rannsókna og stjórnunar. Kerfisfræðingur Starfið felst m.a. í uppsetningu og rekstri á tölvukerfi með Unix, MacOS og Windows NT stýrikerfum á samtengdu neti, rekstri á póst- og vefþjónum, aðstoð við Windows og Linux notendur, afritun tölvugagna og uppsetningu á hugbúnaði. Viðkomandi þarf að geta annast vaxandi töivukerfi og unnið í samvinnu við aðra varðandi tölvu- og hugbúnaðarlausnir tengdum upplýsingavinnslu fyrirtækisins. Gerðar eru kröfur um tölvumenntun og æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu innan eftirfarandi sviða: UNIX (Linux) / X gluggakerfi Windows/ MacOS Rekstri tölvunets (intranet) -TCP/IP Uppsetningu og bilanagreiningu tölvubúnaðar Gagnaafritun og öryggiskröfur Tölvufræðingur / forritari Starfið felst m.a. í vinnslu og vistun á líffræðilegum upplýsingum og uppsetningu og þróun á hugbúnaði því tengdu. Viðkomandi mun vinna að hugbúnaðar- og gagnagrunnslausnum í náinni samvinnu við aðra sérfræðinga innan fyrirtækisins. Hér um ræðir notkun og þróun á lífupplýsingaforritum, gagnagrunnum, notendaviðmótum og öðrum hugbúnaði ásamt samtengingu þessara þátta í stærri heildir. Gerðar eru kröfur um tölvumenntun og æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu innan eftirfarandi sviða: UNIX (Linux) PERL/ CGI / HTML/Java C++ / Fortran Gagnagrunnar - notendaviðmót Nánari upplýsingar veita GuðmundurÓli Hreggviðsson, Pétur Stefánsson og Jakob K. Kristjánsson hjá Prokaria (síma 570-7200 eða í tölvupósti; info@prokaria.com Umsóknum skal skilað til Prokaria, Líftæknihús Keldnaholti, 112 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Prokaria er líftæknifyrirtæki, sem notar nýjustu tækni við rannsóknir á erfðavísum úr íslenskri náttúru. Markmið fyrirtækisins er að skapa verðmæta þekkingu og þróa ný lífefni til nota í iðnaði, rannsóknum og í lyfjaframleiðslu. Prokaria virkjar hugvit vísindamanna og leggur áherslu á náttúruvernd. Skógarhlíð 6 - s. 5692400 - www.syslumadur.is Sýsliunaðuiinn ' í Reykjavík Sýslumaðurinn í Reykjavík óskar að ráða þrjá starfsmenn til starfa hjá embættinu. Hjá embætti sýslumannsins í Reykja- vík starfa nálægt 60 manns í þremur fagdeildum, fullnustudeild, sifja- og skiptadeild og þinglýsinga- og skráninga- deild, auk skrifstofu. Um er að ræða tvö störf í þinglýsinga- og skráningadeild; annars vegar starf gjald- „ kera við móttöku skjala til þinglýsingar og hins vegar starf við frágang skjala, af- greiðslu og upplýsingagjöf. Þá er um að ræða starf ritara í sifja- og skiptadeild embættisins við skjalagerð, afgreiðslu og upplýsingagjöf. Umsóknir berist til skrifstofustjóra. ZooM leitar að forriturum Æskilega reynsla f C/C++ forritun, java, gagnagrunns- og vefforritun. Þróunar- og hönnunartðl eru Microsoft Developer Studio ásamt fleiri gagnvirkum þróunartðlum. Ef þú hefur áhuga sendu e-mait á zoom@zoom.is ZooM hf Alþjólega fjarskiptafyritækið Sonera, sem skráð er á Nasdaq (SNRA) og íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hafa fjárfest f ZooM. ZooM er í samstarfi við Sonera um þróun efnis fýrir næstu kynslóðir farsíma og önnur þráðlaus samskiptatæki sem gefur ZooM möguleika á að vera í fremstu röð á ört vaxandi alþjólegum markaði. í útrás fyrirtækisins munu ZooM, Sonera og íslenski hugbúnaðarsjóðurinn samnýta þekkingu sína til hámarks árangurs. ■ ZooM itd / Tel +354-568 1100/ Fax +354-588 8570 / Cel +354-699 3003 Morkfn 3 /108 Reykjavík lceland / zoom@zoom.is / www.zoom.is Matsveinn Matsvein vantar á bát, sem stundar lúðuveiðar og fer síðan á net. Upplýsingar í síma 426 8094. Leiðbeinendur fyrir unglinga Ungmennahreyfing IOGT auglýsir eftir áhuga- sömu fólki um bindindi, íþróttir og forvarnir, 18 ára og eldra, til starfa sem leiðbeinendur fyrir unglinga um allt land. Ahugasamir vinsamlegast hafið samband við Karl Helgason í síma 530 5406 eða með tölvu- pósti, karl@aeskan.is. Ungmennahreyfing IOGT, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík. LAG Lögfræðiskrifstofa Atla Gíslasonar, hrl., sf. óskar að ráða löglærðan fulltrúa til starfa sem fyrst. Skrifstofan rekuralhliða lögfræðiþjón- ustu fyrir einstaklinga, stéttarfélög, lífeyrissjóði o.fl. Óskað er eftir því að umsækjendur greini frá námsferli og starfsreynslu. Meðmæli æskileg. Umsóknir óskast sendartil auglýsingadeildar Mbl. fyrir 23. september nk. merktar LAG 2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.