Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 69

Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 19. SEPTEMBER 2000 69 I DAG BRIDS llmsjiíii (íiiilniiiiiilui' l’áll Arnarson SVEIT Subaru varð bikar- meistari á sunnudaginn eftir sigur á sveit Hlyns Garðar- ssonar í 64 spila úrslitaleik. Aður hafði Subarusveitin lagt að velli sveit Sparisjóðs Keflavíkur í undanúrslitum, en Hlynur og félagar unnu sveit Hjördísar Sigurjóns- dóttur. í liði bikarmeista- ranna eru Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Sverr- ir Armannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þor- valdsson. Með Hlyni spiluðu Kjartan Ásmundsson, Kjartan Ingvarsson, Kjart- an Aðalbjörnsson, Vignir Hauksson og Helgi Boga- son. Hér er spil úr síðustu lotunni, þar sem Sigurður Sverrisson og Jón Baldurs- son komust í fallega lauf- slemmu þrátt fyrir sagnir beggja mótherja: Austur gefur; AV á hættu. Noj-ður ♦ AD72 » - ♦ Á54 ♦ AG5432 Vestur Austur * 109843 * G6 * D85 V ÁKG103 * DG87 ♦ K632 + 8 * D7 Suður ♦ K5 »97642 ♦ 109 + K1096 Jón og Sigurður voru í NS, en Kjartan Ingvarsson og Kjartan Aðaibjörnsson í AV: Norður Austur Suður Sigurður Kjartan I. Jón - lhjarta Pass Dobl Pass 31auf 4 hjörtu Pass 4spaðar 5 tíglar Pass 61auf Pass Pass Mörg pör nota sögnina tvö grönd sem afmeldingu við opnunardobli norðurs í þess- ari stöðu, sem er svokölluð „Lebensohl-sagnvenja", en Jón og Sigurður kjósa frekar að melda eðlilega. Jón lofar þvi engu í punktum talið þegar hann segir þrjú lauf. En hann dettur inn í sexlit Sigurðar, sem sér að lítið þarf í slemmu. Hann stekkur í fjögur hjörtu til að lýsa yflr slemmuáhuga í laufi og stuttu hjarta. Jón sér á sín- um spilum að makker er með hjartaeyðu og veit sem er að svörtu kóngamir eru gulls ígildi. Hann sýnir því áhuga á móti og spaðafyrirstöðu með fjórum spöðum. Sigurð- ur sýnir þá áhuga á al- slemmu með fimm tíglum, en Jón telur nóg að gert. Sem reyndist rétt mat, því þrátt fyrir mjög góða sam- legu fást ekki nema tólf slag- ir. Fyrir það tóku NS 920, en á hinu borðinu höfðu Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen keyrt á eigin vél- arafli í fjögur hjörtu, sem þeir Hlynur og Kjartan Ás- mundsson dobluðu. Heilleg- an í trompi fór illa með þann samning og Aðalsteinn fór þrjá niður: 800 í NS, en 3 IMPar til Subaru. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælis- lilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Arnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla HA ÁRA afmæli. í dag, I v/ þriðjudaginn 19. september, verður sjötugur Friðrik Friðriksson, Ilátúni 10, Reykjavik. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í samkomusal Samhjálpar, Hverfisgötu 42, Reykjavik, laugardaginn 23. september frá kl. 15. r A ÁRA afmæli. I dag Ovl þriðjudaginn 19. september verður fimmtug Svala Birgisdóttir, Álfta- hólum 2, Reykjavík. Sam- býlismaður hennar er Hörð- ur Sigurðsson. Þau eru að heiman í dag en taka á móti gestum síðar. Brúðkaup Lj ósmynd/Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Háteigs- kirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Kolbrún Björnsdóttir og Gísli Birgis- Ljósmynd/Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Vídalíns- kirkju af sr. Önundi Björns- syni Steinunn Huld Gunnarsdóttir og Ymir Jónsson. SKAK limsjón llelgi Áss (irétarsson FYRIR um áratug var al- þjóðlegt skákmótahald á Bretlandi líflegt. Það dalaði síðan allverulega, en hefur á síðustu árum aftur tekið fjörkipp. Til að mynda eru nú haldnir árlega „Ólympíu- leikar hugans“ í London og skipar skákin þar stærstan sess. Staðan kemur frá leik- unum í ár og var á milli stór- meistarans Julian Hogdson (2640), svart, og Simon Williams (2353). 32...Hxf3! ASTA og hvítur gafst upp enda mun svartur fá 6 peð upp í skiptamun! Það gæti gerst t.d. svona: 33.Bxf3 Hxf3 34.Dxf3 Dxel+ 35.Kh2 Dxh4+ 36.Kgl Dxe4 og svartur hefur auðunnið tafl. 1 á A i E 1 A i. gjj W A A PIP A W É. 11 1 | ;•.. £ ■S y? Svartur á Ieik. Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu, móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð átt þú enn eins og forðum mér yndið að veita. Veiztu það, Ásta, að ástar þig elur nú sólin? Veiztu, að heimsaugað hreina og helgasta stjarnan skín þér í andlit og innar albjört í hjarta, vekur þér orð, sem þér verða vel kunn á munni? Veiztu, að lífið mitt, ljúfa, þér liggur á vörum? Fastbundin eru þar ástar orðin blessuðu. Losa þú, smámey, úr lási lítinn bandingja. Sannlega sá leysir hina og sælu mér færir. Jón as Hallgn'msson STJORNUSPA eftir Franoes llrake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ríka réttlætis- kennd og vilt beita þér ekki bara fyrir sjáifa þig heldur líka íþágu annarra. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að halda vei á spilun- um ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Og svo dugar ekkert hangs þegar út í slag- inn er komið. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að beita ítrustu að- gæslu í peningamálum og alis ekki eyða meiru en þú aflar og helst að hafa borð fyrir báru. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) "Kn Ef þú talar hreint út um hlut- ina muntu fá fólk á þitt band en ef þú reynir að slá ryki í augu þess mun þér mistakast liðsbónin. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það er eins og allt lífið í kringum þig líði hjá sem kvik- mynd væri. Hristu af þér slenið og taktu þátt í ieiknum af fullri alvöru. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það getur verið varasamt að fara um ókunnar slóðir án nokkurs undirbúnings. Leit- aðu í smiðju til þeirra sem hafa áður lagt þarna um leið sína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Þú þarft á öllu þínu að halda ef þér á að takast að skila verkefnunum af þér í tæka tíð. Þú mátt ekki linna látum fyrr en allt er unnið. (23. sept. - 22. okt.) m Það er aldrei að vita hvenær þú dettur ofaná réttu lausn- ina svo þú skalt ekki örvænta þótt þér finnist lítið ganga. Aðaiatriðið er að halda sig við efnið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Oft skýtur hlutum upp í hug- ann án þess að maður sé beint að hugsa um þá. Slík hugboð eru til að taka mark á og reyna að ráða í meiningu þeirra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) AC/ Þú þarft að ieggja þitt af mörkum tii þess að vináttan dafni. Að öðrum kosti visnar hún og deyr. Láttu það ekki henda nema þú viljir slíta sambandinu. Steingeit (22. des. -19. janúar) Jk Láttu ekki smámunasemi annan-a setja þig út af laginu. Einbeittu þér að þínu verki og þá munu aðrir sjá að þú ert á réttri ieið. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Forðastu öll tilfinningasam- bönd á vinnustað. Þau flækja bara málin og geta haldið aft- ur af sköpunarhæfileikum beggja aðila. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fátt jafnast á við lestur góðr- ar bókar. Láttu því nútíma- fjölmiðla lönd og leið og leit- aðu þér athvarfs um sinn í ævintýralandi sögunnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægraih'öl. Spár a f þessu tagi eru ekki byggðar á traustum i i vísindalegra staðreynda. gi’unni i Tilboðs- barnamyndatökur í september margir möguleikar frá kr. 5.000 Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. L0GSUÐUTÆKI MARGAR GERÐIR Argon- og propangasmalar Súr- og gasmalar Kvelkjur Logsuðuglaraugu Elnstraymlslokar Logsuðutakl f ssttum Gðð varahluta- og vlðgerðarþjónusta arvík ÁRMÚLA1 • 8(MI 588 7222 • FAX S8B 7298 Landlæknisembættið Ungur var eg forðum, fór ég einn saman: þá varð eg villur vega. Auðigur þóttumst er eg annan fann: Maður er manns gaman Maður er manns gaman Vísdómur Hávamála er enn í fullu gildi og margt er þar sagt um mannlegt eðli. Gestrisni, vinátta, víðförli, hugrekki, hófsemi, glað- lyndi, viska, siðgæði, orðstír og varúð er lofsvert. Varast skyldi áhyggju, kvíða, áleitni, ámæli, græðgi, ofdrykkju, heimsku, ofmælgi og óvini. Vinátta og félagsskapur er öllum mönnum nauðsyn og mannrækt er einn mikilvægasti hluti heilsuræktar. Einlægni, gleði og ánægja ætti að móta samskipti við fjölskyldu, vini og vandamenn eins og allt samferða- fólk okkar. Höfum í huga í öllum samskiptum okkar að „eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“. Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is FOLK I FRETTUM staf týrlr staf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.