Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 65

Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 65 Tillögur þingsins Ársþingið fól stjóm samtakanna ýmis verkefni. Má þar nefna að skipa mann til að safna GPS-stað- setningarpunktum, sem hestamenn hafa safnað á ferðum sínum um i landið, saman á einn stað og vinna jafnframt að því að þeir verði að- | gengilegir öllum hestamönnum á I vefsíðu LH. Þá var stjórninni falið að láta út- búa verklýsingu á gerð reiðvega sem framkvæmdaraðilum ber að fara eftir. í verklýsingunni á að koma fram hver efnisblandan skal vera, þykkt og breidd að teknu til- liti til álagsþunga. Þingið skoraði á samtök sveitar- félaga að virða þarfir hestamanna til reiðvega og hvatti einstök sveit- arfélög til að koma upp skiptihólf- 1 um á fjölförnum reiðleiðum. Kappreiðahrossaþjálfarar þurfa nú að huga vel að þjálfun hrossa við að fara inn í rásbása því reglur þar um voru þrengdar allnokkuð. Nú verða öll hrossin að fara á sömu stundu inn í básana. Sé hestur ekki kominn inn að 1 mínútu liðinni skal ræsir vísa honum frá. Þá verður óheimilt að hafa aðstoðarmann inni í básunum. Innan tveggja mínútna eftir að hrossin eru komin inn skal opna hliðin og ræsa hestana. Stjórn var heimilað að fresta ákvarðanatöku um hvar landsmót skuli haldið árið 2004 en tekið er fram að ákvörðun skuli liggja fyrir eigi síðar en 1. júní 2001. Slagurinn mun væntanlega standa á milli Reykjavíkur og Gaddstaðaflata ef að líkum lætur. Viljayfirlýsingu frá 1998 þess efnis að þing LH verði haldið annað hvert ár í stað árlega var frestað um eitt ár þar sem stjórnin telur að skipulagsmál hafi ekki fengið þá umræðu sem þarf og því sé ótíma- bært að fækka þingum. Tvær tillögur fjölluðu um reið- hjálma og var önnur þeirra, sem lagði til að ársþingið hvetti Alþingi til að lögfesta notkun viðurkenndra reiðhjálma, felld með litlum mun. Þess í stað var samþykkt að hvetja til aukinnar reiðhjálmanotkunar og stjórn falið að standa fyrir gerð og útgáfu fræðsluefnis til kynningar á meðal aðildarfélaga. Þá beindi þingið því til stjórnar LH að gangast fyrir kynningu á reglugerð um aðbúnað hrossa sem landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út. I fyrsta sinn í sex ár náði stjórnin fram hækkun félagsgjalda til sam- takanna. Nú munu félögin greiða 1.350 krónur til samtakanna í stað 1.000 króna. Kynbótanefndir ársþinga undan- farinna ára hafa fengið fá og lítil- fjörleg verkefni til umfjöllunar og stundum engin eins og nú. En nóg hefur verið um að ræða eigi að síð- ur og nú lagði nefndin fram ályktun sem var samþykkt. Þar segir að kynbótahross á landsmótum eigi að vera mörg en bæta þurfi skipulag sýninga þeirra á mótunum og beinir þingið þeim tilmælum til mótshald- ara að þessir hluth- verði endur- skoðaðir. Orðalag ályktunarinnar þótti í meira lagi ruglingslegt og kallaði Kristinn Hugason þingfull- trúi hana moðsuðu. í milliþinganefnd fóru nokkrar tillögur og má þar nefna eina þar sem lagt var til að eitt af skilyrðum til fá viðurkennd íslandsmet á kappreiðum þurfi rafræna tíma- töku. Þá var sett í milliþinganefnd til- laga sem gerði ráð fyrir að styrk- leikaflokkaskipting í íþróttakeppni yrði afnumin. Vænn slatti af tillögum var felld- ur og þær misjafnlega merkilegar. Þingið vildi til að mynda ekki að felldar yrðu út hæsta og lægsta ein- kunn í gæðingakeppni þar sem 5 dómarar dæma líkt og gert er í íþróttakeppni. Þingið vildi ekki fella stökk út úr gæðingakeppni barna né heldur taka upp hinar alþjóðlegu íþrótta- keppnisreglur sem kallast FIPO þótt bent væri á í greinargerð að af frumskyldum sérsambanda ÍSÍ væri að sjá til þess að keppt væri eftir alþjóðlegum reglum. Þá vildi þingið ekki koma á jöfn- unargreiðslum vegna flutnings keppnishrossa á landsmót og ekki heldur tvöfalda vægi hægatölts í B- flokki gæðinga. - Það var mikið stuð á Þormóði Ramma og Loga Laxdal undir lok keppnisi ímabilsins er þeir fóru nokkrum sinnum undir gildandi meti í 150 metra skeiði og nú hefur árangur þeirra á móti Fáks verið staðfestur sem Islandsmet. BRIPS llmsjðn Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Reylgavíkur Aðalspilakvöld - þriðjudagskvöld Þriðjudaginn 3. október var spilað 2. kvöldið í þriggja kvölda Haust- Monrad Barometer tvímennings- keppni. Spilaðar eru 6 umferðir hvert kvöld og eru veitt rauðvínsverðlaun fyrir hæsta skor hvers kvölds og síð- an fyrir 3 efstu sætin í lokin. Staðan eftir2. kvöldaf3: HrólfurHjaltason-OddurHjaltason +143 Snorri Karlss. - Karl Sigurhjartars. +118 Páll Bergsson - Hjalti Elíasson +112 Ómar Olgeirsson - ísak Öm Sigurðss. + 99 Gylfi Baldursson - Steinberg Ríkarðss. + 99 JacquiMcGreal-HermannLárusson +95 Birkir Jónsson - Jón Sigurbjömsson + 74 Hæsta skori kvöldsins náðu: Ómar Olgeirsson - ísak Öm Sigurðss. +105 Gylfi Baldursson - Steinberg Ríkarðss. +100 Guðm. A Grétarss. - Rúnar Gunnarss. + 87 Gísli Steingr. - Sveinn R. Þorvaldss. + 76 Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason + 64 Þriðjudaginn 10. október er síðasta spilakvöldið í Haust-Monrad Bai'o- meter félagsins og næsta keppni, sem byrjar 17. október, er þriggja kvölda Board-A-Match-sveitakeppni. Fimmtudagskvöld hjá Úlfari Fimmtudaginn 5. október var spil- aður Mitchell-tvímenningui' með þátttöku 22 para. Meðalskor var 216 ogefstupörvoru: NS Guðrún Jóh. - Steinberg Ríkarðss. 261 JónStefánsson-GuðlaugurSveinsson 230 Þórir Sigursteinss. - Vilhjálmur Sig. jr. 228 Hermann Friðriksson - Bjöm Ámason 222 AV GuðjónBragason-VignirHauksson 274 ValgarðBlöndal-BjömTheodórsson 268 Þorsteinn Karlss. - Leifur Aðalsteinss. 242 GuðbjömÞórðars.-Guðm.Baldurss. 231 Á fimmtudagskvöldum gefst pör- um kostur á að leggja 300 kr. á mann í verðlaunapott og rennur potturinn til efsta eða efstu para sem tóku þátt í honum. 9 pör tóku þátt í verðlauna- pottinum og rann hann allur, 5.400 kr. til Guðjóns og Vignis. Ulfar Eysteinsson býðui- brons- stigahæsta spilara hvers mánaðar út að borða á Þrem Frökkum og brons- stigahæstir í októbermánuði eru: 1.-2. Ómar Olgeirsson og ísak Ö. Sigurðsson 24 bronsstig 3.-6. Guðrún, Steinberg, Guðjón og Vignir 22 bronsstig Úlfar býður einnig því pari út að borða sem nær hæsta prósentuskori hvers mánaðar og eru þeir Guðjón og Vignir með pálmann í höndunum fyr- ir októbermánuð en skorið þeirra jafngilti 63,42%. Valgarð og Bjöm voru ekki langt undan með 62,03% en'1 bæði þessi pör slógu við góðu skori ís- aks og Ómars, sem var 60,71%. BR er með einskvölds tvímenninga á fimmtudagskvöldum. Þau eru í um- sjón Úlfars Eysteinssonar ásamt BR. Spilaðir em til skiptis Mitchell- og Monrad Barometer-tvímenningar. Spilamennska byijar kl. 19:30 og keppnisgjald er 700 kr. Einnig verður spilurum boðið að leggja í verðlauna- pott, 300 kr. á mann, sem síðan renn- ur til efsta parsins eða efstu paranna sem lögðu í hann. Keppnisstjórar em Sveinn R. Eiríksson og Sigurbjöm Haraldsson. Á föstudagskvöldum BR em spil- aðir einskvölds tölvureiknaðir tví- menningar með forgefnum spilum. Spilaðir em til skiptis Monrad Bar- ometer- og Mitchell-tvímenningar. Spilamennska hefst kl. 19:00 og að loknum tvímenningnum er boðið upp á þriggja umferða miðnætursveita- keppni þar sem umferðin kostar 100 krónur á spiiara. Keppnisstjóri á föstudögum er Sig- urbjöm Haraldsson. Hann tekur vel á móti öllum pömm sem og þeim spilur- um sem koma stakir í leit að makker. i I i ( i ) | i i i Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 26.10. lauk þriggja kvölda hraðsveitakeppni með sigri sveita Vina með 1.735 stig. I sveitinni spila: Leifur Krist- jánsson, Gísli Tryggvason, Ámi Már Björnsson, Guðlaugur Nilsen, Heimir Tryggvason. Skor lokakvöldsins varð þessi: Sv. Freyjanna 610 Sv. Þórðar Bjömss. 595 Sv. Ragnars Jónssonar 563 Meðalskor 540 Lokastaðan varð þessi: Sv. Vina 1733 • Sv. Eðvarðs Hallgríms • 1685 Sv. Þórðar Bj ömssonar 1681 Sv. Ragnars Jónssonar 1661 Fimmtudaginn 2. nóvember hefst fjögurra til fimm kvölda Barometer. Viljum við hvetja alla spilara til að mæta og taka þátt í þessari skemmtilegu, keppni. Spilað er í Þinghól við Alfhólsveginn og hefst spilamennska kl. 19.45. Keppnis- stjóri er Hermann Lárusson. Heildarmynd Stóðhestar Gæðingar Hryssur Töltheímar Fosshálsi 1 577 7000 wwwioltis Islandsmet Loga og Þormóðs ramma staðfest Sljórn Landssambands hesta- mannafélaga staðfesti á siðasta Ifundi sinum fyrir ársþingið árangur Þormóðs ramma frá Svaðastöðum og Loga Laxdal í 150 metra skeiði frá siðsumarskappreiðum Fáks. Nýja metið er því 13,64 sekúndur og þar með fallið nær tveggja ára- tuga gamalt met Leista frá Keldu- dal sem var 13,9 sekúndur. En þeir félagar Logi og Þormóð- ur gerðu gott betur í sumar því á Andvaravöllum náðu þeir að fara vegalengdina á 13,16 sek. sem er að Íþví er best er vitað besti tími sem mælst hefur. Ekki var sótt um stað- festingu á þeim árangri enda með- vindur vel yfir leyfilegum mörkum. MI.NF.RAL WASCHGEL Mineral snyrtivörulínan inniheldur steinefni og næringefni úr náttúrunni. Steinefni og raki gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að umhirðu húðarinnar, því án steinefna og raka getur húðin orðið þurr og viðkvæm, jafnvel elst fyrr vegna ótímabærrar hrukkumyndunar. Mineral línan er án allra aukefna, þ.e. engum rotvarnarefnum né ilmefnum er bætt í vörurnar. Apotheker SCHELLER NATURKOSMETIK SNYRTIVORUR A FRABÆRU VERÐI 3sJLUfWW£L í dag frá kl. 14-17 í Apótekinu iðufelli og Smáratorgi 15% kynningarafsláttur og kaupaukar Ap^tekið lihi/t G op to.’Pftl vffi’ Apótekiö Iðufelli - S. 577 2600 - ApótekiðSmáratorgi - S. 564 5600 FEGURÐ FRÁ NÁTTÚRUNNAR HEND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.