Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 31
LISTIR
„Yfirhlj<5ðhraðateikning“ nr. 3 eftir Kristján, frá ár-
inu 1972. Brennt byssupúður á pappír.
Á veggnum er verk úr gleri eftir Rögnu Rúbertsdóttur, en skúlptúrarnir
eru verk Karin Sander.
„Hraðari og hægari línur“ eftir Kristján frá árinu
1975. Blek á þerripappír.
Galerie Anhava er með
starfsemi sína í glæsi-
legum húsakynnum við
hliðina á nútímalista-
safninu Kiasma í
Helsinki. Fríða Björk
Ingvarsdóttir var þar
á ferð fyrir skömmu
og leit inn á sýningu
þeirra Kristjáns Guð-
mundssonar, Rögnu
Róbertsdóttur og Karin
Sander. I samtali við
Ilonu Anhava sem rekur
galleríið kom fram að
íslensk hugmyndalist
hefur vakið athygli list-
unnenda erlendis.
EF einhver á dijúgan þátt í því
hversu vel íslenskum listamönnum
hefur gengið að kynna verk sín í
finnskum listheimi á undanfömum
árum þá er það Ilona Anhava. Hún
rekur hið virta Galerie Anhava í
Helsinki og hefur með fagmannleg-
um vinnubrögðum sett svip á mynd-
listarlífíð í borginni. Ilona er mikil
áhugamanneskja um samtímalistir
og tengsl hennar við íslenska lista-
menn eiga rætur sínar að rekja til að-
dáunar hennar á verkum Kristjáns
Guðmundssonar sem hún hafði upp-
götvað án þess að þekkja til hans
persónulega.
Þegar hún hóf eigin gallerírekstur
hafði hún strax samband við Kristján
og fór þess á leit að fá að sýna verk
eftir hann. I gegnum Kristján kynnt-
ist hún svo Sigurði, bróður hans, og
síðan Hreini Friðfinnssyni, sem varð
til þess að hún gerði sér ferð til
Amsterdam á yfirlitssýningu á verk-
um hans fyrir nokkrum árum. Síðan
þá hefur Ilona skipulagt einkasýn-
ingar með þeim öllum, en aðrir ís-
lenskir listamenn sem hafa sýnt hjá
henni eru þau Ragna Róbertsdóttir
og Finnbogi Pétursson sem tekið
hafa þátt í samsýningum.
Nú stendur yfir sýning í Galerie
Anhava á verkum frá ýmsum tímum
eftir Kristján Guðmundsson. Verk
hans eru í stærra sýningarrýminu,
en í minni salnum eru tölvuunnir
skúlptúrar eftir Karin Sander og eitt
verk unnið í gler á vegg eftir Rögnu
Róbertsdóttur sem hefur sýnt víða
um heim undanfama mánuði.
Islensk hugrnyndalist varð að
vel þekktri hreyfingu erlendis
„íslensk hugmyndalist varð að
hreyfingu sem er ákaflega vel þekkt
á Norðurlöndum og jafnvel í löndum
Mið-Evrópu,“ segir Ilona og stað-
næmist við verkið „Yfirhljóðhraða-
teikning" eftir Kristján sem varð til
þegar byssukúlu var skotið yfir
pappír. „Allir sem hafa áhuga á hug-
myndalist vita að Island er mjög sér-
stakt í þessu tilliti, því þar hefur
VITSMUNALEG
SPENNA
„Teikning" eftir Krislján frá árinu 1987. Blýantur á pappa.
komið fram list sem er bæði vits-
munalega spennandi og í fagurfræði-
legu jafnvægi. Þessi list er tær og
einstaklega falleg.
Því miður er það yfirleitt svo að
enginn er spámaður í sínu föður-
landi,“ segir hún brosandi. „En þótt
almenningur á íslandi þekki þessa
listamenn ekki eins vel og marga
aðra sem eru kannski minni spámenn
eiga þeir stóran hóp velunnara er-
lendis. Lars Nittve, forstöðumaður
Tate-nútímalistasafnsins, var hér í
morgun að skoða þessa sýningu.
Hann sagði að sýningin væri hreint
frábær; maður þyrfti ekkert að vita
um bakgrunn hennar til að njóta
verkanna en svo kæmi vitneskjan um
„konseptið" eins og rúsína í pylsu-
endanum og yki skilning manns.“
Þegar Ilona er spurð um aðdrag-
anda sýningarinnar brosir hún og út-
skýrir vinnuaðferðir sínar. „Ég verð
að viðurkenna að ég læt oft hugboð
ráða því hvemig ég vinn hlutina.
Þess vegna get ég svo sem ekki út-
skýrt ástæðurnar fyrir því að ég vildi
setja þessa sýningu saman á þennan
hátt. En mig hefur mjög lengi langað
til að sýna einhver eldri verka Krist-
jáns í Finnlandi. List hans hefur allt-
af vakið mjög jákvæð viðbrögð og
reyndar var það svo að fyrsta sýning-
in sem ég skipulagði með honum
hreinlega bjargaði galleríinu. Það
var árið 1992 að mig minnir. Þetta
var á erfiðum tímum efnahagskrepp-
unnar hér og galleríið var í erfiðri
fjárhagsstöðu. Sýning Kristjáns
vakti svo mikla athygli að nærri öll
verkin seldust."
Ekki einungis
Qárhagslegur ávinningur
Ilona segir að ávinningurinn af
þessari fyrstu sýningu þeirra Krist-
jáns hafi þó hreint ekki einungis verið
fjárhagslegur, því til dæmis hafi þeir
listamenn sem komu í galleríið orðið
fyrir miklum áhrifum, sem í raun
þýðir að myndlist hans er í miklum
metum þar í landi. „Yið sýndum ein-
ungis pappírs- og blýverk á þessari
sýningu og verkin nutu sín ákaflega
vel í því litla rými sem galleríið starf-
aði í á þeim tíma,“ segir Ilona.
„Kveikjan að þessari samsýningu
sem stendur núna var þegar ég sá
veggmynd úr gleri eftir Rögnu og
skúlptúra Karin Sander á sýningar-
bás Eddu Jónsdóttur í gallerí i8 á
listamessunni í Stokkhólmi. Það sem
hún er að gera vekur alltaf athygli
mína og ég hugsaði með mér að
myndlist af þessu tagi myndi eiga
góða samleið með verkum Kristjáns.
Ég eygði þarna möguleika á að koma
Rögnu og Karin á framfæri hér og
nota um leið tækifærið til að sýna
þessi eldri verk Kristjáns sem ég
hafði haft svo lengi í huga.“
Myndlist af þessu tagi verður
ekki vinsæl meðal þorra manna
Ilona segir að það sé mikilvægt að
gera sér grein fyrir því að list af
þessu tagi sé ekki þess eðlis að hún
verði vinsæl meðal þorra manna. „En
hér í Finnlandi er þó stór hópur list-
unnenda sem kann að meta hug-
myndalist. Mér finnst það mikill
heiður fyrir mig að fá að sýna þessi
verk sem eru hér núna, það er mjög
mikilvægt fyrh- orðspor gallerísins
og alla þá starfsemi sem því tengist.
Það tekur mann enginn alvarlega
nema maður hafi metnað til að sýna
það sem er framsækið.“
Viðskiptavinir Galerie Anhava eru
ýmist listasöfn og stofnanir eða lista-
verkasafnarar. „Það eru ekki nema
einstaka manneskjur sem kaupa list
af ástríðu. Flestir kaupa ekki lista-
verk fyrr en þeir hafa fullnægt öllum
öðrum þörfum,“ segir Ilona. „Safn-
arinn lætur listaverkin ganga fyrir
kaupum á nýjum bfl og vorferð til
Parísar. Aðrir áhugasamir listunn-
endur nota bara það sem þeir eiga af-
lögu til listaverkakaupa og þvi hefur
efnahagsástandið í landinu hverju
sinni mikið að segja. Finnar hafa haft
það ágætt nú um nokkurt skeið og
áhugi á listum eykst um leið. Svo
þegar gallerí er orðið vel kynnt fer
það að eignast viðskiptavini erlendis
frá. Slík viðskiptasambönd eru mjög
mikilvæg enda ómetanleg til að koma
myndlist á framfæri úti í hinum stóra
heimi. Ég er að reyna að efla tengslin
út á við, því markaðurinn hér ér svo
lítill. Og hann er ennþá minni hjá
ykkur á íslandi," segir hún hrein-
skilnislega. „Þið verðið þvi að leggja
mikið undir í kynningarstarfsemi til
að umheimurinn sjái hvað í ykkur
býr.“
Lítill markaður er íhaldssamur
þegar kemur að myndlist
„Þau vandamál sem fylgja litlum
markaði eru ekki bara tengd sölu-
möguleikum. Reynslan sýnir að lítill
markaður er yfirleitt ákaflega íhalds-
samur þegar kemur að myndlist.
Fólk sem býr í miklu návígi við hvert
annað er ekki eins áræðið og hug-
rakkt í viðhorfum sínum til mynd-
listar og þeir sem búa við meiri fjöl-
breytileika. Það lætur ekki hrífast
eins auðveldlega og þeir sem búa í
stærra samfélagi, því smekkurinn
stjómast fremur af umhverfinu og
skoðunum náungans en af sjálfs-
trausti og dirfsku. Það tekur því
langan tíma að breyta viðhorfum í
litlum samfélögum og sannfæra fólk
um ágæti þess sem þvi finnst fram-
andi.“
Þegar vikið er að finnskum sam-
tímalistum segir Ilona að Finnar séu
hreint ekki nógu duglegir við að
kynna finnska myndlist, því það sé
ekki gert með markvissum hætti.
„En tímarnir eru þó aðeins að breyt-
ast. Hér í Finnlandi er ákaflega sterk
hefð fyrir málverkinu og það eru ekki
nema nokkur ár síðan allir þeir sem
fóru í listaháskólann urðu málarar.
Núna er fólk meðvitaðra um val-
möguleika þegar það finnur sköpun-
arþrá sinni farveg sem þýðir að ný
listform eru nú meira áberandi og
setja mark sitt á listumhverfið. Og
þeir sem velja málverkið vinna einnig
út frá nýjum forsendum, þeir reyna
að vinna úr þeim möguleikum mál-
verksins sem ekki hafa verið nýttir
áður. Ljósmyndaverk og mynd-
bandsverk eru áberandi núna og
ungir listamenn á borð við Elenu
Brotherus sem nýlega sýndi í galleríi
i8 á íslandi hafa vakið mikla athygli
um allan heim. Það er því engin
ástæða til að örvænta," segir Ilona
Anhava undir lok þessa samtals þar
sem hún stendur innan um íslenska
myndlist, á fallegustu sýningu sem
hún hefur nokkru sinni sett upp, að
eigin sögn.