Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Fartölvur í skólum/Hverju breytir fartölvan í námi og kennslu? Þróunarskólarnir í upplýsingatækni hafa gert
samninga við tölvufyrirtæki, m.a. um tölvur og netkerfí. Gunnar Hersveinn nam nýjan hljóm í skólastofum og
dró saman með hjálp skólamanna nokkra þætti um nýja kennsluhætti og þróun sem kostar sjálfsaga og skipulag.
Hljómur
í skólastofu
framtíðar
Fáir efast um að framtíðin í skólum
sé fartölva.
Þeim greinum sem nemendur þurfa
að sækja daglega fækkar.
ÞAÐ er nýr hljómur í skóla-
stofum: Tvöhundruð fíng-
ur slá létt en hratt á plast-
takka lyklaborðsins.
Ásláttarhljóð. Kennarinn er á sínum
stað fyrir aftan kennaraborðið og
framan töfluna, þótt krítin liggi ón-
otuð. Nemendur sitja í einhvers
konar hring með opnar fartölvur á
borðum og hamra eða skruna um
rafsíður í leit að heimildum. Ný að-
ferð í kennslu og námi hefur rutt sér
til rúms í skólastofum landsins: Far-
tölva í skólatöskunni, alhliða vinnu-
tæki nemenda og kennara.
Fjölbrautaskólinn í Armúla, Fjöl-
brautaskóli Suðurlands og Mennta-
skólinn á Akureyri eru þróunarskól-
ar í upplýsingatækni fyrir hönd
framhaldsskólastigsins. I þeim verð-
ur fundin besta leiðin til að ná
markmiðinu um fartölvur í námi og
kennslu. Nýlega hafa þessir skólar
gert samninga við tölvufyrirtæki
vegna þessa. FA og FS gerðu samn-
ing við Nýherja um leigu á fartölv-
um. í samningi Nýherja við skólana
kemur fram að gripirnir eru leigðir
af IBM Danmark AS. Þeir sem þess
óska geta keypt vélarnar. Nemend-
ur, sem skrifað hafa undir samning,
greiða síðan mánaðarlega 6 til 8 þús-
und fyrir leigu sína á vélunum. Þeir
fá einnig aðgang að innra netkerfi
skólanna og Netinu. En Nýherji set-
ur upp öfluga þráðlausa senda fyrir
það kerfi. Tölvumar eru allar kaskó-
tryggðar hjá Sjóvá-Almennum. Is-
landsbanki sér um innheimtuþjón-
ustu fyrir skólana.
Þessi nýja tækni kallar á nýja
hugsun í skólakei'finu og nefna má
að a.m.k. 15 kennarai- úr FS og 15
úr FA fóru á námskeið í sumar til að
kynna sér möguleikana sem tæknin
býður upp á, t.d. tölvuglærur. Kenn-
arar hafa setið nokkur námskeið um
kennsluaðferðir með fartölvur, nám-
sefnisgerð o.fl. Stefnt er að því að
þessari uppbyggingu í skólunum
verði lokið fyrir árið 2004.
Á Selfossi hafa um 90 nemendur
ákveðið að kaupa eða leigja sér tölv-
ur samkvæmt samningi sem skólinn
gerði við Nýherja og Tölvu- og raf-
eindaþjónustu Suðurlands á Sel-
fossi. Skólinn hefur þegar fengið 15
fartölvur fyrir kennara skólans. I
FÁ hafa 70 nemendur ákveðið að
vera með fartölvu samkvæmt þess-
um samningi. Menntaskólinn á Ak-
ureyri gerði svo samning við Tækni-
val um samstarf og mun
tölvufyrirtækið m.a. þróa og setja
upp örbylgjuloftnet í húsakynnum
skólans og hluta heimavistar.
„Eftir fjögur ár verður þorri nem-
enda með fartölvur," segir Sölvi
Sveinsson, skólameistari Fjöl-
brautaskólans í Armúla, en þar eru
nemendur með fartölvur saman í
áföngum til að hægt sé að nýta
tæknina til náms og kennslu. En
nokkrir áfangar eru sniðnir að þessu
nýja formi. „Við erum ekki að þessu
tækninnar vegna heldur er notagild-
ið aðalatriðið,“ segir Sölvi og telur
svo upp hvernig nemendur nota far-
tölvur: 1. Leiktæki, afþreying. 2.
Glósuvél í tímum og upp úr bókum.
Morgunblaðið/Jim Smart
í FÁ fá nemendur með fartölvur að vera saman í áföngum og þannig er hægt að nýta tæknina á markvísan hátt
til kennslu og náms. Nemendur fá hér afhentar fartölvur í októberbyrjun.
Þróunarskólar
í upplýsingatækni:
► Grunnskólar:
Árbæjarskóli.
Barnaskólinn á Eyi-arbakka.
Varmalandsskóli í Borgar-
firði.
► Framhaldsskólar:
Fjölbrautaskólinn við Ár-
múla.
Fjölbrautaskóli Suðurlands
á Selfossi.
Menntaskólinn á Akureyri.
3. Ritvél, verkefnaskil. 4. Samskipta-
tæki við kennara o.fl. 5. Heimildaleit,
efni sótt á Netið. 6. Ná í efni og gera
verkefni sem kennarar setja á Netið,
taka próf.
Sölvi segir að nokkrir áfangar í
skólanum séu nú þróaðir m.t.t. þess
að þeir séu fartölvustuddir. Tölvu-
fræði er t.d. skipt í fjarnám, sjálfs-
nám og nám í skólastofu. I öðrum
áföngum er fartölvan m.a. notuð til
að sækja samtímaheimildir, t.d. í
söguáföngum. Annars er þetta bara
spurning um hugmyndaflug. Far-
tölvan getur líka leitt til þess að hálf-
ur áfanginn er í fjarkennslu og hálfur
Hvernig er að vera með fartölvu í skólatöskunni?
„Þægindi, einföldun, hraði, skil-
virkni, meira magn upplýsinga,
þetta var þáð sem flaug um huga
mér þegar ég var beðinn að tala
hér í dag. Tala um það hvernig
fartölvan hefur nýst mér í námi
mínu. Hvernig hún hefur hjálpað
mér og öðium, hvað mælir með
því að hafa tölvu og hvað á móti,“
sagði Hannes Árdai, nemandi í
Menntaskólanum á Akureyri, á
skólafundi 19. október sl. um far-
tölvur og nám.
„Ég get sagt ykkur það að far-
tölvan mín hefur gerbreytt mínu
námi, glósumar eru skipulagðari
en áður og innihalda meira magn
upplýsinga, þ.e. stærri part af
námsefninu en áður. T.d. eru
söguglósurnar mínar það sem af
er önninni allskuggalegar góðar,
þó ég segi sjálfur frá.
Einnig hefur tölvan gert alla
vinnu fijótlegri og auðveldari sem
gerir það að verkum að ekki þarf
að hjakka lengi í einhverri handa-
vinnu heldur er hægt að kafa
dýpra í námsefnið og öðlast þann-
ig meiri innsýn í það og aukna
víðsýni á viðkomandi viðfangsefni.
í stuttu máli þá hefur tölvan að-
stoðað mig mjög mikið í námi
mínu og gert það að ég tel betra á
margan hátt, en þegar öllu er á
botninn hvolft er það ég sem þarf
að taka prófin og það er ég sem
þarf að kunna námsefnið. Tölvan
er einungis hjálpartæki náms-
mannsins ætluð til að einfalda
honum námið sem sífellt verður
kröfuharðara.
Reynsla mín af fartölvum er já-
kvæð og ég mæli með þessu, hik-
laust. En allt hefur sinn djöful að
di'aga. Þessi tæki eru nokkuð dýr
og ekki er hægt að nota þau í öll-
um námsgreinum. Eg sé það t.d.
ekki fyrir mér að ég geti
nokkurntímann glósað stærð-
fræði, eðlisfræði og efnafræði á
tölvuna, líkt og hægt er í t.d. sögu
og íslensku. En það er hægt að
vinna verkefni úr öllum fögum á
tölvuna, leysa stærðfræðidæmi
sem vasareiknirinn ræður ekki við
og einnig er mjög þægilegt að
vinna skýrslur upp úr verklegri
eðlisfræði. En skýrsluvinnan gat
tekið marga klukkutíma með
penna og reglustiku, í tölvunni er
þetta að mestu „klippi og lím-
inga“-vinna sem skilar sama ára-
ngi-i.
Þegar ég fékk tölvuna í hend-
urnar var erfitt að nota hana
fyrstu dagana og vikumar. Það
var alveg nýtt fyrir mér, að skrifa
eitthvað á tölvu meðan messað
var yfir mér hve merkileg pers-
óna Snæfríður íslandssól hafi ver-
ið. Ég játa það alveg að það var
ekkert einfalt að tileinka sér ný
vinnubrögð, hætta að skrifa með
gamla góða pennanum og fara að
hamra á lyklaborðið. En sú vinna
sem fór í að læra á þetta, læra öll
trikkin við notkun á gripnum,
skilaði sér fullkomlega til baka.
Samt megið þið ekki misskilja
mig, ég er ekki orðinn tölvugúrú
ennþá, t.d. er póstfon-itið í tölv-
unni minni i hassi og ég kann
ekkert að laga það, ef það er ein-
hver hérna sem kann það er hon-
um/henni velkomið að laga það
fyi'ir mig.
Ég komst að því þegar ég sat
við stofuborðið hennar ömmu og
var að skrifa þessa „ræðu“ að
tölvan mín hefur haft meiri áhrif
á nám mitt en mig óraði fyrir,
eins og kannski heyrist - ég lof-
sama hana aftur og aftur.
Að vera með fartölvu sér við
hlið er alveg ótrúlega þægilegt.
Ég mæli með þeim.“
í stofu. „Ég tel að þetta hjálpi nem-
endum til að vinna sjálfstætt,“ segir
Sölvi, bæði í einstaklingsverkefnum
og hópverkefnum þar sem virknin
verður meiri.“ Hann hefur einnig
tekið eftir betri vinnubrögðum nem-
enda og betri úrvinnslu. Einnig er
hlutur nýrra upplýsinga, uppgötv-
ana eða rannsókna orðinn meiri en
áður í verkefnum nemenda. Auð-
veldara er að krækja í það nýjasta.
Einnig er nú þægilegra og minna
mál að senda kennara efni sem er í
vinnslu, til að fá athugasemdir áður
en lengra er haldið.
Fartölvustudd kennsla kallar á
breytt skipulag áfanga og fer það
eftir eðli og innihaldi efnis, t.d. hvort
það er tungumálakennsla, tölvuk-
ennsla eða samfélagsgrein. Tölvurn-
ar gefa tungumálakennslu aukna
fjölbreytni. Dæmi um það er að
hægt er að lesa heimsfréttir, bæði á
íslensku og því tungumáli sem lært
er, með því að skoða dagblöð á Net-
inu. Þannig verður námið mjög lif-
andi. Sölvi segir að einnig sé hægt
að matreiða efni á fleiri vegu en áð-
ur hefur tíðkast. Og hann nefnir að í
FÁ sé góð reynsla af fjarnámi. Til er
mjög fjölbreytt foirit fyrir stærð-
fræði og raungreinar.
„Þótt fartölvur kosti sitt verður
sparnaður á öðrum sviðum,“ segir
hann og nefnir sem dæmi greiðan
aðgang á Netinu að virtum orðabók-
um og góðum heimildum og gagna-
söfnum, sem þróunarskólamir hafa.
Einnig geti þessi þróun breytt nýt-
ingu á skólastofum ef áfangar verða
blandaðir af fjarkennslu og stofu-
kennslu. Saga og félagsfræði sé t.d.
núna kennd að hluta í stofu og að
hluta á Netinu. Þar liggja þá verk-
Þráðlaus netkerfi
Þráðlaus netkerfi í skólum
hafa mjög verið að ryðja sér
til rúms í skólum á þessu ári.
Fréttir hafa birst í Morgun-
blaðinu um slík kerfi í notkun
eða í bígerð á þessu skólaári í
t.d. Viðskiptaháskólanum á
Bifröst, Tækniskóla íslands,
Háskólanum í Reykjavík,
Flensborgarskóla í Hafnar-
friði, Fjölbrautaskólanum við
Ármúla, Menntaskólanum á
Akureyri, Fjölbrautaskóla
Suðurlands, Verkmennta-
skólanum á Akureyri, Há-
skóla íslands. Skólarnir eru
eflaust fleiri eða standa þá í
samningum við tölvufyrirtæki.
Þráðlaust netkerfi gerir
nemendum og starfsfólki skól-
anna kleift að sækja allar upp-
lýsingar þráðlaust á Netinu í
gegnum fartölvur.
efni sem nemendur verða að ljúka
við áður en mætt er næst í tíma.
„Stundatafla nemenda verður þétt-
ari og skólinn getur nýtt stofurnar
betur. Nemendur og kennarar geta
þannig skapað sér sveigjanlegin
vinnutíma," segir Sölvi. Þetta er þó
ávallt háð námsgreinum. Sumar
þeirra krefjast mikillar verklegrar
þjálfunar sem aðeins er hægt að
stunda í kennslustofum. Áfangar
geta einnig verið bundnir stofum af
sérstökum ástæðum. „í framtíðinni
fækkar þeim greinum sem nemend-
ur sækja á degi hverjum; víða er-
lendis eru nemendur að hámarki í
þremur greinum á dag og stundum
eru heilir dagar lagðir undir ákveð-
inn áfanga," segir Sölvi.
Samingur FÁ við Nýherja gildir í
fjögur ár og Sölvi spáir að þá verði
þorri nemenda með fartölvur, sem
verði aðalvinnutæki þeirra og skipu-
lagstæki. Hann segir að það hafi
sýnt sig að stúdentar sem hafa van-
ist tölvustuddri kennslu standa sig
betur en aðrir í háskólum og er
ástæðan meiri sjálfsagi og skipulag
sem þessir nemendur hafa þurft að
temja sér.
Sölvi segir að fartölvuvæðingin
kalli á nýja kennsluhætti í skóla-
kerfinu. Spurningin er aðeins
hversu fljótt menn verða sjálf-
bjarga í þessari tækni. Innra net
þróunarskólanna sem tölvufyrir-
tækin setja upp hefur einnig mikil
áhrif, t.d. verður upplýsingamiðlun
til nemenda auðveldari og
markvissari. En þar gefst nemend-
um einnig færi á að vista efni og fá
þráðlausan aðgang að Netinu og
gagnasöfnum sem skólarnir eru
áskrifendur að.
Flensborgarskóli
Það eru ekki aðeins þróunar-
skólarnii' í upplýsingatækni
sem standa í stórræðum vegna
fartölvunnar. Flensborgarskól-
inn í Hafnarfirði stendur einnig
framarlega og fengu um 50
nemendur skólans afhentar
fartölvur í haust. En skólinn
hefur ásamt Hafnarfjarðarbæ
átt í samstarfi við Opin kerfi og
Sparisjóð Hafnarljarðar um að
auðvelda nemendum að eignast
fartölvur en einnig hefur þráð-
laust tölvukerfi verið byggt
upp.
Einar B. Steinþórsson,
skólastjóri, sagði við Mbl 30/9
sl. að í framtíðinni verði megin-
þorri nemenda með fartölvur.
„Ég er sannfærður um að þetta
sé það sem koma skal og ein-
hvern tíma verða menn að hella
sér af stað.“