Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 57
MÖRGUNBLAÐIÐ _____UMRÆÐAN__ Kveðja til Umferðarráðs FJÖLMIÐLAR greina frá því þessa dagana að dómsmálaráðherra hafi mátt þurfa að þola gagnrýni fyr- ir aðgerðarleysi í baráttunni við um- ferðarslys sem alltaf fari fjölgandi og kosti fjölda dauðsfalla og alvarlegra áverka á sál og líkama. Þetta minnir á umræður hér í borginni vegna fjölgunar árekstra á árunum 1953-1954 sem urðu til þess að bæjarstjórnin skipaði sérstaka nefnd til þess að gera tillögur um úr- bætur í umferð bæjar- ins með það fyrir aug- um að draga úr umferðarslysum. For- maður nefndarinnar var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri. Nefndin vann mikið og gott starf. Biðskylda var tekin upp á mörgum gatna- mótum, stöðvunar- skylda á öðrum og reglur settar um lagn- ingu bifreiða sem áður voru í Iausu lofti með síðar til komu fyrstu stöðumælanna. Alþingi lét sér þá umferðarslys í léttu rúmi liggja allt þar til Umferðarráð var stofnað að lokinni breytingu í hægri umferð úr Umferð Bón mín, segir Valgarð Briem, er einfaldlega sú að öku- menn sýni okkur öld- ungunum örlitla þolinmæði og umburðarlyndi. vinstri árið 1968 en sú breyting hafði í för með sér verulega fækkun dauðaslysa í umferð næstu árin. Síðan hefur Umferðarráð unnið sleitulaust að fækkun umferðarslysa og ég hefi oft spurt sjálfan mig þeirr- ar spurningar hvað umferðarslysin og dauðsföllin í umferðinni hefðu orðið mörg ef ekki hefði komið til þrotlaus barátta Umferðarráðs. Því verður auðvitað aldrei svarað en það er sannfæring mín að þar hefði mun- að miklu. Ég held að á engan sé hallað þótt sagt sé að þar eigi enginn stærri hlut að máli en núverandi framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, Óli H. Þórðar- son. Ég nefni sem dæmi baráttu Umferðarráðs fyrir því að fá í lög skyldu til þess að nota bílbelti. Það var engan veginn sjálfsagt að svo yrði. Menn hristu hausinn og sögðu að því ætti hver maður sjálfur að ráða. Sú röksemd nægði til þess að það dróst árum saman að hæstvirt Alþingi féllist á tillögur Umferðar- ráðs um að skylda menn til að nota bílbelti og leggja við sekt ef út af væri brugðið. Hvað hafa menn oft heyrt og lesið í fjölmiðlum að bílbelti hafa bjargað lífi fólks, eða að menn hafi kastast út úr bíl í veltu og beðið bana af því að viðkomandi var ekki í bilbelti? I þessu máli hafði Umferðarráð að lokum sigur, en allt of seint. Sú tregða Alþingis kostaði mörg mannslíf. Á sama hátt barðist Umferðarráð fyrir því að ökutæki væru með öku- ljós allan sólarhringinn. Ekki voru þeir fáir sem sögðu þetta bull og vit- leysu. Nú viðurkenna flestir að þessi regla hafi forðað fjölda árekstra. Þannig hefur Umferðarráð komið að fjölda mála undir stjóm fram- kvæmdastjóra síns og starfsfólks hans sem hafa haft veruleg áhrif til þess að fækka hryllilegum umferðar- slysum. En nú þarf ég að koma á framfæri einni lítilli ósk við Umferðarráð. Þannig er að þegar árin færast yfir verður bíllinn manni sérstaklega kær. Ef heilsan leyfir og maður get- ur notið þess að aka bíl, ýmist sér til skemmtunar eða til snúninga fyrir börn eða barnabörn, er bíllinn ein- hver mesti munaður sem maður á kost á. Hinu er ekki að leyna að þeg- ar nálgast áttrætt er viðbragðsflýtir- inn ekki sá sami og á tvítugu. Vark- árir menn grípa þá til þess að fara sér hægar, svo að betri tími gefist til skyndilegra viðbragða. Þessi seinagangur er ekki alltaf öllum að skapi. Þannig skeði það um síðustu helgi að ég ók austur fyrir fjall í bíl sem ég hafði ekki ekið fyrr. Fannst mér hæfi- legt að aka á 70-80 km hraða enda þótt 90 væri leyfilegt. Nú skeði það að í tvígang nálguðust á eftir mér ökumenn sem fóru mikinn. Af tíman- um sem leið frá því ég fyrst sá þá í baksýnis- speglinum þar til þeir voru alveg komnir að bíl mínum réð ég að þeir hefðu ekki verið á minna en 100- 110 km hraða, sem ekki mun sjald- gæft á þessari leið. Ekki voru strax aðstæður til framúraksturs svo að ég varð óhjákvæmilega til þess að tefja för þessara ágætu ökumanna. Tald- ist mér til að sú töf hefði varað í 4-5 mínútur og fyrir þá sem vilja aka á 110 og verða að sætta sig við 80 eru 5 mínútur voða lengi að líða. Þegar úr leystist og þessir samferðarmenn mínir gátu brunað framúr var þeim orðið svo heitt í hamsi að þeir þeyttu flautuna sem mest þeir máttu og augnatillitið var ekki vinsamlegt. Nú telst mér tU að miðað við leyfilegan hámarkshraða 90 km hafi ég tafið för þeirra milli Reykjavíkur og Selfoss um tæpar tvær mínútur. Nú er það sennilega rólyndi mínu að þakka að þessi djöflagangur á flautunni varð ekki til þess að ég lenti úti í Svína- hrauni í annað skiptið og fram af Kömbunum í hitt og kemur þá í hug- ann sagan af nóbelskáldinu okkar sem eitt sinn var á leið að heiman og ók á sínum hraða niður Mosfells- sveitina þegar annar ökumaður ók hann uppi og lagðist á flautuna með þeim afleiðingum að lokum að skáld- ið ók útaf og út í skurð. Maðurinn hljóp út til að huga að skáldinu úti í skurðinum sem opnaði dyrnar og sagði með sinni stóísku ró: „Er það eitthvað fleira sem ég get gert fyrir ykkur?“ Bón mín er einfaldlega sú að því verði komið á framfæri við unga öku- menn að þeir sýni okkur öldungun- um örlitla þolinmæði og umburðar- lyndi. Ef til vill má segja að við eigum það inni þótt sennilega gefi þeir ekki mikið fyrir það en minna má þó á að þegai' við hófum akstur var vega- kei'fi landsins nokkuð með öðrum hætti en nú er. Nýbúið var að leggja veg fyrir Hvalfjörð og nýlega mögu- legt að fara leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar án þess að gista á leið- inni. Malbikað inn að Vatnsþró og síðan inn að Elliðaám en malarvegur þaðan norður að Glerá. Kynslóðin sem nú er að byrja að aka tekur við nokkuð öðru vegakerfi og ekki er lokað norður frá fyrstu snjóum fram á vor. Hverjir skyldu hafa borgað þessar umbætur? Er ekki sá tími sem menn nú spara í ferðalögum um vegi landsins umfram það sem áður var svo rúmur að þeir geti séð af nokkrum mínútum til þeiira sem stóðu undir kostnaði við umbæturnar? Eldri ökumenn þakka Umferðar- ráði fyrir allt það sem það hefur gert og óska þess að þeim verði gert kleift að njóta þess unaðar sem bíllinn veit- ir með örlitlu umburðarlyndi og brosi í stað flauts og krepptra hnefa. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Valgarð Briem ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 57 ___________________________^ Náum árangri erlendis! Fyrirtækjastefnumót á Ítalíu 4. og 5. desember Morgunverðarfundur á vegum Evrópumiðstöðvar Impru verður haldinn á Grand Hótel Reykjavíkur fimmtudaginn 2. nóvemner k. 8:30 - 10:00. Dagskrá: Europartenariat - alþjóðleg stefnumót fyrirtækja t Emil B. Karlsson, Evrópumiðstöð Impru, landsfulltrúi Europartenariat á íslandi Reynsla íslensks fyrirtækis af þátttöku í fyrirtækjastefnumóti Helgi Pálsson framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Húsavíkur Þátttaka tilkynnist til Iðntæknistofnunar í síma 570 7267 eða með tölvupósti til: emilbk@iti.is <4> ímpra EVRÓPUMIÐSTÖÐ ERU NAGLARNIR NAUDSYNLEGIR á götum borgarínnar? Heimilt er að aka á negidum tijólbörðum Iná byrjun nóvember tll 15. apríl eða í 167 daga alls. Að jafnaðl er fsrð í borglnni pannig að naglar koma elnungls að gagni örláa daga vetrarins. Því ættu varkárir bílstjárar að fliuga hvort ástsða sé til að nota nagladekk el að mestu er eklð Innan borgarmarkanna því að: • flesta daga vetrarins aka menn á auðu malbiki ® áætlað er að yfir vetrartímann nemi slit á götum borgarinnar af völdum nagladekkja u.þ.b. 10.000 tonnum af malbiki eða 6 tonnum á dag og nemur árlegur kostnaður eingöngu vegna þess kr. 150 milljónum • mikill hluti af nagladekkjum í notkun eru mjög slitin og veita því falska öryggiskennd q notkun nagladekkja veldur aukinni hávaða mengun Aktu varlega - aktu naglalaus. svifryk frá nagladekkjum mengar og veldur óþægindum æ. hætta stafar af slithjólförum í malbiki, einkum í bleytu 0 hemlunarvegalengd á auðu malbiki eykst nokkuð ef ekið er á nagladekkjum Notkun nagladekkja er hvorkl lagaleg skylda né forsenda fyrlr trygglngavernd af háffu tryggingafélaganna. Gatnamálastjórinn í Reykjavík E.BACKMAN auglýsingastofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.