Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Uppreisnar- manna leit- að í Perú Lima. Reuters. AP Stuðningsmenn undirofurstans Ollanta Humala, sem gerði uppreisn gegn Alberto Fujimori, forseta Perú, um helgina, hrópa vígorð gegn forsetanum við stjórnarráðið í Lima. Á mótmælaspjaldinu stendur: „011- anta Humala, þjóðrækin reisn.“ HERÞYRLUR leituðu í gær að rúm- lega 50 hermönnum í Perú sem gerðu uppreisn gegn Alberto Fujimori for- seta á sunnudag og héldu fjórum mönnum í gíslingu í Andesfjöllum. Daginn fyrir uppreisnina hafði Fuj- imori rekið æðsta yfírmann hersins og þrjá aðra hershöfðingja, að því er virtist til að afstýra því að herinn reyndi að taka völdin í sínar hendur. Fujimori fór í gær í nokkrar her- stöðvar í grennd við Lima í fylgd 30 manna lögreglusérsveitar sem var vopnuð vélbyssum. Þótti ferðin benda til þess að forsetinn ætti enn undir högg að sækja í valdabaráttu innan hersins. Kröfðust afsagnar forsetans Rúmlega 50 hermenn lögðu undir sig kopamámubæinn Toquepala í suðurhluta Perú á sunnudag og héldu síðan til Andesfjalla með hershöfð- Rannsókn Kanada- manna á Air India- sprengjutilræðinu 1985 Þriðji madur- inn hand- tekinn Vancouver. AP. KANADÍSK stjómvöld hafa hand- tekið þriðja manninn sem grunaður er um að hafa átt aðild að sprengjutil- ræði í farþegaþotu Air India árið 1985, mannskæðasta flugvéla- sprengjutiiræði allra tíma. Ekki var greint írá því að svo stöddu hver hinn handtekni væri og hann hefur ekki verið ákærður eftir því sem talsmaður konunglegu kan- adísku riddaralögreglunnar, Cate Gaiiiford, greindi frá. I síðustu viku vom tveir menn handteknir í Kanada og ákærðir fyrir að hafa staðið að baki tilræðinu í júmbó-þotu Air India sem hinn 23. júní 1985 var á leið frá Montreal í Kanada til Nýju-Delhí með áætlaðri millilendingu í Lundúnum. Sprengja grandaði vélinni er hún var stödd skammt undan írlandsströndum og fómst allir 329 sem um'borð vom. Þá vom mennimir jafnframt ákærðir fyrir að bera ábyrgð á dauða tveggja flugvallarstarfsmanna í Tókýó sem létu lífið er sprengja sprakk sem kom- ið hafði verið fyrir í farangri sem átti að fara um borð í aðra Air India-vél. Allir sikhar Hinir ákærðu em Ripudaman Singh Malik og Ajaib Singh Bagri, rúmlega fímmtugir sikhar sem búið hafa um árabil í Kanada. Til stóð að þeir kæmu í fyrsta sinn fyrir rétt í gær. Kanadíska lögreglan mun enn- fremur vera að undirbúa handtöku a.m.k. fjögurra manna til viðbótar sem gmnaðir em um aðild að verkn- aðinum en þeir munu allir vera sikhar að uppruna. Kanadíska rannsóknarlögreglan hefur lengi grunað sikha um að bera ábyrgð á þessum sprengjutilræðum í hefndarskyni fyrir aðfor indverskra yfirvalda gegn gullna hofínu í Amrits- ar, heilagasta reit sikha sem em minnihlutatrúarhópur á Indlandi. Annar sikhi situr nú af sér tíu ára fangelsisdóm fyrir aðild að spreng- ingunni sem banaði flugvallarstarfs- mönnunum í Tókýó. ingja og þrjá námumenn í gíslingu. Talið er að þeir séu nú í grennd við bæinn Puno, nálægt Titicaca-vatni og landamæranum að Bólivíu. Leiðtogi uppreisnarmannanna, Oll- anta Humala, 38 ára undirofursti, krafðist þess að Fujimori segði af sér, yfirmenn hersins yrðu reknir og að Vladimiro Montesinos, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, yrði handtekinn. Áður hafði Fujimori hafið leit að Montesinos sem sneri aftur til Perú í vikunni sem leið eftir að hafa flúið til Panama. Montesinos, sem var áður hægri hönd Fujimoris, hafði þá verið staðinn að því að múta þingmönnum stjómarandstöðunnar í því skyni að tryggja flokki forsetans meirihluta á þinginu. Mútumálið varð til þess að forsetinn lofaði að láta af embætti í júlí og boða til forsetakosninga, auk þess sem hann rak Montesinos og BRESK stjórnvöld ætla að láta hefja rannsókn á starfsemi tóbaks- fyrirtækisins British American Tobacco, BAT, vegna ásakana um að það sé á bak við umfangsmikið sígarettusmygl. Þingnefnd hefur eindregið mælt með því að rann- sókn verði hafin. BÁT er næst- stærsta tóbaksfyrirtæki heims. Sjónvarpsstöðin Channel 4 í Bretlandi hefur birt efni sem fréttamenn hennar hafa safnað um meinta aðild fyrirtækisins að smygli og hefur vitnað í leynileg innanbúðarskjöl BAT, máli sínu til stuðnings. Samtök sem berjast gegn tóbaksreykingum, ASH halda því fram að BAT og fleiri tóbaksfyrirtæki taki ekki aðeins þátt í að fjármagna smygl í þriðja heiminum. Þau fullyrða að 25-30% af sígarettum á markaði í Bret- landi séu smygluð vara. Að sögn ASH er líklegt að tóbaksfyrirtæk- leysti leyniþjónustuna upp. Fujimori hefur sjálfur stjómað leit lögreglusérsveita að Montesinos en hún hefur ekki enn borið árangur. Talið er að Montesinos sé enn mjög áhrifamikill í hemum og óttast er að stuðningsmenn hans þar reyni að taka völdin í sínar hendur. Margir stjómarandstæðingar sögðu að uppreisn hermannanna sýndi að Fujimori hefði ekki tök á hemum og væri rúinn trausti. Margir Perúmenn virtust vera tregir til að gagnrýna uppreisnarmennina og in sjái skipulögðum glæpasamtök- um fyrir vömnni og glæpagengin sjái um að smygla henni til lands- ins. Þar séu sígaretturnar síðan seldar á niðursettu verði enda lausar við opinberar álögur. Hags- munir smyglaranna og tóbaksfyr- irtækjanna fari saman því að smyglið auki veltuna og tryggi að eftirspurnin haldist vegna þess hve verðið er lágt á smygluðu síg- arettunum. Stephen Byers, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sagðist í gær hafa ákveðið að fara að tilmælum þing- nefndarinnar. Hann sagðist myndu íhuga frekari skref þegar rann- sóknarmenn væm búnir að skila honum skýrslu. BAT hefur vísað ásökunum á bug og lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðun ráðherrans. I yfir- lýsingu fyrirtækisins var því heitið nokkrir stjómarandstæðingar hrós- uðu þeim jafnvel fyrir hugrekki. „Uppreisnarleiðtoginn nýtur meiri samúðar en ég hafði búist við,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Femando Rospigliosi. „Ljóst er að Fujimori hefui' ekki stjóm á ástandinu og er ekki að leysa vandamálin." Nokkrir stjómmálaskýrendur og þingmenn fordæmdu þó uppreisnina og vöraðu við því að hún gæti grafið undan samkomulagi Fujimoris og stjórnarandstöðunnar um að efna til kosninga í apríl. að eiga gott samstarf við rann- sóknarmennina. íhaldsþingmaðurinn Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- herra, er varafonnaður stjórnar BAT. Hann andmælti ásökunum í febrúar og sagði fyrirtækið ekki hafa verið flækt í smygl til landa í Asíu og Rómönsku-Ameríku. „Ég hef aldrei séð nokkrar vísbending- ar um að BAT hafi átt aðild að þessu smygli. Við reynum að leggja okkar skerf fram við að draga úr því og forðast það.“ Hann sagði að BAT væri „heiðarlegt fyr- irtæki". Leiðtogi ASH, Clive Bates, fagnaði ákvörðunum Byers og taldi vísbendingamar um sekt BAT vera mjög sterkar. „Þótt þeir annist ekki sjálfir smyglið gera þeir allt sem þeir geta til að tryggja að það fari fram í miklum mæli og þeir hagnist á því sjálfir." Olíuverð lækkar lítillega VERÐ á hráolíu á alþjóðamark- aði lækkaði lítillega í gær, í kjölfar frétta þess efnis, að OPEC, samtök olíufram- leiðsluríkja, hygðust tilkynna um framleiðsluaukningu um 500.000 tunnur á dag. Þessi framleiðsluaukning er í sam- ræmi við áður ákveðið kerfi verðsveiflujöfnunar, sem gerir ráð fyrir að OPEC-ríkin auki framleiðslu um 500.000 tunnur á dag ef hráolíuverð helzt yfir 28 Bandaríkjadölum á tunnu í yfir 20 viðskiptadaga samfleytt, en á föstudag var þetta skilyrði upp- fyllt. Verðið á hráolíutunnunni var í gær 30,90 dalir en var 30,95 fyrir helgi. Nærri banvæn föt SÉRA Frank Chikane, einn helzti samstarfsmaður Thabos Mbeki, forseta Suður-Afrfku, lýsti fyrir rétti í Pretoríu í gær hvemig stjórn hvíta minnihlut- ans á sínum tíma reyndi að myrða sig með því að eitra fötin sem hann klæddist. Séra Chik- ane er eitt margra vitna við rétt- arhöld sem hafin em yfir dr. Wouter Basson, sem ákærður er fyrir morðsamsæri og að hafa útvegað eitrið sem banaði yfir 200 meðlimum uppreisnarhóps sem barðist gegn yfirráðum Suður-Afríkumanna í Namibíu. Saksóknarar telja Basson hafa stýrt efna- og lífefnavopna- áætlun suður-afrísku stjómar- innar frá miðjum níunda ára- tugnum til endaloka yfirráða hvíta minnihlutans árið 1994. Hann vísar ákæmnum á bug. Margir Svart- fellingar vilja sjálfstæði NÆRRI helmingur íbúa Svart- fjallalands er fylgjandi því að lýst verði yfir sjálfstæði lýðveld- isins og þar með sambandsslit- um við Serbíu, samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar sem dagblaðið Vijesti birti í gær. Svartfjallaland og Serbía mynda sambandsríkið Júgó- slavíu. Þetta er fyrsta skoðana- könnunin af þessu tagi sem gerð hefur verið frá því Slobodan Milosevíc hrökklaðist úr stóli Júgóslavíuforseta í byrjun októ- ber. 48,1% sögðust viija sjálf- stæði, 38,9% vildu það ekki. Geta smíð- að 200 kt kjarna- sprengju INDVERJAR búa yfir nægi- legri þekkingu og búnaði til að geta smíðað 200 kílótonna igamorkusprengju, í kjölfar þeirrar reynslu sem þeir öfluðu sér með neðanjarðartilrauna- sprengingum í maímánuði 1998. Frá þessu greindi formaðui- kjarnorkumálanefndar ind- verska ríkisins, Rajgopal Chid- ambaram, í gær. í ágúst í fyrra birtu indversk stjómvöld drög að stefnuyfirlýsingu í kjam- orkumálum, sem gera ráð fyrir myndun land-, sjó- og flughers byggðum á fælingarmætti kjamorkuvopna. Tímamótaskref í meðferð liðagigtar London. Morgunblaðið. BRESKIR vísindamenn hafa þróað nýtt Iyf sem markar tíma- mót í meðferð liðagigtar að því er fram kom í breskum fjölmiðl- um í gær. Lyfíð er enn á til- raunastigi og hefur einungis ver- ið reynt á tuttugu sjúklingum en árangur þess hefur reynst marg- falt betri en nokkurt þeirra lyfja sem nú eru notuð til að slá á ein- kenni sjúkdómsins. Fimm sjúklingar, sem að með- altali hafa þjáðst af sjúkdómnum í 22 ár og hafa ekki getað notið góðs af neinum þeirra lyfja sem nú eru á markaðnum, sýndu verulegar framfarir við prófun lyfsins og minnkuðu einkenni sjúkdómsins um allt að 70%. Talsmaður rannsóknahópsins, Jonathan Edwards frá Univers- ity College í London, sagði í samtali við breska dagblaðið The Sígarettusmygl og tóbaksfyrirtæki Bresk stjórnvöld láta rannsaka B AT London. AP, AFP. Times að sjúklingarnir fímm hefðu ekki sýnt neina afturför á þeim átján mánuðum sem með- ferðin stóð og þeir verkir sem hijáðu þá nú væru afleiðing langvarandi skemmda á liðum. Alls sýndu átján sjúklingar verulegar framfarir af þeim tuttugu sem lyfið var reynt á. Hópurinn samanstóð af verulega illa höldnum liðagigtarsjúkling- um sem gagnast ekki meðferð hefðbundinna lyfja. Niðurstaðna næstu prófana er að vænta í lok desember en úr- takið er þá 150 sjúklingar víðs vegar úr heiminum. Meðferðin beinist einkum gegn B-frumum, hvítum blóð- kornurn sem veija líkamann gegn veirum og bakteríum með því að mynda mótefni gegn þeim. Liðagigt kemur fram með þeim hætti að vegna erfðagalla í B-frumum getur það gerst að þær myndi mótefni sem ræðst á heilbrigða vefí. Nýja lyfið eyðir öllum B-frumum likamans með hjálp lyfsins rituximab, en að sögn Edwards geta flestir ein- staklingar lifað án B-frumna í skamman tíma því á fullorðins- árum hefur líkaminn myndað flest þau mótefni sem hann þarfnast. Eftir að B-frumunum hefur verið eytt myndar líkaminn nýj- ar frumur og afar litlar líkur eru á því að sami erfðagalli komi aftur fram, heldur myndast eingöngu heilbrigðar frumur. Aður en hægt er að setja lyfið á markað er þó þörf á frekari prófunum og talið er líklegt að tvö til þijú ár geti liðið þar til þeim er lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.