Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 19.09.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 61 Taflfélagið Hellir fyrsti Norð- urlandameistari taflfélaga Norðurlandameistarar Hellis: Hannes Hlífar Stefánsson, Davíð Kjartans- son, Davíð Ólafsson, Gunnar Bjömsson (liðsstjóri), Helgi Áss Grétarsson, Bjöm Þorfinnsson, Jón L. Ámason, Karl Þorsteins og Helgi Ólafsson. SKAK i c c NORÐURLANDAMÓT TAFLFÉLAGA 16. sept. 2000 TAFLFÉLAGIÐ Hellir sigraði með yfirburðum á Norðurlandamóti taflfélaga, sem haldið var á Netinu um helgina. Þetta var í fyrsta skipti sem bestu taflfélög allra Norður- landanna kepptu sín á milli og því var þetta sögulegur viðburður sem vakti mikla athygli á hinum Norður- löndunum eins og sjá má á ítarlegri umfjöllun á fjölmörgum vefsíðum. Skipulagning og framkvæmd keppninnar var í höndum Taflfé- lagsins Hellis í samvinnu við strik.is og stærsta „skákklúbb“ heimsins, ICC (Internet Chess Club). Margir höfðu áhyggjur af því, að tæknileg vandamál myndu koma í veg fyrir að keppnin gæti orðið áhugaverð. Sú varð ekki raunin og Ijóst er, að tæknilega séð er orðinn góður grundvöllur fyrir keppni af þessu tagi. Eina liðið sem lenti í tæknileg- um vandræðum var það sænska, sem hafði fengið aðstöðu hjá IBM í Svíþjóð. Það kom í ljós, að svokallað- ur eldveggur, sem er ætlaður til að verja tölvukerfi IBM gegn óboðnum gestum, kom í veg fyrir að Svíarnir gætu teflt í keppninni. Þeir urðu því að gefa allar sínar viðureignir. Islenska liðið mætti í húsnæði strik.is klukkan 12 á laugardag og þar var ekki hægt að kvarta yfir að- stöðunni. Strik.is er á fimmtu hæð í hinu nýja húsnæði Nýherja í Borg- artúni og einu áhyggjurnar vegna aðstöðunnar voru þær að frábært útsýnið mundi draga úr einbeitingu liðsmanna. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar og eina vandamálið sem liðið átti við að etja var það að sumir liðsmenn þess höfðu litla eða enga reynslu af því að tefla á Net- inu. Fyrsta viðureign Hellis var gegn Svíum. Þeir tilkynntu um tæknileg vandamál áður en viðureignin hófst, og lið Hellis beið þolinmótt vel fram yfir þann tíma þegar keppnin átti að hefjast. U.þ.b. hálftíma eftir að keppnin hófst kom tilkynning frá Svíum um það, að þeim hefði ekki tekist að tengjast ICC og gæfu því sínar viðureignir í keppninni. Hellir leiddi því keppnina eftir fyrstu um- ferð með sex vinninga, en Norð- menn voru í öðru sæti eftir 4-2-sig- urgegn Færeyjum. I annarri umferð mætti Hellir Dönum og sigraði 4I4-V4. Norðmenn fengu hins vegar Svía og söxuðu því verulega á forskot Hellis, sem hafði 10‘/2 vinning, en Norðmenn 10. Þetta leit því út fyrir að geta orðið skemmtilegt kapphlaup milli Hellis og Norðmanna, en Finnar voru í þriðja sæti með 6 vinninga. í þriðju umferð mætti Hellir svo helstu keppinautunum, Norðmönn- um. Hellir kom sér tryggilega fyrir í efsta sæti mótsins með því að sigra 4-2. Hellir var því með 14% vinning, en Norðmenn og Finnar voru í 2.-3. sæþi með 12 vinninga. í næstsíðustu umferð jók Hellir forystuna í fjóra vinninga með 5-1- sigri gegn Færeyingum. Þeir liðs- menn sem voru óvanir því að tefla á Netinu voru nú farnir að taka við sér. Hellir var kominn með 19% vinning, en Finnar voru í öðru sæti með 15% vinning. Hellir virtist því sem næst vera búinn að tryggja sér meistaratitilinn, en mikil spenna ríkti um það hver mundi hreppa annað sætið, því Danmörk og Nor- egur voru einungis einum vinningi á eftir Finnum. Lið Hellis tryggði sér síðan efsta sætið á mótinu með 4-2-sigri gegn Finnum í fimmtu og síðustu umferð mótsins. Baráttunni um annað sætið lauk hins vegar með sigri Noregs (Bergens Schakklub). Lokaröðin á mótinu varð þessi: ísland (Taflfélagið Hellir) 23% v. 2. Noregur (Bergens Schakklub) 18% v. 2. Finnland (Taraus) 17% v. 4. Danmörk (SK34 Nykobing F) 16% v. 5. Færeyjar (Havnar Telv- ingarfelag) 14 v. 6. Svíþjóð (Sollent- una SK) 0* Stórmeistarinn Helgi Ólafsson náði bestum árangri Hellismanna, vann alla andstæðinga sína, en Helgi er sterkasti netskákmaður okkar Is- lendinga, og einn af stigahæstu skákmönnum á ICC með yfir 3000 stig. Karl Þorsteins, sem þarna tefldi í fyrsta skipti á Netinu, vann einnig allar þrjár skákirnar sem hann tefldi. Lið Hellis var þannig skipað: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 3% v. af 52. Helgi Ólafsson 5 v. af 53. Helgi Áss Grétarsson 4 v. af 54. Jón L. Arnason 3% v. af 55. Karl Þor- steins 3 v. af 36. Bjöm Þorfinnsson 2 v. af 31 vm. Davíð Kjartansson 1% v. af 22 vm. Davíð Ólafsson 1 v. af 2. Haraldur Baldursson var skák- dómari hér á landi, en óháður skák- dómari var á skákstað hjá öllum lið- unum. Góður árangur Melaskóla Taflfélagið Hellir var ekki eitt um að takast á við frændur vora á Norð- urlöndum um helgina. Melaskóli var hársbreidd frá því að tryggja sér sigur á Norðurlandamóti barna- skóla, sem fram fór á Gausdal Hoi- fjellshotel í Noregi. Melaskóli varð hálfum vinningi á eftir sigurvegur- unum frá Svíþjóð: 1. Svíþjóð 15% v. 2. ísland (Melaskóli) 15 v. 3. Noregur 112 v. 4. Noregur II 8 v. 5. Danmörk 7 v. 6. Finnland 2% v. Fyrir Melaskóla kepptu: Dagur Arngrímsson, Hilmar Þorsteinsson, Viðar Berndsen, Víkingur Fjalar Eiríksson og Aron Ingi Oskarsson. Dagur Arngrímsson, sem tefldi á ^ ! fyrsta borði, sýndi mikla yfirburði á : mótinu og sigraði alla fimm and- stæðinga sína. Víkingur Fjalar, sem tefldi fjórar skákir, sigraði einnig alla sína andstæðinga. Annars varð árangur íslensku liðsmannanna , þessi: Dagur Arngrímsson 5 v. af 5 Hilmar Þorsteinsson 3% v. af 5 <** Viðar Berndsen 1% v. af 5 Víkingur F. Eiríksson 4 v. af 4 ; Aron Ingi Óskarsson 1 v. af 1 íslandsmótið í atskák 2001 i Kristján Eðvarðsson og Stefán < Kristjánsson sigruðu í undanrásum : Atskákmóts Islands sem fram fóru 16.-17. september. Tefldar voru 9 umferðir með 25 mínútna umhugs- i unartíma. Kristján og Stefán hlutu 7 vinninga. Röð efstu manna varð i þessi: 1.-2. Kristján Eðvarðsson og ! Stefán Kristjánsson 7 v. 3. Sigur-^ ' björn Björnsson 6% v. 4.-6. Arnar i E. Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 7.-8. Sævar Bjarnason og Ólafur Isberg Hannesson 5% v. 9.-10. Bergsteinn i Einarsson og Ingvar Þór Jóhannes- son 5 v. Sex efstu keppendurnir unnu sér rétt til að tefla í úrslitum Atskákmóts Islands 2001 sem vænt- anlega fara fram í janúar næstkom- andi. Alls tóku 26 keppendur þátt í mótinu. Teflt var í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Ríkharður Sveinsson og Kristján Örn Elíasson voru skákstjórar. Námskeið Skákskóla Islands heQast Kennsla í byrjenda- og fram- haldsflokkum Skákskóla íslands hefst nú í vikunni. Um er að ræða 10 vikna námskeið. Þá hefst kennsla I fullorðinsflokkum um næstu mán- aðamót, en þau hafa verið mjög vin- sæl, enda er viðfangsefnið þess eðlis að allir skákmenn hafa gaman af og námskeiðin eru í reynd hin besta skemmtun. Skráning í alla flokka skólans stendur nú yfir en skrifstofa skólans er opin frá kl. 10 til 13 alla virka daga. Sími 568 9141. Einnig er hægt að skrá sig á netinu siks@itn,- is. Skákmót á næstunni 22.9. Hellir & SA. Félagakeppni 25.9. Hellir. Atkvöld Daði Örn Jónsson beint í hjartastað... að stórkostlegri flugeldasýningu, þar sem hver á fætur öðrum komst á flug og skein ýmist sem hæglát sól eða sprakk með hávaða og látum...“ S.H. Mbl. 31/12 1999 „Flugeldasýning í Iðnó... stórbrotin... sigur fyrir alla sem að henni standa... heilsteypta og magnaða sýningu... ótrúlega áhrifaríkt... lifir lengi í minningunni. H.F. DV 3/1 2000 „Besta sýningin í bænum... virkilega frábær, ótrúlega mögnuð..." K.B.J. Bylgjan 3/1 2000 „Virkilega skemmtileg sýning... mæli hiklaust með henni..." G.B. RÚV 3/1 2000 „... afar vel heppnuð, frábær... sorglegt, skemmtilegt... tvímælalaust verk sem óhætt er að mæla með...“ G.H.S. Dagur 4/1 2000 Leikfélag Islands 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.