Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ
46 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
' f.'-
Uppskrift
að Adam
Eiga siðalögmál að ráða því
til hvers tæknin er nýtt, eða eiga
tækniframfarir að skera úr um
hvað ersiðlegt oghvað ekki?
Er það rétt af for-
eldrum dauðveiks
barns að eignast
annað barn og
nota úr því frumur
til að bjarga lífi þess dauðvona?
Það gerðu foreldrar Adams
litla Nash, sem kom í heiminn í
Colorado í Bandaríkjunum í lok
ágúst. Hann varð til úr einum af
14 fósturvísum sem myndaðir
voru í tilraunaglösum úr eggjum
og sæði foreldra hans. Tveir af
vísunum 14 höfðu nákvæmlega
þau erfðaefni sem til þurfti, og
sá sterkari var valinn til þess að
verða að barni.
Erfðaefni Adams litla er ná-
kvæmlega hliðstætt erfðaefni
systur hans, Mollyar, sem er
haldin blóðsjúkdómi sem heftir
myndun beinmergs. Börn með
þennan sjúk-
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
dóm ná yfir-
leitt ekki sjö
ára aldri ef
ekki fínnst
blóðgjafi. Læknar námu svo
stoðfrumur úr naflastreng
Adams og fluttu í systur hans.
Stoðfrumur eru frumur sem
geta vaxið og orðið að hvaða vef
sem er.
Þetta er ekki kafli úr Fögru
veröld eftir Aldous Huxley,
heldur kafli úr samtímasögu.
Lykillinn að þessu er tæknin
sem gerir mögulegt að greina
erfðaefnin í fósturvísunum, þeg-
ar þeir hafa vaxið, hver um sig,
úr einni frumu í átta. Þá er ein
fruma tekin úr hverjum vísi og
erfðaefnin i þeim greind. Svo
var mátað við erfðaefni Mollyar.
Maðurinn sem þróaði þessa
tækni heitir Yuri Verlinsky og
hann hefur sætt harðri gagn-
rýni margra æxlunarlækna sem
segja að þetta jaðri við að vera
siðlaust. Enn einu sinni hefur
komið upp sú spurning hvort
það sé rétt að gera það sem er
hægt að gera. Tækniframfarir
eru hraðar og eins og venjulega
er siðferðislegra spurninga ekki
spurt fyrr en meint tækniafrek
er þegar unnið.
Líkingin við framtíðarsögu
Huxleys, þar sem börn voru
búin til.samkvæmt uppskrift, er
í tilfelli Adams verulega sláandi.
Hann var í raun og veru búinn
til í og með í því augnamiði að
„nýtast“ systur sinni - þótt of-
sagt væri að það hafi verið eini
tilgangurinn með tilurð hans.
Og segja má, að þar eð hann var
beinlínis valinn úr hópi fóstur-
vísa samkvæmt erfðaefnisgrein-
ingu hafi hann verið gerður
samkvæmt uppskrift - það er
ekki út í hött að segja að erfða-
efni systur hans hafi verið hin
fyrirfram gefna uppskrift að
Adam.
Það er þetta sem gerir að
verkum að málið er kannski
ekki alveg einfalt. Spurning-
unni, sem varpað var fram hér
að ofan, um það hvort rétt sé af
foreldrum að eignast barn og
nota úr því frumur til að bjarga
dauðvona barni sínu, væri auð-
velt að svara játandi, ef ekki
kæmi til þetta millispil um val á
fósturvísi samkvæmt efnagrein-
ingu.
Ef það er í lagi að velja si-
sona eiginleika verðandi barns,
hvað getur þá verið athugavert
við að velja sér næst fósturvísi
sem verður að barni sem inni-
heldur til dæmis erfðaeiginleika
sem vitað er að einhverjir væru
til í að kaupa? (Hvers vegna
skyldi markaðurinn ekki fá að
ráða því hvers konar börn verða
til?)
Það er að segja, hvernig er
hægt að vita hvar mörkin liggja
milli þess sem er siðlegt og hins
sem er siðlaust? Eru þetta al-
gild mörk sem aldrei breytast,
eða hljóta þau ævinlega að fær-
ast til eftir því sem tækninni
fleygir fram? Eiga siðalögmál
að ráða því til hvers tæknin er
nýtt, eða eiga tækniframfarir að
skera úr um hvað er siðlegt og
hvað ekki?
Foreldrar Adams og Mollyar,
þau Jack og Lisa, hafa kannski
hugsað sig tvisvar um áður en
þau ákváðu að eignast Adam
með þessum formerkjum. En
það getur líka verið að þau hafi
ekki hikað þegar möguleikinn
gafst. Að minnsta kosti var lítið
hik á öllum þeim fjölda foreldra
sem hafði samband við
Verlinsky um leið og fréttirnar
af Adam bárust, og að minnsta
kosti tíu fjölskyldur í Banda-
ríkjunum hafa nú í hyggju að
fara sömu leið.
Það er auðvitað önnur hlið á
málinu, og hún gerir að verkum
að það er sennilega ekki til rétt
svar við spurningunni. Sú hlið
er Molly. Ber ekki foreldrum að
gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að tryggja líf og
heilsu barna sinna? Jú. Hvað
sem er? Spurningar gerast
varla stærri en þessi.
Er hægt að fara eftir ein-
hverri algildri reglu í leit að
svari? Hvað með það vel þekkta
boðorð að maður eigi aldrei að
koma þannig fram við aðra
manneskju að maður sé bara að
nota hana til einhvers? Var ekki
beinlínis verið að nota Adam?
Dálkahöfundar dagblaða í Am-
eríku hafa bent á, að Adam hafi
kannski verið fyrsta barnið sem
hafi ekki bara orðið til sjálfs sín
vegna.
En ef nánar er að gáð kemur
í ljós að sennilega er ekki hægt
að nota þetta boðorð til að finna
svar við því hvort Jack og Lisa
hafi breytt rétt. Hvernig er
hægt að vita hvort þau voru að
eignast Adam einungis til að
bjarga Molly, og ekki í neinum
öðrum „tilgangi“? Þau vita það
líklega ekki einu sinni sjálf. Til
að hægt væri að nota ofan-
greinda siðareglu þyrfti að vera
hægt að svara þessari spurn-
ingu afdráttarlaust, en raun-
veruleikinn býður ekki upp á
svo þægilegan greinarmun.
Líklega verður spurningunum
ekki svarað í bráð. Sá eini sem
sennilega getur svarað þeim er
enn ómálga. Það er að segja
Adam litli. Þangað til hann get-
ur sjálfur svarað getum við hin í
rauninni ekki gert annað en
beðið og vonað að ekki hafi ver-
ið gert eitthvað algerlega sið-
laust.
Samt finnst manni nú líklegt
að þegar Adam kemst að því að
með því einu að verða til hafi
hann getað veitt systur sinni
lífsvon muni honum þykja svar-
ið blasa við.
+ Kristín Björns-
dóttir fæddist á
Nolli í Höfðahverfí 6.
október 1905. Hún
lést á Kristnesspftala
21. október síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Björn Jó-
hannesson, bóndi á
Nolli, og kona hans
Anna Pálsdóttir.
Systkini hennar voru
Sigríður Þóra, Jó-
hannes, Guðbjörg,
Hólmfríður Hall-
dóra, Snæbjörn Ár-
mann og Ingibjörg
Birna. Sigríður og Jóhannes eru
látin.
Árið 1929 giftist Kristín Hauki
Frímannssyni á Ytri-Vík á Ár-
skógsströnd, f. 9.10. 1903, d. 10.2.
1961. Foreldrar hans voru Frí-
mann Þorvaldsson, útvegsbóndi á
Ytri-Vík, og kona hans Sigríður
Sveinbjörnsdóttir. Kristín og
Haukur eignuðust þijú börn. 1)
Frímann Björn, f. 19.2. 1930,
kvæntur Þorbjörgu Elíasdóttur.
Þau eignuðust eina dóttur, Ágústu,
en hún lést 15. apríl 1995. Hún átti
þrjú böm. Með fyrri manni sínum,
Ingvari Þóroddssyni, eignaðist
hún dótturina Eydísi, sem er í sam-
búð með Birni Pálssyni, en þau
eignuðust son fimm dögum áður
en langamma hennar lést. Með
seinni manni sínum Ómari Ragn-
arssyni eignaðist Ágústa dótturina
Unni Björgu og soninn Frímann
Sofið er ástaraugað þitt,
sem aldrei brást að mætti mínu;
mest hef eg dáðst að brosi þínu,
andi þinn sást þar allt með sitt.
(Jónas Haligrímsson.)
Ég átti erfitt með að trúa því fyrir
þremur vikum að amma Stína væri
orðin 95 ára, því ég er bara 31 og við
höfum eiginlega alltaf verið á sama
aldri. Þegar ég var barn lék hún við
mig, sagði mér sögur, tók að sér
hvert það hlutverk sem ég úthlutaði
henni og lék það af innlifun. Seinna,
þegar ég varð eldri, ræddi hún við
mig um landsins gagn og nauðsynj-
ar, um vandamál heimsins, ástina og
allt það sem mér lá á hjarta. Mikið
vildi ég geta sest niður með henni
núna og talað um fullorðinsárin.
Mig langaði mikið að vera hjá
henni á afmælisdaginn og fagna með
henni lífinu sem hún hafði lifað, en
það er löng leið frá Winnipeg til Ak-
ureyrar og ég huggaði mig við það að
í staðinn skyldi ég faðma hana næst
þegar ég kæmi heim og hvísla að
henni öllu því fallega sem mig lang-
aði að segja henni. En það varð ekk-
ert næst og ég verð að láta mér
nægja að spenna greipar og treysta
því að hún heyri í mér. Þótt hún hafi
núna yfirgefið þennan heim er hún
enn á lífi í mér og hinum í fjölskyld-
unni. Við eigum öll okkar fallegu
minningar um þessa dásamlegu
konu sem umvafði okkur ást sinni.
Amma Stína lifir í minningu okkar.
Ég man þegar hún lánaði mér
leggina sína svo ég gæti leikið mér
eins og hún hafði gert þegar hún var
lítil. Ég man sögumar sem hún sagði
mér, um Smjörbita og hauslausa
tröllið. Ég man þegar hún söng fyrir
mig vísm’nar um Langintes og allt
það slekti. Ég man þuluna um Ein-
björn og bræður hans. Ég man
hversu mikið ég dáðist að henni þeg-
ar hún fór með þuluna alla frá Tólf-
birni og niður að halanum sem slitn-
aði af - án þess að anda. Ég man
hvað mig langaði að geta þetta og ég
einsetti mér að læra það. Og eins og
annað sem hún kenndi mér eða
hvatti mig til að læra, það nam ég af
áhuga. Ég man þegar hún gifti okkur
Gunna bróður og gaf okkur Machin-
tosh sælgæti í brúðargjöf. Ég man
þegar hún sótti litlu harmonikkuna
og spilaði á hana fyrir mig. Ég man
heilhveitibrauðsgrautinn, appelsínu-
kremstertuna og eggjakökurnar
hennar. Ég man hvað hún tók því vel
þegar ég hellti kakói niður á fína
borðdúkinn hennar, þrátt fyrir að
Hauk. 2) Anna Sigríð-
ur, f. 6.6. 1931, gift
Ingvari Níelssyni. Þau
eiga eina dóttur, Guð-
rúnu Borghildi, gift
Sigurpáli Jónssyni.
Borghildur og Sigur-
páll eiga fjórar dætur,
Önnu Kristínu, Sigur-
björgu, Ingunni og
Margréti. 3) Jóhann
Sveinn, f. 1.1. 1937,
kvæntur Kolbrúnu
Geirsdóttur. Þau eiga
fjögur börn a) Hauk-
ur, kvæntur Irisi
Thorleifsdóttur og
hennar dóttir er Svala. Haukur á
son, Stefán Þór. b) Geir, kvæntur
Ernu Árnadóttur, þau eiga þrjá
syni, Árna Heiðar, Einar Jóhann
og Arnar Geir. c) Gunnar Kristinn,
kvæntur Svandísi Sverrisdóttur,
þau eiga tvo syni, Sverri Má og Jó-
hann Inga, og eina dóttur, Guð-
rúnu Katrínu. d) Kristín Margrét,
ógift og dvelur í Kanada.
Kristín ólst upp á Nolli í stórum
systkinahópi. Mikið þurfti að vinna
í þá daga og var hún forkur til
vinnu. Hún var með afbrigðum
bókhneigð og hafði mikinn hug á
að ganga menntaveginn en að-
stæður leyfðu það ekki svo lítið
varð úr námi eftir barnaskólapróf.
Hún náði góðu valdi á danskri
tungu.
Rúmlega tvítug fór hún yfir
Eyjafjörðinn til systur sinnar, Sig-
ríðar, sem þar var sest að. Þar
hún hefði verið búin að segja mér að
passa mig. Ég man hvað það var
gaman að vera hjá henni.
Og ekki síst eru sérstakir í minn-
ingu minni tímarnir sem ég eyddi hjá
ömmu fyrsta árið mitt í menntaskóla.
Ég kom oftast við eftir skóla, og
stundum í hádeginu, og þá sátum við
og töluðum um allt milli himins og
jarðar. Það var ekkert sem ég gat
ekki talað um við hana, ekkert sem
hneykslaði hana eða fékk hana til að
roðna. Amma skildi huga unglingsins
eins vel og hún hafði skilið barnið. Á
þessum tímum þegar við töluðum oft
um ástina, hugsaði ég stundum um
það hvað það yrði gaman þegar ég
gæti leitt fyrir hana manninn sem ég
elskaði og ég gæti með stolti sagt
honum að þessi dásamlega kona væri
amma mín. Núna, þegar ég er búin
að kynnast Tim, er erfitt að hugsa til
þess að sú stund eigi aldrei eftir að
renna upp. Mig langaði svo að kynna
hann fyrir ömmu og segja henni hvað
hann er yndislegur og mig langaði að
sýna honum hversu dásamlega
ömmu ég ætti, að sýna honum þessa
konu sem kenndi mér svo margt. En
þó að Tim fái aldrei að hitta ömmu
Stínu, mun hann samt fá að kynnast
henni því amma mun lifa eins lengi
og minningin um hana og ég veit að-
ég mun aldrei gleyma henni.
Ég vildi að ég gæti verið við jarð-
arförina og tekið þátt í því með fjöl-
skyldunni að kveðja þessa fallegu
konu, en ég mun í staðinn halda mína
eigin kveðjustund og fagna því að ég
fékk að kynnast henni. Dagurinn í
dag á ekki að vera sorgardagur því
amma er loksins hjá afa, manninum
kynntist hún elsta syninum á Ytri-
Vík, Hauki, sem hún svo síðar gift-
ist. Þau settust að á Ytri-Vík. Aðal-
lega var lifað af sjósókn, en líka
var höfð ein kýr og 10-20 kindur.
Þarna var ákaflega erfið aðstaða,
bæði til sjós og lands, sérstaklega
við sjóinn. Allt þurfti að bera og
draga af handafli. Þar sem Haukur
var ekki heilsuhraustur reyndi
mikið á dugnað Kristínar. Þótt
heimilið væri ekki stórt fjölgaði
fólki yfir sumartímann meðan á
sjósókn stóð. En haustið 1945 lagð-
ist Haukur inn á Kristneshæli og
var þar um veturinn. Haustið 1948
fór hann svo aftur á Kristneshæli
og var þar til æviloka. Kristín brá
þá búi, fékk vinnu á Kristnesi og
flutti þangað. Stuttu seinna var
byggt nýtt þvottahús fyrir stofnun-
ina, með nýtísku vélbúnaði, og
stjórnaði hún því frá byijun.
Reyndi þá á hæfileika hennar að
laga sig að nýjum vinnubrögðum.
Eftir andlát Hauks 1961 flutti
Kristín til Akureyrar. Var hún
nokkra mánuði hjá dóttur sinni og
fjölskyldu hennar í Svíþjóð. Síðan
fór hún að vinna í skóverksmiðj-
unni Iðunni á Akureyri og vann
þar til 1975. Árið 1966 keypti hún
sér litla íbúð í Oddagötu 1 og bjó
þar til 1989, en þá veiktist hún og
var fyrst smátíma á Sjúkrahúsinu
á Akureyri, en siðan á Kristnes-
spftala til þjálfunar, þar til 1. maí
1991 að hún fór á Dvalarheimilið í
Skjaldarvík og var hún þar í fjögur
ár. Þá þurfti hún orðið meiri um-
önnun og fluttist þá aftur á Krist-
nesspitala, þar sem frábærlega var
séðum hana til hinstu stundar.
titför Kristínar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
sem hún elskaði framar öllu, mannin-
um sem hún hætti aldrei að elska
þótt hann yrði að yfirgefa hana svona
snemma. Og þótt við höfum öll sorg í
hjarta og hugsum um hversu mikið
við höfum misst á dagurinn í dag
samt að vera gleðidagur. Dagurinn í
dag er fyrir ömmu mína sem gerði líf
okkar allra svo miklu fyllra.
Kristín M. Jóhannsdóttir,
Winnipeg, Kanada.
Við andlát móðui' minnar rifjast
upp margt frá því í gamla daga. Mig
langar að minnast hennar með
nokkrum orðum. Á Ytri-Vík var oft
mjög mikið að gera, þegar ég var
bam, einkum á vorin og fram á
haust. Mamma tók þátt í öllum störf-
um og oft var vinnudagurinn langur,
þrátt fyrir það hafði hún alltaf tíma
til að sinna börnunum sínum.
Mamma var ákaflega dugleg og góð.
Ég man að sem barn var ég viss um
að ég ætti bestu mömmu í heimi.
Sem betur fer hugsa sennilega flest
börn þannig um sína móður. Ég lenti
aldrei í þrætum um hver væri best,
en sem unglingur var ég búinn að
finna mörg rök fyrir því að mín móðir
stæði framarlega. Hún hafði gaman
af félagsmálum en félögin voru ekki
mörg og tíminn takmarkaður. Hún
var í Kvenfélaginu Hvöt og var þar
gjaldkeri í nokkur ár. Mörgum minn-
inganna mætti segja frá, en ég geymi
þær í huganum. Eg vil þakka starfs-
fólki á öldrunardeild Kristnesspítala
fyrir frábæra umönnun síðustu árin.
Mamma mín, hvíl þú í friði.
Frímann Björn.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
________MINNINGAR
KRISTÍN
BJÖRNSDÓTTIR