Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 35 Samtíminn krufinn frá sjónarhóli kvenna BOKMEJVNTIR Skálásaga DÍS Höfundar: Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir. Forlagið 2000, 278 bls. SKÁLDSAGAN DÍS er skrifuð að þremur ungum konum, gerist í sumar sem leið og lýsir lííi ungrar Reykjavíkurdísar sem býr á Lauga- veginum, er „svona hálftýnd og hálffundin í einu,“ eins og hún orðar það sjálf (bls. 116). Dís lifir sem sagt í einhvers konar millibilsástandi, getur ekki gert upp við sig hvað hún á að vera og hvað hún á að gera, upplifir sig sem „meðalmanneskju í tilvistarkreppu“ (bls. 115) og finnst fátt ömurlegra í þjóðfélagi þar sem allir eiga að meika það á öllum svið- um og geta ekki orðið hamingjusam- ir fyrr en þeim áfanga er náð. A mörgum stöðum í bókinni er að finna skemmtilegar, beittar lýsingar á þeim væntingum og kröfum sem unga fólkinu finnst að gerðar séu til þess í samfélagi þar sem efnishyggj- an ræður ríkjum, og ekki síður skemmtilegar lýsingar á því hvernig raunveruleikinn stangast á við vonir og væntingar þeirra sjálfra sem ný- lega haft hleypt heimdraganum og eru farnir að sjá um sig sjálfir. Sumarið 2000, þegar jarðskjálftar skóku Suðurland og Geysir gaus, er viðburðaríkur tími í lífi Dísar, vin- kvenna hennar og vina; tvær vin- kvennanna trúlofast, sú þriðja verð- ur ólétt, krosstré bregðast og önnur veigaminni standa sig og ýmislegt óvænt kemur upp á eins og vera ber í skáldsögu - eða eins og Harpa, frænka og sambýliskona Dísar, orð- ar það í upphafskafla bókarinnar, þá spinna örlögin persónunum „magn- aðan vef ótrúlegra atburða“ (bls. 8) í rás sumarsins. Frásögnin er hagan- lega saman fléttuð og lipurlega skrifuð, þó virka ýmsar „vendingar" undir lok sögu dálítið „ævintýraleg- ar“ og á skjön við þá raunsæisfléttu sem frásögnin byggist á. Stfllinn er byggður á talmáli, er raunsæislegur og blátt áfram, enda varla hægt að krefjast persónulegrar eða nýskap- andi úrvinnslu á tungumáli þegar um texta er að ræða sem skrifaður er í samvinnu þriggja aðila. Þetta er fjörlega skrifuð bók, sprottin beint upp úr samtíma kyn- slóðarinnar sem nú er rúmlega tví- tug og ekki efa ég að hér er um sannferðuga lýsingu á þeirri kyn- slóð að ræða. Það sem vekur hins vegar athygli mína er hversu lítið hlutirnir hafa í raun breyst, a.m.k. ef litið er yfir síðustu tvo til þrjá ára- tugi. Lýsingin á móralnum í MH og á samræðum vinkvennanna, part- íunum o.fl. gætu allt eins verið lýs- ingar á því sem undirrituð upplifði á sínum menntaskóla og eftir- menntaskóla-árum (ég er 20 ára stúdent). Þetta virðist þó þeim sem bókina skrifa ekki ljóst því mikið er gert úr kynslóðabili og breyttum að- stæðum. Kafli eins og þessi kemur mér vægast sagt undarlega fyrir sjónir: Nei Harpa, spáðu aðeins í hvað tímarnir eru breyttir, tökum til dæmis okkur og mæður okkar. Hvað heldurðu að mamma þín hafi verið búin að sofa hjá mörgum þeg- ar hún gifti sig? Engum. Nákvæmlega, eins og mamma mín. En í dag er ekkert óalgengt að stelpur á aldrinum tuttugu til þrjá- tíu ára séu búnar að sofa hjá tíu til sextíu manns. Það er tíu til sextíu- föld aukning!" (bls. 29) Glætan! Trúa ungar konur í dag því virkilega að mæður þeirra hafi verið hreinar meyjar á brúðkaups- daginn? A öðrum stað segir: Morgunblaðið/Einar Falur Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir. „Þegar mamma var ung lá í aug- um uppi að staða kvenna var verri en karla. Þær höfðu greinilega lægri laun, gekk greinilega verr að hasla sér völl í atvinnulífinu og höfðu greinilega minni réttindi en karlar. Að berjast fyrir því að afnema allt þetta var augljóslega þarft verk. Núna er misréttið bara ekki jafn greinilegt. Til þess að vera meðvituð kona [...] þarf maður geðveikt að vera á verði til að skynja þegar manni er mismunað vegna kynferð- is.“ (128) Hér er kynslóðarbilið kannski augljóst því þær konur sem eru komar á fullt í atvinnuþátttöku vita að laun kvenna og tækifæri til þess að „hasla sér völl“ eru „greinilega" ennþá langt frá því sem karlar búa við og það þarf síður en svo „geð- veikt að vera á verði til að skynja" mismuninn (og mismununina) - því miður. Bókin sver sig opinberlega í ætt við bók Hallgríms Helgasonar (sem er ekki mikið yngri en foreldrar persóna verksins) 101 Reykjavík. Hér er „miðbæjarlífi“ unga fólksins lýst út frá sjónarhóli ungu konunnar sem túlka má sem nokkurs konar „svar“ eða mótmynd við Hlyn Björn (þótt hann sé reyndar tíu árum eldri) og höfundar „herma eftir“ eða vísa í stfl Hallgríms með klausum eins og þessari: „...ég [er] búin að setja gamla og góða vínylplötu á fóninn, ligg á stofugólfinu og syng hástöfum með Tammy Wynette, Stand By Your Man. Blessuð sé minning hennar. Stand by your man? Hvaða manni? Sýndu mér mann og ég skal standa við hliðina á honum. Eg á ör- ugglega eftir að standa við hliðina á manni í kvöld. En kannski ekki með honum. Nema honum standi.“ (bls.157) Lesendur Hallgríms kannast við orðaleikja-hugrenningatengsl-stíl hans hér. Reyndar má segja að Dís (bókin) sé í virkri samræðu við fleiri „karlabækur“ síðustu ára og ára- tuga, til að mynda hefst frásögnin á því að staðsetja Dís í ákveðið „hverfi" borgarinnar (Bústaða- hverfíð) - líkt og gert er í fyrstu bókum Einars Más og fleiri karlhöf- unda - áður en hún tekur stefnuna niður í miðbæ. Lýsingin á Dís, hennar sjálfsleit og tilvistarkreppu er mjög lifandi og sannfærandi og ákaflega kunnugleg (jafnvel fyrii- þá sem eldri eru!). Efnishyggju- og framadraumarnir hafa verið lengi við lýði í íslensku samfélagi: eiginmaður, börn, einbýl- ishús, jeppi, verðbréf - og frami í starfi, þetta hefur vafist fyrir fleiri kynslóðum kvenna en þeirri sem nú er á þrítugsaldri: ,Allir eiga að fara í skóla og læra eitthvað skapandi og áhugavert sem gefur líka vel af sér. Allir eiga að skoða heiminn, tala minnst þrjú tungumál reiprennandi, búa erlend- is í einhver ár og ferðast jafnframt á fjarlægar og framandi slóðir. Þegar fólk er komið með gráðu, eða búið að ákveða hvað það ætlar að verða þeg- ar það er orðið stórt, komið langt á fertugsaldur, má það koma heim til íslands. Stofna fjölskyldu og fyrir- tæki og fara að græða peninga. Stuðla að hagvexti og blómlegu menningarlífi, lifa heilbrigðu og um- hverfisvernduðu lífi, flokka rusl og skokka. Vera sítengt við Netið og meðvitað um stöðu heimsmála. Stunda líkamsrækt reglulega og nýta sér útivistarmannvirki Reykja- víkur. Vera smart til fara og kíkja á myndlistarsýningar á sunnudögum. Grilla úti og gefa til góðgerðarmála. Eiga tvo bíla (glænýjan stallbak og slyddujeppa), stóran ísskáp, tvö sjónvörp, uppþvottavél, heimabíó, Rainbowryksugu og brauðgerðar- vél. Nýta sér heimilisþjónustu bank- anna, vera áskrifandi að spariskír- teinum og kaupa hlutabréf í traustum, erlendum verðbréfasjóð- um. Spara til elliáranna og vera meðvitað um stjórnmál. Ef þessi atriði eru á hreinu, geta lífsgráðugir meðlimir minnar kyn- slóðar skilgreint sig hamingjusama. En ekki fyrr.“ (bls. 13) Frábær er lýsingin á því þegar Dís skýtur sér á síðustu stundu und- an því að brúðarvöndur frænku hennar hafni í fanginu á henni. Þeg- ar umræddur vöndur stefnir óðfluga á hana sér hún líf sitt renna sér fyrir hugskotssjónum, eins og sagan seg- ir að gerist á dauðastundu einstakl- ingsins (bls. 144) og hún hoppar hæð sína til hliðar. Sýn höfunda á samfélagið, sam- skipti kynjanna og sjálfsleitina er skemmtilega íronísk og mjög fyndin á köflum, þótt vissulega megi einnig finna alvarlegan undirtón í frásögn- inni. Sem sagt, afar læsileg og skemmtileg lýsing á nútímanum sem hefur alla burði til að meika það í jólabókaflóðinu. Soffía Auður Birgisdóttir Glæsilegir borðlampar </> JB Mörkinni 3, sími 588 0640 0pi& mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 Saga af hjdnabandi KVIKMYNPIR Iláskólabfó MEÐ EÐA ÁN ÞÍN „WITH OR WITHOUT YOU“ -k-k'/z Leikstjóri: Michael Winter- bottom. Handrit: John Forte. Að- alhlutverk: Christopher Eccle- ston, Dervla Kirwan. BRESKA gamanmyndin Með eða án þín segir frá hjónum sem gengur erfiðlega að eignast barn. Þau hafa verið gift í fimm ár og allt er í lukkunnar velstandi nema barnleysið veldur nokkurri streitu í sambandinu. Þegar franskur pennavinur eiginkon- unnar, sem hún hefur aldrei séð áður í eigin persónu og er löngu hætt að skrifast á við, birtist óvænt á dyrahellunni hjá henni fluttur frá Frakklandi og heimil- islaus, veitir hún honum fúslega húsaskjól og dregur það síst úr spennunni í hjónabandinu þegar frá líður. Með eða án þín er hæfilega fyndin, bresk hjónabandskóm- edía um fólk sem stendur á kross- götum í lífi sínu og er ekki með það alveg á hreinu hvaða átt það á að fara í. Bretar virðast nokkuð uppteknir af þessari spurningu, Metroland og Maby Bay, eru myndir af sama meiði svo aðeins tvær séu nefndar, en Með eða án þín er ekki eins alvarleg og fyrr- nefnda myndin og talsvert skemmtilegri en sú síðarnefnda. Allar komast þær að sömu nið- urstöðunni eftir mikið jaml, japl og fuður nefnilega þeirri að hjónabandið sé hornsteinn lífsins. Það má vera að blundi í fólki ein- hver þrá um frelsi til þess að vera öðruvísi, lifa lífinu eins og það heitir líklega, en á endanum er varanlegt samband hið eina rétta. Stanley Kubrick komst að sömu niðurstöðu í sinni síðustu mynd, Eyes Wide Shut. Kannski var það breska íhaldssemin sem hafði áhrif á hann, líklegar þó sátt hans við lífið. Við sáum hins vegar hvernig slík sambönd geta súrnað með árunum í miklu djarfari mynd frá Bandaríkjunum í fyrra, Amerískri fegurð. Michael Winterbottom stýrir myndinni í höfn af nokkru öryggi. Hún minnir miklu meira á bresk- ar sjónvarpsmyndir í smæð sinni og tækni en fullstóra bíómynd og er ágætlega leikin af írsku leik- konunni Dervla Kii-wan, sem ber hitann og þungann af verkinu (sjónvarpsáhorfendur ættu að þekkja hana sem kráareiganda í þáttunum Ballykissangel) auk þess sem Christopher Eccleston er alltaf skemmtilegur. Með eða án þín er lipur saga um hjón í kreppu sem hefði mátt vera talsvert beittari en felst á boðskap um almælt tíðindi. Arnaldur Indriðason Heimsfenðin eru fluttar í Skogaphliö 18 Heimsferðir hafa nú flutt aðalskrifstofur sínar í Skógarhlíð 18, og bjóða viðskiptavini sína velkomna í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem þú finnur nóg af bílastæðum. Heimsferðir Skógarhlíð 18 • Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is wwwiwophhiinivliiz.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.