Morgunblaðið - 19.09.2000, Side 67

Morgunblaðið - 19.09.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 67 -----------------------------9 BRÉF TIL BLAÐSINS Dýrmæt hátíð Frá G. Gunni ísfeld og Ingþóri ísfeld: ÞAÐ MÁ virðast sem burður í bakka- fullan læk að skrifa frekar um kristni- hátíðina á Þingvöllum í sumar en við hjónin getum satt að segja ekki orða bundist. Við nutum þeirra forréttinda að vera á Þingvöllum þá tvo daga sem kristnihátíðin fór fram og eigum satt að segja ekki orð til að lýsa gleði okk- ar og ánægju yflr að hafa tekið þátt í þessari stórkostlegu hátíð. Dagskráin var til hreinnar íyrir- myndar og aldrei minnumst við að hafa sótt stóra samkomu þar sem fólk kom jafn-vel fram. Ekki sást vín á nokkrum manni, það var ekki einu sinni stuggað við bömum. Við vorum samferða Richard Smith biskupi og Agnesi konu hans en Richard var full- trúi lútersku kirkjunnar í Kanada á hátíðinni. Þau hjónin dáðust mjög að því hve vel var vandað til hátíðarinnar og tóku til þess oftar en einu sinni hve vel hátíðargestir komu fram. Þau sögðu okkur að við mættum vera hreykin af því að vera Islendingar. Fundur Alþingis við Lögberg var einstakur og sögulegur atburður. Við tökum satt að segja ofan fyrir ríkis- stjóm íslands og þingmönnum öllum fyrir þann ríka skilning á sögu íslensku þjóðarinnar sem þeir sýndu við þetta tækifæri. Það er auðsætt af skrifum um kristnihátíðina að vel hefði mátt nota hátíðina til stjómmálalegs ávinn- ings. Mikið þykir okkur virðingarvert að stjómmálamenn allra flokka skyldu standast þá freistingu. Þótt við höfum búið erlendis í 30 ár höfum við fylgst eins vel með málefn- um heima og kostur er á. Oft höfum við lesið um stórar útisamkomur þar sem unnin hafa verið mikil náttúru- og mannspjöll. Þar virðist margur hafa verið svo gleðisnauður að tekið var til vímuefna til að deyfa sársaukann og oft fátt munað um hvað fram fór. Nú þegar rætt er um kostnaðinn við kristnihátíðina verður okkur á að spyrja: Hver er kostnaðurinn fyrir þjóðina af slíkum samkomum? Hver er kostnaðurinn í slysum og skemmdri heilsu, að ekki sé talað um öll þau tár sem felld eru eftir á. Ef íslensk þjóð hefur einhverju sinni efast um hvers virði kristni og kirkja hafa verið þjóðinni þrátt fyrir sína mannlegu galla og misfellur þarf ekki nema líta á kristnihátíðina á Þingvöllum, fólkið sem þar var saman komið, bömin sem sulluðu og kældu sig í Oxará, foreldra með ungböm á bakinu, menninguna í fari fólksin?, listina í söng, leik og orði, hógværðiftí og gleðina sem tjáðist meira að segja í hreyfingum fólksins og þolinmæði. Nei, allir þeir sem þátt áttu í að þessi hátíð var haldin, þeir sem veittu for- ystu og allir sem lögðu sig fram um að dagskráin yrði sem best, eiga bæði heiður og þakkir skilið. G. GUNNUR ÍSFELD, INGÞÓR ÍSFELD, 603 Ash Street Winnipeg, Manitoba, Kanada. Sveigjanleiki í skólastarfi - hvað er nú það? Frá Jónu Benediktsdóttur: FYRIR skömmu heyrði ég í útvarp- inu brot úr viðtali við Olaf Darra Andrason þar sem hann var að ræða um skólamál. í máli hans kom fram að ýmsir þættir mættu betur fara í skólastarfi á íslandi og að skóla- kerfið væri ekki alveg í takt við nýja tíma. Líklega er það alveg rétt hjá Ólafi Darra, skólinn er í eðli sínu íhalds- söm stofnun. Hann nefndi meðal annars að gera þyrfti skólastarfið sveigjanlegra og skólann að meira aðlaðandi vinnustað fyrir kennara og nemendur. Þetta er nokkurn veginn samhljóða því sem kom fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Kastljósþætti í ágústlok. Þar sem ég er kennari verð ég alltaf svo forvitin og jafnvel vongóð þegar ráðamenn tala um að gera skólastarfið sveigjanlegra. Ég vildi svo gjarna sjá meiri sveigjanleika í skólastarfinu, geta til dæmis kennt minna og notað meiri tíma til að styðja unglingana sem ég kenni á leið þeirra út í lífið, eða sinnt endur- menntun af meiri krafti svo skólinn komist nú nær því að vera í takt við nútímann. Sveigjanleiki er margslungið orð. Það hefur ekki komið fram hvað þau Ingibjörg Sólrún og Ólafur Darri eru að meina þegar þau tala um sveigjanleika í skólastarfinu. Ég skora því á þau að leggja nú spilin á borðið og segja okkur kennurum hvað þau eiga við þegar þau tala um aukinn sveigjanleika í skólastarfi. JÓNA BENEDIKTSDÓTTIR, kennari við Grunnskólann á Isafirði. Þessir sokkar eru frábærir fyrir barnshafandi konur! Mjukir, þrýsta ekki að blóðrásinni heldur örvar hana Oðlastu hvíld í GILOFA 2000 Fast i flestum Apóteku M ■ ■ ■ IITTTIH ■ ■■■■■■■■■■■ Mm 'Í ChípsAway Vi$ kiáttim hUpuwah, ekki bitÍHH Við gerum við rispurnar og blettum í götin eftir steinkastið Þú sparar peninga og bíllinn er tilbúinn samdægurs Fróbær útkoma og varanleg Sjón er sögu ríkari Chips Away Sími: 567 7523 Netfang: akchips@mmedia.is - Bíldshöfða 14 Reykjavík um.1.1,1 111.1 ■ 1.1.1.1. J-BUL.IJL.1J ■ ■ Ertu á aldrinum 15-18 ára? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Erum að taka á móti umsóknunum um: •Ársdvöl í Argentínu, Japan og Paragvæ og hálfs árs dvöl í Bandaríkjunum, Brasilíu og ítalíu með brottför í janúar-mars 2001. •Til fjölmargra landa með brottför júní-september 2001. AFS á islandi Ingólfsstræti 3 | 2. hæð | sími 552 5450 | www.afs.is VINNU- SÁLFHÆÐI SamsWpti á vinnustað Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft vandasöm. Á námskeiðinu verður kennd samskiptalík- an til að auka samstarfshæfni þátttakenda og þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði. Námskeiðið er ætlað fyrir: Stjórnendur, yfirmenn og aðra starfsmenn sem í starfi sínu þurfa að takast á við samskipti og samstarfsvanda. Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. * Upplýsingar og skráning í síma Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075, milli kl. 11 og 12/fax 552 1110. JUDOdeild Ármanns Einholti 6, sími 562 7295 www.judo.is Skráning er hafin á byrjendanámskeið Séræfingar fyrir konur Barnaflokkar frá 5 ára aldri Sér KATA ÆFIMGAR JUDO er íþrótt sem þjálfar upp snerpu, jafnvægi, mikið þol, aga og liðleika. Æfingar verða í Einholti 6 sem er í 5 mín. göngufæri frá Hlemmi. Allar frekari upplýsingar eru veittar á staðnum í síma 562 7295, hjá Sævari í síma 861 1286, Birni í síma 698 4858, Hermanni í síma 894 5265 eða Andra í síma 898 9680.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.