Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 75

Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 75
MORQUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 75 „ Sjáið allt um HOLLOW MAN, SCARY MOVIE ofl. stórmyndir á skifan.is. Tokið þátt í HOLLQW MAN lcik, sjáið flottan Hollow Man trailer og fleita um Hollow Mnn ó strik.is Freddie gamli í nýjum búningi SKEMMTANIR Ilroatlway á llótel íslandi QUEEN Tónlistarstjóri: Gunnar Þórðarson. Hljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar: Gunnar Þórðar- son, Haraldur Þorsteinsson, Jóhann Ó. Ingva- son, Sigfús Óttarsson og Þórir Úlfarsson. Söngvarar: Bjartmar Þórðarson, Bjartur Logi Finnsson og Eiríkur Hauksson. Dansa- höfundur: Jóhann Örn Ólafsson. Dansarar: Asta Bærings Bjamadóttir, Bjartmar Þórð- arson, Bjartur Logi Finnsson, Brynjar Örn Þorleifsson, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sandra Ómarsdóttir og Sigyn Blöndal. Svið- setning: Egill Eðvarðsson. Hljóð: Gunnar Smári Helgason. Ljós: Aðalsteinn Jónatans- son. Búningar: Sigríður Guðlaugsdóttir. Kynnir: Jóhann Öm Ólafsson. Laugardagur 16. september. HLJÓMSVEITIN Queen náði þeim fá- heyrða árangri að vera í efstu sætum vinsælda- lista um allan heim í sautján ár. Aðalsöngvari hljómsveitarinnar, Freddie Mercury, lést af völdum alnæmis 24. nóvember 1991. Hann var án tafar hafinn á þann stall sem ætlaður er þeim stjörnum úr skemmtanabransanum sem falla frá í blóma lífsins. Þó að síðan hafi komið út efni með hljómsveitinni var Freddie svo áberandi í framlínunni að lát hans hlaut í raun að setja endapunktinn við feril hljómsveitar- innar. Sýning sú sem hér er til umræðu er ekki til- raun til að vekja Freddie Mercury upp frá dauðum. Aftur á móti er kröftugasti rokk- söngvari okkar, Eiríkur Hauksson, fenginn til að syngja lög sem urðu vinsæl með Queen og sett er á svið sjónarspil í kringum flutning hans 1 anda tónlistarinnar sem er alltaf í fyrirrúmi. Það væri ógjörningur að breyta Eiríki í Fredd- ie, svo ólíkir sem þeir eru í útliti. Að óathuguðu niáli mætti líka ætla að söngstíll þeirra væri svo ólíkur að Eiríkur hentaði ekki í hlutverkið. En það er öðru nær; hann fór létt með að syngja öll þau lög sem voru valin og það sem meira er, gera þau að sínum sem er einn helsti kosturinn við flutninginn. Allt var á sama veg- mn: sviðsframkoma, öryggi í söng og hreyfing- um, persónuleikinn og athugasemdimar á borð við: „Enn á ný á að færa Freddie gamla í nýjan jakka,“ enda fór Eiríkur í gegnum töluvert jakkasafn áður en yfir lauk. Eiríkur er bestur sem hann sjálfur í einni og óbreytanlegri út- gáfu. Þetta átti jafn-vel við þegar hann var kominn í húsfreyjubúning með voldugt yfir- varaskegg og dansaði af öryggi á háum hælum. Búningar Sigríðar Guðlaugsdóttur tóku að sjálfsögðu mið af einkennisklæðnaði Freddie Mercury, adidasskór og æfingabuxur voru grunnflíkur allra en m.a. skipt úr hvítu í svart eða klæðst kuflum til að fá tilbreytingu. í raun var einfaldleikinn í fyrirrúmi í kringum sí- breytilega búninga aðalsöngvarans; dæmi sem gekk mjög vel upp. Eiríkur söng af tilfinningu og með tilþrifum allar helstu perlur hljómsveitarinnar á milli búningaskipta. Þó að rokkuðustu lögin ættu best við hann, allt frá „Killer Queen“ til hins kraftmikla flutnings á „We Will Rock You“, verður að segjast eins og er að það kom undir- rituðum algjörlega á óvart hve túlkun hans var fjölbreytt og hve vel hann komst frá erfiðustu lögum. Eiríkur geislaði af þvílíku öryggi að hann átti salinn í hverju atriði sem hann kom fram í. Ókosturinn við sýningar þar sem flutt eru lög sem hafa orðið fræg með öðrum flytjendum er sá að spilamennskan verður á stundum nið- urnjörvuð. Hæfileikaríkir tónlistarmenn eru fengnir til að líkja eftir leik annarra í þekktum útsetningum, jafnt samspili sem sólóum. Sú staðreynd að hér voru bakraddirnar á stundum leiknar af bandi auk einstaka annarra innskota gerir flutninginn enn erfiðari því hraðinn verð- ur alltaf að vera nákvæmlega sá sami. Hér má skjóta inn í að Queen sjálf lét gjarnan spila erf- iðasta hluta „Bohemian Rhapsody“ af bandi á hljómleikum. í heild var undirleikurinn ein- staklega vandaður enda ekki heiglum hent að ná gítarsólóum Brians May eða trommum Rogers Taylor en það var greinilegt að hljóm- sveitarmeðlimir voru sem leystir úr viðjum í hörðu rokklögunum þegar þeirra eigin sköpun- arkraftur fékk útrás og Eiríkur náði hæstu hæðum. Skemmtilegur samleikur Gunnars og Vilhjálms á rafmagnsgítarana í „Another One Bites the Dust“ og „Under Pressure" auk kassagítara í „Love of My Life“ er eftirminni- legastur af fjöldamörgum hápunktum í hljóð- færaleiknum en umfram allt var samspilið gegnheilt. Tveir aðrir söngvarar fengu að spreyta sig á einstaka lagi: Bjartmar Þórðarson sem er margreyndur þrátt fyrir ungan aldur og Bjart- w w w . Sýnd kl. 6, Sýnd kl. 6, 8 og 10. b. i. i2ára. EY---------------- Kviktnyndir.is *** SV Mtll Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.05. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leðurklæddur Eiríkur Hauksson kom í sífellu á óvart. ur Logi Finnsson sem er nýgræðingur í brans- anum. Fyrir hlé söng Bjartmar lagið „You Don’t Fool Me“ sem er með hörðum danstakti og Bjartur Logi „Radio Ga Ga“ og tókst vel upp enda með mikla rödd. Sérstaklega var þó ánægjulegt að heyra kraftmikinn flutning þeirra beggja saman á laginu „Under Press- ure“ sem Freddie Mercury söng með David Bowie. Aftur á móti varð reynsluleysi Bjarts Loga honum að fótakefli í upp- hafi lagsins „It’s a Kind of Magic“ og flutningur þess varð of kraftlítill. Bjartmar og Bjartur Logi voru líka hluti af danshópnum, Bjartmar þar fremstur í flokki, kraftmikill og einbeittur að vanda. Auk þeirra dönsuðu fimm kornungir dansarar (öll undir tvít- ugu) undir stjóm Jó- hanns Arnar Ólafssonar. Dansamir vora oft skemmtilega unnir og út- færðir og ótrúlegt hve veL fimmmenningarnir kom-* ust frá sínu enda augljóst að þau búa yfir talsverðri reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Stundum skorti nokkuð á samhæfingu en gera má ráð fyrir að hún komi eftir því sem sýning- um fjölgar. Egill Eðvarðsson átti margar góðar hugmyndir í uppsetningunni en út- færslan á hlutverkum dansaranna þyrfti að vera markvissari og beittari, t.d. í „Bicycle Race“ og „I Want to Break Free“. Hápunktur sýningar- innar var að sjálfsögðif- flutningurinn á „Bohemi- an Rhapsody“ og þakið ætlaði af húsinu. Undir- spilið var betra en orð fá lýst, Eiríkur Hauksson kom enn einu sinni skemmtilega á óvart og fór langt fram úr öllum væntingum. Aðdáendur hljómsveit- arinnar Queen geta ekki annað en verið ánægðir með að hljómsveitarinnar sé minnst með þessum hætti og ekki annað hægt en að hvetja þá til að rifja upp lög hennar með Eiríki Haukssyni og félögum. Ekki er úr vegi að minnast á matinn sem borinn var fram fyrir sýninguna en Rúnatí? Kristinsson og Sigurður Þorberg áttu veg og vanda af honum. Hann var bæði mjög góður og vel fram reiddur. Sveinn Haraldsson Simi 462 3500 • AKureyn • www.netl.is/borgaibio Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.