Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minjavernd vinnur að endurgerð gömlu pakkhúsanna í þorpinu í Flatey Stefnt að upp- byggingu ferðaþjónustu MINJAVERND hefur unnið að end- urbyggingu gömlu pakkhúsanna í þorpinu í Flatey og segir Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri við það miðað að nota húsin við ferða- þjónustu í framtíðinni. I tilefni af frétt um áhuga annarra aðila á að byggja upp ferðaþjónustu á vestan- verðri eyjunni segir Þorsteinn að vegna þess hversu umhverfíð er við- kvæmt þurfi að fara með mjög yfir- veguðum hætti í uppbyggingu þar. Gömlu pakkhúsin standa í kjama þorpsins í Flatey og mynda sam- fellda húsalinu við norðanvert Kauptorgið. Ilúsin vom munaðarlaus, eins og Þorsteinn Bergsson tekur til orða, og í vanhirðu þegar Minjavernd gerði samning við Flateyjarhrepp um vörslu þeirra. Flateyjarhreppur var síðar sameinaður öðrum hrepp- um sýslunnar í Reykhólahrepp. I samningnum fólst að Minjavernd tæki að sér að endurbyggja húsin og finna þeim einhver not við hæfí. Stofnunin hefur lagt nokkurt fé í endurbygginguna, oft eina til tvær milljónir kr. á ári, alls um tuttugu milljónir kr., að sögn Þorsteins. Endurgerð eins hússins er langt komin en vinna við hin tvö er komin nokkuð áleiðis. „Við höfum Iengi haft það í huga að þessi hús gætu nýst vel til þjón- ustu við ferðamenn og höfum horft til þess hlutverks í framtíðinni," segir Þorsteinn. Segir hann við það miðað að hægt væri að taka 20-40 manna hópa í gistingu og mat. Hann tekur þó fram að Minjavernd muni ekki fara sjálf út í slíkan rekstur heldur leita eftir samstarfi við aðra aðila sem gætu þá tekið þátt í að fjármagna verkið og Ijúka endurgerð húsanna. Fram kom í Morgunblaðinu um helgina að hópur fjárfesta undir forystu Þorsteins Jónssonar ætti í viðræðum við eiganda frystihússins í Flatey og hreppsnefnd um upp- byggingu ferðaþjónustu í frystihús- inu og byggingu sumarhúsa þar í nágrenninu. Viðkvæm náttúra Þorsteinn Bergsson segir að þess- ar hugmyndir séu það nýtilkomnar að sér hafi ekki gefíst tækifæri til að kynna sér þær en hann myndi setja sig í samband við viðkomandi. Telur hann hugsanlegt að hug- myndir þeirra gætu farið saman, að minnsta kosti að hluta. „Við viljum kanna hvort ekki fara saman áhugi og hagsmunir sem hægt væri að virkja á réttan máta,“ segir Þor- steinn Bergsson. Hann getur þess að frystihúsið sé afar illa farið og þurfi að rífa að minnsta kosti helming þess og hinn helmingurinn sé svo skemmdur að hann nýtist aldrei til hótelrekstrar eða ráðstefnuhalds nema með end- urbyggingu frá grunni. Hugsanlegt væri hins vegar að nýta þann hluta hússins fyrir höfnina og til að setja upp einhvers konar opið safn. Þá segir hann að deildar mein- ingar séu um það hvort yfirleitt sé rétt að reisa nýbyggingar í Flatey. En ef byggja ætti sumarhúsabyggð þarna væri rétt að gera það á vest- urhluta eyjarinnar, í nágrenni frystihússins eins og hugmyndir eru um. Þorsteinn lætur þess getið að náttúra Flateyjar sé viðkvæm og eyjan þoli ekki nema takmarkaðan fjölda ferðamanna. Því þurfi að fara að framkvæmdum með mjög yfir- veguðum hætti. Fannst látinn í bil LÖGREGLAN á Bolungarvík aug- lýsti í gærmorgun eftir bíl sem í var einn maður. Hófst leit á sunnudags- kvöld og hélt áfram á mánudags- morgun en bíllinn fannst í höfninni á Bolungarvík laust fyrir hádegi í gær. Maðurinn var þá látinn. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Bolungarvík var farið að svipast um eftir bílnum á sunnudagskvöld. Var hans síðan leitað um norðanverða Vestfirði, allt til Hólmavíkur, fram á nótt og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leit- inni. Leit hófst að nýju í gærmorg- un og þegar leitað var í höfninni fannst bíllinn og var ökumaður hans þá látinn. Morgunblaðið/GPV Tæplega 20 milljónir króna hafa safnast SAMKVÆMT tölum frá Rauða krossi íslands höfðu síðdegis í gær safnast um 19,5 milljónir safnast í átakinu „Gengið til góðs“ sem fram fór á laugardaginn. Að sögn .Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa Rauða krossins, á sú tala eftir að hækka þar sem ekki hafa borist tölur frá öllum stöðum, auk þess sem tekið verður á móti framlögum í síma næstu tvær vikur. Þóiir segir að misvel hafi gengið að fá sjálfboðaliða til að taka þátt í söfn- uninni. „Sums staðar fengum við yfrið nóg eins og til dæmis í Kópavogi þar sem við dekkuðum allan bæinn á tveimur tímum,“ segir Þórir og bætir við að alls hafi náðst til 80 til 90% landsmanna. Að sögn Þóris var í langflestum til- vikum tekið mjög vel á móti fólki. „Það voru nær allir tilbúnir að taka þátt í þessu. Það var mikil jákvæðni i gangi og menn skildu vandamálið," segir Þórir og bætir við að margir hafi beðið með peninga tilbúna fyrir söfn- unina. „Sums staðar hafði fólk meira að segja hengt umslag á útidyrahurð- ina merkt Til Rauða krossins,“ sagði Þórir Guðmundsson að lokum. Sími söfnunarinnar er 907 2020 og þegar hringt er skuldfærist viðkomandi sími fýrir 500 króna framlagi. Tyrfaí sjálf- boðavinnu Grindavík. Morgunblaðið. KNATTSPYRNUMENN í Grinda- vík undirbúa nú næsta sumar á óvenjulegan hátt. Verið er að tyrfa nýjan grasvöll og eru knattspyrnu- menn partur af vösku liði við verk- ið. „Það sannast enn og aftur að þegar margir taka til hendinni er þetta lítið mál. Við fengum góðar undirtektir bæjarbúa, leikmanna og stjórnarmanna í þessa vinnu. Þetta er jákvætt því menn eiga orð- ið part f vellinum og leikmenn verða á heimavelli næsta sumar,“ sagði Ingvar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri. Laga þarf 300 Troop- er-jeppa BÍLHEIMAR ehf., umboðsaðili Is- uzu, hafa að ósk framleiðandans inn- kallað um 300 Isuzu Trooper-jeppa vegna galla á svokölluðum spíssa- þéttingum. Að sögn Hannesar Strange, sölustjóra hjá Bílheimum, hefur þessa galla ekki orðið vart í bíl- um hér á landi. Isuzu gerir engu að síður kröfu um að skipt sé um þétt- ingamar. Hannes segir að viðgerðin taki rúma eina klukkustund og er hún viðskiptavinum fyrirtækisins að kostnaðarlausu. Hannes segir að við- skiptavinir geti haft sína hentisemi hvenær skipt er um þéttingarnar en ekki sé um alvarlegan galla að ræða. ------UH-------- Forsætis- raðherra Dana flytur erindi PAUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, flytur framsögu um stöðuna eftir atkvæðagreiðslu Dana um evruna á morgunfundi Dansk-ís- lenska verslunarráðsins á Grand Hót- eli Reykjavík, Hvammi, á þriðjudag- inn í næstu viku. Fundurinn hefst kl. 9. Mun danski ráðherrann svara fyr- irspurnum í kjölfar framsögunnar. Ráðherrann kemur til landsins á sunnudag vegna þings Norðurlanda- ráðs sem hér verður haldið og heldur heim á leið á þriðjudag eftir að hann hefur flutt eríndið á fundinum. ---------------- Fíkniefni fundust í Geysi BANDARÍSKUR skipverji á flutn- ingaskipinu Geysi hefur játað eigu sína á hálfu kílói af fíkniefninu maríj- úana sem fannst við leit Tollgæslunn- ar í Keflavík og Ríkistollstjóra í skip- inu á laugardag. Hefur skipverjinn verið úrskurðaður í farbann til 17. nóvember nk. og stendur til að gefa út ákæru á hendur honum á næstu dög- um. Fannst fíkniefnið í jámskáp á brú skipsins þar sem geymdar eru línu- byssur og neyðarblys. Flutningaskipið er í eigu skipafé- lagsins Atlantsskip og var skipið í Njarðvíkurhöfn þegar efnið fannst. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins játaði maðurinn, sem er á þrítugsaldri, að eiga efnið við yfir- heyrslm- hjá lögreglunni í Keflavík. Sagðist maðurinn hins vegar hafa ætlað að neyta efnisins sjálfur og kvað það myndi taka hann um eitt og hálft ár að neyta þessa magns. EMIJSSiöi] númer eitt Nvrwe-r e-íif í nofvPvm bílvivil www.bllÞlhUio.ÍÞ * www.bllelhlny.l61 www.bltething.te iii duiu Miid nuuicu iuu vu 2500, nýskráður 4. 9. 1998, ekinn 32 þ. km, leðurinnrétt- ing, spoiler, álfelgur. Ásett verð 2.290.000, ath. skipti. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5660. Laugavegi 174.105 Reykjavfk. slmi 569-5500 BÍLAÞINGfjlEKLU Inga Jóna Þórðardóttir um framkvæmdir borgarinnar Borgarstjóri getur ekki vikið ser undan ábyrgð INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir í samtali við Morgunblaðið að ljóst sé að eitthvað verulegt hafi farið úrskeiðis við að halda utan um kostn- að við byggingarframkvæmdir vegna menningarmála í Reykjavík. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag hefur kostnaður við um- ræddar framkvæmdir farið 286 milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári, 100 milljónir vegna Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, 167 milljónir vegna bílageymslu og tengibyggingar milli Kringlunnar og Borgarleikhússins og 20 milljónir vegna Safnahússins í Tryggvagötu. Inga Jóna segir að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri geti ekki vikið sér undan ábyrgð í þessu máli. „Þetta kallar auðvitað á að borgar- stjóri, sem æðsti yfirmaður borgar- innar, geri grein fyrir málinu. Borg- arstjóri lætur að því liggja í samtali við Morgunblaðið á sunnudag að þessar upplýsingar hafi komið henni á óvart, en ef svo er vakna auðvitað spurningar um yfirstjórn borgarinn- ar og eftirlit borgarstjóra með fram- kvæmdum og fjármálum," segir Inga Jóna. ,jUlt bendir til þess að heildar- áætlun vegna endurbyggingar Listasafnsins muni fara 215 milljónir króna fram úr áætlun, en að sumu leyti kemur það ekki á óvart því að okkar mati var upphafleg áætlun, sem gerð var árið 1993, ekki raun- hæf. Eins setti það framkvæmdir úr skorðum og olli auknum kostnaði að ákveðið hafði verið að opna safnið til bráðabirgða fyrir kosningar 1998. Hvað varðar uppbygginguna á Kringlusvæðinu eru þetta ótrúlegar tölur sem hér eru kynntar. Ljóst er að kostnaður hefur tvöfaldast og hafa borgarráði ekki enn verið gefn- ar neinar haldbærar skýringar á því hvað gerðist. En af þeim upplýsing- um sem við höfum þegar fengið er ljóst að þetta hefur gjörsamlega far- ið úr böndunum og við munum kalla eftir skýringum frá borgarstjóra,“ segir Inga Jóna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.